Morgunblaðið - 16.03.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.03.1991, Blaðsíða 4
rofit SJIAM .31 HUOACIÍIAOUAJ (IIGAJaMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1991 f- „Fréttamyndir 1990“: Mynd Júlúsar Sigiir- jónssonar var valin fréttamynd ársins MYND Júlíusar Signrjónssonar ljósmyndara á Morgunblaðinu, „Byssumaður handtekinn", var valin fréttamynd ársins i samkeppni Blaðamannafélags íslands og Blaðaljósmyndarafélagsins um bestu blaða- og fréttamyndirnar frá árinu 1990. í umsögn dómnefndar um myndina segir að um sé að ræða fréttamynd sem standi undir nafni. Myndin sé frétt í sjálfu sér, ,,-ljósmyndarinn á vettvangi og skráir atburðinn ómengaðan, þá stemmningu sem er á staðnum, og virðist því miður vera að verða æ algengari í miðborg Reykjavík- ur.“ Yfirlitssýning á nær 100 bestu blaðaljósmyndum frá árinu 1990 var opnuð í Listasafni Alþýðu í gær, og stendur hún til 24. mars. Valdar voru bestu myndimar í báti“, myndröð Kristjáns G. Am- sjö efnisflokkum. 1 opnum flokki var valin mynd Ragnars Axelsson- ar Morgunblaðinu, „Fyrsti vetrar- dagur“, í flokki spaugmynda var valin mynd Fjeturs Sigurðssonar Tímanum, „Erótík", mynd Sigur- þórs Hallbjömssonar Pressunni „Hallgrímur Helgason", var valin besta portrettmyndin, í flokknum Daglegt líf var valin mynd Einars Ólafssonar Alþýðublaðinu, „Einn á grímssonar Morgunblaðinu, „Karmelsystur", var valin besta myndröðin, og mynd Páls Stefáns- sonar Iceland Review, „Leikfími í Laugardalshöll", var valin besta íþróttamyndin. Verðlaunahafar fengu afhent viðurkenningarskjöl, en auk þess hlaut Júlíus Siguijónsson peninga- verðlaun fyrir bestu fréttamynd ársins 1990. • Morgunblaðið/Ámi Sæberg Verðlaunahafarnir í samkeppni Blaðamannafélags íslands og Blaðaljósmyndarafélagsins um bestu blaða- og fréttamyndirnar 1990. Á myndinni eru talið frá vinstri: Einar Ólafsson, Pjetur Sigurðs- son, Júlíus Sigurjónsson við fréttamynd ársins, Páll Stefánsson, Ragnar Axelsson, Kristján G. Arn- grímsson og Sigurþór Hallbjörnsson. -i VEÐUR Steingrímur Hermaimsson forsætisráðherra: VEÐURHORFUR IDAG, 16. MARZ YFIRLIT í GÆR: Yfir N-Grænlandi er 1.035 mb hæð sem þokast austur en 985 mb lægð um 700 km suður í hafi þokast norðnorð- austur. Lægðardrag yfir Vestfjörðum þokast hægt vestgr. SPÁ: Norðaustan stinningskaldi eða allhvasst og snjókoma á Vest- fjörðum en austan og suðaustan kaldi eða stinningskaldi annars staðar í kvöld. Vaxandi austan- og norðaustanátt í nótt, víða stinn- ingskaldi eða allhvasst á morgun. Sunnanlands og með austur- ströndinni verður rigning, él við norðurströndina en úrkomulítið í innsveitum norðanlands og vestan. Hiti 0-7 stig, hlýjast sunnan- lands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Austan- og suðaustan- átt, strekkingur einkum norðanlands. Dálítil rigning eða slydda með norðurströndinni, en skúrir annars staðar. Hiti víðast 0-5 stig, hlýj- ast suðaustanlands. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavik hltl 3 6 veður skýjað skýjað Bergen 5 rlgning á s. klst. Helsinkl 0 alskýjað Kaupmannahöfn 7 þoka Narssarssuaq +5 heiðskirt Nuuk +9 hálfskýjað Ósló 4 skýjað Stokkhólmur 2 stifd á s. klst. Þórshöfn 6 alskýjað Algarve 18 skýjað Ámsterdam 11 mlstur Barcelona 17 mlstur Berlín 11 rlgníng Chicago vantar Feneyjar 13 þokumóða Frankfurt 13 mlstur Glasgow 8 rigning Hamborg 9 þokumóða Las Palmas vantar London 10 skýjað Los Angeles 10 alskýjað Lúxemborg 10 skýjað Madríd 14 mistur Malaga 18 skýjað Mallorca 18 Skýjað Montreal +1 léttskýjað NewYork 2 snjókoma Orlando vantar París 12 alskýjað Róm 15 þokumóða Vín 16 heiðskírt Washington vantar Winnipeg +6 skýjað _ _ Bankarnir nota þá við- miðun sem þeir kjósa Seðlabankinn miðar útreikninga sína við framfærsluvísitölu STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra, segir að þeg- ar Seðlabankinn geri saman- burð á vaxtakjörum á milli Is- lands og annarra landa miði hann útreikninga sína við fram- færsluvísitölu en ekki lánskjara- vísitölu. „Lánskjaravísitala fyr- irfinnst ekki í öðrum löndum en mér sýnast viðskiptabankarnir hér nota þá viðmiðun sem þeir kjósa. Það getur vel verið að lánskjaravísitalari sé eitthvað hærri en framfærsluvísitalan, en ekki tveimur hundraðshlut- um prósentustiga hærri,“ segir forsætisráðherra. í frétt Morgunblaðsins í gær sagði Valur Valsson, bankastjóri og formaður Sambands viðskipta- bankanna, að ummæli forsætisráð- herra um 2% vaxtamun verð- tryggðra og óverðtryggðra útlána séu byggð á misskilningi. For- sætisráðherra miði við framfærslu- vísitölu en bankarnir verði að sam- ræma vexti sína á grundvelli lán- skjaravísitölunnar og því séu raun- vextir algengra skuldabréfalána svipaðir, hvort sem þau séu verð- tryggð eða óverðtryggð. Steingrímur sagði í samtali við Morgunblaðið að það sé af og frá að tveggja prósentustiga munur sé á vísitölunum. „Lánskjaravísi- talan er ekki komin út fyrir þennan mánuð og í öllum tilfellum hefur hún verið lægri en spár Seðlabank- ans segja til um,“ sagði hann. Aðspurður sagðist Steingrímur vera þeirrar skoðunar að bankarn- ir ættu að taka þessa útreikninga til endurskoðunar, þar sem þeir leggi mikið kappsmál á að hafa samræmi á þessu tvennu. Réðist að manni en var sjálfur rotaður Maður sem veittist að öðr- um var sleginn í rot á mótum Laugavegar og Klapparstígs í fyrrinótt. Sjúkrabíll var fenginn til að flytja manninn á slysdeild. Á leið þangað rankaði maðurinn við sér, ærðist og sló sjúkraflutn- ingsmann. Eftir skamma dvöl á slysa- deild var kallað á lögreglu, sem handtók manninn og flutti hann í fangageymslur þar sem hann var yfirheyrður í gær en bar þá fyrir sig minnisleysi um atburði næsturinnar. Innanlandsflug Flugleiða: Flugvél varð að snúa við vegna lítilsháttar bilunar EINNI af Fokkervélum Flugleiða var snúið við á leið sinni til Egils- staða síðari hluta dags í gær. Smávægilegrar bilunar varð vart á leiðinni austur og var ákveðið að snúa vélinni til Reykjavíkur. Bilunin var ekki alvarleg og tók stutta stund að lagfæra hana. Þeg- ar því var lokið hafði flugvöllurinn á Egilsstöðum hins vegar lokast vegna veðurs. Innanlandsflugið gekk þokkalega í gær en þó var talsvert um að seinka yrði flugi vegna veðurs. Véí sem fór áleiðis til ísafjarðar í gær- morgun var snúið við vegna ófærð- ar vestra, en síðdegis fóru tvær vélar vestur. Ófært var til Vest- mannaeyja til klukkan 16 og ekk- ert var flogið til Patreksfjarðar og Þingeyrar vegna ófærðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.