Morgunblaðið - 20.01.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.01.1991, Blaðsíða 33
3328 .MDRGUNBLiA'ÐIÐr sftltífcð&íl#M i ÖIÖAJaMTjDHOM Morgunblaðið/Árni Sæberg Meðal þeirra, sem viðstaddir voru opnun heilsugæslustöðvar- innar að Vesturgötu 7 voru full- trúar Reykjavíkurborgar og heil- brigðisráðuneytis. Fyrir miðri mynd eru þeir Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra og Davíð Oddsson, borgarstjóri, en á innfelldu myndinni afhendir Katrín Fjeldsted, formaður byggingarnefndar, heilbrigðis- ráðherra lykil að stöðinni. Heilsugæslustöð miðbæjar opnuð HEILSUGÆSLUSTÖÐ mið- bæjar að Vesturgötu 7 var formlega tekin í notkun á föstu- daginn. Stöðin mun þjóna vest- urbæ norðan Hringbrautar, miðbænum og austurbæ austur að Snorrabraut. Þar verður rekin almenn læknis- og hjúk- runarþjónusta, auk þess sem stöðin tekur við heimalyúkrun og heilsuvernd á þjónustusvæð- inu. Heilsugæslustöðin að Vestur- götu 7 er rekin í sama húsi og þjónustumiðstöð og íbúðir fyrir aldraða. Samtals er heilsugæslu- stöðin 638 fermetrar að flatar- máli og er heildarkostnaður við byggingu hennar 99,4 milljónir króna á verðlagi þessa árs. Á stöð- inni verða tólf starfsmenn. Á heilsugæslustöðinni verður rekin almenn læknis- og hjúk- runarþjónusta, svo sem læknis- vitjanir, heimahjúkrun og vitjanir hjúkrunarfræðinga til ungbarna, námskeið fyrir foreldra ungra barna, ungbarna- og smábarna- vernd. Samstarf auglýsenda: Frelsi fjölmiðla verði ekki skert STJÓRN Samstarfs auglýsenda hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að hún vilji undirstrika mikilvægi þess að frelsi fjöl- miðla verði ekki skert, og Islendingar fylgi almennri þróun í heimin- um á því sviði. Auglýsendur segja að sjónvarps- sendingar nái nú yfir öll landa- mæri, og þýðingarlaust sé af tækni- legum ástæðum að reyna að sporna við þeirri þróun hér á landi, enda stangist það einnig á við frjálsa fjöl- miðlun sem einn hornstein al- mennra niannréttinda. í fréttatilkynningunni segir enn- fremur að stjórn Samtaka auglý- senda vilji taka það fram vegna umræðna um lokun á beinar útsend- ingar sjónvarpsfrétta frá banda- rísku sjónvarpsstöðinni CNN, að fyrir Alþingi liggi nú frumvarp að auglýsingalögum, og í því sé meðal annars ákvæði, sem kæmi í veg fyrir útsendingar af þessu tagi þar sem auglýsingar fylgja. Samtök auglýsenda hafí mótmælt þeirri ein- angrunarstefnu sem í slíku ákvæði fælist, og raunar mótmælt sam- þykkt frumvarpsins eins og það liggi fyrir. Fulltrúar ASÍ og BSRB á ráðstefnu í Eistlandi Verkalýðssamband Norðurlanda (NFS), sem eru samtök stærstu launþegasamtaka á Norðurlöndum, hefur tekið upp samstarf við verkalýðssamtökin í Eystrasaltsríkjunum. Fulltrúar allra samtakanna innan NFS, þar á meðal Alþýðusambands íslands og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, munu í lok þessa mánaðar sitja ráðstefnu verkalýðs- samtakanna í Eistlandi, Léttlandi og Litháen en ráðstefnan verður haldin í Eistlandi. Ásmundur Stef- ánsson verður fulltrúi ASÍ á ráð- stefnunni en fulltrúi BSRB verður Einar Ólafsson. Félagsmenn í Verkalýðssam- bandi Norðurlanda eru 7,5 milljón- ir. í samþykkt, sem stjórn NFS hefur sent frá sér, segir að samtök- in hafi með skelfingu og vonbrigð- um fylgst með framvindu deilumála Sovétstjórnarinnar og Eystrasalts- ríkjanna. „Það er engin leið að af- saka þá svívirðilegu og grófu vald- beitingu, sem sovéska hernaðar- veldið hefur beitt í Litháen og Lett- landi. Það veldur vonbrigðum hvernig Sovétstjórnin hefur svikið áform sín um umbætur og frið. Það hefur skapað reiði, sorg og skelf- ingu. NFS sættir sig ekki við hótan- ir og valdbeitingu. Ágreining verður að leysa við samningaborðið." Bók um máJhreinsun ÚT ER komin bókin íslensk mál- hreinsun, sögulegt yfirlit eftir Kjartan G. Ottósson. Hún er sjötta ritið í ritröð íslenskrar málnefnd- ar og er 169 bls. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Bókin á rætur að rekja til útvarps- þátta sem höfundur flutti 1985 und- ir heitinu Þættir úr sögu íslenskrar málhreinsunar og vöktu mikla at- hygli. Rakin er saga málhreinsunar á Islandi frá 16. öld og fram á þenn- an dag. Þetta er afar fróðlegt rit. Höfund- ur hefur dregið saman efni úr margvíslegum heimildum, sumum fáséðum. Fjallað er um ytri aðstæð- ur íslenskrar málþróunar og hugað sérstaklega að málnotkun í kirkju- legum ritum, stjórnsýslu og verslun. Greint er frá baráttunni við ásókn Magnús gefur kost á sér í frétt blaðsins í gær um prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjavík féll niður nafn Magnúsar Jónssonar veðurfræðings. Hann gefur kost á sér í sæti 1-6. dönskunnar, einkum á fyrri öldum, og hvernig enn er haldið áfram að veijast erlendum máláhrifum jafn- framt því sem nýyrðasmíð hefur orðið sífellt mikilvægari.“ Trillukarlar Grundarfirði: Yfírvöld ábyrg fyiir fjölgun í ÁLYKTUN smábátafélagins Snæfells í Grundarfirði segir að stjórnvöld beri ábyrgð á fjölgun smábáta og fundarmenn neita að taka á sig skerðingu á aflakvótum vegna fjölgunarinnar. í ályktuninni segir einnig, meðal annars: „Fundurinn lýsir yfir sterkri andstöðu við því að loðnuflotinn fái botnfískkvóta, sem myndi skerða aðrar úthlutanir og telur að þessi skip ættu að fá styrk til þess að veiða vannýtta stofna eða til veiða á fjarlægari miðum. Við bendum á að atvinnulega séð fyrir okkar svæði yrði slík skerðing meiri hér en á öðrum svæðum, þar sem hér er ekki stunduð útgerð loðnuskipa eða loðnuvinnsla." s<----------- Nafn:-------- Heimilisfang:. Við veitum þér: ★ Þitt eigið hár sem vex ævilangt ★ Ókeypis ráðgjöf og sköðun hjá okkur eða heima hjá þér ★ Skriflega lífstiðarábyrgð ★ Framkvæmt af færustu læknum HRINGIÐ EÐA SKRIFIÐ TIL: Sími:_______ Póstnúmer:.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.