Morgunblaðið - 20.01.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.01.1991, Blaðsíða 23
ATVINNURAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR Prentsmiður Óskum að ráða til starfa, sem fyrst, prent- smið með góða reynslu. Upplýsingar í síma 622100 og á kvöldin í síma 39892 (Sveinn). Prentsmiðjan Rún hf., Brautarholti 6. Forstjóri Eitt stærsta og öflugasta byggingafyrirtæki á landinu óskar eftir að ráða forStjóra. Fyrirtækið starfar á höfuðborgarsvæðinu og veltir yfir hálfum milljarði á ári. Leitað er eftir metnaðarfullum manni með staðgóða þekkingu á fjármálum og stjórnun. Æskilegt er að viðkomandi gerist eignaraðili að fyrirtækinu og geti hafið störf sem fyrst. Áhugasamir aðilar leggi inn umsókn á auglýs- ingadeild Mbl., merkta: „Forstjóri - 91 “, fyr- ir fimmtudaginn 24/1 '91. Fullum trúnaði heitið. ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Lausar stöður Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast til starfa á barnadeild Landakotsspítala. Deildin er blönduð lyflækninga- og hand- lækningadeild með 26 legurými. Hjúkrunin er hóp- og einstaklingsmiðuð. Boðið er uppá 3ja mánaða starfsaðlögun! Lögð er áhersla á símenntun með skipulagðri fræðslustarf- semi á vegum deildarinnar. Nánari upplýsingar veittar hjá hjúkrunarde- ildarstjóra í síma 604326. Skurðhjúkrunarfræðinga eða hjúkrunarfræð- inga, sem hafa áhuga á skurðhjúkrun, vantar á augnskurðdeild og á almenna skurðdeild. Staða aðstoðardeildarstjóra á augnskurð- deild er einnig laus til umsóknar, en á þeirri deild er unnið eftir „peri operativu" ferli. Boðið er upp á þriggja mánaða aðlögun- artíma, sem felur í sér kennslu og þjálfun. Nánari upplýsingar gefur Edda Hjaltested, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 604300. Fóstrur óskast á dagheimilið Öldukot á 1-3 ára deild nú þegár eða eftir nánara sam- komulagi. Aðstoðarmenn óskast einnig á Öldukot nú þegar í 60% stöður í eldhús og til afleysinga. Nánari upplýsingar veitir Margrét Steinunn Bragadóttir, forstöðumaður, í síma 604365 milli kl. 10.00-14.00. St. Jósefsspítali, Landakoti, 21. janúar 1991. Kennarar íslenskukennara vantar við Gagnfræðaskól- ann á Selfossi vegna forfalla. Ennfremur vantar kennara í stuðningskennslu. Upplýsingar veitir skólastjóri í símum 98-21256 og 98-21273. og yfirkennari í símum 98-21970 og 98-21765. Skótastjóri. Sölumaður - rafvirki Effco - heildverslun óskar eftir sölumanni í rafbúnaðardeild. Um er að ræða sölu og ráðgjöf, meðal annars vegna tengingarefnis (herpiefnis) fyrir háspennu- og lágspennu- strengi. Þekking á notkun herpiefnis og teng- ingar á strengjum æskileg. Enskukunnátta nauðsynleg. Framtíðarstarf. Reyklaus vinnustaður. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 22. janúar 1991 merktar: „N - 8636“. Skólastjóri Skákskóli íslands er að hefja starfsemi sína, en skólinn mun starfa á vegum Skáksam- bands íslands með styrk frá menntamála- ráðuneytinu sbr. nýsett lög þar um. Hér með er auglýst eftir umsóknum um stöðu skólastjóra nefnds skóla. Tekið skal fram að í fyrstu verður um hlutastarf að ræða. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1991. Umsóknum skal skila til Skáksambands ís- lands, pósthólf 8354, 128 Reykjavík. Stjórn Skákskóla íslands. Frá menntamálaráðuneytinu Laus staða Við Raunvísindastofnun Háskólans er laus til umsóknar rannsóknastaða við reiknifræði- stofu sem veitt er til 1-3ja ára. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt frá 1. mars nk. Fastráðning kemur til greina. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi eða tilsvarandi háskólanámi og starfa minnst eitt ár við rannsóknir. Starfsmaðurinn verður ráðinn til rannsókna- starfa, en kennsla hans við Háskóla íslands er háð samkomulagi milli deildarráðs raun- vísindadeildar og stjórnar Raunvísindastofn- unar Háskólans og skal þá m.a. ákveðið hvort kennsla skuli teljast hluti starfsskyldu viðkomandi starfsmanns. Umsóknir, ásamt ítarlegri greinargerð og skilríkjum um menntun og vísindaleg störf, auk ítarlegrar lýsingar á fyrirhuguðum rann- sóknum, skulu hafa borist menntamálaráðu- neytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 15. febrúar nk. Æskilegt er að umsókn fylgi umsagnir frá 1-3 dómbærum mönnum á vísindasviði um- sækjanda um menntun hans og vísindaleg störf. Umsagnir þessar skulu vera í lokuðu umslagi sem trúnaðarmál og má senda þær beint til menntamálaráðuneytisins. Menntamálaráðuneytið, 18. janúar 1991. BORGARSPÍmiNN Slysa- og sjúkravakt - gæsludeild Á slysa- og sjúkravakt - gæsludeild eru nú lausar stöður: a) Aðstoðardeildarstjóra. b) Hjúkrunarfræðinga. í boði er m.a. 6 vikna einstaklingshæfð aðlög- un, sem byggist á tilsögn, sýnikennslu, um- ræðum, skipulögðu lesefni, lestíma og vinnu á deild. Starfsemi deildarinnar einkennist af því að veita öllu landinu bráðaþjónustu 24 klst. á sólarhring allt árið um kring. Hjúkrunarfræð- ingar deildarinnar þurfa því að búa yfir þekk- ingu og hæfni til að tryggja sem besta þjón- ustu. Til að gefa nýráðnum hjúkrunarfærðingum möguleika á að auka þekkingu sína og hæfni, er fyrirhugað 70 stunda námskeið í hjúkrun bráðveikra og slasaðra sjúklinga. Á nám- skeiðinu, sem fyrirhugað er næsta haust, verður m.a. lögð áhersla á: - Hlutverk hjúkrunarfræðinga á slysa- og sjúkravakt. - Mat á ástandi sjúklinga. - Fyrstu meðferð og hjúkrun bráðveikra og slasaðra sjúklinga. - Sárameðferð. Æskilegt er að þeir, sem sækja námskeiðið hafi a.m.k. 3ja mánaða starfsreynslu á deild- inni. Upplýsingar veita: Svanlaug Inga Skúladótt- ir, deildarstjóri, í síma 696650, og Erna Ein- arsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 696356. Gjörgæsludeild Starfsmann í 50% starf vantar í ræstingu og býtibúr. Vinnutími kl. 7.30-15.30 og 11.00-19.00. Sjúkraliða vantar til starfa frá 1. febrúar. Starfsemin á gjörgæsludeild mótast af því hlutverki spítalans að vera aðal slysa- og bráðasjúkrahús landsins. Upplýsingar gefur Margrét Björnsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 696354. Röntgendeild Starfsmaður óskast í frágang hjá læknariturum. Upplýsingar gefur Steinunn Anna í síma 696434.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.