Morgunblaðið - 16.03.1991, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1991
Það er nú ekki
meira mál
eftir Steinar
Steinsson
Að undanförnu höfum við verið
áhorfendur að ótrúlegu bruðli. Ráða-
menn virðast hafa nóg af almannafé
til að veita sjálfum sér kaupauka í
ýmsum myndum. Hér má t.d. nefna
það furðulega fyrirbæri að veita ráð-
herrum bónus fyrir að vera erlendis
í tíma og ótíma. Þá mætti einnig
nefna lífeyrissjóðsmál ráðherra og
þingmanna og fleiri mál sem ekki
verða tíunduð hér enda er tilgangur
þessa greinarkoms annar.
Þegar kemur að málefni er varðar
björgun úr lífsháska og flutning
sjúkra er hinsvegar lítið um aura og
málið verulega vandasamt. Nefndir
á þingi þjóðarinnar eyða miklum tíma
til að fínna lausn á þessu flókna
máli. Þingmenn koma fram í fjölmiðl-
um til að tjá sig um málið. Rauna-
svipurinn á þeim er með eindæmum
enda þung ábyrgð er þeir axla. Við
óbreyttir borgarar og þolendur kerf-
isins eru hinsvegar áhorfendur að
þessu sjónarspili og fullviss um að
þingmennirnir hljóti að vera of marg-
ir fyrst ekki er unnt að bjóða uppá
merkilegri sýningu.
Mörg nauðsynjamál eru ekki ijár-
frek og unnt að fjármagna þau ein-
faldlega með ráðdeild og aðhaldi í
rekstri og svo er einnig um þyrlumál-
ið. Við skulum t.d. líta á eftirtaldar
fjármögnunarleiðir, sem byggja á
ráðdeild og aðhaldi í æðstu stjóm
landsins:
Dæmi:
Á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar
er ákveðið að panta þegar í stað 1
stk. björgunarþyrlu með afísingar-
búnaði. Verð áætlað kr. 800.000.000
er greiðist á 12 árum. Og aðra sams-
konar þyrlu að tveim árum liðnum
með sömu kjörum. Fjármögnun þyrlu
nr. 1: Sparnaður í yfírstjórn. Þak
verði sett á fjölda ráðherra svo þeir
verði eigi fieiri en sex.
Spamaður:
Núverandi ráðherraíjöldi og að-
stoðarmenn þeirra 22. Ráðherraljöldi
í nýrri stjórn og aðstoðarmenn þeirra
12. Spamaður á stöðugildum 10.
Meðalkostnaður af hveiju starfi
áætlaður 8.000.000 kr. Spamaður
til þyrlukaupa 108.000.000 =
80.000.000 kr. p.a.
Fjármögnun þyrlu nr. 2: Spamað-
ur í þingstörfum. Þingmönnum verði
fækkað um tvo í hveiju kjördæmi.
Fjármögnun:
Núverandi þingmannafjöldi er 63.
Þingmannaijöldi eftir fækkun 47.
Spamaður á stöðugildum 16.
Meðal kostnaður af hveiju starfi
áætlaður 5.000.000 kr. Spamaður
til þyrlukaupa 165.000.000 =
80.000.000 kr. p.a.
Svo er bara að spara ennfrekar í
kerfínu og sýna meiri ráðdeild og
Vélsmiðjur
mm
ERCOLE 280 HJAKKSAGIR
RÚSCH HBS 250 BANDSAGIR
- par semgœdi oghagkvœmnifara saman...
Til afgreiðslu nú þegar
G.J.Fossberg vélaverzlun hf.
Skúlagötu 63 - Reykjavík- Símar 618560-613027
Telefax 625445
Steinar Steinsson
„Mörg- nauðsynjamál
eru ekki fjárfrek og
unnt að fjármagna þau
einfaldlega með ráð-
deild og aðhaldi í
rekstri og svo er einnig
um þyrlumálið.“
þá er unnt að gera enn fleiri góða
hluti. Gleymum þeirri hugmynd að
klóra fé uppúr happdrættismarkaðn-
um, sem fjármagnar nú þegar mörg
merkileg viðfangsefni. Manni verður
um og ó þegar landsfeðurnir fara
að seilast í happadrættisaura til að
fjármagna verkefni sem að sjálf-
sögðu falla undir sameiginlegan sjóð
landsmanna. Leyfum því fólki sem
vinnur af þegnskap og ósérhlífni að
merkum málefnum að sækja fjár-
hagslegan stuðning í happdrættisfé
án samkeppni ríkisvaldsins.
Höfundur er tæknifræðingvr.
Kaup á björg-
unarþyrlu
eftir Inga Björn
Albertsson
,Allt frá því að undirritaður tók
fyrst sæti á Alþingi hefur hann
barist fyrir því að þjóðin eignaðist
fullkomna björgunarþyrlu, útbúna
með afísingarbúnaði og meiri burð-
ar- og fluggetu en stærri þyrla
Landhelgisgæslunnar hefur.
Síðastliðinn þriðjudag steig Al-
þingi stórt skref í átt til þess að
þessi stóri draumur rættist, með
samþykkt þingsályktunartillögu
undirritaðs, um að ríkisstjórnin
skuli á árinu 1991 gera samning
um kaup á fullkominni björgunar-
þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna.
Þessa ályktun Alþingis ber ríkis-
stjóminni að virða og framkvæma,
og má því fullyrða að kaupsamning-
ur verði gerður á þessu ári.
Þessu bera að fagna.
Það er ekki ætlunin að rökstyðja
málið í þessu greinarkorni, það er
öllum ljóst hversu brýnt það er,
þessar fáu línur eru eingöngu ritað-
ar til þess að þakka þeim ijölmörgu
sem lögðu hönd á plóginn, sjómönn-
um, sjómannskonum, nemendum
Stýrimannaskólans, félögum og
ýmsum samtökum, og alveg sér-
staklega starfsmönnum Landhelg-
isgæslunnar og fleiri aðilum. An
stuðnings þeirra hefði niðurstaðan
hugsanlega orðið önnur og verri.
Höfundur er alþingismaður
Sjáifstæðisflokksins fyrir
Reykjavík.
Ingi Björn Albertsson
„Síðastliðinn þriðjudag
steig Alþingi stórt skref
í átt til þess að þessi
stóri draumur rættist,
með samþykkt þings-
ályktunartillögu undir-
ritaðs, um að ríkis-
sljórnin skuli á árinu
1991 gera samning um
kaup á fullkominni
björgunarþyrlu fyrir
Landhelgisgæsluna. “
ASTIKROSS
________Leiklist____________
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir
Thalía, leikfélag Menntaskól-
ans við Sund, sýnir Þrettánda-
kvöld eða Hvað sem þér viljið
eftir William Shakespeare.
Leiksfjóri: Hávar Siguijónsson.
Tónlist: Siguijón Axelsson og
Bjarki Marínósson.
Lýsing: Hjörleifur Jónsson og
Halldór Kristinn Júliusson.
Harmræn örlög og mikilfeng-
legar persónur eru kannski það
fyrsta sem mörgum dettur í hug
þegar þeir hugsa um Shakespe-
are; Hamlet, Macbeth, Lér kon-
ungur, Rómeó og Júlía. En kímn-
in og skopið er ekki síður aðal
þessa leikskálds allra tíma. Þess
vegna er það mjög miður ef fólk
gengur með þá grillu í kollinum
að leikrit Shakespeare séu þung
og leiðinleg og einungis ætluð
menningarvitum. Gamanleikir
Shakespeares eru margir hverjir
afburðafyndnir og skopið hefur
lítið látið á sjá í gegnum aldirnar;
það er reyndar oft stutt í skopið
í harmleikjunum enda ekki alltaf
svo langt milli hláturs og gráturs.
Þrettándakvöld eða Hvað sem
þér viljið segir frá ástum í kross
í landi sem nefnist Iliría. Orsínó
hertogi er yfir sig ástfanginn af
Ólivíu greifynju en hún hefur ný-
lega misst bróður sinn og streng-
ir þess heit í sorg sini að láta
karlkynið lönd og leið. Víóla dul-
býst sem karlmaður, Sesaríó, í
þjónustu Orsínós og ber ástarorð
hans til Ólivíu en verður sjálf hrif-
in af hertoganum. Því miður tekst
ekki betur til en að Ólavía verður
ástfangin af Sesaríó/Víólu. Til að
bæta gráu ofan á svart á Víóla
bróðir og eru þau systkinin ná-
kvæmlega eins í útliti en þau vita
ekki hvort af öðru þarna í Iliríu.
En eins og í góðri lygasögu fer
allt saman vel að lokum eftir mik-
inn misskilning, fum og fát. Gam-
ansemin felst þó ekki einungis í
sögunni sjálfri heldur ekki síður
í textanum sem er á tíðum skop-
legur í meira lagi og fullur af
skemmtilegum tilsvörum og orða-
leikjum.
Sýning krakkanna í Thalíu og
leikstjórans Hávars Sigurjónsson-
ar á Þrettándakvöldi er prýðilega
úr garði gerð og útfærslan
skemmtileg. Leikmyndin er enföld
og er lýsingin stór hluti hennar.
Aðal leiksvæðin voru á þremur
stöðum í salnum þ.e. heimili Ors-
ínós, Ólivíu og bústað Tóbíasar
sem er sukksamur frændi Ólivíu.
Vinstra megin í salnum er stigi
og á stigapallinum er heimili Ors- '
ínós. Með því að nota svona stig-
ann og pallinn kemur meira upp-
brot og líf í uppsetninguna en ella
hefði orðið ef allt hefði verið leik-
ið á sama fleti.
Leikurinn er býsna jafn og
tæpast rétt að tína þar út úr ein-
hver nöfn, reyndar sýna flestir
leikaranna góða takta og fram-
sögnin er yfirleitt með besta móti.
Sum hlutverkin eru þess eðlis að
leikararnir fá tækifæri til að
sprella dálítið og þeir nýta það
vel en alls ekki yfirgengilega.
Búningar eru fijálslegir en flestir
með rómantísku hippayfirbragði
enda geta íbúar Iliríu verið uppi
á hvaða tíma sem er.
Það þarf ekki að táka það fram
að leiklistin á öruggt athvarf í _
framhaldsskólum. Eg held að það '
sé varla til sá skóli í landinu sem
ekki á sér leikfélag með duglega
og áhugasama meðlimi. En hversu
vel nær leiklistaráhuginn út fyrir
þann hóp til hins almenna nem-
enda? Það er sjálfsagt eitthvað
misjafnt eftir sýningum og skól-
um en ég held að hann mæti að
ósekju vera meiri. Það er því
spurning hvort ekki mætti nota
þetta starf skólaleikfélaganna til
þess að kynna fyrir hinum al-
menna nemenda innviði og töfra
leikhússins. Kannski mætti taka
verkin sem sýnd eru hveiju sinni
og fjalla um þau í íslenskutímum.
Þá er um að ræða veruleika sem
er krökkunum nálægur, sköpun
sem á sér stað í þeirra eigin skóla
en ekki bara hjá viðurkenndum
stofnunum úti í bæ.
Ástin í höfn. Leikarar (talið frá vinstri): Þ. Agla Magnúsdóttir,
Pétur Örn Guðmundsson, Jónina Þórólfsdóttir og Páll L. Guð-
mundsson.