Morgunblaðið - 20.01.1991, Síða 28

Morgunblaðið - 20.01.1991, Síða 28
m. MORGUNBLAÐIÐ ATVIWMA/RAÐ/SWfl-n-m^i 20. JANÚAR 1991 ATVINN U A UGL YSINGAR „Au pair“ - London Stúlka óskast sem fyrst til að gæta þriggja barna, tvö á skólaaldir. Má ekki reykja. Upplýsingar í síma 40803. Hárgreiðslusveinn óskast í hlutastarf. Einnig óskast hár- greiðslunemi. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 23. janúar merktar: „H - 9336. Er „amma“ á lausu? Er ekki einhver barngóð kona sem vill koma heim og gætatveggja barna íVesturbænum? Ef þú hefur áhuga á að kynna þér þetta nánar, hafðu þá samband við Sigrúnu í síma 23303. Mötuneyti Bankastofnun óskar eftir að ráða tvo starfs- menn sem fyrst. Vinnutími er frá kl. 8.00 til 16.00 og 10.00 til 14.00. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 24. janúar nk., merktar: „B - 6819". Bifvélavirkjar Óskum eftir að ráða bifvélavirkja til starfa á verkstæði okkar við viðgerðir á BMW- og Renault- bílum. Unnið er eftir bónuskerfi. Allar nánari upplýsingar veitir þjónustustjóri, ekki í síma. Bílaumboðið hf., Krókhálsi 1. Norræna félagið óskar eftir að ráða tóm- stundafulltrúa fyrir NORDJOBB tímabilið 15. apríl til 15. ágúst 1991. Starf tómstundafulltrúa NORDJOBB er falið í því að taka á móti norrænum ungmennum, sem koma til íslands í sumarvinnu, útbúa tómstundadagskrá og sjá um hana auk ýmissa annarra verkefna. Starfið er fullt starf með vinnutíma aðallega eftir hádegi, kvöld og helgar. Gerðar eru þær kröfur til umsækjenda að þeir tali og skrifi norsku, sænsku eða dönsku og hafi bíl til umráða. Umsóknir um starfið sendist Norræna félag- inu, Norræna húsinu v/Hringbraut, 101 Reykjavík fyrir 4. febrúar 1991. Hafrannsóknastofnunin óskar eftir að ráða tölfræðing eða stærðfræðing til vinnu á reiknideild. Nauðsynleg menntun er háskólapróf í tölfræði eða stærðfræði. Forritunarkunnátta er nauðsynleg. Þekking á Unix stýrikerfinu og einhverjum tölfræðifor- ritasöfnum er æskileg. Umsóknarfrestur er til 27. janúar næstkom- andi. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Stefánsson í síma 20240. Sérverslun með kvenfatnað óskar eftir framtíðarstarfs- krafti strax. Vinnutími frá kl. 13.00-18.00 á reyklausum vinnustað. Æskilegur aldur 30-55 ár. Umsókn, með upplýsingum um aldur og fyrri störf, sendist auglýsingadeild Mbl. fyrri 24. janúar, merkt: „LÆ - 6823“. Hjúkrunarfræðing vantar í þjónustufyrirtæki í Reykjavík. Góð laun í boði fyrir rétta manneskju. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist auglýs- ingadeild Mbl. fyrir 26. janúar nk merktar: „H - 8638". Atvinnurekendur Ungur og vel menntaður auglýsingafræðingur getur bætt við sig verkefnum. Til greina kem- ur alhliða auglýsingaráðgjöf, auglýsingagerð og í raun flestallt sem viðkemur auglýsinga- og markaðsmálum. Tilvalið fyrir stór og smá fyrirtæki og félög sem vilja sjá árangur. Áhugasamir sendi tilboð merkt: „Hvalreki - 6746“ til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 29. jan. Framtíðarstarf óskast 25 ára stúdent með próf frá Fiskvinnsluskól- anum í Hafnarfirði óskar eftir starfi. Margt kemur til greina. Upplýsingar í síma 688048. Sölumaður Sölumaður óskast í heimilistækjaverslun. Óskir okkar eru: Góð almenn menntun. Verslunar- eða Samvinnuskólagenginn. Góð þjónustulund. Hafa starfað í heimilistækja- eða raf- tækjaverslun. Geta unnið sjálfstætt og skipulega. Geta lesið ensku og Norðurlandamál. Vera með ökuréttindi. Reykja ekki. Ef þú telur þig uppfylla þessar óskir, þá sendu inn upplýsingar til auglýsingadeildar Mbl. um aldur, menntun og fyrri störf merkt- ar: „Brosandi fólk - 6718“ fyrir 24. janúar 1991. Staða yfirlæknis við endurhæfingardeild Kristnesspítala er laus til umsóknar. Staðan veitist frá og með 1. júlí nk. Umsækjendur skulu vera viðurkenndir sérfræð- ingar í orku- og endurhæfingarlækningum. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir spítalans í síma 96-31100. Umsóknir skulu sendar framkvæmdastjóra Kristnesspítala fyrir 15. mars nk. Ríkisspítalar. Tómstundafulltrúi fyrir NORDJOBB sumarið 1991 Matvælafræðingur/ líffræðingur Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins í Vest- mannaeyjum óskar eftir að ráða matvæla- fræðing eða líffræðing til starfa við gerla- deild stofunnar. Æskilegt er að umsækjandi hafi starfað við sjávarútveg. Nánari upplýsingar veita Gísli Gíslason, for- stöðumaður R.F.V. í síma 98-11471 og Arn- ar Sigurmundsson í síma 98-11950. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Vestmannaeýjum. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA VESTURLANDI Þroskaþjálfun á Vesturlandi Þroskaþjálfar ath.! Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Vesturlandi leitar eftir þroskaþjálfum: 1. í starf forstöðumanns Leikfangasafns Vesturlands í Borgarnesi. 2. í starf forstöðumanns væntanlegs sam- býlis í Borgarnesi. Umsóknarfrestur er veittur til 10. febrúar nk. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Svæðisstjórnar í síma 93-71780. Seltjarnarnesbær Starfsmaður óskast til að aðstoða hjóla- stólsbundna unga stúlku á Seltjarnarnesi 3 ' daga í viku frá kl. 16.15-19.00. Ágæt laun, stuttur vinnutími. Starfsmaður óskast í hálft. starf við heimilis- þjónustu.. Upplýsingar veitir félagsmálastjóri Seltjarn- arness í síma 612100. Markaðsfulltrúi Öflugt þjónustufyrirtæki vill ráða ungan markaðsfulltrúa til starfa. Sérhæft nám í markaðsfræðum er nauðsynlegt. Allar nánari uppl. fást á skrifstofu okkar. Guðni Tónsson RÁÐCJÖF&RÁÐNINCARÞJÓNUSTA T]ARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22 Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39, 108 Reykjavík, sími 678500 Staða yfirsálfræðings Staða yfirsálfræðings við ungíingadeild Fé- lagsmálastofnunar er laus frá 1. mars nk. Starfið felst í skipulagi sálfræðiþjónustu við unglingadeild, ráðgjöf við stofnanir fyrir ungl- inga og meðferð einstakra mála. Nánari upplýsingar gefa forstöðumaður ungl- ingadeildar, sími 622760 og yfirmaður fjöl- skyldudeildar, sími 678500. Umsóknarfrestur er til 30. janúar nk. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnun- ar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á um- sóknareyðublöðum sem þar fást.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.