Morgunblaðið - 20.01.1991, Side 10

Morgunblaðið - 20.01.1991, Side 10
MQRQHNI31AÐIÐ gy.NNUDAGUR 20. JANUAR 1991 J V) eftir Svein'Guðjónsson „Við viljum frið - Við viljum frið“, hrópaði hópur barna í miðborg Reykjavíkur síðastliðinn miðvikudag. Þetta var skömmu eftir að fresturinn sem Sameinuðu þjóðirnar gáfu Saddam Hussein til að yfirgefa Kú- veit rann út og skömmu áður en gagnsókn Bandamanna hófst. Spennan var í há- marki og ef til vill voru hróp barnanna eðlileg viðbrögð við þeim kvíða og ótta sem menn telja sig hafa orðið vara við meðal yngra fólks- ins að undanförnu. Vljinn til að lifa í sátt og samlyndi við gnð og menn er líklega flestum í blóð borinn þótt vissu- lega hafi mönnum greint á hversu langt ætti að ganga í þeim efnum eftir að Saddam Hussein innlimaði Kúveit í ríki sitt. Flestir hafa þó sjálfsagt í lengstu lög vonast eftir friðsamlegri lausn og í þeim anda óskaði biskup íslands eftir því að bænastundir yrðu haldnar í kirkj- um landsins og tilmæli bárust frá fræðsluyfirvöldum um friðarstund í skólum síðastliðinn mánudag. Þær raddir hafa hins vegar heyrst að þessar aðgerðir, svo og aðgerð- ir friðarhreyfinga, hafí veikt sam- stöðu manna með samþykktum Sameinuðu þjóðanna og magnað upp ástæðulausan stríðsótta meðal bama. Morgunblaðið hefur fengið staðfestingu á því að faðir hafí hringt í Biskupsstofu og sakað biskup um að bera ábyrgð á því að börn hans sváfu ekki um nætur vegna ótta við styijöld. Svipaðar raddir hafa heyrst í hlustendaþátt- um útvarpsstöðvanna. Hér verður ekki tekin afstaða til þessa né heldur um þátt fjölmiðla I því að magna upp stríðsótta meðal bama. En það er vissulega tímanna tákn að menn geta nú fylgst með styrj- öldum í beinni útsendingu heima í stofu. Hinu er þó ósvarað hver áhrif slíkt getur haft á sálarlíf óþroskaðra barna. STRl BJUWA Umræða uui stríðsátök við Persaílóa hefur / einkenntdaglegtlíflslendinga að undanförnu ogmennhafa orðið varir viðkvíða og bejg meðal barna afþessumsökum, Börnin geta nú fylgst með stríðsátökum í beinni útsendingu. Morgunblaðið/RAX Herra Óiafur Skúlason biskup: BÖRN, BÆN OG BEYGUR MORGUNBLAÐIÐ hafði sam- band við biskup íslands, herra Ólaf Skúlason, vegna þeirrar umræðu sem hér greinir frá og hann hafði þetta um málið að segja: Varla mun unnt að rekja sögu mannkyns svo langttil baka, að ekki finnist einhver vísbending uni tilbeiðslu. Maðurinn fann sig fljótt smáan í umhverfi, sem oft á tíðum var hon- um erfitt. Maðurinn fann einnig, að hann var ekki herra yfir eigin örlögum. Margt henti, sem hann réð ekki við. Út frá húgsun um van- mátt sinn og veikleika, spratt einn- ig löngun til þess að leita ásjár hjá þeim, sem meira megnaði. í opinberun Guðs, hvort heldur er í hinu skapaða eða orði hans, Biblíunni, og þá sérstaklega í synin- um Jesú KristC kemur glöggt fram, að Guð er sá, sem maðurinn getur ekki aðeins leitað til, heldur þarfn- ast stöðugs samfélags við. Þessi þrá eftir samfélagi við Guð fær útrás í bænalífinu og þátttöku í sameiginlegum guðsþjónustum. Kirkjan kemur til móts við manninn í þessari þrá hans. Hún nærir trú og leitast við að veita henni útrás í tilbeiðslu. í landi okkar eru þeir ekki marg- ir, sem telja sig trúlausa. Flestir tilheyra Þjóðkirkjunni. Nokkrir fríkirkjum og öðrum kirkjudeildum. Milli þessara aðila er samvinna á mörgum sviðum. Einnig er um sam- starf að ræða, enda þótt leiðir liggi ekki saman að öllu leyti. Flest börn eru því þess aðnjót- andi, strax og þau vaxa úr grasi og vitkast, að þeim eru kenndar bænir. Þau læra að biðja fyrir þeim, sem næstir standa. Þau biðja fyrir sjálfum sér. Þau fínna oft þörf fyr- ir að fela Guði i bæn einhverja eða eitthvað, sem hvílir á þeim. Og þeg- ar þau stækka, tekur bænalífið oft framförum í samræmi við andlegan styrkleika. Með framansagt í huga ætti ekki að koma neinum á óvart, þótt kirkj- an hafi hvatt til þátttöku í bæna- stundum þessa síðustu daga, áður en ófriður skall á við Persaflóa. Þó hefur verið spurt, hvort kirkj- an hafí með þessu alið á stríðsótta og kveikt beyg í brjósti barna, sem jafnvel hafi varnað þeim svefns. Það þarf ekki bænastund f kirkju eða í skóla, til þess að börn viti og finni, að einhver ógn liggur í loft- inu. Blöðin hafa ekki verið spör á myndir, né heldur sjónvarpið, og útvarpið hefur heldur ekki legið á liði sínu. Þetta er eðlilegt, svo mik- ið var og er í húfí. Átök í Austur- löndum snerta ekki aðeins þá, sem þar eiga heima, éða þær þjóðir, sem senda herlið þangað. Afleipingamar ná til heimsbyggðarinnar allrar. Kirkjan gat ekki látið svo, sem henni kæmi þetta ekki við, Hún mátti það ekki heldur. Viðleithin var ekki til þess að auka á ótta, heldur benda á þann, sem veitir traust og styrk. Bænasamkomumar voru ekki til þess að svipta ró, held- ur miðla henni. Barn, sem er vant að biðja fyrir foreldrum sínum, finnur til aukins þunga í bænum sínum, ef faðir eða móðir eru sjúk. Liggi annað hvort þeirra á sjúkrahúsi og bíði alvarlegs uppskurðar, má ganga út frá því, að barnið biðji þeim mun heitar fyrir foreldri sínu. Eru það bænirnar, sem valda áhyggjum vegna sjúkdómsins? Vit- anlega þarf ég ekki að svara þvi. Bænirnar eru leið bamsins, af því það finnur sig geta veitt veiku for- eldri sínu stuðning með þessum hætti. Það leggur sitt fram og þó ekki væri nema vegna þess eins, þá finnur það frið fyrir framlag sitt. Hið sama hefur vitanlega átt sér stað í bænagjörð fyrir friði. Börn sem fullorðnir hafa getað lagt sitt fram vegna ógnanna með því að biðja til Guðs. Þar er enn athvarf Herra Ólafur Skúlason. að finna. Og í trúnni er uppspretta friðar fyrir sálina, þegar huga er snúið til Guðs. Kristnir menn meta möguleika bænarinnar og vita það líka, að ekki hefur verið beðið til ónýtis, enda þótt ekki verði allt svo, sem um var beðið. Þannig dettur mér ekki í hug, að bænir hafi ekki náð til Guðs, enda þótt stríðið hafi skoll- ið á. Það gerist heldur ekki allt í heiminum að vilja Guðs. Og margt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.