Morgunblaðið - 20.01.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.01.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR i20. JANUAR 1991, 19 Þrjar Scud-flaugar hæfa Tel Aviv á hvíldardegi gyðinga Tel Aviv, Nikósíu. Reuter. ÍRAKAR skutu þremur Scud-eldflaugum á Tel Aviv í ísrael í gærmorgun á hvíldardegi gyðinga, en nóttina áður komu1 átta flaugar af þessu tagi niður í íbúðahverfum Haifa og Tel Aviv. Bandaríkjastjórn hefur lagt hárt að ísraelum að hefna ekki árása frá írak en láta heldur fjölþjóðlega hern- um á Persaflóasvæðinu það eftir. Ehud Olmert heilbrigðis- málaráðherra ísraels sagði hins vegar eftir seinni árásina í gærmorgun að hefndaraðgerðir af hálfu Israela sjálfra væru óumflýjanlegar. Sextán manns særðust í eldflauga- árásinni í gærmorgun og voru fluttir á sjúkrahús en ljórír þeirra fengu að fara heim eftir að gert hafði ver- ið að sárum þeirra. „Meiðsli allra 16 voru lítilvæg," sagði yfirlæknir Ic- hiloy-sjúkrahússins. Loftvarnarflautur voru þeyttar kiukkan 7.20 að staðartíma, klukkan 5.20 að íslenskum tíma, og útvarpið varaði samstundis við eiturvopnaár- ás. Nokkrum mínútum síðar skullu eldflaugarnar til jarðar en skömmu eftir árásina var tilkynnt að í flaug- unum hefðu verið venjulegar sprengihleðslur en ekki eiturefna sprengjur og hættuástandi aflétt. Samkvæmt upplýsingum banda- ríska vamarmálaráðuneytisins var flaugunum skotið frá vesturhluta Bruni olíulinda í Kúveit gæti dregið úr monsúnregni T iin/l/iniim Hoilir Tnin/rnnnli Lundúnum. Daily Telegraph. BRYNNU allar olíulindir í Kúveit I yrðu afleiðingarnar í versta til- felli þær að reykur gæti dregið | úr regni í Suðaustur-Asíu, þar sem meira en milljarður manna treyst- ir á sumar-monsúnregn, og óson- lagið gæti þynnst tímabundið yfir norðurhveli jarðar. Þetta kemur fram í skýrslu Bresku veðurfræði- stofnunarinnar sem gerð var að beiðni bresku ríkisstjórnarinnar. Spáin var gerð með aðstoð tölvu- líkans en niðurstöðunum var hald- ið leyndum þar til eftir að átökin við Persaflóa brutust út. Breska umhverfisráðuneytið fól stofnuninni að segja fyrir um hvað gerðist ef olía, sem samsvaraði 80 milljónum tonna ársframleiðslu Kú- veita, brynni á einu ári. Niðurstaðan varð sú að tvær milljónir tonna af brennisteinsoxíði, 500 þúsund tonn af nituroxíði og 60 milljónir tonna af kolefni og koltvísýringi færu út í andrúmsloftið. Sex hundraðshlutar olíunnar myndu breytast í fimm millj- ónir tonna af reyk. Á þessum for- sendum spáði stofnunin eftirfarandi áhrifum: Svartur reykur frá eldstrók- unum gæti dregið úr dagsbirtu og hitastigi yfir daginn í nágrenni Kú- veits. Ef reykurinn yrði nægilega þéttur og næði upp í efri hluta gufu- hvolfsins, gæti bruninn haft áhrif á Iandsvæðum í mikilli fjarlægð frá Kúveit. Áhrif á hitastig andrúmslofts alls heimsins yrðu að öllum líkindum óveruleg en reykský sem færu undan vindi myndu skyggja á sólu og draga þannig verulega úr hitastigi við yfír- borð jarðar, sem aftur gæti dregið úr monsún-regni yfir landsvæðum í Suðaustur-Asíu. Ef reykurinn næði til ósonlagsins gætu agnir og nit- uroxíð valdið þynningu lagsins yfir norðurhveli jarðar. Samt sem áður myndu áhrifin við yfirborðið ekki verða langvarandi. Súrt regn vegna brennisteins- og niturefnasambanda yrði talsvert yfir Kúveit en myndi sennilega ekki hafa alvarlegar langtímaafleiðingar á stóru svæði. Nálægt Kúveit og á þeim svæðum sem reykur færi yfir undan vindi yrði þéttleiki neðstu.hluta ósonlags- ins sambærilegur við reyk- og út- blástursmengun (,,smog“) í borgum á borð við Los Angeles. Koltvísýring- ur sem færi út í andrúmsloftið hefði óveruleg áhrif til hækkunar hitastigs á jörðinni. Veðurfræðistofnunin sagði að í spánni væru margir óvissu- þættir sem stöfuðu af lítilli þekkingu á mörgum þáttum, allt frá einkenn- um reyksins til efnahvarfa, sem gætu átt sér stað, og veðurskilyrða þegar bruninn yrði. Talsmaður breska umhverfisráðu- neytisins sagði að morisúhfegn'hefði áður brugðist og lönd eins og Indland hefðu þróað aðferðir til að bregðast við því. íraks. Hefðu þær farið um jórdanska lofthelgi eins og í fyrri árásinni. ír- aska útvarpið sagði að 11 flaugum hefði verið skotið en það hefur hvorki verið staðfest af hálfu yfirmanna fjölþjóðahersins né liggur fyrir hvar þær kynnu að hafa komið niður. Ein flauganna kom niður á járn- bent steinsteypuskýli og skildi eftir sig 2,5 metra djúpan og sjö metra breiðan gíg. Onnur kom niður skammt frá byggingum varnarmála- ráðuneytisins í miðborginni. Þykir mildi að flaugarnar komu niður á tiltölulega opnum svæðum og tjón á mannvirkjum varð því ekki jafn mik- ið og aðfaranótt föstudags þegar fjöldi íbúðarhúsa í Haifa og Tel Aviv laskaðist. í þeirri árás særðust 12 óbreyttir borgarar. Fjölþjóðaherinn sem haldið hefur uppi linnulausum loftárásum á hem- aðarleg skotmörk í írak hefur ekki tekist að eyðileggja alla eldflauga- skotpalla íraka en það hefur verið einn megin tilgangur árásanna. Tals- menn Bandaríkjahers sögðu að skot- palla sem enn kynnu að vera eftir væri ákaft leitað til þess að draga úr möguleikum íraka á árásum á Israel. I gær skýrði Tom King varn- armálaráðherra Bretlands frá því að í fyrrinótt hefðu breskar njósnaflug- vélar fundið nokkra færanlega Scud-palla og önnur falin hernaðar- mannavirki sem sprengjuflugvélar hefðu síðan grandað. Reykjarmökkur stígur til himins eftir eldflaugaárás íraka á Tel Aviv í gærmorgun. íslendingar eiga mikið undir skiótum sigri bandamanna eftir Guðmund Sv. Hermannsson ÓVISSA. Það orð lýsir best ástandinu í efnahagsmálum heimsins. Allra augu beinast að Persaflóa og fréttir af velheppnuðum árásum bandamanna, og eldflaugaárásum íraka á ísraelsmenn sveifla olíuverði, gengi og kauphall- arviðskiptum til og frá. Það eina sem er nokkurn veginn víst, er að flestar þjóðir, og íslendingar þar á meðal, eiga mikið undir því að bandamenn vinni skjótan sigur í stríðinu við Persaflóa. verð á unninni olíu, gasolíu, svar- tolíu og bensínu, þurfa ekki að fylgja nákvæmlega verði á hráolíu. Þá er gert er ráð fyrir því að 30% olíuverðshækkun þýði um það bil 1% hækkun á framfærsluvísi- tölu. Það myndi kalla á aðrar hækkanir, svo sem á á gjaldskrám samsöngufyrirtækja, og einnig er líklegt að kröfur um launahækkan- ir yrðu háværar. Á móti má sennilega færa rök fyrir því að útflutningsvörur Islend- inga hækki fremur í verði ef ófrið- urinn dregst á langinn, en menn treysta sér þó ekki til að segja fyr- • ir um slíkt með óyggjandi hætti. Álversáformum frestað? Samdráttur og krepputal hefur einkennt efnahagslíf Vesturlanda upp á síðkastið. Hins vegar er það almennt álit hagfræðinga að verði Persaflóastríðið stutt muni efna- hagslífið rétta fljotlega við aftur. En dragist stríðið á langinn muni enn frekar draga úr úr trausti í efnahagslífinu og samdrátturinn í efnahagsmálum heimsins aukast. Áhrif Persaflóastríðsins koma einna beinast fram í verði á olíu og þar hafa orðið dagsveiflur eftir því hvernig stríðstaðan er metin. Hagfræðingar telja flestir, að verði stríðið stutt, og því ljúki með afger- andi sigri bandamanna, geti olían lækkað í 15-17 dollara hráolíutunn- an, eða í svipað verð og var ýágúst fyrir innrás íraka í Kúveit. Á móti geti olíuverð hækkað stórlega við langvarandi stríð, í allt að 50-70 dollara á hráolíufatið. Níu milljarða olíureikningur Þjóðhagsstofnun áætlar að olíu- reikningur Islendinga verði 9 millj- arðar króna á þessu ári, og miðar þá við 25 dollara grunnverð á hrá- olíu. Þetta verð gæti tvöfaldast eða lækkað um helming og hver 10% í því dæmi eru talin svara til um 900 milljóna króna. Olíuverðið hefur bein áhrif á íslensk efnahagsmál. Þannig er olíukostnaður um 10% af tekjum botnfiskveiðiflotans og 30% olíu- verðshækkun myndi því lækka tekjurnar um 2-3%. Þetta eru þó ekki nákvæmir útreikingar, því Persaflóastríðið gæti haft áhrif á fyrirætlanir Atlantsálshópsins um að reisa hér álver. Það gerðist raunar með beinum hætti í vik- unni, þegar forstjórar álfyrirtækj- anna hættu við samráðsfund vegna þess að þeim var bannað að ferð- ast af öryggisástæðum. En því er jafnvel spáð af sumum, að álfyrir- tækin muni fresta ákvörðun um byggingu álvers á grundvelli efna- hagsástandsins í heiminum, ekki síst í ljósi þess að álverð hefur verið mjög lágt undanfarið. Og haldi samdráttur á almennri efír- spurn í heiminum muni það lækka álverðið enn frekar vegna þess að þá minnki eftirspurn eftir varanleg- um neysluvörum meira en öðrum. Þá hefur þrengt að á fjármagns- markaði, m.a. vegna óvissunnar í heimsmálum og fjármálastofnanir eru ekki eins fúsaPög áður að leggja fé í stórar framkvæmdir eins og álversbyggingin er. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segist þó ekki efast um að álmálið sé enn jafn sterkt og áður, eins og hann komst að orði. „Kringum- stæðurnar hafa að vísu breyst, og hvort þær tefja málið lengur eða skemur treysti ég mér ekki til að meta. Þarna þarf, þegar öll kurl koma til grafar að fínna viljann og ég er vongóður um að hann finnist hjá öllum aðilum málsins," sagði Jón. Og Robert G. Miller aðstoðar- forstjóri Alumax tekur í sama streng í frétt í Morgunblaðinu í dag. Jón Sigurðsson segir að langtímaspár um álverðsþróun hafi ekki breyst þrátt fyrir síðustu at- burði. „Eg hef nýlega rætt þetta við helstu álmarkaðsráðgjafa Landsvirkjunar og iðnaðarráðu- neytisíns, og þeirra skoðun er sú að þegar horft er fram á við sé engin ásætæða til svartsýni um álmarkað og álframleiðslu, og um orkuverð til okkar.“ Á það hefur einnig verið bent, að álverð hafi tilhneygingu til að breytast óháð öðrum hagsveiflum. Þannig hafi alltaf verið búist við að álverð yrði frekar lágt á þessu ári vegna aukinnar framleiðslu í heiminum. Samkvæmt upplýsing- um frá iðnaðarráðuneytinu var ál- verð mjög hátt árið 1988 en hefur síðan lækkað jafnt og þétt. í spám sé búist við að verðið komist í lág- mark á þessu ári en fari svo aftur að hækka og nái nýju hámarki árið 1995. Dollari enn veikur Efnahagsþróun í Bandaríkjunum ræður miklu um éfnahagslífið ann- arsstaðar og þar hafa verið miklir erfiðleikar. Bandaríkjadollar féll í verði á síðasta ári og það fall gæti enn haldið áfram sökum verulegs viðskipta- og fjárlagahalla. Þá er talið líklegt, að frekar dragi úr fjár- magnsshreyfíngum til Banda- ríkjanna en þær beinist meira til Evrópu á innri markað Evrópu- bandalagsins. Einnig þykir margt benda til þess að Japanir dragi úr fjárfestingum í Bandaríkjunum, sem hafa verið miklar undanfarið. Arnór Sighvatsson hagfræðing- ur hjá Seðlabankanum segir að á tímum óstöðugleika hafi dollarinn jafnan styrkst, sem svo hafi ekki orðið raunin undanfarið. „Þótt fyrstu viðbrögðin við stríðinu við Persaflóa verði ef til við til að styrkja dollarann ér líklegt að aðr- ir þættir nái fljótlega yfirhöndinni. Og menn eru að spá því að dollar- inn haldi áfram að lækka fram á þetta ár.“ Arnór sagði að gengi dollarans skipti nú minna máli fyrir gengi íslensku krónunnar en áður og áherslan þar væri nú jafnmikil á Evrópugjaldmiðla, svo sem enska pundið. Hins vegar hefðu alþjóðleg- ar gengissveiflur eðlilega talsverð áhrif hér, og tíma tæki til að jafna sig á þeim. — Raunvextir að lækka Á síðasta ári var álag á alþjóð- legum lánamörkuðum mikið, en undanfarið hafa raunvextir samt sem áður lækkað verulega, sérstak- lega í Bandaríkjunum. Því er spáð að raunvextir geti enn lækkað, ef samdrátturinn heldur áfram og fyrirtæki leggja fjárfestingaráform á hilluna. En eins og áður sagði setur óvissan mestan svip á ástandið. „Fólk er ekki aðeins að spekúlera í efnahagslegum afleiðingum at- burða úti í heimi, heldur einnig í því hvað aðrir haidi að þessai- efna- hagslegu afleiðingar verði. Ákvarð- anirnar verða því töluvert flóknar," sagði Arnór Sighvatsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.