Morgunblaðið - 13.01.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.01.1991, Blaðsíða 44
KJÖRBÓK ÍÉf A A ▲ A A. A A íir A Böggfapóstur & Landsbanki mL íslands Banki allra landsmanna um ollt lond PÓSTUR OG SÍMl MORGUNBLADIÐ, AÐALSTR/ETI 6. 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 8 SUNNUDAGUR 13. JANUAR 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Meiru smygl- að af kjöti og sterku áfengi Á LIÐNU ári kom tollgæslan upp um smygl á 9,4 tonnum af kjöti en árið 1989 var komið í veg fyr- ir smygl á 7,3 tonnum. Tollgæslan kærði á liðnu ári vegna smygls á 4.291 lítra af sterku áfengi en árið 1989 vegna 2.413 lítra. 4.677 lítrar af sterku öli lentu í höndum tollgæslunnar en 1989 var reynt að smygla inn 12.797 lítrum, þar á meðal 8.800 lítrum í einum gámi. Reynt var að smygla inn 386 lítrum af víni en árið 1989 fundu tollverðir 49 lítra. Um 750 lengjur af vindlingum höfnuðu í höndum tollvarða nú en 1989 voru það um 500 lengjur. Einnig var reynt að smygla inn til landsins 14 talstöðvum, 9 símum, 4 myndbandstækjum, 2 uppþvotta- vélum, og einnig sjónvarpstæki, ör- bylgjuofni, þvottavél, frystikistu, og kæliskáp. Á árinu voru alls 355 kærumál afgreidd hjá Tollgæslu og námu sektargreiðslur rúmum 5,5 milljón- um króna. 84 mál voru send öðrum embættum. Aðallega er þar um að ræða mál sem eru svo umfangsmik- il að skylt er að fela ríkissaksóknara að taka ákvörðun um framhald þeirra. Reykjavík: 652 íbúð- um úthlutað árið 1990 í YFIRLITI yfir lóðaúthlutanir í Reykjavík kemur fram að á árinu 1990 var úthlutað 652 íbúðum í borginni í einbýlishúsum, parhús- um, raðhúsum og fjölbýlishúsum. Þar af var skilað inn umsóknum um 151 íbúð. Flestar íbúðirnar voru í Borgarholti, auk lóða í Hamrahverfi, Foldahverfi, Húsa- hverfi, við Sléttuveg, Hraunbæ, Skerplugötu, Túngötu og Bakka- stíg. í Borgarholti var úthlutað 41 lóð undir einbýlishús og var 13 skilað inn á ný. I öðrum hverfum var út- hlutað lóðum undir 78 einbýlishús og skiluðu 71 lóðunum inn. Sex rað- húsum var úthlutað í Borgarholti og 119 parhúsum og var 66 skilað inn. 407 íbúðum í fjöibýlishúsi var úthlut- að, þar af 251 í Borgarholti. Flestar úthlutanir voru í júlí eða 219 og í október 118. PERLAN VIGÐIVOR Utsýnishúsið Perlan á Öskjuhlíð nýtur sín vel í vetrarsólinni. Unnið er af fullum krafti við framkvæmdir og áformað er að vígja Perluna við hátíðlega athöfn í vor. Þorskflök á Bandaríkjamarkaði komin í 3,10-3,15 dollara pundið: Verð á þorskflökum hefur hækkað um 35% á einu ári Búist er við meira framboði héðan VERÐ á íslenskum þorskflökum í fimm punda pakkningum á Banda- ríkjamarkaði hefur hækkað í 3,10 dollara hvert pund hjá Coldwater Seafood Corp., dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum, og í 3,15 dollara hjá Iceland Seafood Corp., dótturfyr- irtæki Sambandsins. Verðið var um 2,30 dollarar í upphafi síðasta árs og hefur því hækkað um 35% á þeim tíma. „Þetta er mikil hækkun á stuttum tíma,“ sagði Ólafur Guðmundsson hjá Coldwater í samtali við Morgunblaðið. Frá miðju síðasta ári hefur skort flök á Bandaríkja- markað, en búist er við meira framboði héðan, þar sem verð er orð- ið samkeppnisfært við aðra markaði, að sögn Ólafs. Verð á þorskflökum hækkaði hjá Coldwater í desember, en að sögn Magnúsar Friðgeirssonar, forstjóra Iceland Seafood, hefur söluverð Ármannsfell hf.: Verðlækkun á íbúðum Viðbrögð við markaðnum, segir Þórólfur Halldórsson fasteignasali „MEÐAN markaðurinn ekki leyfir hátt verð og full afföll, þá þarf að bregðast við því eins og þegar verið er að selja hverja aðra vöru,“ sagði Þórólfur Halldórsson fasteignasali aðspurður um skýringar á því að verð á nýjum íbúðum Armannsfells í Ás- holti hefur verið lækkað frá 200 til 1200 þúsund krónur. „Þetta er ekkert annað en viðbrögð við markaðnum." Ármannsfell hf. hefur falið Eignamiðluninni hf. að selja íbúð- ir fyrirtækisins í Ásholti. Þórólfur Halldórsson var spurður hvort hann teldi að sú verðlækkun sem orðin er á íbúðunum hafi fordæm- isgildi og að verð 'lækki almennt á nýjum íbúðum. „Það á eftir að koma í ljós. Ármannsfell og við ríðum á vaðið með þetta og í sjálfu sér ekki hægt að segja neitt um það á þessu stigi, Hins vegar finnst mér mjög trúlegt að þetta geti haft fordæmisgildi fyrir aðra,“ sagði Þórólfur. „Síðan er auðvitað alveg eins líklegt að þetta geti sveiflast yfir á einhvern annan veg í fram- tíðinni. Þá er kannski lítið fram- boð og mikil eftirspurn. Þá taka menn hærra verð og full afföll." Þórólfur kvaðst í gær ekki vita til að aðrir aðilar hefðu þá lækkað verð á nýjum íbúðum. Sjá „Höggvið á húsbréfahnút- inn?“ á bls. B-2. þeirra verið í gildi á annan mánuð. Ólafur Guðmundsson og Magnús Friðgeirsson sögðu báðir að frá miðju síðasta ári hafi skort flök héðan til að sinna eðlilegri sölu á Bandaríkjamarkaði og að annar fiskur gæti ekki komið í staðinn. „Styrkur okkar á markaðnum felst í séreinkennum þess fisks sem kemur frá íslandi og þess fram- leiðslukerfis sem búið er að byggja upp hér innanlands og við grípum það ekki upp annars staðar á stund- inni,“ sagði Ólafur. „Það sem við þurfum fyrst og fremst að hafa áhyggjur af er að reyna að vernda þau viðskiptasam- bönd sem við höfum, þannig að eins lítið glatist af þeim og mögulegt er meðan á þessari spennu stendur. Ef við lítum yfir farinn veg, þá hef- ur Bandarikjamarkaður að jafnaði gefið langbest i þorskafurðum. Það er sá markaður sem er fúsastur til að greiða verð fyrir gæði þorsksins. Verð sem við bjóðum í dag er sam- keppnisfært við aðrar pakkningar og ég á von á því að þetta leiti jafn- vægis og við komum til með að geta sinnt viðskiptavinum okkar betur á næstu mánuðum," sagði Ólafur. Magnús var sput'ður hvort þetta verð dygði til að auka framboð héð- an. „Við teljum að þetta verð sé samkeppnisfært við aðra ntarkaði, en hins vegar hafa hinar gífurlega sterku sveiflur í gengismálum verið bæði að færa þetta úr lagi og í lag,“ sagði hann. „Eg á heldur von á því að þessi mikla verðaðlögun sem við höfum verið að koma á allt frá því fyrir mitt síðasta ár sé heldur að færa Ameríkumarkaðinn í sam- keppnisstöðu við aðra markaði og ef gengismálin halda ekki áfram að þróast okkur til óhagræðis þá getum við fengið aðeins betri undirtektir meðal framleiðenda hérna heima.“ Bæði fyrirtækin voru rekin með hagnaði á síðasta ári, að sögn þeirra Magnúsar og Ólafs. Helguvík: Spreng- ing í gámi Vogum. SPRENGING varð í gámi eftir • að eldur varð laus í honum í Helguvik á föstudag. Gámurinn stóð við oliutank sém var verið að sandblása og var innangengt úr honum í olíutankinn. Tveir menn voru að vinnu í tank- inum þegar sprengingin varð og sviðnaði annar mannanna á höfði. Slökkvilið Keflavíkurflugvallar slökkti eldinn. Við sprenginguna fór ein hlið úr gáminum, en í honum voru verkfæri sem eru notuð við sandblásturinn. EG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.