Morgunblaðið - 13.01.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.01.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBI.AÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1991 n Stjórnin öll að sunnan A aðalfundi Þormóðs ramma sl. vor var skipt um stjórn fyrirtækisins þrátt fyrir vilja fyrrv. stjórnarmanna til að starfa áfram. Nýju stjórnina skipuðu Óttar Proppé, Páll Gústafs- son og Logi Þormóðsson. Það er til marks um forræði ríkisins að aliir stjórnarmenn fyrirtækisins voru bú- settir á Faxaflóasvæðinu. Þegar gengið var frá sameiningunni fyrir seinustu áramót á hluthafafundi komst enginn stjómarmaður norður vegna veðurs. Kusu hinir nýju eig- endur nýja stjóm á fundinum og skipa hana Óttar Proppé, fulltrúi ráðherra, Jóhannes Egiisson eigandi Egilssíldar og Marteinn Haraldsson eigandi Drafnars. Pólitísk yfirstjóm Þormóðs ramma frá upphafi hefur oft valdið svipting- um í stjórn fyrirtækisins. Sverrir Sveinsson, veitustjóri á Siglufirði og varaþingmaður Framsóknarflokks- ins, sat um árabil í stjórn. Hann kveðst hafa verið rekinn úr stjórn í „hreinsun" sem átti sér stað 1983, í kjölfar deilna um stefnu í rekstri. Gagnrýnir hann sölu Þormóðs ramma og segir furðulegt að ráð- herra hafi getað tekið ákvörðun um sölu hlutabréfanna án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. „Þá er ekki síður einkennilegt að aðeins 5 af 9 bæjarfulltrúum sátu hluthafafundinn þegar gengið var frá sameiningunni og enginn þeirra hafði skoðun á því þegar hlutaféð var fært niður. Þá sat enginn frá verkalýðsfélaginu Vöku fundinn," sagði Sverrir. A fundinum var hlutafé fært niður úr 407 milljón- um í 120. Eftir 50 milljóna kr. hluta- fjárútboðið á eiginfjárstaða hins nýja fyrirtækis að nema 218 milljónum kr. Var sameiningin samþykkt með yfir 90% atkvæða á fundinum. Skiptar skoðanir í bæjarstjórn Bæjarstjórn Siglufjarðar ályktaði um söluáformin í bytjun desember og var hún samþykkt með atkvæðum allra bæjarfulltrúa. Runólfur Birgis- son, fulltrúi sjálfstæðismanna, lagði fram sérbókun þar sem hann hvatti til samstöðu bæjarstjómar, starfs- fólks og ríkisins um kaupin og sagði: „Vegna fjárhagsstöðu Þormóðs ramma hf. er ljóst að ríkissjóður verður að leggja verulegar ijárhæðir með sölunni og að auki verður að koma inn í fyrirtækið ,nýtt fjár- magn.“ Kristján Möller, bæjarfulltrúi Alþýðuflokks og forseti bæjarstjórn- ar, sagði í samtali við Morgunblaðið að erfitt væri að tala um eitt sjónar- mið bæjarstjórnar- í dag, eftir að salan er um garð gengin. „Það eru skiptar skoðanir um þetta mál núna,“ sagði Kristján. Út úr fjárhagsvandanum Kvaðst Kristján ekki eiga von á bæjarsjóður tæki þátt í hlutafjár- aukningunni sem stendur fyrir dyr- um. Bærinn væri að vinna sig út úr miklum fjárhagsvanda og stæði m.a. í viðræðum við RARIK um hugsan- lega sölu Skeiðsfossvirkjunar og dreifikerfis hennar. Bókfært verð væri um hálfur milljarður króna. Skuldir bæjarins á hvern íbúa eru þær hæstu á landinu. Skv. upplýsing- um Bjöms Valdimarssonar, bæjar- stjóra, er einnig unnið að róttækum breytingum við útboð á rekstri íþróttahúss, sundhallar og á sorp- hirðingu. Einkavæðingin er í mikilli uppsveiflu á Siglufirði. Kristján sagði nauðsyn á að auka eigið fé Þormóðs ramma og end- umýja skipastólinn en sagði ólíklegt að ríkið hefði lagt meira fé til fyrir- tækisins. „Við höfðum enga vissu fyrir því að einhver annar fjármála- ráðherra hefði ekki selt fyrirtækið til fjársterkra aðila utan Siglufjarð- ar. Kvótinn er dýrmætur og svo ágirnast margir ásafnaðar skuldir Þormóðs ramma vegna tapafsláttar. Hættan var sú að einhver ráðherra í framtíðinni hefði tekið slíkum til- boðum. Ég á þá einu von að fyrirtæk- ið muni nú dafna og vaxa og að rekst- urinn verði arðbærari," sagði Krist- ján. Sameiningin kemur sér vel Jóhannes Egilsson, framkvæmda- stjóri og annar aðaleigandi Egilssíld- ar, tekur sæti í stjórn Þormóðs ramma við sameininguna. Egilssíld er áratugagamalt og rótgróið fyrir- tæki og sagði hann að það einbeitti sér að margbreytilegri síldarverkun í reykingu, auk saltfískpökkunar sem Róttæk umskipti haf a orðið á Siglufirði með sölu ríkisfyrirtækja og útboðum bæjarins, en íbúar eru órólegir og gagnrýna sölu Þormóðs ramma hflíf æðar bæjarins muni haldast óbreytt þrátt fyrir kaupin á Þormóði ramma. En fyrir- tækið hefur staðið að margbreyti- legri fiskvinnslu í gegnum tíðina. Róbert Guðfinnsson, framkvæmda- stjóri Þormóðs ramma, er meðeig- andi Jóhannesar og hefur sameining- in einkum hvílt á hans herðum. Jó- hannes sagði að áfram muni verða framleitt undir merkjum Egilssíldar sem hefur áunnið sér markaðsstöðu víða. Fyrirtækið á ekki bát og hefur ekki staðið í útgerð. „Sameiningin kemur sér mjög vel þar sem við getum keypt hráefnið á raunverði. Þrátt fyrir að við eigum 100 tonna frystigeymslú fáum við aðgang að geymslum hjá Þormóði ramma. Allir aðilar hafa hag af þess- ari samvinnu, en hugmyndin er sú að hver grein verði að standa undir sér,“ sagði Jóhannes. — Hvað fínnst honum um póli- tískar deilur í málinu? „Það er ekk- ert um það að segja annað en að þar fá menn dæmigerða mynd af Siglu- firði. Alltaf ósamkomulag um alla hluti, því miður. Svo lítur þetta hjá- kátlega út fyrir utanbæjarmenn að það skuli vera rauðliðar sem fylgja íhaldsstefnunni, að fara út úr ríkis- rekstrinum.“ Jóhannes sagði að milliuppgjör á Egilssíld hafi sýnt að staða fyrirtæk- isins var góð fyrir sameininguna. „Endurskoðendur hafa gjörkannað reikningana, en auðvitað getur stað- an alltaf breyst á örskömmum tíma. Það er látlaust verið að vinna í mark- aðsmálunum. Maður er alltaf að taka áhættu. Er ekki lífið ein áhætta, það er vort daglega brauð," sagði Jó- hannes. HEIMSKLUBBUR INGOLFS KYNNIR: C\ .S1 i. .. Rio de JaneirOy H (S --P I 1 Z '9 T"T ULLNI ÞRÍHYRNINGUR Suður-Ameríku Heillandi ferðaævintýri um páska '91 12 — 18 dagar, brottför 22. mars Fá sæti laus. 3 LÖND — 3 FRÆGAR HEIMSBORGIR Skipulag og fararstjóm: Ingólfur Guðbrandsson Sannkölluð stjörnuferð til heillandi heimsálfu um hásumar Hvernig líst þér á: RIO DE JANEIRO — glaðværustu borg heimsins þar sem þú gengur beint af lúxusgististaðnum út á frægustu baðströnd veraldar, Copacabana, milli þess að svífa upp á Sykurtoppinn eða að Kristsstyttunni á fjallinu Kroppinbak til að virða fyrir þér dýrð heimsins að morgni páskadags? Ríó er gimsteinn meðal borga og borgarstæði hennar talið hið fegursta í heimi. Hvergi í víðri veröld fæst slíkt úrval skartgripa á góðu verði. Skemmtanalífið er frjálslegt, og maturinn Ijúffengur en ódýr. Dans- og söngvasýning á Plataforma hin frægasta í heinni. Gist verður á heimsfrægum hótelum, s.s. PLAZA í Buenos Aires og RIO PALACE ÍRÍÓ. IGUAZU — Andesfjöllin frá Vina del Mar, frægum baðstað á strönd Kyrrahafsins? Glæsibyggingarnar í Santiago, höfuðborg Chile, eins fegursta lands heimsins? Ljúfa kvöldskemmtun með stemmningu Kyrrahafseyja? Kaffihús, listalíf, hátískuna, torgin, blómstrandi garðana, breiðstrætin og byggingarnar í einni fegurstu borg heimsins, BUENOS AIRES? Mundu, að þar eru líka bestu steikarhús veraldar og ódýrustu skinna- og leðurvörur í heimi. BUENOS AIRES er full af listum og rómantík, og þú gleymir aldrei tangósýningu í Casablanca né veislu á argentínskum búgarði úti á Los Pampas. Ingólfur Guðbrandsson kynnir ferðina og heldur erindi með myndasýningu: NÝI HEIMURINN 500 ÁRUM EFTIR COLUMBUS. í Ársal Hótel Sögu kl. 16.00 í dag. Ókeypis aðgangur. Inngangur norðurdyr. stærstu fossa veraldar, eitt mikilfenglegasta undur heimsins í hitabeltis-þjóðgarði? Njóttu lága verðsins og láttu drauminn rætast núna. FERBAMIflSTfifllN AUSTURSTRÆTI17SÍMAR (91)62 20 11 & 62 22 00 HJÁ HEIMSKLÚBBNUM: ÞAÐ BESTA Á LÆGSTA FÁANLEGU VERÐI — ÖLL FERÐIN KOSTAR MINNA EN ALMENNT FLUGFAR Á LEIÐINNI. í fyrra fékk þessi ferð hæstu einkunn farþega: „Frábær, ólýsanleg, skemmtilegasta ferð, sem við höfum farið.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.