Morgunblaðið - 20.01.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.01.1991, Blaðsíða 15
refií HAÍMAl .02 HUÓAáÚHMUa GIGAJaVlUUHOM MORGUWBLAÐIÐ ~SUNNUDAGUR' 2e.' JANUAR IWl - - —li Almennir borgarar í Vilnius, höfuðborg Litháens, reyna að stöðva sovéskan skriðdreka, sem er ekið yfir liggjandi mann. Dimitri Jazov, varnarmálráðherra og Gorbatsjov eru sammála um að verja grimmdarverkin í Vilnius. pólitísku valdgrimmdarkerfi. Um tíma reyndi Gorbatsjov að fara í kringum gæzlulið hinna gömlu hagsmuna (í Kommúnistaflokknum, stjórnsýslubákninu, KGB og hemum) með því að hvetja til almennari þátt- töku fólks utan kerfisins í þjóðfélag- inu. En það fór fyrir honum eins og byltingarmönnum á fyrri tímum. .Hanij hefur komizt að því, að hreyf- ing í lýðræðisátt öðlast eigin hreyfi- kraft, óháðan vilja leiðtogans, eink- um þegar leiðtoginn er jafn samsam- aður gamla valdakerfínu og Gorb- atsjov er. í augum almennings er hann fulltrúi þess. Hann neyðist nú til að velja á milli þess að verða utan- veltubesefi (milli nómenklatúru og alþýðu) eða halla sér að þeim, sem hafa vilja röð og reglu á gamla vísu. í auknum mæli er hann nú farinn að kjósa meiri ögun í þjóðfélaginu. Hann verður æ háðari gamla, sovézka valdakerfinu. Skortur á fordæmi í sögu Rússlands skortir að mestu fordæmi um breytingar í lýðræðis- átt, og af því að þetta sögulega sam- hengi hlutanna vantar, er enn meira freistandi fyrir hann að fara inn á þessa braut aukins aga í þjóðfélag- inu. Aldrei hefur verið til í Rússlandi kirkja, sem leggur áherzlu á réttlæt- ishugtakið, óháð hinum tímanlegu og veraldlegu valdhöfum. Vestur- Evrópumenn mótuðust á siðaskiptat- ímanum, þegar þeir viðurkenndu ábyrgð einstaklingsins og samvizku hans, en þessir tímar og þessi við- horf liðu framhjá Rússlandi. Enga skímu af upplýsingaöldinni lagði þangað austur, svo að rússneska þjóðin kynntist því ekki, þegar trú á almenna skynsemi mannsins var haf- in til skýjanna. Rannsóknarandi og frjálst framtak, sem lagði áherzlu á eigið frumkvæði einstaklinga í at- höfnum og framkvæmdum, þekktist ekki. Því er það svo, að eftir margar aldir af opinberu eftirliti og ríkisræði í þeim hluta heimsins, sem nú nefn- ist Sovétríki, hafa önnur lífsgildi og annað verðmætamat orðið þar til, en það, sem við þekkjum úr sögu Vest- urlanda. Það sem þróaðist á mörgum öldum í sögu Vestur-Evrópu, berst nú samþjappað og afbakað til Rúss- lands. Hið nýja og óvænta hugmynd- akraðak klýfur umbótasinna í marg- ar fylkingar, sem keppa hver við aðra, og leiðir af sér ýmiss konar fyrirbæri, er sýnast glundroði og óskapnaður í augum fólks, sem aldr- ei hefur þekkt fjölræði, valddreifíngu og samkeppni skoðana. En mikilvægasta vandamálið nú er þetta: Jafnvel takmörkuð útgáfa af lýðræði fer sífellt verr og verr saman við óskina um að varðveita hið núverandi ríki í heilu líki innan núverandi landamæra. Allt frá dög- um Péturs mikla hefur staðfastasta uppistaðan í rússneskri sögu verið útþensla ríkisins út frá Moskvumiðju- svæðinú vestur að hjarta Evrópu', austur að ströndum Kyrráhafs, suður að hliðum Indíalanda og inn í lönd Múhameðstrúarmanna. Árangurinn er nú orðinn sá, að ekki er nema um helmingur fólksins í sovézka ríkinu af rússneskum uppruna. Þar við bætist, að hinum undirgefnu þjóðum hefur alltaf verið stjórnað frá miðju og af fulltrúum miðjuvaldsins. Lítið var reynt til þess að koma á forystu- sveitum frumbyggja, sem hefðu ein- hver tilfinningaleg tengsl við heims- veldisstjórnina í miðju. Þegar Gorbatsjov slakar á plóg- taumunum, uppsker hann óviðráðan- legan gróður eftir aldagamla óstjórn frá miðju heimsveldisins. Jafnvel til- raunir með takmarkað lýðræði fram- kalla kröfur um sjálfstæði í mörgum sambandslýðveldunum, eða kröfur um ýmsar tegundir af fullveldi og sjálfsforræði, sem í raun verða ekki greindar frá kröfum um hreint sjálf- stæði, þessum nýlendum til handa. Líklegt er, að þær hugmyndir séu andvanda fæddar, sem fram hafa verið settar um að breyta Sovétríkj- unum í sambandsríki með frjálsri aðild þátttökuríkja. Sagan sýnir okk- ur, að slík sambandsríki hverfa ann- að hvort að meiri miðstýringu en áður eða þau leysast upp í einingar sínar. Meira ofbeldi Gorbatsjov og gömlu valdabáknin í kerfinu virðast hafa komizt að sam- eiginlegri niðurstöðu: Annað hvort verður að viðhalda ríkinu innan nú- verandi landamæra, og þá með valdi, reynist slíkt nauðsynlegt, eða búast verður við sundurlimun gamla ríkis- skrokksins. Hitt er svo annað mál og ekki eins víst, hvort gamla kerfið og Gorbatsjov fínna nokkur ráð til þess, sem dugi, og hvort þrek þeirra og úthald verður nægilegt. Sennilegt er, að framhald á núverandi stefnu Sovétríkjanna eigi eftir að einkenn- ast af meira ofbeldi, jafnvel þótt því yrði ekki beitt á jafn hrottafenginn hátt og kerfísbundinn og hefur orðið eðlislægt í :sovézkri sögu. Aukins ofbeldis mun ekki aðeins gæta í árekstrum miðjuvaldsins við sam- bandslýðveldin, heldur einnig í deil- um ýmissa þjóða, einkum í Kákasus- fjöllum. í tilraunum sínum til að halda ríkinu í einu lagi má vera, að Gorb- atsjov hafí tilfinningalegan stuðning margra Rússa, jafnvel sumra um- bótasinna í Lýðveldinu Rússlandi. Þeir kunna að vera ófúsir til að varpa frá sér hinu sögulega erfðagóssi Rússlands. Svo kann að fara að lok- um, að rússnesk þjóðernisstefna verði frjálshyggju og fijálslyndi yfír- sterkari og útvegi valdhöfum það efni til samloðunar, sem kommún- isminn sýnist hafa týnt. Þegar þetta kemur á daginn, hafa Vesturlönd eignazt að nágranna ein- valdsalræðisríki, sem hlammast yfir tvær heimsálfur og heldur á þijátíu þúsund kjarnorkuprengjum í klónum. Hin útópísku ímyndanir Vestur- landabúa um að Gorbatsjov hafí allt í einu einn og óstuddur skellt fimm hundruð ára sögu Rússa á höfuðið ættu þá að sjást í réttu ljósi: Hilling- ar og tíbrá; tálsýn og sjálfsblekking. Þá munu vestrænir menn þurfa að ákveða, hvort þeir hafí einhver stefnumörk gagnvart Sovétríkjunum önnur en þau að stuðla að þróun þar innanlands. Þjóðarhagsmunir tryggðir Vonbrigði mega ekki valda því, að vestrænir menn fari að jafna hinu nýja Rússlandi að fullu við hina stalínísku fyrirrennara þess. Jafnvel þótt niðurbælingin nú takist að öllu eða einhveiju leyti, sem er alls ekki víst, verður hinu nýja ríki líklega helzt jáfnað við hið keisaralega, rússneska heimsveldi á dögum zar- 1 anna. Oft var ríki það óþægilegur nágranni, og oftast var það að þenja sig út yfir forn landamerki. Samt hafði það ekki hitann úr hugmynda- fræðilegri ofsatrú, eins og kommún- istarnir, sem á eftir komu, og á ýmsum tímum var hægt að láta það hafa sæti um alllangt skeið innarlega í hinni evrópsku stórveldasamkundu. Vitanlega eru Bandaríkin siðferði- lega skuldbundin fjölhyggju, fjölræði og sjálfsákvörðunarrétti manna og þjóða. Svo mun enn verða. Viðfangs- efnið er, hve mikið vægi kröfur um þjóðaröryggi eigi að hafa. Hinum siðferðilega sjálfumglöðu mun veit- ast létt að neita því, að þjóðaröryggi hafí siðferðilegt gildi í sjálfu sér. Ábyrgir forystumenn þjóða geta samt sem áður ekki leyft sér syo kreddufastan sjálfbirgingsþótta. Gerum okkur ljóst, að í heimi full- valda ríkja með sambærilegan mátt er friðurinn annað hvort kominn undir yfirdrottnun eins yfir öðrum eða valdajafnvægi. Bandaríkin hafa hvorki mátt né löngun til yfírráða. Er hægt að smíða jafnræðisvog, þar sem mundangið er gagnkvæm nauð- syn, eða verður fyrst að hnika öllum ríkjum til lýðræðisáttar? Eg álít, að til séu ýmsir þjóðar- hagsmunir, sem tryggja verði, jafn- vel í samfloti með ríkjum, er tileinka sér ekki eða aðhyllast grundvallar- gildi okkar. Hins vegar verðum við að eiga mælikvarða til viðmiðunar í samskiptum við þau. Gera verður greinarmun á lögmætri og siðferði- lega réttlætanlegri tryggingu þjóðar- hagsmuna annars vegar og tækifær- issinnaðri samvinnu og hvatningu við harðstjóra hins vegar. Samskiptareglur Eftirfarandi meginreglur ætti helzt að hafa í huga, að mínu mati: 1. Við verðum að hætta að-móta stefnu okkar eftir sovézkum einstakl- ingurn. Við þekkjum of lítið til hinna raunverulegu hreyfiafla sögunnar í Sovétríkjunum til þess, að við getum farið að gera styrkingu á valdastöðu einhvers tímabundins leiðtoga þar að meginviðfangsefni í vestrænni stefnumótun. Sé athyglinni í grein- ingu á samskiptum okkar fremur beint að því að finna jafnvægi milli mikilvægustu þáttanna í hagsmun- um okkar en að því að rýna í sál- fræðilegar vangaveltur um leiðtoga á hveijum tíma, munum við örugg- lega koma á meiri stöðugleika í sam- skiptunum. 2. Hagsmunir Vesturlandabúa í öryggismálum gagnvart Sovétríkjun- um eru þeir, að þau fari með friði utan landamæra sinna. Siðferðilegt viðfangsefni okkar gagnvart þeim er, að hegðun þeirra innanlands verði einnig samþýðanleg virðingu fyrir almennu siðgæði. Við þurfum að skilgreina sambúðarhugtakið og gera okkur verkefnaskrá um bætta sambúð, þótt okkur mislíki ýmislegt, sem sovézka ríkisvaldið gerir þegn- um sínum. Sambúð ætti ekki að gefa upp á bátinn af kæruleysi eða lítils- virðingu. Við ættum að viðurkenna, að sambúð er í þágu okkar eigin hagsmuna, og við ættum ekki að blekkja okkur til þess að trúa því, að hún sé aðferð til að auðvelda Gorbatsjov að koma lýðræði á innan Sovétríkjanna. 3. Skilgreina verður tvö svið; ann- ars vegar svið, þar sem sameiginleg- ar aðgerðir eru nauðsynlegar til þess að stuðla að fyrirkomulagi friðar; og hins vegar svið, þar sem við getum beitt okkur fyrir aukinni virðingu fyrir og þekkingu á gildi iýðræðis- legra stjórnarhátta. Hið síðarnefnda (þar innifalin efnahagsleg aðstoð) er háð hugsanlegum breytingum, reyn- ist hegðun sovétstjórnarinnar innan- lands of gróf. Reglan er sú, að efna- hagslega hjálp ætti ekki að veita nema af pólitískum og efnahagsleg- um ástæðum; ekki sálfræðilegum, nema af mannúðarsjónarmiðum í neyð. Það er alveg öruggt, að efna- hagsleg aðstoð er einskis virði án viðeigandi 'umbóta á efnahagssvið- inu. I ljósi ringulreiðarinnar í Sov- étríkjunum og framferðis sovézku stjórnarinnar í Eystrasaltslöndunum ætti nú að senda þriðjung þess, sem ætlað var henni til hjálpar, til fólks- ins í Austur-Evrópu. Lágmark er, að við forðumst að dreifa aðstoð um kúgunarstofnanir á borð við KGB og herinn. 4. Sjálfsákvörðunarréttur þjóða um eigin örlög: Bandaríkin verða að standa við sögulega afstöðu sína, þegar um sjálfstæði Eystrasaltsríkja er að ræða. Málið er flóknara, þegar rætt er um hin lýðveldin, einkum þau, sem eru í Kákasus, þar sem ólíkar þjóðir hafa dreifzt um sömu lönd á umliðnum öldum og ofbeldi milli nábúa er stöðug ógnun. Aftur á móti verða sovézkir leiðtogar að r láta sér skiljast, að þótt við höldum áfram að semja við þá um sameigin- legöryggismál, þrengist um allt sam- starf á öðrum sviðum vegna almenn- ingsálits o'g dýpstu sannfæringar bandarísku þjóðarinnar, særi fram- ferði valdhafa í Moskvu og vanvirði helgustu lífsgildi hennar. 5. Breytingarnar í Moskvu ættu að minna vestrænar þjóðir á mikil-*' vægi þess að treysta tengslin innan Atlantshafssvæðisins og umfram allt milli Austur- og Vestur-Evrópu. Meðan Sovétríkin glíma við innri vandamál sín, ættu Vesturlanda- menn að gefa því mestan gaum ásamt öðrum forgangsmálum að endurreisa eins fljótt og unnt er hina sögulegu Evrópu. Mið- og Austur- Évrópa, einkum Ungveijaland, Pól- land og Tékkóslóvakía, ætti að fá tækifæri til þess að tengjast Vestur- Evrópu stjórnmálalegum og efna- hagslegum böndum með mjög skjót- um hætti. Vestrænar þjóðir eru nú í þeirri hættu að fara að vanrækja lönd og þjóðir í Austur-Evrópu, þótt skammt sé síðan árangursrík frelsisþarátta þeirra fyllti okkur nýrri von. í fyrstu verða vestrænar þjóðir, einkum þær í Vestur-Evrópu, að hraða samruna Mið- og Austur-Evrópu við Evrópu- bandalagið og aðrar vestrænar og atlantískar stofnanir (að NATO und- anskildu). Síðan verðum við að gefa þjóðunum í Austur-Evrópu tíma til að ná andanum í efnahagsmálum sínum og blása lífsanda í nasir þeirra. í því skyni ætti Evrópubandalagið tafarlaust að gera ráðstafanir til þess að opna markaði sína fyrir bú- vöru að austan. Lok kalda stríðsins gerðu Vestur- landamönnum kleift að hætta að umgangast Sovétríkin sem ævarandi andstæðing. Afturhvarf til alvalds- einræðis ■ ætti að fá okkur til að sjá í gegnum þá blekkingu, að hægt sé að umgangast þau sem ævarandi lagsbróður. Verkefnið framundan er að fínna aðferð til þess að eiga skipti við þau í stórveldisstöðu þeirra, þar sem hagsmunir fara stundum saman, en rekast stundum á, um leið og við framfylgjum stefnu gi-undvallarhug- sjóna okkar og veitum meiri drif- kraft í hugmyndina um að reisa hina sögulegu Evrópu að nýju. Höfundur er fyrrverandi iitanríkisráðherra Bandaríkjanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.