Morgunblaðið - 20.01.1991, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 20.01.1991, Qupperneq 16
16 MORGUN'BLAÐIÐ SUNfrlÍÖAGUR 26Í JANÍJAR 1991 Hvemig Saddam verður sigraður Hvaðtekur við eftir Persa- flóastríðið? eftir Guðmund Halldórsson STRÍÐIÐ við Persaflóa er í röð meiriháttar hernaðarátaka. Bandaríski liðsaflinn við Persa- flóa var skipaður 425.000 mönn- um þegar stríðið hófst og líklegt var að hann yrði skipaður 440.000 mönnum að nokkrum dögum liðnum. Arabaríki og aðr- ir bandamenn tefldu fram 265.000 mönnum. í Víetnam voru 600.000 bandarískir her- menn þegar stríðið þar stóð sem hæst. egar Kínverjar hófu sókn í Kóreu í apríl 1951, 10 mánuðum eftir að stríðið þar brauzt út, áttu 420.000 hermenn Sameinuðu þjóð- anna í höggi við 700.000 hermenn kommúnista. Mikinn hluta tímabilsins nóvember 1951 til júlí 1953 voru 16 herfylki Bandamanna til varnar á 130 mílna yíglínu, sem lá þvert yfir Kóreu- skaga. Við Persaflóa eru um 10 herfylki Bandamanna á um 200 mílna víglínu. Margt er sameiginlegt með um- fangsmiklum hernaðaraðgerðum Bandaríkjamanna við Persaflóa og tveimur víðtækustu styijöldum Bandaríkjamanna frá lokum síðari heimsstyijaldarinnar, í Kóreu og Víetnam, en á þeim er mikilvægur munur efns og fram kemur í grein í Financial Times eftir Robert O’Neill, prófessor í stríðssögu við háskólann í Oxford, sem hér er einkum stuðzt við: í fyrsta lagi eiga Bandamenn ekki í höggi við óvinaríki, sem nýt- ur stuðnings stórveldis er liggur að því og þarf ekki að óttast árás. í öðru iagi er tiltæk skotgeta beggja aðila miklu öflugri og ná- kvæmari en í Kóreu og Víetnam og landhersveitir verða nánast ber- skjaldaðar á stórum hluta vígstöðv- anna þegar þær ráðast til atlögu að loftárásum loknum. I þriðja lagi eru vígstöðvarnar á miðbiki einhvers mesta olíusvæðis heims. í fjórða lagi: þótt Víetnam hafi verið kallað sjónvarpsstríð munu átökin hafa meiri áhrif á almenningsálitið í heiminum en dæmi eru um vegna nýrrar gervi- hnattatækni, fagmannlegri vinnu- bragða blaðamanna og aukinnar útbreiðslu sjónvarps í heiminum. Fyrri reynsla Áður en stríðsaðgerðirnar hófust bentu báðir stríðsaðilar á sögulegar hliðstæður til þess að styðja mál- stað sinn. George Bush forseti og James Baker utanríkisráðherra bentu á reynsluna frá árunum fyrir síðari heimsstyrjöldina til þess að sýna að tilraunir til að kaupa frið við Saddam Hussein forseta mundu einungis hafa í för með sér auknar þjáningar og hörmungar síðar. „Saddam reynir að draga okkur aftur til fjórða áratugarins og við vitum hvað það táknar,“ sagði Saddam Hussein Baker í ræðu. Bush var hins vegar gagnrýndur þegar hann gerði sam- anburð á Saddam og Hitler í nóv- ember og varð að draga í land. Flestir virtust telja hann ganga of langt. Saddam Hussein benti á reynslu Bandaríkjamanna í Víetnam, en afleiðingar Súez-deilunnar 1956 og styijöld Araba og ísraelsmanna 1973 virtust einnig vera honum ofarlega í huga. Tæpri viku fyrir innrásina í Kúveit benti hann á þann lærdóm, sem hann taldi að mætti draga af Víetnamstríðinu. „Þið Bandaríkjamenn," sagði hann á síðasta fundi sínum með banda- ríska sendiherranum í Bagdad, April Glaspie, „getið ekki sætt ykk- ur við að missa 10.000 menn fallna í einni orrustu.“ Sumir sérfræðingar töldu að Saddam hefði ákveðið að beijast til að „vinna friðinn“, þótt hann mundi tapa stríðinu. Á það var bent að Nasser Egyptalandsforseta hefði tekizt þetta í Súez-deilunni 1956. ísraelsmenn gersigruðu egypzka heraflann, en Bretar og Frakkar lentu í alvarlegri klípu og Nasser varð leiðtogi Arabaheims- ins. Sadat og Súez Eftirmaður Nassers, Anwar Sad- at, beið ósigur fyrir Israelsmönnum 1973, þótt vel gengi í fyrstu, en sú goðsögn að Israelsmenn væru ósigrandi varð að engu'. Egyptar töldu sig hafa unnið mikinn sigur og Arabar endurheimtu stolt sitt eftir ósigurinn í sex daga stríðinu 1967. Sadat samdi frið við ísraels- menn og náði aftur Sinai-skaga. Brezkur sagnfræðingur, Andrew Roberts, telur stöðu Bush nú að mörgu leyti hliðstæða stöðu Sir Anthonys Edens, forsætisráðherra Breta 1956. Báðir hafi tilheyrt gamalli valdastétt, orðið sérfróðir í utanríkismálum og viljað sýna karlmennsku sína. Báðir hafí getið sér gott orð í stríði og fengið alvar- legt alþjóðamál til meðferðar um 18 mánuðum eftir að þeir tóku við af frægum fyrirrennurum: Church- ill og Reagan. Báðir líktu óvinum sínum við Hitler, en fylgdu friðkaupastefnu að vissu marki áður en í odda skarst. „Eden missti kjarkinn, beygði sig fyrir almenningsálitinu í heiminum, átti í útistöðum við vinstrisinnaða stjórnarandstæð- inga og bugaðist að lokum,“ sagði Roberts í Wall Street Journal. „Bush er í þeirri ákjósanlegu að- stöðu. að geta lært af þessum fyrri mistökum Breta.“ Annað dæmi frá 1956 er talið hliðstætt. Þegar Súez-deilan stóð sem hæst sendu Rússar skriðdreka inn í Ungverjaland til þess að bijóta sjálfstæða umbótahreyfingu á bak aftur. Að margra dómi eru svipað- ir atburðir að gerast nú í Eystra- saltslýðveldum Sovétríkjanna. Sumir sagnfræðingar fata enn lengra aftur til að leita að hlið- stæðu, allt til 1914. Þá áttu tíma- áætlanir herforingjaráða þátt í því að heimsstyijöld brautzt út. Nú varð Bush að láta til skarar skríða áður en hitatími hefst í marz. Framferði Þjóðveija gagnvart Belgum 1914 þykir minna á innrás Saddams í Kúveit. Stutt stríð Stríðið við Persaflóa verður stutt miðað við styijaldirnar í Kóreu og Víetnam. Saddam á engan voldug- an bandamann, sem bíður þess að bjarga honum eins og Kínverjar björguðu Kim II Sung 1950-1951. Saddam getur ekki einu sinni treyst á stuðning vinveittra ríkja í sambandi við aðdrætti, viðhald, vopn og vistir. Hann er einangrað- ur og umkringdur óvinum. Jórd- aníumenn standa með honum, en þeir mega sín lítils og þeim er ógn- að af Israelsmönnum, sem hafa sloppið við efnavopnaárás, en eftir á að koma í ljós hvernig þeir bregð- ast við eldflaugaárás Iraka. Ósennilegt er að Iranar setji strik i reikninginn. í fyrsta skipti síðan 1945 virðist Bandaríkjamönnum hafa tekizt að einangra hættulegan óvin — stjórnmálalega, efnahags- lega og hemaðarlega. írakar kunna að geta veitt við- nám í nokkrar vikur að sögn O’Neills. Ef her þeirra væri jafn- góður og þýzki herinn 1944 gætu þeir dregið stríðið á langinn með nokkrum blóðugum orrustum, hörf- að og komið sér fyrir í nýjum varn- arstöðvum. En eftir frammistöðu þeirra í stríðinu við írana að dæma standa þeir Þjóðveijum langt að baki. Þótt hernaðaraðgerðirnar á landi muni líklega aðeins taka nokkrar vikur er ekki þar með sagt að Bandaríkjamenn og bandamenn geti farið heim við svo búið. Veija verður Kúveit og reisa írak úr rústum og það getur dregizt á lang- inn. Verið getur að stuðningsmenn Saddams reyni að halda uppi við- varandi hryðjuverkaherferð gegn vestrænum ríkjum. Bandaríkja- menn og bandamenn þeirra munu hins vegar ekki þurfa að fóma mannslífum í langvarandi og víðtækum hernaðaraðgerðum, sem engu virðást breyta, eins og í Kóreu og Víetnam. Þótt stríðið við Persaflóa muni standa skemur en styijaldirnar í Kóreu og Víetnam er meiri hernað- armætti beitt nú en þá. Kóreustríð- ið kom Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra í opna skjöldu og þeir gátu ekki beitt flug- vélamætti sínum fyrir alvöro fyrr en um mitt ár 1951. íhlutunin í Víetnam var aukin stig af stigi og þéttur fromskógur vemdaði hern- aðaraðgerðir og flutninga óvinar- ins. Blóðugustu átökin Lengi hefur verið vitað um helztu skotmörk þess öfluga herliðs, sem dregið hefur verið saman við Persa- flóa. Fyrsta lota stríðsins, hinar kröftugu loftárásir, stendur enn yfir og .áhrifin eru gífurleg, þótt eyðileggingin sé ef til vill ekki eins mikil og ýmsir höfðu búizt við. Mannfail Bandamanna er lítið. Þó mun reynast nauðsynlegt að beita landherliði til að þrengja að írökum og yfirbuga þá, nema Sadd- am gefist upp. Enn er ekki ljóst hvernig Irakar eru á sig komnir. Baráttuvilji þeirra kann að vera í molum eftir hinar hörðu loftárásir, en þeir sýndu seiglu þegar þeir vörðust írönum í stríðinu 1980- 1988 og það bendir til þess að margir þeirra muni berjast þegar landherlið Bandamanna ræðst til atlögu. Síðan munu Bandamenn standa berskjaldaðir þegar þeir sækja fram gegn nákvæmum vopn- um, sem írösku varnarhermennirnir hafa grafið niður. Barizt verður í návígi og það verður líklega blóð- ugasta stig átakanna. í Kóreu vörðust óvinirnir á víglínu. sem lá þvert yfir skagann. Við Persaflóa hefur Saddam ekki getað lokað öllum landamærunum að Saudi-Arabíu, sem eru 600 mílna löng. Hann hefur hreiðrað um sig í varnarlínu, sem nær um 200 mílur inn í land. Síðan þynnist hún til muna. Yzti hluti fylkingar- vængs hans stendur því opinn og fyrir hendi er möguleiki á hreyfan- legum hernaði, gagnstætt því sem uppi varð á teningnum í Kóreu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.