Morgunblaðið - 20.01.1991, Page 39

Morgunblaðið - 20.01.1991, Page 39
ifM/Nto ÚTVARP/SjÖlMV'AfeP'ÆISWPW tekið úrval frá kvöldinu áður.) 6.00 Fréltir af veðri. færð og flugsamgöngum. 6.01 Morguntónar. LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2 8.10-8.30 og 18.35-19.00. Útvarp Norðurland. AÐALSTÖÐIN FM 90,9 / 103,2 7.00 Á besta aldri, Umsjón Ólafur Tr. Þórðarson. Létt tónlist, gestur í morgunkaffi. 7.00 Morgun- andakt. Sérs Cesil Haraldsson. 9.00 Fram að hádegi. Umsjón Þuriöur Sigurðar- dóttir. Kl. 9.15 Heiðar, heilsan og hamingjan. 9.30 Heimilispakkinn. Kl. 10.00 Hver er þetta. Verðlaunagetraun. Kl. 10.30 Morgungestur. Kl. 11 Margt er sér til gamans gert. Kl. 11.30 Á ferð og flugi. 12.00 Hádegisspjall. Umsjón Helgi Pétursson. 13.00 Strætin úti að aka. Umsjón Ásgeir Tómas- son. Kl. 13.30 Gluggað i siðdegisblaðið. Kl. 14.00 Brugð- ið á leik í dagsins önn. Kl. 14.30 Saga dagsins. 15.00 Topparnir takast á. Kl. 15.30 Efst á baugi vestanhafs. Kl. 16.15 Heiðar, heilsan og hamingj- an. (Endurtekið frá morgni). 16.30 Akademian. Kl. 16.30 Mitt hjartans mál. 19.00 Kvöldtónar. Umsjón Halldór Backman. Ljúfir kvöldtónar. 22.00 í draumalandi. Umsjón Ragna Steinun Ey- jólfsdóttir. Draumar hlustenda ráðnir. 24.00 NæturtónarAðalstöðvarinnar. Umsjón Rand- ver Jensson. ALFA FM 102,9 8.45 Morgunbæn. Tónlist. 10.00 íslensk tónlist. 13.30 Alfa-fréttir. 16.00 „Svona er lífið" Ingibjörg Guðmundsdóttir. 19.00 Dagskrárlok. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Eirikur Jónsson og morgunvakt Bylgjunnar. 9.00 Páll Þorsteinsson. Starfsmaður dagsins val- inn. iþróttafréttir kl. 11. Valtýr Björn Valtýsson. 11.00 Þorsteinn Ásgeirsson á vaktinni. 12.00 Hádegisfréttir. 14.00 Snorri Sturluson. Fróðleikur. létt spáug og óskalög. 17.00 ísland í dag. Jón Áraæll Þórðarson og Bjarni Dagur Jónsson taka á málum liðandi stundar. 18.30 Hafþór Freyr á vaktinni. 22.00 Kristófer Helgason. Tónlist. 23.00 Kvöldsögur. Simatimi ætlaður hlustendum. 24.00 Kristófer Helgason á vaktinni. 02.00 Þráinn Brjánsson á næturvakt. EFFEMM FM 95,7 7.30 Til i ti(£kið. 8.00 Morgunfréttir. Kl. 8.20 Textabrotið. Kl. 8.40 Frá hinu opinbera. Kl. 8.50 Stjörnuspá. Kl. 9.00 Frétayfirlit. 12.00 Hádegisfréttir. 19.00 Breski og bandariski listinn. Vilhjálmur Vil- hjálmssdn kynnir 40 vinsælustu lögin i Bretlandi og Bandaríkjunum. 22.00 Jóhann Jóhannsson áTólegu nótunum. STJARNAN FM 102/104 7.00 Dýragarðurinn. Stjömutónlist, leigubilaleikur, getraunir. 9.Ö0 Vinsældatónlist. Bjarni Haukur Þórsson. 11.00 Geðdeildin, Döri Mödder, Lilli og Baddi, Svenni sendill og allar figúrunar mæta til leiks. Umsjón Bjarm Haukur og Sigurður Helgi. 12.00 Sigurður Helgi Hlöðversson. Getraunir og orð dagsins. 14.00 Sigurður Ragnarsson. Ráðgjataþjónusta Gabriels Stefánssonar, kvikmyndagetraunir, leikir og tóniist. 17.00 Björn Sigurðsson 20.00 Vinsældapopp. Jóhannes B. Skúlason. 22.00 Arnar Albertsson. 02.00 NæturtónlisL ÚTRÁS FM 104,8 16.00 MS 18.00 Framhaldsskólafréttir. 18.00 FB 20.00 MH 22.00 IR Rás 2: Sakamálagetraun ■■^■1 Sakamálagetraunin „Hver myrti Sir Jeffrey Smith?“ hefst 1 A 00 1 þættinum Níu fjögur á Rás 2 í dag. Á hveijum degi verð- “ ur lesið brot úr sögunni, fyrst milli kl. 14 og 15 í Níu fjög- ur þættinum og svo er lesturinn endurtekinn í þættinum Landið og miðin, milli kl. 22 og 23 sama kvöld. Laugardaginn 2. febrúar verða svo allir lestrarnir tíu endurfiuttir í Helgarútgáfu Rásar 2. Hlustendur hafa svo fjóra daga til að senda Rás 2 sína tilgátu um þann seka. Dregið verður úr réttum lausnum föstudaginn 8. febrúar og auk þess fluttur síðasti lestur sögunnar. Verðlaunin eru ferð fyrir tvo til Lundúna. ásamt Bíbí og Lóló í 5 stjömu KABARETT Á SÖGU FYRSTA SÝNING Ánæturvaktinni njótið gleði, nýjung sem er að allra geði. Halli við dyrnar og hleypir þeim inn, sem hungrar og þyrstir í gleði um sinn. 2. FEBFIÚAR OPINN DANSLEIKUR FRÁ KL. 23.30 TIL 3. Hljómsveitin Einsdæmi leikur | § Bessi hann þjónar og þýtur um salinn, í þjóðkunnum hlutverkum Laddi er falinn. Lóló og Bíbí hér liðast um svið, lokkandi dansa á baki og kvið. Ástina forðum við upplifum keik, til ársins ’30 bregðum á leik. Kabarett, borðhald og blíð er syndin, , Berlín og París er fyrirmyndin. Þrírétta veislukvöldverður (val á réttum) Leikstjóri: Björn G. Björnsson Hljómsveitarstjóri: Árni Scheving Miöaverð: 4.400 kr. Húsiö opnað kl. 19. Tilboðsverö á gistingu. Pöntunarsími 91-29900. Gárur eftir Elínu Pálmadóttur Að heiman aldrei fara má Sofðu, ufigi anginn minn, enn svo hýr og góður. næðir svalt um Köldukinn, kenna vil ég þér, litla skinn, að forðast afglöp föður þíns og móður. Taktu aldrei upp á því að æða á jökulbungur. Þar eru veðrin þeygi hlý þraut að kúldrast víslum i og lenda í þeim ofan í djúpar sprungur. j Iársbyijun var Gáruhöfundur einn daginn farinn að raula ósjálfrátt fyrir munni sér þetta ..Vögguljóð jöklamæðra", sem hann dr. Sigurður Þórarinsson setti einu sinni saman okkur til skemmtunar sem þvælst höfðum með honum um hvít fjöll og jök- ulbungur. Ein slík fjallafála er þar að vara krógann sinn við. Tilefni þess að heilræð- unum skaut allt í einu upp í hugann voru stans- lausar ógn- arfréttir úr útvörpunúm: Leitarmenn hafa ekki enn fundið ungmennin, sem fóru inn á Fljótsdals- heiði í tveim- ur jeppumog voru ekki komin heim til sín á áæt- luðum tíma. Leitarmenn eru að beij- ast áfram. Eru kílómetra frá skálanum, 200 metra...“ Á þessu gekk þann dag allan í öllum fjölmiðlum, gott ef ekki fleiri daga. Hættuástandið ekki minna en við Persaflóa nú. Forspár, hann Sigurður. Það var vissara að aðvara strax í vöggu börn þeirra, sem þá þótti það dulítið sport að læra og takast á við íslenska náttúru. Eftir margar aðvörunai-vísur um hvers kyns hættur sem mætt geta fólki á voru landi, klykkti hann út með öruggu heilræði: Ef að vilt þú elli ná, elsku litla krúttið, hollráð það skal hafa þá, að heiman aldrei fara má. Líka er ráð að leggjast ekki í sprúttið. Bráðnauðsynlegt heilræði til þjóðar, sem telur það til stór- hættu að bíða af sér íslenska hríð í bíl á fjöllum. „Giftusamleg björgun sex ungmenna“ var fjór- dálka fyrirsögn í einu dagblað- anna og ákafinn í viðtölunum við hetjurnar heimtar úr helju sýndi að ljósvakafjölmiðlarnir voru sama sinnis, enda búið að gefa þá mynd að þarna væri illa búið, matarlaust og fávíst fólk á fjöll- um. Ungmennin voru sýnilega svolítið hissa og kindarleg, enda höfðu þau verið vel búin með nægan mat, vantaði bara konf- ektið, sagði eih í gríni. Bílarnir höfðu festst og þau gerðu eins og allt vant ferðafólk gerir í íslenskri stórhríð. Skríður í svefnpokana og bíður af sér veð- rið. A.m.k. fáa daga. Hríð á ís- landi linnir nefnilega alltaf um síðir. Og þá getur vel á sig kom- ið og röskt fólk, eins og ung- mennin sex sýnilega voru, jafn- vel gengið til byggða eftir hjálp. Allir vita að engin leið er að vera kominn á stefnumót heima á nákvæmlega réttri stundu eins og á kaffihús í Reykjavík. Ein stúlkan sagði að veðurhamurinn hefði verið slíkur að ekki hefði einu sinni verið hægt að fara út að pissa, hvað þá annað. Það hendir á íslenskum fjöllum að vetrarlagi, svo sem alkunnugt er þeim sem til þekkja og lifa í sátt við landið sitt. * Lausnin á þeim vanda getur orðið að skemmtisögum út ævina. Þegar hún Lydia konan fjallagarpsins Guðmundar Ein- arssonar þurfti einhvern tíma að bregða sér út úr tjaldi á Vatna- jökli í iðandi stórhríð og óstæðu roki, þá bundu karlamir hana bara í kaðal og gáfu út í hríðina svo þeir týndu henni ekki. Hö- luðu hana svo inn aftur. Reynist ekki óyfirstíganleg þraut þeim sem kann á aðstæður. Að snúa sér t.d. rétt upp í veðrið svo þuxurnar fyllist ekki af snjó í skafrenningnum og verði ekki hysjaðar upp aftur. Sjálf man ég eftir að hafa fengið fílefldan karlmann með mér á „vatikanið“, gröf undir snjóhúsi eða vegg sem fyrst var jafnan reynt að koma upp. Þá vorum við snjóuð inni með bilað an bíl í glórulausri hríð í skálan- um á Grímsíjalli í tvo sólar- hringa, spiluðum Olsen Olsen, sungum og sváfum. Misstum af því að verða landsfrægar hetjur. Skömmu áður hafði hópur lent í slíku veðri á jökli, eins og get- ur gerst, fjarri skálanum. Þau komu upp tjöldum, bundu í snjó- bílana og skriðu í poka. Einhverj- ir þurftu þó að vera útiklæddir á vakt til.að sópa frá tjöldunum og púströrum bílanna. í aftaka- veðrinu kom það í hlut hraust- menna. Ekki þótti skynsamlegt að fleiri bleyttu sig og bæru vætu inn í tjöldin. Ein ferðakon- an hafði skilið íslensk vetrarveð- ur og verið svo forsjál að stinga niður plastkoppi. Útihetjurnar brugðu því skjótt við þegar úr tjaldi heyrðist kallað á koppinn Sigurður Þórarinsson var einn • af þeim og orti auðvitað skemmtilegan brag. Viðlagið var svona: Stúlkur, elsku stúlkur, drekkiði ekki meir. En verði það að stórdrama ef vel búið íjallafólk í vetrarferðum á íslandi festist í skafli og þarf að bíða af sér veður er ráð gömlu jöklaníömmunnar vissulega orðið tímabært: Vilji maður elli ná, er öruggast að fara aldrei að heim an. En þá er líka borin von að lenda í þeim hremmingum vera giftusamlega bjargað verða fjölmiðlahetja. að og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.