Morgunblaðið - 20.01.1991, Side 27

Morgunblaðið - 20.01.1991, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1991 MwmamftwwwTa ....... 27 -U í A f í IT/T/ i AUGLYSINGAR Eimskip - Óseyrarsvæði Starfskraftur óskast til starfa við ræstingar o.fl. Vinnutími frá 08.00-16.00. Upplýsingar gefnar á staðnum. Afgreiðsla Eimskips, Hafnarfirði. Sunnuhlíð Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi Kópavogsbraut 1, s. 604100 Hjúkrunarforstjóri Laus er til umsóknar staða hjúkrunarfor- stjóra við Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldr- aðra í Kópavogi. Starfið veitist frá 1. apríl nk. Umsóknarfrestur er til 18. febrúar. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 604100. Uppgjör/eftirlit - „mini-bar“ Hótel í borginni vill ráða starfskraft til að sjá um „mini-bari“, sem staðsettir eru á hótelher- bergjum. Tölvuunnið. Dagvinna. 70% starf. Leitað er að reglusömum, liprum og tölu- glöggum starfskrafti ekki yngri en 25 ára. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til 25. jan. nk. (rnÐNT ÍÓNSSON RÁÐCJÖF &RÁÐN1NCARNÓNUSTA TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22 Heilsugæslustöðin Sólvangi Hjúkrunarfræðingar - meinatæknar athugið! Óskum að ráða hjúkrunarfræðing við heilsu- gæsluhjúkrun og yfirmeinatækni nú þegar eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur Kristín Pálsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 652600. Leikskólinn Fagrabrekka, Seltjarnarnesi, óskar eftir að ráða: 1. Fóstru í fullt starf. 2. Starfsmann í afleysingar. Hálft starf, fyrir hádegi. 3. Uppeldismenntaðan starfskraft í stuðn- ing. Hálft starf, eftir hádegi. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 611375. „Au pair“ stelpa eða strákur, óskast á heimili í ná- grenni Kölnar til að gæta þriggja barna (3ja, 4ra og 6 ára). Verður að vera 19 ára eða eldri, hafa bílpróf og má ekki reykja. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Upplýsingar gefur Berglind í síma 9049- 2205-83703. Sölumaður - tölvur Ört vaxandi tölvufyrirtæki óskar eftir starfs- manni með þekkingu á tölvuvélbúnaði. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 25. þessa mánaðar merktar: „T - 8814“. Framkvæmdastjóri Traust og gott framleiðslufyrirtæki á sviði tréiðnaðar og byggingavöru á höfuðborgar svæðinu óskar eftir að ráða framkvæmda- stjóra sem fyrst. Fyrirtækið hefur trausta markaðsstöðu og er leiðandi á sínu sviði. Framkvæmdastjórinn skal annast fjármála- stjórn o'g daglegan rekstur ásamt sölustjóra og framleiðslustjóra. Umsækjendur skulu hafa háskólapróf á sviði viðskiptafræði, hagfræði eða sambærilega menntun og reynslu af stjórnunarstörfum. simsHúmmt % ) Nóatúni 17 105 Reykjavik Sími: 621315 Atvinnumiölun * Firmasala » Rekstrarráðgjöf Sunnuhlíð Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi Kópavogsbraut 1, s. 604100 Hjúkrunarfræðingar Lausar stöður, nætur- og kvöldvaktir. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 604163 kl. 12.00-13.00 alla virka daga. Hjúkrunarforstjóri. Matreiðslumeistari óskast á veitingastað norður í landi Viðkomandi kemurtil með að hafa mjögfrjáls- ar hendur á sínu sviði og þarf því að vera sjálf- stæður, metnaðarfullur og framtakssamur. Veitingastaðurinn hefur tvö nemaleyfi. Með allar umsóknir verður farið með sem trúnaðarmál. Umsóknum skal skila til auglýsingadeildar Morgunblaðsins fyrir 25. janúar 1991 merkt- um: „Öruggur rekstur - 12590“. „Au pair“ - starf óskast 18 ára gömul stúlka frá Nýja-Sjálandi óskar eftir starfi á höfuðborgarsvæðinu sem „au pair“-stúlka. Upplýsingar í síma 24216 kvölds og morgna. Afgreiðsla og umsjón Óskum eftir að ráða afgreiðslumanneskju í viðgerðarþjónustu okkar. Hér er um heils- dagsstarf að ræða. Eingöngu reglusamt og ábyggilegt fólk kemur til greina. Æskilegur aldur 25-40 ár. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Morg- unblaðsins merktar: „Reglusemi I.G. - 2239“ fyrir föstudaginn 25. janúar 1991. I. Guðmundsson & Co. hf., Þverholti 18, 105 Reykjavík. Skýrsjutæknifélag íslands óskar eftir starfsmanni f fullt starf til að sjá um skrifstofu félagsins. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og hafa góða þekkingu á PageMaker, WordPerfect og Ráð viðskipta- hugbúnaði. Starfið felst í umsjón með bók- haldi og innheimtu, undirbúningi ráðstefna og funda og útgáfu tímarits félagsins. Þekk- ing á ensku og Norðurlandamáli æskileg. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Skýrslutæknifélagi íslands, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík, fyrir 26. janúar. Engar upplýsingar gefnar í síma. Almenn skrifstofustörf Nákvæmur og ábyggilegur starfskraftur ósk- ast á skrifstofu verslunarfyrirtækis í austur- hluta Reykjavíkur í heilsdagsstarf. Nauðsyn- leg er vélritunarkunnátta, þekking á bók- haldi, tungumálakunnátta o.s.frv. Starfið er frekar fjölbreytt og þokkalega launað. Þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Umsækjendur sendi nafn sitt með almennum upplýsingum og meðmælum til auglýsinga- deildar Mbl. merkt: „Góður starfsandi - 12058“. Endurskoðun Sig.Stefánsson hf. Skrifstofustjóri Við leitum að skrifstofustjóra fyrir einn af umbjóðendum okkar. Æskilegt er að viðkom- andi sé viðskiptafræðingur eða með hlið- stæða menntun. Starfsreynsla er ekki skil- yrði. Viðkomandi hefði yfirumsjón með bók- haldi og skrifstofuhaldi og væri staðgengill framkvæmdastjóra. Umbjóðandi okkar rekur útgerð og fiskvinnslu og er með skrifstofu á höfuðborgarsvæðinu. Umsækjendur skili umsóknum á auglýsinga- deild Mbl. fyrir 31. janúar merktum: „ESS - 01"; Viðski ptaf ræði ng u r - hagdeild Stórt deildaskipt þjónustufyrirtæki vill ráða viðskiptafræðing/hagfræðing til starfa m.a. við áætlana- og skýrslugerð og „statistics". Einhver starfsreynsla er nauðsynleg. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til 25. jan. GuðniTónsson RAÐCJÖF &RAÐNlNCARhJONUSTA TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 nmnarMnn !

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.