Morgunblaðið - 13.01.1991, Blaðsíða 37
r 'ifwt
aiaAJinrjogOK
Svfinn á bágt og
Mogginn er ófáanlegur
ÞAÐ ER kreppa í Svíþjóð og það hriktir í stoðum velferðarþjóðfélags-
ins. Engar launahækkanir næsta árið og allir í megrun. Þingmennirn-
ir hættu við sína eigin launahækkun og frystu allar iiugmyndir þar
um. Meira að segja ríkið ætlar í megrun. Aumingja Ingvar Carlsson
hefur aldrei verið óvinsælli og konan hans missti vinnuna í bókasafn-
inu vegna þess að hennar ektamaki var með hnifinn á lofti.
Frá Þorsteini Gunnarssyni í
GAUTABORG *!r"a'4
Meðal þess sem á að skera niður
eru sjúkrabæturnar og hafa
fjölmiðlar verið duglegir við það upp
á síðkastið að leita uppi fólk sem
finnst það hræðilegt að geta ekki
lengur legið uppi í bæli heima hjá
sér og þénað peninga. Og konan
hans Ingvars Carlssonar hefur sótt
um vinnu sem póstberi. Sænska
þjóðin er í öngum sínum.
Svona er ástandið um þessar
mundir, allt á heljarþröm. Og það
styttist í kosningar. Síðan gerist
það að kóngurinn blandar sér í
þólitíkina og biður landsmenn að
bæta vinnumóralinn í landinu sem
er fyrir neðan allar hellur.
Um daginn var svo púlsinn tekinn
á sænsku þjóðinni og þar kom
ýmislegt forvitnilegt í ljós. Þar kem-
ur m.a. fram að 11% Svía segja að
þeir hafi einhvern tíma á ævinni
verið ofsóttir áf yfirvöldum. 88%
segjast vera húmoristar. 93% segj-
ast fylla skattaskýrsluna heiðarlega
út. 94% segjast aldrei drekka
brennivín í laumi. 4% af sænskum
unglingum segjast hafa haft sínar
fyrstu samfarir í tjaldi. 53% Svía
segjast aldrei hafa stolið á ævinni.
19% finnst vinnan það mikilvæg-
asta í lífinu. 33% fara í sturtu á
hveijum morgni. 64% á aldrinum
12-24 ára segjast einhvern tíma
hafa verið undir áhrifum áfengis.
16% segjast trúa því að djöfullinn
sé til. 52% segjast aldrei haía litið
í klámblað og loks segjast 54% ein-
hvern tíma á ævinni hafa haldið
ræðu við hátíðleg tækifæri.
Sjálfsagt er þetta allt satt, nema
að það kemur mér nokkuð á óvart
hvað Svíarnir telja sig mikla húmor-
ista.
Um þessar mundir gerir maður
ekkert annað en að vorkenna Svíun-
um, þeir virðast eiga eitthvað svo
bágt. En til að hressa upp á sálar-
tötrið rölti ég á háskólabókasafnið
í borginni um daginn til að kíkja í
Moggann til að fá fréttir að heim-
an. En hvað var nú þetta? Það
fannst enginn Moggi heldur bara
miði með skilaboðum frá starfsfólki
bókasafnsins, þar sem stóð: „Vegna
síendurtekins stuldar á blaðinu
verður að panta það í afgreiðslunni
í framtíðinni."
Enn einu sinni hafði sjálfsbjarg-
ai-viðleitni landans gengið út í öfg-
'ar.
Eg rölti þá á næsta bókasafn þar
skammt frá þar sem Mogginn finnst
líka. En viti menn. Það var líka
búið að stela honum þar.
Ég varð öskuillur og tölti aftur
í háskólabókasafnið og pantaði
Moggann í afgi'eiðslunni. Éins og
venjulega er kerfið þungt í vöfum
hjá Svíunum og það tók tvo klukku-
tíma að fá blaðið.
Þá var mér nóg boðið. Ég hringdi
heim til Moggans með hraði og
pantaði áskrift að blaðinu.
Þetta er allt annað líf núna, nema
að um þessar mundir eru póstburð-
armenn í skæruverkföllum. Einnig
þykja póstburðarmenn hér ytra
frekar latur þjóðflokkur.
En það stendur allt til bóta. Von-
andi fær konan hans Ingvars Carls-
sonar vinnu hjá póstinum en ég hef
heyrt að hún sé samviskusöm með
afbriðgum og þá fæ ég kannski
Moggann minn.
Stjórnmál í Frakklandi
Bylting er
löglegef
hun lukkast!
Hvert sem farið er í Frakklandi eru kaffihús, veitingastaðir eða
stjórnmálaumræður jafnan á næsta leiti. Frakkar hafa skoðanir á
öllu inilli himins og jarðar og hika sjaidnast við að viðra þær við
livern sem heyra vill. A þetta sérstaklega við um stjórnmálaskoðan-
ir. Skiptir þá litlu hvort viðkomandi telur sig til „hægri“ eða „vinstri"
á vogarskálum umræðunnar.
Fljótlega eftir stjórnarbyltinguna
í Frakklandi, kom hið nýstofn-
aða franska þjóðþing saman. Tóku
róttæklingar sér þá sæti á vinstri
hönd þingforseta en íhaldsmenn
settust honum á hægri hönd. Varð
þetta upphafið að þeirri málnotkun
sem haldist hefur allt fram á þenn-
an dag, að flokka menn annaðhvort
til vinstri eða hægri í stjórnmálum,
þó svo flestir séu nú á einu máli
um réttmæti byltingarmanna, þrátt
fyrir fjöruga notkun þeirra á fallöx-
inni illræmdu til að þagga niður í
efasemdarmönnum. Kannski hefur
enginn orðað blákalt miskunnar-
leysi máttar hins sterkari betur en
Jón Þorláksson, fyrrum. forsætis-
ráðherra og fyrsti formaður Sjálf-
stæðisflokksins, sem sló eitt sinn
botninn í umræður um lögmæti
byltinga með orðunum: „Bylting er
lögleg ef hún lukkast!" Sú varð
raunin hér í Frakklandi.
Konungssinnar safna ryki
En viti menn. Tvöhundruð og
einu ári eftir byltinguna og tæpum
tvö hundruð árum (1793) eftir að
Loðvík sextándi Frakkakonungur
var gerður höfðinu styttri, þar sem
nú er Concorde-torgið í París, er
enn að finna nokkra óforbetranlega
konungsinna sem hafa þó gert fátt
annað í seinni tíð en að safna ryki
í þægilegum hýbýlum sínum í ríkari
hverfum Parísarborgar. Meðal
þeirra er eldri heldri maður sem ber
hinn hljómfagra titil Greifinn af
París, en sem höfuð Capet-ættar-
innar og afkomandi hins lánlausa
Loðvíks XIV sem áður var'getið,
er hann réttborinn ríkisarfi frönsku
krúnunnar. Langa ævi hefur hann
setið við símann og beðið eftir því
að verða kallaður til æn hann mun
vafalítið fá að halda bið sinni áfram
truflunarlítið.
Sósíalistar styrkja sig í sessi
Nú undir lok tuttugustu aldarinn-
ar hefur franski sósíalistaflokkur-
inn, undir forystu Francois Mitter-
rand náð að festa sig sífellt betur
sig í sessi sem forystuafl í frönskum
stjórnmálum. En flokkurinn hefur
tekið breytta stefnu frá því að hann
náði undirtökunum í uppháfi níunda
áratugarins þegar hann sölsaði und-
ir sig forsetaembættið og náði
meirihluta í Assemblée Nationale,
franska þjóðþinginu. Þjóðnýtingar-
stefna þeirra og vilji til að herða
tak ríkiskrumlunnar á efnahagslífi
þjóðarinnar hefur látið undan síga
í seinni tíð. En sósíalistar eiga það
þó sameiginlegt með íhaldssömum
forverum sínum að ýta undir stjórn-
lausan ofvöxt ríkisbáknsins og auka
vald möppudýranna.
Mál málanna um þessar mundir
í frönskum stjórnmálum, er spurn-
ingin um arftaka Mitterrands, sem
forystumanns sósíalistaflokksins og
verðugs forsetaframbjóðanda. Bar-
áttan stendur nú á milli núverandi
forsætisráðherra Michel Rocard,
Laurent Fabius fyrrum forsætisráð-
herra og Pierre Mauroy, sem einnig
smitaðist af forsetabakteríunni eftir
að hafa gegnt embætti forsætisráð-
herra. En ekki er neitt fararsnið á
Mitterrand sem .situr sem fastast í
Elysée-höll, sem er opinbert aðsetur
forsetans, en hann er þó farinn að
reskjast og telja menn daga hans
því brátt talda á forsetastóli, enda
sveiflast litaraft hans frá grænu í
grátt, þegar til hans sést opinber-
lega. Hann mun þó vart ótilneyddur
fara að fordæmi Napóleons Frakka-
keisara ssem undirritaði þar valda-
afsal sitt árið 1815, enda ávann
Mitterrand sér í forsetakosningun-
um árið 1988, önnur sjö ár á for-
setastóli og getur því setið óáreittur
fram til 1995, ef þrek hans og
heilsa leyfir. Takist honum það mun
hans m.a. verða minnst sem þaul-
setnasta forseta Frakklands.
HDSGflHGflR
okkar á tnilli ...
I ÞÝSKAjárnbrautafélagið
gerir nú tilraunir með notkun
ætilegra diska í matarvögnuin
lesta til að draga úr drasli. Súpu-
skálar eru úr brauðdeigi, salat-
skálar úr korni og staup úr
vöffludeigi. Ef þetta gefst vel
má búast við að öll ílát og jafn-
vel öskubakkar í þýskum járn-
brautavögnum verði úr korn-
vöru, eins og hveiti, hrís eða
maís, í framtíðinni. Oétin glös
og diskar verða notuð í dýrafóð-
ur í stað þess að fara á haugana.
■ FERÐALANGAR í banda-
rísku fjárhættuspilaborginni
Reno í Nevada geta fengið að
aka um með lögreglunni eina
vakt sér til skemmtunar. Þeir
þurfa að skrá sig í bílferðina
með 24 tíma fyrirvára svo að
hægt sé að ganga úr skugga um
mannorð þeirra. Giæpamenn fá
ekki að fara með í ferðirnar.
Vaktin frá fjögur síðdegis til tvö
eftir miðnætti er vinsælust. Þá
eru mestar líkur á að eitthvað
spennandi gerist. Stundum er
allt með felldu en af og til þurfa
verðir laganna að grípa skot-
vopnin. Þá er farþegum bent á
að hafa hægt um sig í aftursæt-
inu og bíða þangað til uppistand-
inu lýkur.
■ UMHVERFISRÁÐHERRÁ
Frakklands, Brice Lalonde, hef-
ur lagt til í viðtali að innflutningi
á vestur-þýskum bilum verði
hætt um stundarsakir til að
draga úr olíunotkun. Hann benti
á að fjórðungur þýskra bíla í
Frakklandi geti farið 180 km á
klukkustund og þar með eytt
heilmiklu bensíni. Innflutnings-
stjóri BMW sendi ráðherranum
strax harðort bréf en hann þarf
varla að hafa áhyggjur af að
hugmyndir ráðherrans nái fram
að ganga.
■ MORGUNFRÉTTIR klukk-
an 9 féllu nýlega niður hjá helstu
útvarpsstöð Bæjaralands í
Þýskalandi. Hlustendur voru
beðnir afsökunar og óviðráðan-
Iegum tæknimistökum kennt um.
En talsmaður stöðvarinnar hefur
síðan viðurkennt að þulurinn
hafi einfaldlega sofnað fyrir
framan hljóðnemann og ekki tek-
ist að vekja hann í tæka tíð fyrir
fréttalesturinn.