Morgunblaðið - 13.01.1991, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1991
MALUN - MYNDLIST
Síðdgegis-og kvöldtímarfyrir
b.yrjendur og lengra komna.
Undirstöðuatriði
í meðferð vatns- og olíulita.
Myndbygging.
Upplýsingar og innritun ídag og næstu daga.
Kennari RÚna GÍSladÓttír, listmálari, sími 611525.
Andúð á evrópskum
samruna og samstarfi
Bækur
TILBOÐ ÓSKAST
Bjöm Bjamason
EVRÓPUMARKAÐSHYGGJAN:
Hagsmunir og valkostir Islands.
Höfundur: dr. Hannes Jónsson.
Utgefandi: Félagsmálastofnunin,
Reykjavík, 1990.
118 blaðsíður með töflum og ljós-
myndum.
Hannes Jónsson, fyrrverandi
sendiherra, er andvígur því að ís-
lendingar tengist evrópska efna-
hagssvæðinu (EES), sem nú er í
mótun í viðræðum Evrópubanda-
lagsins (EB) og Fríverslunar-
bandalags Evrópu (EFTA)._ Hann
er einnig andvígur því að Islend-
ingar gerist aðilar að Evrópu-
bandalaginu. Bók þessa eða bækl-
ing hefur hann ritað til að koma
þessari skoðun sinni á framfæri
og setja hana í það samhengi sem
hann telur þjóna markmiði sínu
best. Það er því ekki unnt að líta
á ritið sem hlutlæga úttekt á hinum
stóru viðfangsefnum sem blasa við
Evrópuþjóðunum á tímum hins
mikla samruna í álfunni.
Höfundur var sendiráðsritari í
íslenska sendiráðinu í Bonn um
miðjan sjötta áratuginn, þegar
grunnur var lagður að Evrópu-
bandalaginu. Sýnist hann þá hafa
orðið fyrir þeim áhrifum að banda-
lagið væri tæki Þjóðveija til að
stofna stærra efnahagssvæði í
Evrópu og minnir það hann „mjög
á áróður nasista um stofnun einnar
viðskipta- og framleiðsluheildar
Evrópu“ svo að vitnað sé í frásögn
í Cherokee Pioneer 4 X 4 6 cyl. 4 L. árgerð ’87,
Toyota P/U 4 W/DTurbo EF1 árgerð '86 og aðrar
bifreiðar, er er verða sýndar á Grensásvegi 9
þriðjudaginn 15. janúar kl. 12-15.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
Sala varnarliðseigna
KARATEDEILD
STJÖRNUNNAR
Ný byrjendanámskeið hafin í karate og tai chi. Innritun í
síma 656860 og í íþróttamiðstöðinni Asgarði, Garðabæ.
Þjálfarar: Robert Howert 3. dan, Eva Gabrielson 1. dan.
/gk Gojukai karate - tai chi.
SYNING
á gojukai karate og tai chi í Garðalundi,
Félagsmiðstöð gagnfræðaskóla Garðabæjar
sunnudaginn 13. janúar kl. 14.00.
ALLIR VELKOMNIR.
ÚTSALAN HEFST í FYRRAMÁLIÐ KL.10.00
AÐEINS í KRIIMGLUNNI
SÍMI 689017
sem hann ritaði 2. agúst 1956 um
hádegisverðarfund viðskiptafull-
trúa í Bonn með dr. Ludwig Er-
hard, efnahagsráðherra V-Þýska-
lands í Bonn 25. júlí 1956. Áhrifin
sem þessi dvöl í Bonn hafði á höf-
undinn eru viðvarandi, því að hann
segir á bls. 28: „Útþenslumetnað-
urinn var enn til staðar, þrátt fyr-
ir niðurlægingu ósigursins og eyði-
legginguna. Það, sem stríðsvél
Hitlers mistókst, skyldi nást með
efnahagsuppbyggingu og forystu
Þýskalands og gjaldmiðils þess,
markinu, innan Efnahagsbanda-
lags Evrópu.“
Samsæriskenning sem þessi
gerir þeim hugsjónamönnum alr-
angt til, er stóðu að því að stofna
Efnahagsbandalag Evrópu 1957,
sem síðar varð að Evrópubanda-
laginu.
Höfundur hefur horn í síðu Evr-
ópubandalagsins en dregur taum
EFTA. Hann er eindreginn and-
stæðingur þess að íslendingar ger-
ist aðilar að EB og telur, að með
samningum um evrópska efna-
hagssvæðið sé verið að draga okk-
ur undir yfirþjóðlegt eða yfirríkja-
vald. Telur Hannes, að núverandi
ríkisstjórn undir forystu
Steingríms Hermannssonar for-
sætisráðherra og Jóns Baldvins
Hannibalssonar utanríkisráðherra
sé að gera þetta án nægilegs um-
boðs og raunar án þess að segja
satt og rétt frá því, sem sé að
gerast. Hann varar við vinnubrögð-
um ríkisstjórnar Steingríms Her-
mannssonar. Telur hann sérstak-
lega ámælisvert, ef þannig yrði
staðið að afgreiðslu samningsins
um evrópska efnahagssvæðið á
Alþingi, að þar yrði lagabálkur EB,
sem nú er í þýðingu og er talinn
verða um 10.000 blaðsíður í prent-
uðu máli í sama broti og Alþingist-
íðindi, samþykktur sem fylgiskjöl
við EES-samninginn sjálfan. „Gera
menn sér grein fyrir því hvers
konar glannaskapur er þarna á
ferðinni?" spyr höfundur og varar
við því fullveldisafsali sem fylgi
samþykkt lagabálksins mikla.
Framkvæmd þessa máls verður
raunhæft úrlausnarefni fyrr en
síðar á Alþingi. Síðan Hannes
Jónsson lauk við að rita og gefa
út bók sína hafa utanríkisráðherrar
frá aðildarríkjum EFTA og EB
hist, hinn 19. desember sl., og stað-
fest sameiginlegan vilja sinn til að
vinna að því að gera EES-samn-
ing. Eða eins og segir í ályktun
fundarins: „Þeir [ráðherrarnir]
lýstu yfir ánægju með að tekist
hefur að mestu að afmarka sam-
eiginlega hvaða reglugerðir Evr-
ópubandalagsins eigi að fella inn
í EES-samninginn sem sameigin-
legan réttargrundvöll fyrir frjáls
vöruviðskipti, þjónustuviðskipti,
fjármagnsflutninga og atvinnu- og
búseturéttindi. Auk viðeigandi
innihalds Rómarsáttmálans eru til-
greindir réttargjörningar alls um
1400 talsins.“ Þetta eru hinar
10.000 blaðsíður sem að framan
er greint. Og í þessari sameigin-
legu ályktun segir einnig: „Ráð-
herrar tóku fram að samninga-
menn ynnu nú á þeim grundvelli
að sett yrði upp sjálfstæð EFTA-
stofnun til að beita samkeppnis-
reglum. Slík stofnun ætti að hafa
samsvarandi umboð og hlutverk
og framkvæmdastjórn Evrópu-
bandalagsins." Með þessum orðum
er boðað að á vegum EFTA verði
yfirríkjastofnun komið á fót.
í bók Hannesar Jónssonar er
gagnrýni á að ríkisstjórn íslands
gangi til samriínga um EES, án
þess að gera þjóðinni grein fyrir
því sem þar ér á döfinni, tengd
andúð höfundarins á því að íslend-
ingar séu virkir þátttakendur í
evrópska samrunanum. Þarna á
að draga skil á milli. Það hefði