Morgunblaðið - 20.01.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.01.1991, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT ff’tíí ÍLA.ÚMAI. ,0S ÍIUOAQUHMU8 QIGAJaMUOHOM M Ö RG ÚNB LAÐIÐ ~SÚ NN UDÁG U R~ 2ÖJÁNÚÁK '1991" ERLENT ■ ■—.. i INIMLENT Gos hófst 1 Heklu Gos hófst í Heklu síðdegis á fimmtudag og kom það sérfræð- ingum mjög á óvart enda eru aðeins liðin tíu ár síðan hún gaus síðast. Eldgosið í Heklu er á fimm stöðum í fjallinu. stöðumEngin mannvirki né fólk er talið vera í hættu, en aska frá gosinu hefur meðal annars borist norður til Akureyrar og Mývatnssveitar. Bjarminn sást víða og meðal ann- ars í Stykkishólmi. Að sögn sér- fræðinga var aðdragand gossins svipaður og árið 1980. CNN og SKY í íslensku sjónvarpi Stöð 2 hóf beinar útsendingar frá gervihnattastöðinni CNN, en fréttir stöðvarinnar fjalla um þessar mundir að mestu um stríðið fyrir botni Persaflóa. Ríkissjón- varpið hóf sendingar frá bresku sjónvarpsstöðinni SKY eftir að reglugerð um sjónvarpsútsend- ingar hér á landi hafði verið breytt. Jón Baldvin Hannibalsson til Eystrasaltsríkjanna Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, þáði heimboð ráðamanna í Eystrasaltsríkjunum og hélt þangað í vikunni. Erfið- lega gekk þó að fá vegabréfsárit- un frá sovéskum yfirvöldum, en um síðir fékk utanríkisráðherrra vegabréfsáritun og hélt til Lett- Bandarískir hermenn á orr- ustuskipinu Wisconsin horfa á eftir Tomahawk-eldflaug, er skotið var á skotmark í Irak. Stríð fjöl- þjóðahers- ins gegn írökum hafið Frelsun Kúveits hófst á mið- nætti á miðvikudagskvöld þegar sprengjuþotur fjölþjóðahers Sam- einuðu þjóðanna (SÞ) undir for- ystu Bandaríkjamanna hófu loft- árásir á Bagdad, höfuðborg íraks, og írösk skotmörk í Kúveit. Fjöi- margir reyndu fram á síðustu stundu að telja íraka á að kalla- heri sfna heim frá Kúveit, en án árangurs. Fjölþjóðaher hæfir-vel valin skotmörk Tilgangurinn með fyrstu loft- árásunum var tvíþættur; að tryggja algjöra yfirburði í lofti strax á fyrstu klukkustundunum og koma í veg fyrir að írökum tækist að skjóta sovéskum Scud- eldflaugum með eiturefnahleðsl- um á ísrael. í samræmi við þetta voru helstu skotmörkin því loft- varnar- og ratsjárkerfi íraka, mið- stöðvar heraflans og fjarskipta- stöðvar, eldflaugaskotpallar, efnavopnaverksmiðjur, kjamork- utilraunastöðvar, flugvellir, brýr og orkuver. Margir stuðnings- manna Saddams Husseins íraks- forseta í arabalöndunum voru furðu Iostnir, fannst sem þeir hefðu verið sviknir er fréttist um lands ásamt sex íslenskum blaða- mönnum. Flautur Almannavarna fóru ígang Aðvörunarflautur Almanna- varna fóru þrívegis í gang án til- efnis. Það voru þrjár flautur sem fóru í gang og þrátt fýrir mikla leit hefur skýring ekki fundist. / Aðstoðarlæknar segja upp Aðstoðarlæknar á sjúkrahúsum hafa ákveðið að segja upp störfum frá 1. febrúar og taka uppsagnir þeirra gildi 1. apríl. Uppsagnir þeirra ná til 110 lækna á sjúkra- stofnunum. Birgir ísleifur Gunnarsson skipaður Seðlabankastjóri Viðskiptaráðherrra skipaði Birgi ísleif Gunnarsson alþingis- mann seðlabankastjóra til sex ára. Þetta er í fyrsta sinn sem banka- stjóri Seðlabanka er skipaður til ákveðins tíma. Aukið eftirlit á Keflavíkurflugvelli Vegna stríðsástandsins við Persafóla var eftirlit með umferð fólks um Keflavíkurvöll mjög hert. Aukið eftirlit er á Keflavíkur- flugvelli. hrakfarir íraka í loftárásunum. Viðbrögð á Vesturlöndum vom flest á sama veg, stríðið var harm- að en írakar voru sagðir eiga sök- ina á að það væri skollið á, árás hefði verið óumflýjanleg vegna þess að þeir hefðu ekki farið eftir samþykktum SÞ. írakar standa við hótanir Áður en átök brutust út höfðu Saddam og undirsátar hans marg- oft lýst yflr því að írakar myndu ráðast á ísrael létu hersveitir fjöl- þjóðahersins við Persaflóa til skarar skríða. Þeir stóðu við þær yfirlýsingar því á fimmtudags- kvöld skutu Irakar eldflaugum á Tel Aviv, stærstu borg ísraels, og fleiri staði í landinu. Útvarps- stöðvar fluttu tilkynningar þar sem fólki var fyrirskipað að setja á sig gasgrímur og halda sig í lokuðum herbergjum til vamar eiturefnavopnum. Margir þjóðar- leiðtogar hvöttu ísraela til að hefna ekki árása íraka. Ofbeldisaðgerðir í Litháen Sovéskir hermenn réðust með skriðdrekum á sjónvarpsstöðina í Vilnius, höfuðborg Litháens, að- faranótt sunnudagsins og lögðu hana undir sig. 14 óbreyttir borg- arar féllu í átökunum og a.m.k. 130 særðust. Sovétstjórnin sætti strax harðri gagnrýni á Vestur- löndum fyrir blóðsúthellingarnar. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi sagðist fyrst hafa frétt af atburð- unum eftir á en sagðist engu að síður styðja styðja aðgerðir hers- ins. Hann lagði síðan til á mið- vikudag að ritfrelsi yrði afnumið í Sovétríkjunum. Noregskonungur látinn Ólafur V Noregskon- ungur lést úr hjartaslagi á fimmtudag á 88. aldursári. Við völdum tekur Haraldur krónprins. Ól- afur tók við völdum af föður sínum Hákoni VII árið 1957 erhann var54 ára. Torséðu flugvélarnar Bandaríkjamenn hafa beitt torséðum flugvélum (Stealth) sinum með góðum árangri slríðinu gegn írak. Vélar þessar eru þeirri náttúru gæddar, að þær sjást ekki á ratsjám. Sérfræðingur nokkur sagði að þær væru svar flughersins við kafbátum: enginn vissi hvar eða hvenær þær kæmu og gerðu usla. Orrusluvélin F-117A, sem þó er vel búin til sprengjuárása, hefur átal fleti með gleiðum hornum, en enginn þessara flata er nágu stár til þess að ratsjárgeisli hrökkvi af honum og veki þannig athygli á vélinni. Sprengjuflugvélin B-2 treystir hins vegar frekar á ávöl horn. Báðar eru vélarnar úr sérstöku efni, sem gleypir ratsjárgeisla. Vélin er svo að segja flöt. Eldsneyti er í iprengjurými er bak við loftinntak annars hreyfilsins. vélina enn „ásýnilogri" er 1 vopnabúnaður hennar loknður iim i vélinni 1 /A öBu jöfnu, en i bardaga opnast lúga á vélinni og byssur ag flugskeyti koma i Ijós. Persaflóadeilan: Styijöldin og nýju „Stealth“-þotumar SÍÐLA árs 1988 var leyndin sem hafði hvílt yfir hönnun og smíði á torséðu sprengjuflugvélunum, „Stealth“, rofin þegar sprengjuflugvélin B-2 var dregin út úr hergagna- smiðjum Northrop. Samtímis því sýndu Lockheed-verk- smiðjurnar fyrstu myndina af orrustuflugvélinni F-117A, en hún mun hafa komið mikið við sögu í upphafi Persa- flóastríðsins. Nafn þessara flugvéla er dregið af enska orðtakinu „by stealth“, sem þýðir að gera eitthvað í laumi eða án þess að það sjáist. Þær eru hannaðar þannig að þær verða ekki greindar í ratsjá. Ratsjáin sendir frá sér útvarpsgeisla og þegar þeir lenda á hlutum (t.d. flugvélum) endurkasta þeir geislunum til rat- sjárstöðvarinnar og koma fram sem ljósir punktar á radarskjánum. Stefna geislanna og staðsetning ratsjárstöðvarinnar er síðan notað- til þess að ákvarða fjarlægð flugvél- arinnar af mikilli nákvæmni með því að mæla tímann sem það tekur geislann að fara fram og til baka. Engin flugvél kemst hjá því að rad- argeislinn lendi á henni en aðeins „stealth“-flugvélarnar geta sleppt því að senda hann til baka til rat- sjárstöðvarinnar þannig að þær eru algjörlega ósýnilegar í myrkri. Það er lögun flugvélarinnar sem ræður því hve miklu hún endurkast- ar af radargeislum. Þegar radar- geislinn lendir á réttu horni (t.d. á samskeytum vængs og bols) kast- ast hann til baka sömu leið og hann kom og flugvélin kemur greinilega í ljós á radarskjánum. Stærð flug- vélarinnar skiptir engu í því sam- bandi. Mjúkar línur í skrokki og vængjum flugvélarinnar „drekka í sig radargeislana", sem lenda á þeim en endurkasta þeim ekki eða þá svo dauft að flugvélin verður „ósýnileg". B-2-flugvélin frá North- rop er einmitt hönnuð á þennan hátt. Hún hefur enga lóðrétta fleti (ekkert stél) og lögun hennar minnir helst á bjúgverpil, Vængir og skrokkur renna saman í eitt og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd eru loftinntök hreyflanna og stjórn- klefi einna líkust ávölum ójöfnum á efra borði vængsins. Þegar B-2-sprengjuflugvélin var sýnd í fyrsta sinn seint á árinu 1988 hafí henni ekki verið flogið. Það kom síðar í ljós við reynsluflug að hún var mjög óstöðug í loftinu en úr því hefur verið bætt með sér- stökum flötum í aftari brún vængj- anna sem koma í stað hæðar- og hallastýris. Sérstakur, flókinn tölvubúnaður er tengdur þessu stýri og fínstillir það í samræmi við loft- strauminn sem leikur um vænginn. Þessi búnaður gerir flugvélina stöð- uga. Auk þess er flugvélinni stýrt með því að breyta stefnu útblásturs frá hreyflunum þannig að hægt er að hækka eða lækka flugið og fljúga út á hlið. Sennilega hafa B-2-flugvélamar ekki verið mjög áberandi í árásum fjölþjóðlega hers- ins þar sem fjöldaframleiðsla þeirra hófst fyrir svo skömmu en þeir sem fylgdust með útsendingum CNN- sjónvarpsins 15. janúar sáu þessa vél ásamt flestum þeirra flugvéla- tegunda sem ætlað var að taka þátt í hemaðaraðgerðunum. Orrustuflugvél Lockheeds F-117A var löngum umlukin leynd- arhjúpi. Einu opinberu upplýsing- arnar um hana til skamms tíma var mjög óskýr mynd sem birtist af henni þegar bandarísk yfirvöld lyftu slæðunni af „stealth“-áætluninni í nóvember 1988. Hönnun hennar og smíði fór fram löngu áður en B-2 komst á teikniborðið. Eins og sjá má á myndinni er allt annarri tækni beitt til þess að gera F-117A ósýni- lega radarstöðvum en við hönnun B-2. Hún minnir einna helst á kúbískt málverk fremur en flugvél. Skrokkur vélarinnar er samsettur úr fjölda smárra flata sem mynda gleið hom sín í milli. Þetta hefur það í för með sér að hvergi á flug- vélinni finnst nógu stór flötur til þess að endurkasta rafbylgjúnum frá radarstöðinni með nægjanjegpm styrk auk þess sem líkumar eru miklar á því að radarmerkið sem fellur á tvo eða fleiri fleti dreifist og dofni þannig að endurkastið komi ekki fram í viðkomandi rat- sjárstöð. Stýri flugvélarinnar er V-laga eins og á ýmsum hefðbundnum flugvélum en það gerir hana stöð- ugri en B-2 var í fyrstu. Þrátt fyr- ir það fórust a.m.k. 3 F-117A flug- vélar á reynslutímanum. F-117A hefur verið í reynslu- flugi, einkum að næturlagi, í her- stöðinni Nellis í Nevada síðan í október 1983. Flest bendir til að þessari flug- vélategund hafi verið beitt við eyði- leggingu eldflaugaskotpallanna í vesturhluta íraks í upphafi loft- árásanna í Persaflóastríðinu. AðalheimildÍR Ulustreret Videnskab. Bandaríkin: • • Oryggisreglur á fhigvöllum hertar Flórida. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Öryggiseftirlit hefur verið hert að mun á öllum flugvöllum Banda- ríkjanna af ótta við hermdarverk af hálfu stuðningsmanna íraka. Getur þetta valdið nokkrum töfum og hafa flugfélög því mælst til þess við farþega sína að þeir mæti klukkustund fyrr til brottfarar en undir venjulegum kringumstæðum. til þessa hefur hver sem er getað Engum öðrum en flugfarþegum er lengur hleypt fram fyrir vopna- leitartæki flugstöðvanna, en fram Albanir fresta kosningum Tirana. Reuter. RÍKISSTJÓRN kommúnista í Alb- aníu hefur samþykkt að verða við kröfum stjórnarandstööunnar og fresta kosningum. Eftir fund með nýstofnuðum stjómarandstöðuflokkum samþykkti Ramiz Alia forseti að fresta kosning- unum um sjö vikur til 31. mars. Stjómarandstaðan hafði hótað að sniðganga kosningarnar, sem halda átti 10. febrúar. farið að sérstökum mótttökudyrum á nokkrum flugvöllum til að fagna farþegum úr millilandaflugi og að rana-hliðum til að kveðja eða fagna farþegum í innanlandsflugi. Hætt er móttöku farangurs í inn- anlandsflugi á gangstéttum við dyr allra flugstöðva og enginn má skilja þar eftir mannlausan bíl. Hann er þá umsvifalaust dreginn á brott. Það er þekkt bragð skæruliða að hlaða bíla af sprengiefni og skilja þá eftir á fjölförnum stöðum. Leit að sprengjum í farangri hef- ur mjög verið hert og eru við það verk ýmist notaðir sérþjálfaðir hundar og/eða gegnumlýsingar- tæki. Öll afgreiðsla flugvéla tekur því lengri tíma en áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.