Morgunblaðið - 20.01.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.01.1991, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C 16. tbl. 79. árg. STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 20. JANUAR 1991 PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS Israelskir raðherrar boða að eldflaugaárása Iraka verði hefnt: Arabaríki talin sætta sig við árásir ísraela Fjölþjóðaherinn leggur megináherslu áað finna og eyða eldflaugaskotpöllum Iraka - Sýrlendingar segja Iraka reyna að bjarga sér fyrir horn með því að draga ísrael inn í stríðið Nikosíu, Jerúsalem, Washington, Damaskus. Reuter. MIKIL spenna var í ísrael í gær, laugardag, eftir að Irak- ar höfðu gert eldflaugaárásir á landið í annað sinn. Þrem- ur íröskum eldflaugum af gerðinni Scud var skotið á Tel Aviv frá vesturhluta íraks í gærmorgun. Sextán manns særðust. ísraelskir ráðherrar sögðu að það væri aðeins spurning um tíma hvenær ísraelar hefndu fyrir árásirnar. Leiðtogar arabaríkja, sem gengið hafa til liðs við fjölþjóða- herinn við Persaflóa, gáfu í skyn að írökum tækist ekki að rjúfa samstöðu ríkjanna, sem hafa sameinast gegn írök- um í deilunni um Kúveit, þótt ísraelar gerðu hefndarárás- ir á írak. Ehud Olmert, heilbrigðisráðherra ísraels, kvaðst telja að ráðherrar ísraelsstjórnar væru þeirrar skoð- unar að það væri „næstum óhjá- kvæmilegt" að svara árásum íraka. Talsmaður Yitzhaks Shamirs for- ísraelsk kona í Jerúsalem, Rina Hollander, kyssir gasgrímuna sem fimm ára gömul dóttir henn- ar, Alexandra, hefur um höfuðið. Loftvarnaflautur kváðu enn við í ísrael í gærmorgun en þá var þrem íröskum Scud-eldflaugum skotið á Tel Aviv. Flaugarnar báru enn sem fyrr hefðbundnar sprengjuhleðslur en margir ótt- ast enn að til efnavopnaárása geti komið. Reuter Bandaríska utanríkisráðuneytið: Sovéskir ríkisfjölmiðlar sagð- ir afskræma málstað Litháa sætisráðherra, Avi Pazner, lét þau orð falla að stjórnin ætti aðeins eftir að ákveða „hvar, hvenær og hvernig" það yrði gert. Málgagn stjórnarflokksins í Sýr- landi, al-Baath, sagði að írakar Hernaðarmáttur ísraels Allt útlit er fyrir oð Israelar láti nú til sín tpka gegn Irökum. Fastaher: 141.000 Varalið: 504.000 Stórskotalið: 2.790 Skriðdrekarr 4.288 Flugvélar: 953 Árásarþyrlur: 75 Skotpallar: 112 Skip: 126 Brynvagnar: 10.300 Kafbátar: 3 væru að reyna að bjarga sér fyrir horn með árásunum á Israel. „Eftir að hafa leitt stríð yfir írösku þjóð- ina reyna nú valdhafarnir í Bagdad að breiða það út til allra ríkjanna á svæðinu. Hvernig má vera að leið- togi skuli koma af stað stríði án þess að ráðfæra sig við aðra og biðja svo araba að kasta sér í eldinn í nafni bræðralags?" spurði blaðið. Egypski sendiherrann í Banda- ríkjunum, Abdel el-Reedy, áréttaði að afstaða Egypta hefði ekki breyst, þeir yrðu áfram í bandalaginu gegn Irökum. Leiðtogar Vesturlanda for- dæmdu eldflaugaárásina í gær. Þeir hvöttu þó enn Israela til að grípa ekki til hefndaraðgerða nema allt annað brygðist. Fjölþjóðaherinn við Persaflóa lagði. í gær megináherslu á að tortíma hreyfanlegum eldflauga- skotpöllum sem Irakar gætu notað til árása á ísrael. Haft var eftir heimildarmönnum í bandaríska varnarmálaráðuneytinu að loftárás- um yrði haldið áfram á skotmörk í írak, einkum -á Lýðveldisvörðinn, úivalssveitir Iraka, fram í næsta mánuð og síðan yrði landherinn látinn sækja fram. Bandarískar hersveitir réðust í gær á olíuborpalla í Kúveit, sem íraskir hermenn notuðu til að skjóta á herþotur fjölþjóðahersins, og tóku níu stríðsfanga. Irakar hafa skýrt frá því að þeir hafi tekið höndum nokkra bandaríska flugmenn en það hefur ekki verið staðfest. Sjá fréttir og umfjöllun um stríðið fyrir botni Persaflóa á bls. 2, 4 og 16-19. Washington, Moskvu. Reuter. TALSMAÐUR bandaríska utanríkisráðuneytisins sakar sovésk stjórnvöld um að auka á spennuna í Eystrasaltsríkjunum með ein- hliða fréttaflutningi og lygum. Jafnframt sagði hann það jákvætt að Æðsta ráðið hefði vísað á bug þeirri hugmynd Míkhaíls Gor- batsjovs forseta að fella úr gildi Adam Shub, talsmaður utanrík- isráðuneytisins, sagði að stuðning- ur Bandaríkjamanna við umbætur Gorbatsjovs byggðist á þeim skiln- ingi stjórnar sinnar að virðing fyr- ir mannréttindum væri meðal „grundvallaratriða stefnunnar". Shub nefndi tvö dæmi um „ósanngjarnar og einhliða ásakan- ir“ sem komið hefðu fram í ríkis- íjölmiðlunum. Litháar, sem gætt lög um prentfrelsi. hefðu sjónvarpsturnsins í Vilnius, hefðu verið sakaðir um að hafa skotið að fyrra bragði á hermenn sem réðust á turninn og myrtu nokkra óbreytta borgara. Shub sagði einnig að ekkert væri hæft í ásökunum ríkisfjölmiðla er segðu ríkisstjórn Litháens hafa í hyggju að láta myrða úr launsátri leiðtoga Rauða hersins auk embættis- manna ÁToskvustjórnarinnar og^ láta íbúa Litháens sæta ógnar- stjórn. í fréttum frá Moskvu segir að baráttan um völdin í Kreml virðist vera að ná hámarki með sigri harðlínumanna úr her og kommúnistaflokknum. Réðust þeir harkalega að Borís Jeltsín, forseta Rússlands, á föstudag og sögðu hann vera „fjandmann föðurlands- ins“ og bandamann „nýfasískra afla“. Var það haft eftir talsmanni Jeltsíns að hann byggist við „stór- sókn afturhaldsaflanna . . . við væntum einskis góðs frá Gor- batsjov". Utanríkisráðherra fund- ar með forseta Litháens Vilnius. Fra Petri Gunnarssym, blaðanianni Morgunblaðsins. JÓN Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra Islands, mun á fundi sínum með Vytautas Lands- bergis, forseta Litháens, ræða hvort formleg viðurkenning Is- lendinga á lýðræði Eystrasalts- ríkjanna muni koma að gagni í baráttunni við sovésk yfirvöld. Utanríkisráðherra kom undir há- degi á laugardag til Vilnius. A leið,- inni var ekið framhjá sjónvarpsstöð- inni í borginni sem sovéskir hermenn tóku hinn 13.janúar. Hermennstóðu vörð um stöðina og andspænis þeim stóð fjöldi fólks með fána Eystra- saltsríkjanná og merki Samstöðu í Póllandi. Fólkið hefur lagt blóm á götur og sundurskotnir bílar bera átökunum sem þarna áttu sér stað vifni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.