Morgunblaðið - 13.01.1991, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1991
AUGLYSINGAR
YMISLEGT
Prentsmiðja til leigu
Prentsmiðja í fullum rekstri, sem er í eigin
húsnæði, er til leigu frá næstu mánaðamót-
um eða síðar eftir samkomulagi.
Lysthafendur leggi nöfn sín inn á auglýsinga-
deild Mbl. merkt: „Prentsmiðja - 91“ fyrir
22. janúar '91. Farið verður með allar um-
sóknir sem trúnaðarmál.
Málverk
Höfum verið beðnir að útvega myndir eftir
gömlu meistarana; Ásgrím Jónsson, Finn
Jónsson, Gunnlaug Blöndal (módel), Gunn-
laug Scheving, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu
Jónsdóttur, Mugg, Snorra Arinbjarnar, Svav-
ar Guðnason (frá 1945), Þorvald Skúlason
(fígúratívar myndir), Þórarinn B. Þorláksson
o.fl.
Vinsamlegast hafið samband við Gallerí Borg
í síma 24211.
Söngfólk
Kór Laugarneskirkju (stjórnandi Ronald Vil-
hjálmur Turner) getur bætt við söngfólki í
allar raddir. Æfð verða m.a. verk eftir W.A.
Mozart til flutnings á tónleikum í vor, auk
flutnings tónverka við athafnir í kirkjunni.
í boði er ókeypis söngkennsla í einaktímum
eða smáhópum fyrir þá er þess óska. Fastar
æfingar eru á miðvikudögum kl. 20.30. Kór-
meðlimir skipta með sér forsöng við almenn-
ar guðsþjónustur.
Upplýsingar gefa Signður í síma 36842 og
Gunnar í síma 39274.
WEUA
Módel óskast
Þýskur hárgreiðslumeistari frá Wella verður
staddur hér á landi dagana 20.-27. janúar
nk., vegna námskeiðs og sýningar á nýju
vorlínunni. Við óskum eftir módelum fyrir
permanent, lit og klippingu.
Vinsamlegast hafið samband við Önnu Ax-
elsdóttur á skrifstofu Halldórs Jónssonar hf.
í síma 686066, fyrir miðvikudaginn 16. jan-
úar n.k.
HJV
HALLDÓR JÓNSSON /VOCAFELL HF
ÞJONUSTA
Kópavogsbúar
Athygli skal vakin á því að Félagsmálastofn-
un Kópavogs verður lokuð vegna flutnings
mánudaginn 14., þriðjudaginn 15. og mið-
vikudaginn 16. janúar.
Þó verður opið vegna skráningar atvinnuleys-
is og vinnumiðlunar þessa daga, auk þess
sem unnt verður að sinna neyðarþjónustu í
síma 45700.
Hið nýja heimilisfang stofnunarinnar er:
Fannborg 4 (gegnt Bæjarskrifstofum Kópa-
vogs).
Félagsmálastjóri.
REYKJHIÍKURBORG
Auglýsing um fasteignagjöld
Lokið er álagningu fasteignagjalda __ í
Reykjavík árið 199,1 og verða álagningar-
seðlar sendir út næstu daga ásamt gíróseðl-
um vegna fyrstu greiðslu gjaldanna.
Gjalddagar fasteignagjalda eru 15. janúar,
l. mars og 15. apríl.
Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í
Reykjavík, en einnig er hægt að greiða gíró-
seðlana í næsta banka, sparisjóði eða póst-
húsi.
Skráningardeild fasteigna, Skúlatúni 2, veitir
upplýsingar um álagningu gjaldanna, sími
18000.
Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar, sem
fengu hækkun á fasteignaskatti á liðnu ári,
hafa fengið hlutfallslega lækkun fyrir árið
1991. Framtalsnefnd mun yfirfara framtöl
gjaldenda þegar þau liggja fyrir, væntanlega
í mars- eða aprílmánuði, og úrskurða endan-
lega um breytingar á fasteignaskattinum,
m. a. hjá þeim, sem ekki hafa þegar fengið
lækkun en eiga rétt á henni samkvæmt þeim
reglum, sem borgarstjórn setur sbr. 4. mgr.
5. gr. 1. nr. 90/1990 um tekjustofna sveitar-
félaga. Verður viðkomandi tilkynnt um niður-
stöðu, ef um breytingu verður að ræða.
Borgarstjórinn í Reykjavík,
8. janúar 1991.
1AWP1BAMKI
i S L A N D *
N-Á-M-A-N
5 NÁMU námsstyrkir
Landsbanki íslands auglýsir eftir umsóknum
um 5 námsstyrki sem veittir verða NÁMU-
félögum.
1. Einungis aðilar að NÁMUNNI, náms-
mannaþjónustu Landsbanka íslands, eiga
rétt á að sækja um þessa styrki.
2. Allir þeir, sem gerst hafa félagar í NÁM-
UNNI fyrir 15. mars 1991, eiga rétt á að
sækja um styrk vegna þessa námsárs.
3. Hver styrkur er að upphæð 100 þúsund
krónur. Þeir verða afhentir í apríl 1991 og
veittir NÁMU-félögum skv. eftirfarandi flokk-
un: 2 styrkir til háskólanáms á íslandi, 1
styrkur til náms við framhaldsskóla hérlend-
is, 1 styrkur til framhaldsnáms erlendis og
1 styrkur til listnáms.
4. Umsóknir er tilgreini námsferil, heimilis-
hagi og framtíðaráform, skal skilað til Lands-
banka íslands eigi síðar en 15. mars næst-
komandi.
5. Umsóknir sendist til:
Landsbanki íslands, Markaðssvið
b.t. Ingólfs Guðmundssonar,
Austurstræti 11,
155 Reykjavík.
L
Styrkir til
háskólanáms í
Bandaríkjunum
Styrkir verða veittir úr Thors Thorssjóðnum
til háskólanáms í Bandaríkjunum, skólaárið
1991-92. Styrkþegar þurfa að hafa lokið
háskólaprófi eða munu Ijúka prófi í lok náms-
ársins 1990-91.
Umsóknareyðublöð fást hjá íslenzk-
Ameríska félaginu, pósthólf 7051, 107
Reykjavík, og Ameríska bókasafninu, Nes-
haga 16. Umsóknum þarf að skila til félags-
ins fyrir 31. mars nk.
Íslenzk-Ameríska félagið.
m
Græn fjölskylda
„Eitt þeirra verkefna sem unnin verða á
Norrænu umhverfisári (NU) á öllum Norðurl-
öndum samtímis er s.k. „Grænar fjölskyld-
ur“. Vérkefnið gengur út á áð nokkrar fjöl-
skyldur í hverju landi gera 4 mánaða tilraun
með að lifa á umhverfisvænan hátt. Þetta
þýðir í mörgum tilvikum að fjölskyldurnar
breyta út frá venjum sínum og taka upp nýja
hætti. Fjölskyldurnar halda dagbók á meðan
á tilrauninni stendur, skrá hvað er erfitt,
hvað er auðvelt, o.s.frv. í lok tímabilsins
verður dagbókum fjölskyldnanna og öðrum
gögnum safnað saman og unnin upp úr þeim
skýrsla. LoJ$s er ætlunin að fjölskyldurnar
hittist næsta sumar og beri saman bækur
sínar.“
Hér með er auglýst eftir fjölskyldu í Kópa-
vogi, sem vill gerast sjálfboðaliði í þessu
verkefni.
Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 41570
(57) daglega milli kl. 9.00 og 11.00 f.h., til
17. janúar 1991.
Umhverfisráð Kópavogs,
Vinarbæjarnefnd Kópavogs.
Innritun
Innritun daglega á virkum dögum kl. 2-5
síðdegis í skólanum, Stórholti 16, sími
27015. Kennsla hefst 28. janúar.
aítarskóli
^“ÖLAFS GAUKS
Frönskunámskeið
Alliance Francaise
13 vikna vornámskeið hefst mánudaginn 21.
janúar '91. Kennt verður á öllum stigum
ásamt samtalshópi og barnahópi.
Nýtt: Viðskiptafrönskunámskeið fyrir
lengra komna.
Námskeið í franskri listasögu.
Innritun fer fram í bókasafni Alliance Franca-
ise, Vesturgötu 2 (gengið inn bakdyrameg-
in), alla virka daga frá kl. 15.00 til 19.00 og
hefst mánudaginn 7. janúar. Henni lýkur
föstudaginn 18. janúar kl. 19.00.
Allar nánari upplýsingar fást í síma 23870 á
sama tíma.
EÍHSPEKÍSKOLÍNH
Samræðu- og rökleikninámskeið fyrir 9-15
ára stelpur og stráka hefjast 21. janúar í
húsnæði Kennaraháskólans. Kennt verður í
mismunandi aldurshópum. Fáist næg þátt-
taka verða námskeið einnig haldin fyrir full-
orðna.
Upplýsingar og innritun í síma 628083 kl.
16.00-22.00 alla daga.
VÉLSKÓLI
ISLANDS
Vélavarðanám iðnsveina
Haldið verður kvöldnámskeið fyrir iðnsveina,
sem veitir þeim vélavarðaréttindi, ef næg
þátttaka fæst.
Námskeiðið hefst 21. janúar og lýkur í maí.
Umsóknir verða að berast fyrir 15. janúar til
Vélskóla íslands, pósthólf 5134, 125
Reykjavík.
Skólameistari