Morgunblaðið - 20.01.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.01.1991, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRt I i UM scn.^ldaour , 2Q. JANÚAR 1991 MYNDLIST Morgunblaðið/RGA Arng-unnur Yr í hátíðarskapi og Hallgrímur sparar kraftana í tilefni dagsins. STANGAVEIÐISKOLI Það er allt klárt - byrjuin í febrúar „ÞAÐ ER allt klárt með stangaveiðiskólann, hann byrjar í febrúar og verða þetta vikulöng námskeið. Við höfum orðið varir við mikinn áhuga á þessu og eigum.von á góðum undirtektum þótt auðvitað sé rennt blint í sjóinn að einhverju leyti,“ sagði Magnús Jónasson framkvæmdastjóri og nmhoðsmaður Orvis, sportveiðifyrirtækisins bandaríska, í samtali við Morgunblaðið í vikunni. Síðustu misseri hafa nokkrir aðilar verið með skóla þennan í undirbúningi. Það eru Stangaveiðifélögin SVF Reykjavíkur og Ármenn auk Orvisumboðsins sem standa að skólanum og verður hann til húsa í húsakynnum SVFR. Magnús segir engan skólastjóra vera við stjórn, heldur þriggja manna skólanefnd sem skipuð er auk sín Ólafi H. Ólafssyni frá SVFR og Kristjáni Kristjánssyni frá Ármönn- um. „Það eru allt kunnáttumenn sem sjá um kennsluna, Rafn Hafnfjörð kennir fluguveiði, Þórarinn Sigþórs- son maðkveiði, Gylfi Pálsson svokall- aða kastveiði og Ólafur E. Jóhanns- son kennir bakgrunn og sögu. Ég mun sjálfur kenna og leiðbeina um val og notkun búnaðar. Kennslugagn verður fyrst og fremst bók Ólafs E. Jóhannssonar „Leyndardómar lax- veiðinnar" sem kom út fyrir síðustu jól, en form hennar er byggt á kennslubók Orvis-veiðiskólans,“ seg- ir Magnús. Nú er stangaveiði útisport, er ekki takmarkað gagn að kenna slíkt inn- andyra ’i skammdeginu til saman- burðar við sams konar skóla erlendis sem leggja upp úr því að kenna mönnum á bökkum vatnanna? „Þetta er nú rétt að byija hjá okkur og við fikrum okkur áfram. I fyrstu er þetta hugsað sem svo að það stytti vetur- inn , en ef þetta kemur vel út og namskeiðin teygjast fram á vor er aldrei að vita hvaða stefna verður tekin. Eitt vandamál blasir þó við ef reka ætti stangaveiðiskóla að sumri til. Kennaramir yrðu allir út um hvippinn og hvappinn í veiðii UNGIR LISTAMENN I SVIÐSLJOSI HPveir myndlista- A menn af ungu kynslóð inni opnuðu sýningar sínar í sölum Kjaivalsstaða um síðustu helgi. Þetta eru þau Arngunnur Ýr Gylfadóttir og Hallgrímur Helgason. Hallgrímur sýnir mál- verk, en Arngunnur bæði málverk og skúlptúra. Fregnir herma að sýningarnar hafi vakið athygli og verið vel sóttar. Morg- unblaðið var meðal gesta á opnununum og svo sem myndirnar sýna var stemming mikil og góð. Ýr Og Sigurður að athöfn lokinni. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson BRUÐKAUP Knatt spyrnuhetj a í það heilaga Heimur atvinnuknattspyrnu- mannsins er harður heimur. Mikil vinna og Iítið um frístundir. Knattspyrnumennirnir okkar sem leika með erlendum liðum eru auð- vitað engar undantekningar og sumum þeirra hefur gengið flest í óhag hin seinni misseri. Það er erfitt að vera útlendingur þegar á móti blæs og Sigurður 'Grétarsson hefur fengið sinn skammt af því. Honum gengur hins vegar flest í haginn sem stendur, hann er leik- maður með svissneska stórliðinu Grashoppers frá Zurich og fyrir skömmu gekk hann í það heilaga. Þeir koma aðeins heim í stutt frí þessir drengir og þá er um að gera að nýta tímann vel og Sigurður gerði einmitt það um jólin, en 28. desember gekk hann að eiga sína heittelskuðu, Ýr Gunnlaugsdóttur í Kópavogskirkju. Athöfnin þótti falleg og var margt um dýrðir. Meðal gestá voru svissneskir knatt- spyrnumenn, vinir Sigurðar sem komu norður á hjara veraldar til að votta vini virðingu sína. HERÐAPUÐABOLIR |k 4 stærðir ■k verð kr. Hfe 1.950.- POSTSENDUM OÐINSGOTU 2 sími 91-13577 KARLAR Þekkirðu konuna þína? að er alveg makalaust hve það getur vafist fyrir karl- mönnum að gefa konum mjúka pakka. Ég hélt lengi að þetta væri sérislenskt vandamál og að karlar hér á landi væru þeir einu sem ekki gætu valið fallegan fatnað á elskuna sína. Það virðist hins vegar mesti misskilningur. Fyrir skemmstu kom að minnsta kosti út bók um bresku konungsfjölskylduna þar sem fram kemur að þó Karl prins hafi gefið Díönu konu sinni ýms- ar góðar gjafir á undanförnum árurn — gull, demanta og annað smálegt — hafi ftann aldrei treyst sér til að færa henni flík. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig standi á þessu óöryggi karla þegar föt eru annars vegar; hvers vegna þeim finnist t.d. erf- iðara að kaupa kjól en skartgrip. Tæpast geta þeir átt í verulegum vandræðum með að meta hvaða stærð ,konan notar, ef þeir búa með manneskjunni. Og ef svo illa vill til að flíkin passar ekki má alltaf skipta. Nei, líklega eru það ekki slík atriði sem vefjast fyrir körlunum. Ég held að þeir séu einfaldlega dauðhræddir við að i Ijós komi fullkomin vanþekking þeirra á eiginkonunum. Þeir kvíða því að standa frammi fyrir spurningum'-eins og; „Hefurðu virkilega ekki tekið eftir því að ég geng aldrei í gulu?“, „Hvernig dettur þér í hug að gefa mér blússu úr gerviefni?" eða: „Sérðu ekki að ég er allt of rassstór til að ganga í svona þröngu pilsi?“. Það er miklu auðveldara að kaupa eitthvert glingur, sem kon- an getur hengt utan á sig. Eyrna- lokkar geta að vísu verið vara- samir (konu með ógataða eyrna- snepla getur sárnað svakalega ef hún fær lokka sem stinga á í göt!) en hálsmen, armbönd og nælur eru fremur áhættulitlar gjafir fyr- ir karla, sem vilja halda heimilis- friðinn. Ég sat við hliðina á ein- um slíkum, þegar ég var á heim- _ leið i Flugleiðaþotu skömmu fyrir jól. Þegar flugfreyjurnar buðu hinn hefðbundna varning til sölu keypti sessunautur minn gull- hálsfesti og armband í stil fyrir litlar fimmtíu þúsund krónur, fyrir utan annað smálegt sem kostaði tuttugu og fimm þúsund i viðbót. Þarna var augljóslega á ferðinni maður, sem ekki vildi lenda í neinu veseni á jólunum, og þetta var pottþétt aðferð hjá honum. Ég þekki að minnsta kosti enga konu, sem fúlsar við gulli! Persónulega og prívat hefði ég kannski frekar viljað láta velja handa mér fimmtíu þúsund króna gjöf annars staðar en í pöntunarlista í flugvél, en það er önnur saga ... Sjálf þarf ég heldur ekki að kvarta: Ég hef fengið alveg magn- aða mjúka pakka í gegnum tíðina, t.d. þegar eiginmaðurinn kom færandi hendi frá New York fyrir mörgum árum. Hróðugur opnaði hann ferðatöskuna og dró upp rauðan kjól, sem hann hafði valið handa mér úr öllum þeim milljónum kjóla sem á boðstólum voru í heimsbqrginni. Kjóllinn var alveg yndislegur, en um leið og ég sá hann fékk ég óviðráðan- legt hláturskast. Aumingja eigin- maðurinn stóð eins og spurninga- rnerki úti á miðju gólfi, sannfærð- ur um að þarna hefði honum orð- ið rækilega á í messunni og harðákveðinn í að gefa mér aldrei aftur mjúkan pakka. En þegar ég opnaði fataskápinn okkar skildi hann hvað vár svona fyndið. Ég hafði keypt mér flík í búð við Laugaveginn á meðan hann var erlendis og inni í skápnum hékk nákvæmlega eins kjólli og hann kom með frá New York! eftir Jónínu Leósdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.