Morgunblaðið - 20.01.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.01.1991, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1991 MORGUNBLAÐIÐ Ð SUNNUDAGUR 20. JANU. AR 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Eystrasaltsríkin í skugga Persa- flóastríðs Fólkið í lýðveldunum þremur við Eystrasalt berst nú fyrir lífi sínu, frelsi og sjálfstæði í skugga Persaflóastríðsins. Hinar alþjóðlegu sjónvarpsstöðvar sýna þeirri baráttu nánast enga at- hygli, eins og við íslendingar get- um nú fylgzt með frá degi til dags. En þótt sú barátta sjáist ekki á sjónvarpsskjám er hún kaldur veruleiki eftir sem áður. • Blaðamaður Morgunblaðsins, sem þessa dagana er á ferð í Eystrasaltsríkjunum ásamt Jóni Baldvin Hannibalssyni, utanríkis- ráðherra, lýsti ástandinu í Riga með þessum orðum: „Andrúms- loftið í miðborg Riga er ólýsan- legt. Þúsundir Letta, margir komnir allt að tvö þúsund kíló- metra leið til þess að standa vörð um Iýðveldið, ganga um götur, sumir gyrtir gasgrímum. Þeir syngja þjóðernissöngva eða ræða saman við yl frá varðeldum, sem kveiktir eru á flestum götuhorn- um. Fólkið er óvopnað og staðráð- ið í að veija frelsi sitt fyrir Rauða hemum með lífi sínu.“ Utanríkisráðherra Litháa sagði á fundi með blaðamönnum í gær, að um líf eða dauða væri að tefla fyrir litháiska ráðherra og þing- menn, sem eru innilokaðir í þing- húsinu í Vilníus. Við þessar aðstæður er ferð Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráðherra, til Eystrasalts- ríkjanna hin mikilvægasta. Hún undirstrikar einhuga stuðning íslenzku þjóðarinnar við smáþjóð- ir, sem hafa í áratugi barizt gegn sovézkri kúgun og tilraunum Moskvuvaldsins til þess í raun að 1 1 A EKKERT A A *er líklegra en umræðan um Evr- ópubandalagið eigi enn eftir að skipta þessari litlu þjóð í tvær andstæðar fylk- ingar og þurfum við þó fremur á öðru að halda. Flokkarnir geta auð- veldlega riðlazt végna deilna og sársaukafullra átaka og nýjar þver- pólitískar hreyfingar haslað sér völl. Forysta stjórnmálamanna er nú um stundir ekki svo beysin víst sé þeir gætu komið í veg fyrir upplausn einsog gömlu karlamir gátu þó, hvaðsem öðru líður, enda er þjóðfé- Iagið gjörbreytt og áhrif fjölmiðla með þeim hætti þeir gætu auðveld- lega stuðlað að slíkri upplausn. í fjölmiðlum nútímans er allra veðra von. Þegar að því kæmi væri því viturlegast að leyfa þjóðinni sjálfri að ráða ferðinni og skjóta málinu einfaldlega til hennar á því stigi þegar ekki yrði undan vikizt að taka ákvörðun. Þjóðin verður að lifa við eigin ábyrgð. Ef við getum ekki treyst þjóðinni sjálfri fyrir framtíð sinni, þá getum við ekki treyst öðr- um. Sjálfum væri mér ekkert ljúf- ara en lúta meirihlutanum, ef hann væri ótvíræður — og skipti þá ekki máli hvort ég væri sammála honum eða ekki. Slík málsmeðferð væri Iýðræði í verki og allt annars eðlis en höktið í stjórnmálamönnum sem sigla einatt eftir kompásskekkjum og þeyta þokulúðra jafnt í sól og regni. Færi því bezt á að þjóðarat- kvæði réði úrslitum eftir víðtæka upplýsingamiðlun sem verið hefur í lágmarki. Þetta á eínnig við um önnur þverpólitísk vandamál einsog kvótakerfíð sem énginn flokkur er í stakk búinn að leysa. En áðuren kæmi að slíkri úrslita- ákvörðun gæti verið skynsamlegt að gera hið fyrsta sérsamning við Evrópubandalagið einsog Mitter- -fand hefur bent á og útvíkka samning okk- ar við það einsog Thatcher sagði við Steingrím Hermanns- son. Þessi mikilvægi viðskiptasamningur er stórt gat í tollmúrnum og endur- bættur nægði hann okkur í bili, ég tala nú ekki um ef allur fískur yrði tollfijáls éinsog iðnvamingur. Þó væri líklega ákjósanlegast til að halda öllu landinu í byggð, svo þverstæðukennt sem það er, ef toll- ar hækkuðu á óunnum fiski, en lækkuðu á fullunnum fiski. Þá flytt- um við ekki út atvinnu einsog nú og fiskvinnslustöðvar þyrftu ekki að starfa í erfiðri samkeppni við sjálfa okkur um hráefni einsog óunninn gámafísk. Erlendir fisk- verkendur eiga ekki að geta haft áhrif á stjómun fiskveiða okkur eða ráða henni, nóg er nú samt. Þannig gæti „réttur" tollur aukið stopula atvinnu um land allt — og drýgt útflutningstekjur okkar. Toll- frelsi gæti, einsog margvísleg lífsgæði önnur, orðið okkur skeinu- Hættara en viðnámið. Það er afturá- móti einsog annað erfiði; stælir vöðvana. En slíkar tollabreytingar gætu þá einnig leitt til þess minna yrði keypt af íslenzkum fiski, en um það getur þó enginn fullyrt að óreyndu. Evrópubandalagið þarf ekki síður á íslenzkum físki að halda en við á markaði þess. En íslenzk fiskimið era friðhelg. Okkur liggur ekkert á og sér- staða okkar er mikil, þótt vel megi vera unnt sé að ná fyrrgreindum markmiðum með gagnkvæmum samningi EFTA og EB um efna- hagssamstarf. En nú gildir að hrapa ekki að neinu, svo mikið sem er í húfi. Vanda þarf málatilbúnað alian og efla einingu með þjóðinni. Að reynslu fenginni getum við svo ákveðið eftir aðstæðum, hvort og HELGI spjall þurrka þær út með því að flytja fólk frá Eystrasaltsríkjunum til annarra hluta Sovétríkjanna og Rússa í staðinn inn í þess lönd. Þótt við íslendingar,séum fáir og smáir hefur berlega komið í ljós, að Eystrasaltsrikin og þá ekki sízt Litháar meta mikils þann siðferðilega og pólitíska stuðning, sem við höfum veitt þeim, auk þess, sem aðild okkar að fjölmörg- um alþjóðasamtökum gerir okkur kleyft að tala máli þessara þjóða á vettvangi þeirra samtaka, eins og utanríkisráðherra hefur gert hvað eftir annað. Það þýðir, að rödd Eystrasaltsþjóðanna heyrist á alþjóðavettvangi, þótt aðrar og stærri þjóðir hafi veitt þeim lítinn stuðning vegna eigin pólitískra hagsmuna. Hvorkir við né aðrir á Vesturl- öndum vitum hvað er að gerast í Moskvu. Sovétríkin eru í upp- lausn. Þar fer fram harðvítug valda'oarátta. Einræðisöflin eflast á ný. Skriðdrekarnir í Vilníus fyr- ir rúmri viku sýndu það, svo ekki verður um villzt. Smáþjóðirnar við Eystrasalt munu ekki endur- heimta sjálfstæði sitt með vopn- um. Barátta þeirra hlýtur að verða háð með tilvísun til sögulegra staðreynda, laga og réttar. Þess vegna er stuðningur umheimsins og þá ekki sízt nágrannaþjóða á Norðurlöndum þeim svo mikil- vægur. Stundum er talað um, að við íslendingar þurfum að sýna frum- kvæði á alþjóðavettvangi. Frelsis- barátta Eystrasaltsríkjanna er málefni, þar sem stuðningur okk- ar og frumkvæði skiptir máli. Við höfum engra þeirra hagsmuna að gæta gagnvart Sovétríkjunum, sem há okkur í þeim efnum. Við getum beitt okkur af fullum krafti í þágu þessara þjóða og eigum að gera það. Við eigum að nota hvert tækifæri, sem gefst til þess að kynna málstað þeirra og herða á kröfum þeirra. Vonandi verður ferð utanríkisráðherra til þessara ríkja nú til þess að efla þessa baráttu mjög af okkar hálfu. hvenær við sækjum um aðild. En við eigum ekki að koðna niður í óvissu. Nú gildir ekki einungis að halda saman heldur halda sér saman eins- og Bjömstjeme Björnson sagði á sínum tíma þegar umræður um sjálfstæði Noregs vora á viðkvæmu stigi 1904 eða ’05. Það er hægt að tala um viðkvæm mál án þess tala af sér. 1 -I 1 ENGINN VAFI ER Á X X A «því margt fólk á íslandi telur það þrautalendingu að ganga í Evrópubandalagið, en gæti hugsað sér það til að losna við forsjá skatt- glaðra íslenzkra stjómmálamanna og forsjárhyggju þeirra; það væri margt í söíumar leggjandi til að þurfa ekki að hlíta leiðsögn þeirra. Þá væri betra að lúta Brassel. Ég hef aðminnstakosti oft heyrt þetta sagt og er það harla íhugunarvert og raunar sorglegt. Við eram að vísu ekki hnípin þjóð lengur. En við eram í vanda. 1 in ÞÁ KÆMI ÞAÐ SÍZT X A^i*af öllu á óvart, þegar fiskimiðin verða komin á hendur fárra útvaldra sem sleppa engu nema í fulla hnefana, þótt almenn- ingi yrði nákvæmlega sama hvort miðin yrðu gróttakvörn þeirra eða útlendinga. Og þá fyrst sættust menn á að EB-mönnum yrði leyft að nýta þessa friðhelgu auðlind. Það yrði eftir öðru fólk sætti sig fremur við útlent auðvald en innlent. Rang- læti kallar aldrei á réttlæti, heldur röng viðbrögð. Og meira ranglæti. Ábyrgð kvótamanna gæti því orðið meiri en þeir væra menn til að axia. „Réttlæti" þeirra gæti orðið af svipuðum toga og lýst er í ís- landsklukkunni. M. (meira næsta sunnudag.) HEIMURINN HEFUR staðið á öndinni und- anfarna sólarhringa vegna atburðanna við Persaflóa, sem leiddu að lokum til þess að fjölþjóða herliðið lét til skarar skríða gegn Saddam Hussein og írökum aðfaranótt fimmtudagsins að íslenskum tíma. Á fyrstu klukkustundun- um sýndi_ liðsaflinn yfirburði sína í lofti og þegar íslendingar vora að fara á fætur að morgni fimmtudagsins gátu þeir séð í sjónvarpi samtöl við flugmenn sem höfðu flogið yfir Bagdad og fögnuðu þeim árangri, sem þeir töldu sig hafa náð með öflugum vopnum sínum. Að morgni föstu- dagsins blöstu síðan við afleiðingar af flug- skeytaárás íraka á ísrael. Þannig á þetta ef til vill eftir að vera um nokkurra daga ef ekki vikna skeið. Þótt sótt hafi verið gegn írökum af miklum mætti fyrsta sólar- hring átakanna og mörg mikilvæg hernað- arskotmörk eyðilögð, ráða þeir enn yfir afli, sem þeir beita á meðan þeir hlýða ofríkismanninum Saddam Hussein. John Simpson, fréttamaður BBC, breska ríkisútvarpsins, sem var í Bagdad lýsti því eins og starfsbræður hans frá bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN, sem fyrir augu bar í írösku höfuðborginni þegar sprengj- urnar féllu. Þegar dagur rann eftir fyrstu árásamóttina sagði breski fréttamaðurinn að það væri undarlegt að sjá sprengjur eða flugskeyti lenda á byggingum í ná- grénni hótelsins, þar sem hann dvaldist, án þess að sjá flugvélarnar sjálfar eða heyra í þeim. Þarna vora ef til vill ekki neinar flugvélar á ferð heldur stýriflaug- ar, einskonar mannlausar. flugvélar, sem skotið er úr skipum og flugvélum á fyrir- fram ákveðin skotmörk. Nákvæmnin er mikil og skeytin rata eftir krákustígum á áfangastað. Unnt er miða þeim á hluta byggingar og senda fleiri en eitt nákvæm- lega á sama staðinn og þannig virðist mörgum stjómarbyggingum í Bagdad hafa verið eytt. Fréttamennirnir undraðust hve lengi þeir fengu að sinna störfum sínum í hjarta Bagdad og gátu verið í sambandi við umheiminn. Töldu þeir líklegt, að Hussein þætti það þjóna áróðursstöðu sinni að umheimurinn fengi að fylgjast með árás- unum á höfuðborgina. Kannski reiknaði hann með að sprengjur fjölþjóðaheraflans myndu binda enda á störf fréttamann- anna. Svo var ekki enda voru valin hernað- arleg skotmörk en ekki hótel eða íbúða- hverfi, eins og urðu fyrir árás íraka á Tel Aviv og Haifa í ísrael. Fyrir hinn almenna hlustanda eða áhorf- anda sem sat í vetrarmyrkrinu og snjókom- unni á íslandi var þetta allt harla óraun- verulegt en um leið staðfesting á þeirri gífurlegu tækni sem nú er fyrir hendi til að koma boðum á milli manna og upplýsa þá um, hvað er að gerast hvarvetna í heim- inum á sömu stundu og það gerist. Er sorglegt til þess að vita, að þessi upplýs- ingatækni öll skuli ekki hafa dugað til að koma Saddam Hussein í skilning um að hann ætti að draga herafla sinn á brott frá Kúveit, áður en frestur öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til þess rann út klukkan fimm að morgni síðastliðins mið- vikudags að íslenskum tíma. Það liðu um 19 klukkustundir frá því að frestur Sameinuðu þjóðanna rann út, þar til fyrstu sprengjurnar féllu á Bagdad. Löngum hafði verið sagt að bandamenn myndu gera fyrstu atlöguna að Hussein með stýriflaugum og flugvélum í skjóli myrkurs. Það gekk eftir og má segja, að fyrsta tækifæri til slíkrar árásar hafi verið notað, þar sem það var farið að birta af degi í Irak, þegar fresturinn rann út á miðvikudagsmorgun. John Major, forsæt- isráðherra Breta, sagði frá því á firrtmtu- dagsmorgun, að hann hefði síðdegis síðást- liðinn þriðjudag, eftir að breska þingið hafði með yfirgnæfandi meirihluta heimil- að ríkisstjórninni að beita hervaldi gegn írökum, gefíð fyrirmæli til hersins um að búast til árásar. REYKJAYÍKURBRÉF Laugardagur 19. janúar árásin á ír- Skýrar línur ösku hemaðar- mannvirkin hafði að markmiði að eyðileggja sem mest af hættulegustu vopnum þeirra sem fyrst. Hin markvissa valdbeiting var í samræmi við hiklausa stefnumörkun allt frá því að Saddam Hussein hóf stríðið við Persaflóa með því að ráðast inn í Kúveit 2. ágúst síðastliðinn. Með undraverðum hraða tókst þá að þjappa ríkjum heims saman til and- stöðu við hann. Þar höfðu Bandaríkjamenn forystu. Vakti sérstaka athygli, hve skammur tími leið frá innrás Husseins, þar til Edúard Shevardnadze, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, og James Baker, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, hittust á fundi í Sovétríkjunum og gáfu út yfirlýs- ingu um samstöðu sína. Þessi samstaða Bandaríkjamanna og Sovétmanna hefur haldist. Áð morgni fimmtudagsins sagði Mikhaíl Gorbatsjov, að Saddam Hussein væri ófriðarvaldurinn við Persaflóla og hann yrði að sjá að sér. Shevardnadze er horfinn úr háu emb- ætti sínu og telja sumir, að afsögn hans megi að hluta rekja til andstöðu Rauða 'hersins við hið nána samstarf við Randa- ríkjamenn á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna gegn Saddam Hussein. í því ljósi var yfirlýsing Gorbatsjovs á fimmtudagsmorg- uninn mikilvægari en ella; eftir hina hroða- legu atburði í Litháen um síðustu helgi er ljóst að Gorbatsjov á meira undir Rauða hernum og KGB en áður var talið. Frá því að Hussein hóf stríðið við Persa- flóa hefur Margaret Thatcher látið af völd- um sem forsætisráðherra Breta. Þegar þeir sögulegu atburðir gerðust, sögðu ýmsir að íhaldsflokkurinn gæti ekki tekið þá áhættu að skipta um leiðtoga í hættu- ástandi eins og ríkti við Persaflóann. Slíkar viðvaranir öftruðu ekki þingmönnum áð fara sínu fram. John Major tók við forystu flokks og þjóðar. Þeir sem fylgdust með honum skýra frá gangi mála við Persaflóa að morgni fimmtudagsins í beinni útsend- ingu af stéttinni fyrir framan forsætisráð- herrabústaðinn við Downing-stræti 10 í London gátu ekki efast um að hann tæki ákvarðanir sínar að vel ígrunduðu máli og legði sig fram um að rökstyðja þær á sann- færandi hátt. Hlýtur þessi framganga hans á örlagastundu að hafa vakið öryggiskennd meðal bresku þjóðarinnar. Mest hefur hvílt á George Bush, forseta Bandaríkjanna. Skömmu eftir áramótin tók David Frost, sjónvarpsmaðurinn kunni, langt viðtal við Bush og eiginkonu hans Barböru. Þeir sem sáu viðtalið gátu ekki efast um einlægan ásetning forsetans að hrekja Saddam Hussein með hernámslið sitt á brott frá Kúveit. Bush sagðist um jólin hafa lesið skýrsluna frá Amnesty International um voðaverk íraka í Kúveit eftir innrásina í landið. Sagðist hann hafa fyllst hryllingi við þann lestur og gæti enginn sem kynnti sér það, sem þar stæði, sætt sig við að írakar færa sínu fram í Kúveit. Hann sagðist hafa lánað konu sinni skýrsluna en hún hefði lagt hana frá sér eftir skamma stund, þar sem hún þyldi ekki slíkan óhugnað. Kaflar úr skýrslunni birtust hér í Morgunblaðinu fyrir rúmri viku og hafa viðbrögð margra lesenda vafalaust orðið svipuð og hjá Barböru Bush, þeir hafí einfaldlega ekki treyst sér til að lesa vitnisburð fólksins, sem ræddi við fulltrúa Amnesty Intemational. Ábyrgð Husseins BUSH - SAGÐIST hafa af því áhyggj- ur og kvíða að Saddam Hussein mæti ekki stöðu sína rétt. Hann væri svo lokaður í eigin heimi með hrædda já-menn allt í kringum sig, að hann gerði sér ekki grein fyrir því að hann- yrði beittur valdi, ef hann hyrfí ekki á brott frá Kúveit. Hann virtist ekki heldur átta sig á hve öflugir andstæðingar hans væru. Með því að hvika ekki axlaði Hussein ábyrgð á lífi og eignum 17-18 milljóna manna í írak og Kúveit. í Reykjavíkurbréfi á dögunum var vakið máls á því, hve einstaklingar gætu haft mikil áhrif á gang sögunnar. Hussein er Morgunblaðið/Ámi Sæberg í hópi þeirra manna, sem á eftir að vera minnst á spjöldum sögunnar sem harð- stjóra, er sveifst einskis til að auka áhrif sín og völd. Hann er með öllu óútreiknan- legur. Hann komst til valda á vegum flokks, sem vildi ekki hafa neitt með mú- hameðstrú að gera og Hussein var sjálfur yfírlýstur trúleysingi. Hann réðst inn í Kúveit til að sölsa undir sig olíulindir og lauðæfí landsins. Nú lætur hann birta af sér sjónvarpsmyndir, þar sem hann leggst til bæna að hætti múhameðstrúarmanna, ávarpar þjóð sína með trúarlegum slagorð- um, lætur setja bænaákall í þjóðfánann og gerir þannig í stuttu máli allt til að látast vera trúarlegur málsvari. Tíu dögum eftir innrásina í Kúveit sagðist hann hafa gert hana vegna umhyggju fyrir málstað Palestínumanna og í raun hefði það verið ísrael en ekki Kúveit sem hann hefði ráð- ist gegn. Furðulega margir á Vesturlönd- um hafa fallið fyrir þessari blekkingu ein- ræðisherrans. Líklega hefur honum einnig tekist að blekkja marga í arabaheiminum með tráarlegu tali sínu. Með því að ala á hatri í garð ísraela og kalla Bush djöful í mannsmynd höfðar Hussein til fram- stæðra hvata í von um stundarávinning, svo að hann geti farið sínu fram án tillits til annarra. Sir John Hackett, fyrram hershöfðingi í breska hernum, sagði í Morgunblaðsvið- tali sem birtist á miðvikudaginn: „Ég tel að Saddam Hussein og stöðu hans hafi ekki verið gefinn nógu mikill gaumur í þessari deilu. Saddam er óhemju metnað- argjarn maður. Hann er ekki óður heldur tekur þaulhugsaðar ákvarðanir og stefnir ótrauður að því að ná ráðum yfir öllum arabíska heiminum. Hann býst við að ná þvi takmarki sínu með þrennum hætti: Með því að tortíma ísrael; með því að hafa olíuframboð til Vesturlanda í greipum sér og með því að bjóða andstæðingum sínum á Vesturlöndum birginn og sigra þá. Við verðum að losna við Saddam Huss- ein. Annað skiptir ekki máli.“ SIR JOHN HACK- ett sagði að eigið fólk Husseins yrði að losa okkur við hann. Ef einræðis- herrann hverfur af vettvangi myndast tómarúm í þessum viðkvæma heimshluta Að fylla tómarúmið og það verður ekki síður erfitt að „vinna friðinn" en stríð við Hussein. Samþykktir Sameinuðu þjóðanna, sem liggja til grund- vallar aðgerðum fjölþjóðahersins gegn írökum, snúast um að hernáminu verði aflétt í Kúveit. Þær veita ekki umboð til að gera út _af við Hussein eða kollvarpa stjórninni í írak. Þess vegna hafa aðgerð- ir fjölþjóðahersins ekki að markmiði að ná Hussein. Hann á að hljóta sinn dóm hjá íbúum íraks sem hann hefur kúgað eða settur verður yfir honum alþjóðadóm- stóll vegna sakfellingar í ætt við þær, sem bornar voru fram í Núrnberg eftir síðari heimsstyijöldina. Sálrænn hernaður sem hefur verið að- dragandi stríðsins kann að hafa byggst á því, að meira hafi verið gert úr herstyrk Iraka en efni stóðu til. Þjónaði það annars vegar þeim tilgangi að rökstyðja nauðsyn þess gífurlega herafla, sem nú er stefnt gegn írökum, og hins vegar að árangur fjölþjóðahersins þykir því glæsilegri þeim mun aflminni sem viðbrögð íraka eru. Árásin á ísrael, þrátt fyrir loftárásirnar á skotpalla Scud-flugskeytanna, sýnir þó að alls er að vænta frá írökum. Skapist tómarúm í írak eftir styijöldina eiga nágrannar í íran, Sýrlandi og Tyrk- landi vafalaust eftir að seilast til áhrifa í landinu eða reyna að skipta því á milli sín. Sovétríkin era ekki heldur langt undan og þar fylgjast menn með átökunum með nágrannahagsmuni í huga. Með þetta í huga er ástæða til að fylgjast með öllum vísbendingum um, hvað komi í staðinn fyrir Saddam Hussein og ógnarstjórn hans í írak, eftir að stríðinu lýkur, sem allir vona að verði sem fyrst. Tómarúm í Sovétríkjun- um? Á SAMA TÍMA OG tekist er á við Huss- ein velta menn því fyrir sér, hvort tómarúm sé að skapast í æðstu stjórn Sovétríkjanna, hvort valdbeitingin í Eystrasaltslöndunum sé til marks um að Gorbatsjov sé ekki lengur sjálfs sín herra eða hann sé orðinn svo hræddur um völd sín að hann gerist málsvari hersins án til- lits til óhæfuverkanna sem hann vinnur. Morgunblaðið líkti atburðunum í Vilnius við það sem gerðist á Torgi hins himneska friðar í Peking í júní 1989, þegar kínversk stjórnvöld sendu skridreka gegn friðsöm- um námsmönnum, sem kröfðust lýðræðis. Verknaðurinn er sambærilegur. Staða Litháa er hins vegar önnur en námsmann- anna að því leyti, að þeir eru sjálfstæð þjóð. Með ofbeldisverkum Rauða hersins þar er ekki aðeins ráðist gegn saklausum almenningi heldur einnig leitast við að bijóta sjálfstæðishreyfingu Litháa og ann- arra lýðvelda á bak aftur. Námsmennirnir í Kína höfðu ekki öfluga málsvara heima fyrir, sem risu þeim til varnar. Gorbatsjov og félagar standa hins vegar frammi fyrir öflugri andstöðu forystumanna í einstök- um lýðveldum og þar er Boris Jeltsín, for- seti Rússlands, fremstur í flokki. Hann efndi í byijun vikunnar til fundar með forystumönnum í Eystrasaltslöndunum, boðaði að rússneska Iýðveldið myndi veij- ast ofbeldi af því tagi sem sýnt var í Lithá- en og gaf rússneskum hermönnum í Rauða hernum fyrirmæli um að taka ekki þátt í slíkum ofbeldisaðgerðum. Þessi andstaða við Gorbatsjov innan Sovétríkjanna sjálfra vegur mun þyngra en viðbrögð á Vesturlöndum, enda snerist sovéski forsetinn af mikilli hörku gegn Jeltsín á þinginu í Moskvu og taldi hann genginn af göflunum. Áður fyrr voru full- trúar KGB snarlega sendir og látnirhanda- taka menn, sem sovéskir leiðtogar töldu geðveika vegna andstöðu þeirra við sov- éska ríkið. Jeltsín hefur áður sætt árásum frá Kremlveijum og staðið þær af sér. í skjófi átakanna við Persaflóa era sögu- legir atburðir að gerast í Sovétríkjunum. Allir sem það vildu sjá hefðu átt að geta dregið þá ályktun af þróuninni í deilunni við Saddam Hussein, að hernaðarátök við hann væru óhjákvæmileg, ef hann færi ekki frá Kúveit. Annað var óskhyggja og hún er hættulegasta villuljósið við mat á ógnvekjandi atburðum. Eins eiga allir sem vilja að geta séð, að einhvers konar upp- gjör á æðstu stöðum í Sovétríkjunum, þar sem sjálfstæðismál einstakra lýðvelda koma við sögu, er óhjákvæmilegt. Raunar er uppgjörið hafið og Gorbatsjov hefur greinilega veðjað á herinn og KGB en lýð- veldis- og sjálfstæðissinnar vilja veikja herinn og KGB með því að gera tilkall til liðsmanna þessara mestu valdastofnana Sovétríkjanna. Hinn almenni sovéski borg- ari hefur um langt skeið óttast að borgara- styijöld væri óumflýjanleg. Er hún kannski á næsta leiti? „Árásin á írösku hernaðarmann- virkin hafði að markmiði að eyði- leggja sem mest af hættulegustu vopnum þeirra sem fyrst. Hin markvissa vald- beiting var í sam- ræmi við hiklausa stefnumörkun allt frá því að Saddam Hussein hóf stríðið við Persa- flóa með því að ráðast inn í Kúv- eit 2. ágúst síðast- liðinn. Með undra- verðum hraða tókst þá að þjappa ríkjum heims saman til and- stöðu við hann.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.