Morgunblaðið - 16.03.1991, Qupperneq 4
rofit SJIAM .31 HUOACIÍIAOUAJ (IIGAJaMUOHOM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1991
f-
„Fréttamyndir 1990“:
Mynd Júlúsar Sigiir-
jónssonar var valin
fréttamynd ársins
MYND Júlíusar Signrjónssonar ljósmyndara á Morgunblaðinu,
„Byssumaður handtekinn", var valin fréttamynd ársins i samkeppni
Blaðamannafélags íslands og Blaðaljósmyndarafélagsins um bestu
blaða- og fréttamyndirnar frá árinu 1990. í umsögn dómnefndar
um myndina segir að um sé að ræða fréttamynd sem standi undir
nafni. Myndin sé frétt í sjálfu sér, ,,-ljósmyndarinn á vettvangi og
skráir atburðinn ómengaðan, þá stemmningu sem er á staðnum,
og virðist því miður vera að verða æ algengari í miðborg Reykjavík-
ur.“ Yfirlitssýning á nær 100 bestu blaðaljósmyndum frá árinu 1990
var opnuð í Listasafni Alþýðu í gær, og stendur hún til 24. mars.
Valdar voru bestu myndimar í báti“, myndröð Kristjáns G. Am-
sjö efnisflokkum. 1 opnum flokki
var valin mynd Ragnars Axelsson-
ar Morgunblaðinu, „Fyrsti vetrar-
dagur“, í flokki spaugmynda var
valin mynd Fjeturs Sigurðssonar
Tímanum, „Erótík", mynd Sigur-
þórs Hallbjömssonar Pressunni
„Hallgrímur Helgason", var valin
besta portrettmyndin, í flokknum
Daglegt líf var valin mynd Einars
Ólafssonar Alþýðublaðinu, „Einn á
grímssonar Morgunblaðinu,
„Karmelsystur", var valin besta
myndröðin, og mynd Páls Stefáns-
sonar Iceland Review, „Leikfími í
Laugardalshöll", var valin besta
íþróttamyndin.
Verðlaunahafar fengu afhent
viðurkenningarskjöl, en auk þess
hlaut Júlíus Siguijónsson peninga-
verðlaun fyrir bestu fréttamynd
ársins 1990.
• Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Verðlaunahafarnir í samkeppni Blaðamannafélags íslands og Blaðaljósmyndarafélagsins um bestu
blaða- og fréttamyndirnar 1990. Á myndinni eru talið frá vinstri: Einar Ólafsson, Pjetur Sigurðs-
son, Júlíus Sigurjónsson við fréttamynd ársins, Páll Stefánsson, Ragnar Axelsson, Kristján G. Arn-
grímsson og Sigurþór Hallbjörnsson.
-i
VEÐUR
Steingrímur Hermaimsson forsætisráðherra:
VEÐURHORFUR IDAG, 16. MARZ
YFIRLIT í GÆR: Yfir N-Grænlandi er 1.035 mb hæð sem þokast
austur en 985 mb lægð um 700 km suður í hafi þokast norðnorð-
austur. Lægðardrag yfir Vestfjörðum þokast hægt vestgr.
SPÁ: Norðaustan stinningskaldi eða allhvasst og snjókoma á Vest-
fjörðum en austan og suðaustan kaldi eða stinningskaldi annars
staðar í kvöld. Vaxandi austan- og norðaustanátt í nótt, víða stinn-
ingskaldi eða allhvasst á morgun. Sunnanlands og með austur-
ströndinni verður rigning, él við norðurströndina en úrkomulítið í
innsveitum norðanlands og vestan. Hiti 0-7 stig, hlýjast sunnan-
lands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Austan- og suðaustan-
átt, strekkingur einkum norðanlands. Dálítil rigning eða slydda með
norðurströndinni, en skúrir annars staðar. Hiti víðast 0-5 stig, hlýj-
ast suðaustanlands.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavik hltl 3 6 veður skýjað skýjað
Bergen 5 rlgning á s. klst.
Helsinkl 0 alskýjað
Kaupmannahöfn 7 þoka
Narssarssuaq +5 heiðskirt
Nuuk +9 hálfskýjað
Ósló 4 skýjað
Stokkhólmur 2 stifd á s. klst.
Þórshöfn 6 alskýjað
Algarve 18 skýjað
Ámsterdam 11 mlstur
Barcelona 17 mlstur
Berlín 11 rlgníng
Chicago vantar
Feneyjar 13 þokumóða
Frankfurt 13 mlstur
Glasgow 8 rigning
Hamborg 9 þokumóða
Las Palmas vantar
London 10 skýjað
Los Angeles 10 alskýjað
Lúxemborg 10 skýjað
Madríd 14 mistur
Malaga 18 skýjað
Mallorca 18 Skýjað
Montreal +1 léttskýjað
NewYork 2 snjókoma
Orlando vantar
París 12 alskýjað
Róm 15 þokumóða
Vín 16 heiðskírt
Washington vantar
Winnipeg +6 skýjað _ _
Bankarnir nota þá við-
miðun sem þeir kjósa
Seðlabankinn miðar útreikninga sína
við framfærsluvísitölu
STEINGRÍMUR Hermannsson,
forsætisráðherra, segir að þeg-
ar Seðlabankinn geri saman-
burð á vaxtakjörum á milli Is-
lands og annarra landa miði
hann útreikninga sína við fram-
færsluvísitölu en ekki lánskjara-
vísitölu. „Lánskjaravísitala fyr-
irfinnst ekki í öðrum löndum en
mér sýnast viðskiptabankarnir
hér nota þá viðmiðun sem þeir
kjósa. Það getur vel verið að
lánskjaravísitalari sé eitthvað
hærri en framfærsluvísitalan,
en ekki tveimur hundraðshlut-
um prósentustiga hærri,“ segir
forsætisráðherra.
í frétt Morgunblaðsins í gær
sagði Valur Valsson, bankastjóri
og formaður Sambands viðskipta-
bankanna, að ummæli forsætisráð-
herra um 2% vaxtamun verð-
tryggðra og óverðtryggðra útlána
séu byggð á misskilningi. For-
sætisráðherra miði við framfærslu-
vísitölu en bankarnir verði að sam-
ræma vexti sína á grundvelli lán-
skjaravísitölunnar og því séu raun-
vextir algengra skuldabréfalána
svipaðir, hvort sem þau séu verð-
tryggð eða óverðtryggð.
Steingrímur sagði í samtali við
Morgunblaðið að það sé af og frá
að tveggja prósentustiga munur
sé á vísitölunum. „Lánskjaravísi-
talan er ekki komin út fyrir þennan
mánuð og í öllum tilfellum hefur
hún verið lægri en spár Seðlabank-
ans segja til um,“ sagði hann.
Aðspurður sagðist Steingrímur
vera þeirrar skoðunar að bankarn-
ir ættu að taka þessa útreikninga
til endurskoðunar, þar sem þeir
leggi mikið kappsmál á að hafa
samræmi á þessu tvennu.
Réðist að
manni en
var sjálfur
rotaður
Maður sem veittist að öðr-
um var sleginn í rot á mótum
Laugavegar og Klapparstígs
í fyrrinótt. Sjúkrabíll var
fenginn til að flytja manninn
á slysdeild. Á leið þangað
rankaði maðurinn við sér,
ærðist og sló sjúkraflutn-
ingsmann.
Eftir skamma dvöl á slysa-
deild var kallað á lögreglu, sem
handtók manninn og flutti
hann í fangageymslur þar sem
hann var yfirheyrður í gær en
bar þá fyrir sig minnisleysi um
atburði næsturinnar.
Innanlandsflug Flugleiða:
Flugvél varð að snúa við
vegna lítilsháttar bilunar
EINNI af Fokkervélum Flugleiða var snúið við á leið sinni til Egils-
staða síðari hluta dags í gær. Smávægilegrar bilunar varð vart á
leiðinni austur og var ákveðið að snúa vélinni til Reykjavíkur.
Bilunin var ekki alvarleg og tók
stutta stund að lagfæra hana. Þeg-
ar því var lokið hafði flugvöllurinn
á Egilsstöðum hins vegar lokast
vegna veðurs.
Innanlandsflugið gekk þokkalega
í gær en þó var talsvert um að
seinka yrði flugi vegna veðurs. Véí
sem fór áleiðis til ísafjarðar í gær-
morgun var snúið við vegna ófærð-
ar vestra, en síðdegis fóru tvær
vélar vestur. Ófært var til Vest-
mannaeyja til klukkan 16 og ekk-
ert var flogið til Patreksfjarðar og
Þingeyrar vegna ófærðar.