Morgunblaðið - 20.01.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.01.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1991 STRÍÐSÓTTl BARNA ÞEIR ÆTLA AÐ SPRENGJA ÞARSEMIESÚS ’ATTI Vmræóur kennara ogbama um Persafíóaófridinn eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur SKÖMMU ÁÐUR en stríð hófst milli Bandamanna og íraka við Persaflóa var að tilmæl- um fræðsluyfirvalda landsins hvatt til bænastunda í skólum landsins. Misjafnt er eftir skólum hvernig að þessum bænastundum var staðið. í sumum skólunum var sameiginleg bænastund þar sem prestar voru fengnir til þess að tala við nemendur en í öðrum skól- um voru kennararnir með friðarstund inni í sínum bekk. Nokkurrar gegnrýni hefur orð- ið vart meðal foreldra og aðstandanda barna vegna bænastundanna og telur sumt fólk að þær hafi orðið til þess að beina hugum barna meira að ófriðnum og afleiðingum hans en þeim er hollt. Aðrir benda á að börnin hafi þegar heyrt mikið um ástandið i alþjóða- málum og með þeim vaknað margar spurningar sem gott væri að ræða við sér eldra fólk. Egill Þórarinsson Klara Regina Tómasdóttir Ludvig. Hilmar Gunnarsson ISnælandsskóla i Kópavogi ræddi skólastjórnin um að halda sameiginlega bæna- stund en horfíð var frá því til að, hræða ekki minnstu bömin, að sögn skólastjóra, Reynis Guðsteinssonar. Valborg Baldvinsdóttir kennari var spurð um viðbrögð nemenda hennar við þeim miklu umræðum sem nú fara fram í fjölmiðlum vegna stríðsástandsins við Persaflóa. Hún sagði: „Ég hef orðið vör við miklar umræður og vangaveltur meðal barna um Persaf- lóaófriðinn og einnig hernaðarað- gerðirnar sem Rússar beittu í Lithá- en. En ég get ekki merkt að þau séu almennt hrædd. Þau láta það alla- vega ekki í ljós. Þau segjast hins vegar ekki skilja af hverju deiluaðil- amir semja ekki og hætti við stríðsrekstur, sem alltaf leiði illt af sér. Sum segja að Gorbatsjov ætti að skila Nóbelsverðlaunum því hann sé ekki friðarins maður..Aðrir segja að Hússein sé með yfirgang og frekju og það verða að stoppa hann. Enn aðrir segja að Bandaríkjamenn hefðu ekki átt að blanda sér í mál araba. Þau hafa því flest sínar skoðanir á heimsmálunum. Samkennarar mínir segja mér að nemendur þeirra á öllum aldri velti mikið vöngum yfír stríðsógnunum. Hvað snertir bænastundir í skólum þá fínnst mér sjálfsagt að ræða heimsmálin við nemendur og ieyfa þeim að tjá sig um stríð og frið en ég óttast að of mikið sé úr stríðsógn- um gert, spenni það bömin of mikið upp en breyti Iitlu. Afstaða bamanna endurspeglar yfirleitt það sem þau heyra hjá fullorðna fólkinu. Mér finnst því ekki mikið unnið með sam- eiginlegri bænastund gegn stríði. Sérstakar bænastundir eru afar sjaldgæfar í skólum á íslandi. Það hafa oft geisað stríð úti í heimi og það mikið nær okkur en ófriðurinn við Persaflóa án þess að til slíkra stunda hafí komið. Blaðamaður ræddi við tvo af nem- endum Valborgar í Snælandsskóla, þá Björn Hjartarson og Pétur Bjarka F.v. Björn Hjartarson og Pétur Bjarki Pétursson með bekkj arfél ögu m. Pétursson. „Við erum ekki hræddir við stríð. Það getur þó komið fyrir að maður verði hræddur þegar mað- ur sér einhver ofbeldisverk í sjón- varpinu," sagði Pétur. „Það er auð- vitað svolítið talað um stríðið heima hjá okkur, mest um nýjustu fréttir," bætti Bjöm við. Þeir félagar vom sammmála um að mikið væri talað um stríðið í skólanum og krökkunum litist illa á það ástand. „Samt fínnst okkur rétt að ráðast á Hússein til að koma honum burtu úr Kuveit," sagði Pétur. „En við sofum samt vel á nóttunni þó það sé stríð úti í heimi.“ Blaðamaður tók einnig tali ungan pilt í áttunda bekk, Egil Þórarinsson að nafni. Hann kvaðst ekki haldinn stríðsótta en hugsa talsvert um ástand mála við Persaflóa. Hann ÞAÐ ER U ALLIR HRÆDDIR NÚNA Treysti kennurum og fóstrum fultkomlega tti aö ræöa um stríó víd börn, segirHelga Hannesdóttir barnageólæknir eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur „MIÉR FINNST friðarumræðurnar í tengslum við bænastundir í skólum bera vott um meiri skilning á þörfum barna í þjóðfélaginu en oft hefur komið fram. Kennarar og fóstrur hafa staðið að mik- illi friðarfræðslu meðal barna, sem égtel mjögjákvætt. Einnig önnur félög einsog alþjóðlegi friðarfélagsskapurinn ICSV sem hef- ur á stefnuskrá sinni að stuðla að friði í heiminum. Það virðist hafa orðið hugarfarsbreyting meðal þjóðarinnar á þörfum barna sem miðar að því að taka meira tillit til radda þeirra en gert var áður.“ Þannig mæltist Helgu Hannesdóttur barnageðlækni þegar blaðamaður spurði hana álits á bænastundum í skólum og friðarum- ræðum meðal barna. „Það er miklu betra að tjá sig um ótta sinn og hræðslu ef eitthvað ógnvekjandi er í aðsigi, en bæla þær tilfinn- ingar eða jafnvel hugsanir, þetta á jafnt við um börn sem full- orðna,“sagði Helga. að hefur meira verið gert til að fræða börn um styijald- ir og afleiðingar þeirra á meðal nágrannaþjóða okk ar en hér. í Japan, þar sem ég hef nýlega setið þing, er það skyldu- fræðsla í skólum að fræða börn um áhrif kjamorkustyrjaldar og efnavopnastyijaldar. Þetta gera Japanir vegna sinnar sáru reynslu frá Hirosima. Þegar kjamorku- sprengjunni var varpað á borgina árið 1945 var það gert klukkan 8.15 að morgni, einmitt til að ná til sem flestra barna sem þá voru nýlega komin í skólana. Japönsk böm vita að tímasetning sprengj- unnar var miðuð við að hún næði til sem flestra báma. Ég var mjög snortin þegar ég ásamt fleiri ís- lendingum naut leiðsagnar jap- anskra barna um þessi efni. Þessi börn vissu meira en við hinir full- orðnu vegna þeirra verkefna sem þau höfðu verið látin vinna í skólan- um. Mér finnst af hinu góða að fræða börn um styijaldir og afleið- ingar þeirra. Það ber vott um auk- ið siðgæði og siðfræði gagnvart börnum. Það er að öllum líkindum ekki rétt hjá foreldrum að líta á friðar- umræður og bænastundir sern ótta- vald. Ef börnin hafa verið hrædd eftir þessar umræður þá hafa þau áreiðanlega verið hræddari fyrir þær. Hefði þessi umræða ekki kom- ið til hefðu þau geymt innra með sér ótta sem þau hefðu reynt að bæla. Hugsanlega hefði ekki verið fyrir hendi hjá þeim öllum nógu góður farvegur innan heimilanna fyrir þennan ótta. Börn vita miklu meira en fullorðnir halda. Þau heyra og sjá og upplifa allt miklu sterkar en íúllorðnir. Það er ekki nema eðlilegt að þau sé hrædd, það eru allir hræddir núna. Allir sem hafa fylgst með blöðum og skynjað styijaldir í gegnum þau og aðra fjöllmiðla vita að sagan endurtekur sig alltaf. Það hafa allir vitað með sjálfum sér að það yrði styrjöld. Hergagnaiðnaðurinn er svo voldug- ur og þörfin fyrir að framleiða vopn svo mikil að það, eitt og sér, skap- ar mikinn þrýsting á að hafa stríð. Ástand heimsmála hefur að und- anfömu verið einna líkast sívax- andi hita í eldvirknisvæði. Fyrr eða síðar springur jarðskorpan við þær aðstæður. Allt siðferði breytist í kringum styijaldir. Þá verður allt í einu heimilt að drepa og myrða fólk sem er bannað á friðartímum. Arabar eru illa upplýstir margir hverjir og því þeim mun auðveldara fyrir Hússein að ástunda andlýðsræðis- leg vinnubrögð. Hann upplýsir fólk sitt lítið og talar til þess einsog það séu eintóm börn. í einfeldni sinni lokar þetta fólk augum og eyrum og dýrkar sinn einræðisherra. Saddam Hússein er að mínu viti og margra annarra geðlækna hald- inn mikill geðveiki sem Iýsir sér í sjúklegri trúarlegri áráttukennd. Hitler var líka álitinn alvarlega geðveikur sem kom í ljós sem trúar- legar ofsóknaráráttukenndir gagn- vart gyðingum. Hann fyrirfór sér Helga Hannesdóttir barnageð- læknir. þegar spilið var tapað, Það er spuming hvort Hússein grípur til sömu ráða. Þrátt fyrir mikinn fréttaflutning af atburðunum á Persaflóasvæð- inu, þar sem frásagnir eru settar upp af mikilli nákvæmni á vandað- an hátt hvað snertir vopnabúnað, þá er það staðreynd að það er mjög mörgu leynt. Það liggur enn ekkert fyrir um mannfall beggja stríðsað- ila og ekki öll kurl komin til grafar um það hversu mikil eyðileggingin var. Þeir sem stjórna styijöldinni núna eru allt karlmenn. Ég hefði viljað sjá konur leggja meira af mörkum til að reyna að tryggja frið í heiminum. Afleiðingar styij- aldar koma ekki síst niður á þeim og börnunum. Ég hef heyrt raddir bama og kennara í ýmsum skólum þar sem friðarumræður og bænastundir voru haldnar. Allflestir hafa verið á þeirri skoðun að þetta hafí gert gott, og jafnvel átt þátt í að auð- velda umræðu um þá staðreynd að styijöld er skollin á. En þess ber að gæta að börn innan tíu ára skynja umræður af þessum toga öðruvísi en fullorðnir. Þau skynja þetta sem tímabifsbundið ástand og geta ekki sett sér fyrir sjónir afleiðingar styijaldar. Það virðast margir fullorðnir líka eiga erfítt með. Komi til efnavopnastyijaldar þá getur enginn vitað hver áhrifin verða á lífríkið. Hitt er víst að eyði- leggingin verður mikil og hennar mun gæta víða. Mér finnst furðu- legt að heyra þjóðarleiðtoga víða um heim lýsa yfír að þeir telji Bush hafa gert rétt. Það minnir á viðbrögðin í Bandaríkjunum þegar kjarnorkusprengjan var sprengd í Hirosima. Þá hrópaði fólkið af fögnuði eftir verknaðinn og hrósaði sér fyrir að ekki varð mannfall. Seinna kom í ljós hversú hörmuleg- ur þessi atburður var og hve hræði- legar afleiðingar hans reyndust. Jafnvel í dag em um 80 þúsund manns að veslast upp úr krabba- meini af völdura sprengjunnar sem þurrkaði út heilu ættbogana. Af- leiðingar efnavopna yrðu ekki betri og þeirra myndi iíklega gæta á miklu stærra svæði. Mér finnst ekki rétt að halda bömum utan við þessa umræðu. Það er nauðsynlegt að kynna þeim staðreynir til þess að þau læri af hernaðarmistökum sem leitt hafa til mikilla hörmunga fyrir mann- kynið og láti þau ekki endurtaka sig. Mér fínnst umræða af þessum toga þvert á móti gefa til kynna aukinn skilning á þörfum barna í þjóðfélaginu. Það er alltaf verið að tala um að skólinn eigi að sinna meira uppeldisstörfum og þetta er fræðslu og uppeldisstarf. Ég var undrandi þegar ég heyrði þetta gagnrýnt. Ég er sannfærð um að kennarar og fóstrur hafa meiri skilning og þekkingu á bömum heldur en almenningur í landinu. Vegna reynslu minnar af kennur- um og fóstrum treysti ég þeim fuilkomlega til að ræða við börn um stríð og frið í heiminum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.