Morgunblaðið - 16.03.1991, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1991
Litið um öxl
Myndlist
BragiÁsgeirsson
Yfírlit, eða Litið um öxl, nefnist
yfirgripsmikil málverkasýning
Kjartans Guðjónssonar í Hafnar-
borg, menningarmiðstöð þeirra
Gaflara, sem opnuð var mars og
lýkur hinn sautjánda.
Hér er um að ræða úrval mynda,
sem listamaðurinn hefur sjálfur
tekið saman og spannar allan feril
hans, og að auki er hann með
aðra sýningu í gangi um leið í List-
húsi á Vesturgötu 17 hér í borg,
þar sem hann sýnir einungis nýleg
verk.
Sýningar af þessu tagi eru ekki
algengar hérlendis, enda mjög erf-
iðar og yfirleitt margra manna
verk að koma þeim saman á löng-
um undirbúningstíma. En þá þurfa
gerendur helst að gjörþekkja til
æviverks viðkomandi listamanns,
því að annars vilja útkomumar
verða æði undirfurðulegar, bera
meiri keim af þeim sem setja þær
upp og skoðunum þeirra, en lista-
manninum sjálfum.
Og þeir eru víst ekki margir
núlifandi fræðingarnir, sem gjör-
þekkja til listar Kjartans Guðjóns-
sonar, enda kom hann mörgum á
óvart með gömlu myndunum
sínum á sýningunni September —
Septem á Kjarvalsstöðum í fyrra.
En sjálfur er maðurinn vel þekkt
stærð á íslenskum myndlistarvett-
vangi og myndlistammræðu, því
að hann er vanur að setja skoðan-
ir sínar fram á fádæma hispurs-
lausan hátt, sem er nær einsdæmi
meðal hérlendra málara.
í Frans eru slíkir nefndir „en-
fant terrible", sem útleggst sam-
kvæmt orðabókinni „óhemjandi
barn“ (sem kjaftar frá einhveiju
þegar verst gegnir). Einnig loðir
þessi nafnbót iðulega við reiða
unga menn, og þá einkum af þeir
fást við listir.
íslenzka myndlistarumræðu í
dag má stundum skilgreina sem
„músina sem læðist", og rökræðu
sem hnútakast og er þá gott að
hafa heilræði dönsku heimskon-
unnar í huga, sem hún gaf Jóni
Engilberts forðum daga: „Ef þú
þarft að öskra, öskraðu þá meðal
ljóna.“
Og samkvæmt því hefðu þeir
Jón og Kjartan hvorugur átt að
ílendast á heimaslóðum, því að í
þessu Iitla landi er það stórhættu-
legt að hafa munninn fyrir neðan
nefið, eins og sagt er.
Myndlistarmenn verða að skilja
það, að þeir verða sjálfir að gefa
tilefni til heilbrigðrar, hispurs-
lausrar rökræðu á myndlistarvett-
vangi og að opinber málþing á
nokkurra ára fresti, sem enda á
glasaglaumi hjá ráðherra, hafa
nákvæmlega ekkert að segja.
Það er rökræða dagsins sem
gildir og skelegg skoðanaskipti á
opinberum vettvangi í hvert sinn
sem tilefni gefst til.
Og það er, að árum, ungum
listamönnum, til umhugsunar, að
nær sjötugur listamaður skuli gjör-
samlega slá þeim við í hressilegri
ádeilu á menn og málefni — bæði
í formála sýningarskrár og í við-
tali í Lesbók.
Látum það liggja á milli hluta,
hvort hann hafi rétt eða rangt fyr-
ir sér, en hitt er margfalt mikils-
verðara, að hann þorir að láta í
ljósi skoðanir, sem annars heyrast
hvergi nema í þröngum hópi á
kaffihúsum, öldurhúsum og annars
staðar, þar sem listamenn koma
saman, og þeir sem liggja undir
hvössum ádeilunum eru örugglega
utan sjónmáls og áheymar. Og þar
eru margir kóngar og keisarar í
ríki sínu.
þörf hjá Kjartani til að umbreyta
formunum og fara frjálslega með
það sem túlkað er. Slíkt nefnist á
fagmáli að færa í stílinn, eða jafn-
vel „stílisera“, eins og danskurinn
segir.
Frá þessu tímabili eru unggæð-
islegar en mjög fallegar myndir,
mettaðar rómantík og fyrirheitum
til lífsins. Liturinn í þeim er sam-
ræmdari og mildari en síðar varð
Rigning, olía á striga 1984, í eigu Flughótelsins í Keflavík.
Að lesa slíkt viðtal er líkast
hressilegri og ferskri golu í logn-
mollu og hitasvækju, eða v'atns-
gusu í þurrki!
Auðvitað er fjarri því að ég sé
sammála öllu því sem Kjartan seg-
ir, og lít ég t.d. allt öðrum augum
á eðli yfirlitssýninga og svo hef
ég mjög gaman af stórum mynd-
listarsýningum, en hann segir sig
vera kominn með sjónleiða eftir
55. mynd, það er þó býsna há tala
í nútímanum, en ungir virðast vera
í sömu spórum eftir 5-10 myndir
hvað marka má af sýningum
þeirra.
En hér er aðalatriðið, að skoða
einungis það sem vekur áhuga
manns eftir fyrsta hraða yfirlit. í
skógarferð skoða menn ekki öll
trén, heldur leita uppi áhugaverðar
gönguleiðir, fagra staði og unaðs-
lundi til að æja í.
Um annað ræði ég ekki hér, því
að það er annars vettvangs og
sumt af því skarar umræðu mína
á næsta Sjónmenntavettvangi í
Menningarblaðinu.
Mikilsverðast er, að það er bein-
skeyttur broddur í öllu því sem
Kjartan segir og mæli hann heill.
Á sýningunni í Hafnarborg er
mikill fjöldi mynda og teljast þær
elstu, sem eru frá stríðsárunum,
fígúratívar eins og þekkjanlegt
form mannsmyndar er skilgreint.
En frá upphafi kemur fram rík
og formin opnari og fijálslegri.
Tímabilið fram að strangflatalist-
inni, eða geometrísku abstraksjón-
inni, eins og Kjartan kýs að nefna
það, er eitthvað hið lífrænasta í
öllum ferli hans, og þótt að hann
væri undir sterkum áhrifum frá
stórstirni aldarinnar, Pablo Pic-
asso, og ýmsum öðrum, þá búa
þessar myndir iðulega yfir sterkum
persónueinkennum, sem eru ger-
andans. Er mikill skaði að Kjartan
skyldi ekki allur og óskiptur geta
einbeitt sér að málverkinu á þessu
mikilvæga þroskaskeiði, en hann
varð að afla sér skotsilfurs með
kennslu við Handíða- og myndlist-
arskólann samfara listiðkun. Var
greinarhöfundur einn þeirra sem
nutu kennslu hans á árunum
1947-49 og getur staðfest, að það
var leit að dugmeiri og fórnfúsari
kennara. Má jafnvel segja að hann
hafi gengist full mikið upp í kennsl-
unni í gegnum árin, því að þetta
er vafasamt hliðarstarf með skap-
andi vinnu, í því formi, sem það
hefur því miður þróast hér á landi.
Kjartan fann sig svo ekki í þræl-
skipulegri flatalistinni, er flæddi
yfir, og hefði átt að láta það ógert
að koma nálægt henni ásamt nær
öllum sem ánetjuðust henni hér á
landi. En þó kom fram hjá honum
mjög lífrænt tímabil í abstraktinu
upp úr árinu 1970 og á því tíma-
bili gerði hann ýmsar af sínum
stemmningaríkustu myndum.
Síðan sækir fígúran á hann aftur
og hefur verið ríkjandi þáttur í list-
sköpun hans fram á daginn í dag,
og þá oft með myndefnum úr ver-
inu. Hin gömlu myndaefni kreppu-
áranna eru hér komin aftur en í
nýjum búningi, litirnir og formin
eru öll hávaðasamari og hvellari
en í æskumyndunum og úrfærslan
staðlaðri.
Það er líkast sem að rökvís kuldi
strangflatalistarinnar hafi fylgt
listamanninum, allt frá því að hann
ánetjaðist henni, og þannig nær
hann marktækustum árangri er
ííonum tekst að tendra skynrænt
listasamspilið innra rafmögnuðu
lífí og yfírgnæfa með því rökhugs-
unina.
Kannski gerir Kjartan sér þetta
manna best ljóst sjálfur, og í ljósi
þess eru hin harkalegu ummæli
hans um þetta tímabil réttlætanleg
og hann var fyrstur manna til að
gera uppreisn gegn stefnunni á
opinberum vettvangi, var ekki
heilsað á götu í langan tíma á eft-
ir. En þetta kom frá útlandinu, svo
sem margt illt sem gott. Níðþröng
viðhorf og miðstýring, sem pólitísk
öfl notfærðu sér og beittu lista-
mönnum fyrir vagn sinn, eða
reyndu það í öllu falli, Frakka
dreymdi um alþjóðlegt mál listar-
innar, sem að sjálfsögðu átti uppr-
una sinn í Frakklandi og öll önnur
tungumál listarinnar voru dæmd
ógild um leið — hreinlega ekki til.
Svipað því að þeir neita helst með
öllu að læra önnur tungumál en
sitt eigið, og líta niður á alla sem
hafa ekki vald á því.
Eftir hinar miklu hræringar í
Evrópu á allra síðustu árum getum
við litið hlutina í öðru ljósi og
víðara samhengi, því að þær hafa
kallað fram nýtt gildismat og upp-
stokkun á fortíðinni, ekki einungis
í stjórnmálum heldur einnig í list-
um.
Við verðum að líta á bakgrunn-
inn, en ekki einungis skella skuld-
inni á það nærtækasta.
En þetta hafði slæmar afleiðing-
ar hér í einangruninni og margur
þorði bókstaflega ekki að mála
neitt þekkjanlegt á striga árum
saman og mannsmyndin var for-
dæmd. Svolítið undarlegt í ljósi
þess, að fram hefur komið að
mannslíkaminn er einhver snilldar-
legasta „geometría" sem náttúran
hefur getið af sér og leysir fyrrum
óleysanlega reiknisþraut, hvað
snertir þrískiptingu hornsins, tvö-
földun teningsins og ferskeytingu
hringsins, hin svonefndu klassísku
vandamál Forn-Grikkja. Hér eru
þannig samankomin öll helstu
frumformin, sem geometrían
gengur útfrá í einu!
Það var einkennandi við þá, sem
ánetjuðust, að þeir voru slegnir
blindu á nær allt annað í mynd-
list, sem gert var í samtíðinni og
fyrir marga er það beiskur biti að
kyngja, er litið er til baka.
Á öllum tímabilum listar sinnar
hefur Kjartan gert athyglisverð
verk, svo sem glögglega kemur
fram á þessari sýningu, en þessi
verk virðast oft spretta fram alveg
óforvarandi, en ekki eftir rökrétta
þróun eða sköpunarferli, þannig
eru það nokkrar myndir á sýning-
unni, sem skera sig úr á auga-
bragði eins og t.d. frá þroskaárun-
um: „Vor“ 1946 (5), „Kvöld í sjáv-
arþorpi“ 1947 (8), „Fjölskyldan"
1947 (10) og „Kona með spegil"
1951 (13). Seinni tíma myndir eins
og „Gnúpur" 1973 (27), „Dagmál"
1980 (35), „Rigning“ 1984 (39),
„Dökkhærða stúlkan" 1988 (52)
og „Glit“ 1963-65 (55).
Það hefur verið. haft fyrir satt,
að Kjartan gegni um margt svip-
uðu hlutverki í myndlistinni og Jón
úr Vör í Ijóðlistinni og má það
vera rétt, því að auðsæ er sam-
kennd hans með alþýðunni,
óbreyttu fólki í leik og dagsins
önn, og myndefni sitt sækir hann
óspart í vörina að segja má.
Á sýningunni eru 66 myndverk
og eru þau öll að tveim undantekn-
um unnin í olíu, en elsta myndin
er teikning frá 1944 og svo er ein
lakkmynd frá 1953.
Margir munu sakna þess að sjá
ekki markvisst úrval af teikningum
og rissum á þessum sýningum
Kjartans, en þar er hann oft í sér-
flokki. Myndasaga hans við sögu
Haralds konungs harðráða, sem
hann gerði á árunum 1955-59 og
taldi 500 riss, birtist í Þjóðviljanum
á sínum tíma og vakti mikla at-
hygli, var brautryðjandaverk og
mikið afrek. Stærri og þroskaðri
menningarheildir hefðu vísast ævi-
ráðið hann á þeim vettvangi.
Slík viðbót við sýninguna hefði
ekki einasta gert hana fjölbreýtt-
ari, heldur aukið á áhrifamátt
hennar.
Sumar myndir vilja vekja meiri
viðbrögð hjá fólki en aðrar, og
þannig varð ég meira en var við,
að hið sérkennilega málverk
„Rigning", sem er af þrem stúlkum
með regnhlífar, vakti óskipta at-
hygli við opnun sýningarinnar.
Sterk mynd og sérkennilega mál-
uð, hreinasta perla frá hendi lista-
mannsins, sem ætti hvergi heima
annars staðar en á Listasafni ís-
lands.
Málarinn Kjartan Guðjónsson
hefur nú þegar skilað dtjúgu
lífsverki, verið virkur á mörgum
vígstöðvum, og nú er hann stendur
á sjötugu, virðist hann vígreifari
en nokkru sinni fyrr og af honum
gustar eldmóður og vjlji til átaka.
Mál er að samgleðjast og minna
á sýninguna, en henni lýkur á
sunnudag.
Jakob í Stöðlakoti
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Stöðlakot við Bókhlöðustíg lætur
lítið yfir sér, þar sem það stendur
í brekkunni upp frá Lækjargötu,
með byggingar Menntaskólans í
Reykjavík handan götunnar. Því
má ætla að þrátt fyrir að þetta sé
fallegt hús og vel frágengið geri
ekki allir sér grein fyrir að innan
dyra er að,fínna,eiLt af listgalleríum
Keykjavkm', og e,U Larra þar sem
innrétting hússins tekur mið af
þessu hlutverki. Því býður Stöðiakot
upp á talsverða möguleika fyrir litl-
ar sýningar, bæði á veggjum og á
gólfí, uppi og niðri.
2. mars opnaði Jakob Jónsson
sýningu á 15 myndverkum í Stöðla-
koti, en þau eru öll unnin á pappír.
Jakob er enginn nýgræðngur í
myndlistinni, og mun þetta sjötta
einkasýning hans, en sú fyrsta var
í Bogasal.Þjóðminjasafnsins 1976.
sótti sína listmenntun til
Danmerkur, þar sem hann var í
Ny Carlsberg Glypotek 1965-67,
en fékk þá inni í Konunglegu
dönsku listaakademíunni, þar sem
hann var við nám frá 1967-71.
Verkin á sýningunni eru öll unn-
in með olíupastel og álímingum á
hvítan pappír. Um viðfangsefni
þeirra segir listamaðurinn í sýning-
arskrá: „Gestum er boðið í göngu-
ferð um landið okkar og við blasir
himinn, haf og hauður. Sú kvöð ein
fylgir boðinu, að gestir líti um-
hverfi sitt augum leiðsögumanns-
ins. Að leiðarlokum er gerður stanz
'í Hruna og stiginn dans ..."
Það er ef til yill talsverð kvöð
að ætla gestum að nota augu lista-
mannsins við skoðun umhverfisins,
því að hver hefur sínar kenndir, sem
lita nokkuð viðhorfin til þess fyrir
augu ber. En með þessu er Jakob
búinn að benda gestum í átt til sín,
og það gerir eftirleikinn við athugun
myndanna ögn viðráðanlegri.
Öll útfærsla verkanna er afar
þröngt skorðuð, þannig að hvítur
pappírinn og hugarflug áhorfand-
ans ráða mestu um útkomuna. Þó
má í öllum tilvikum fylla út í mynd-
ina frá þeim vegvísum sem listmað-
urinn gefur: „Blikur á lofti“ (nr.
3) lýsa þessu náttúrufyrirbæri vel,
og „Sól tér .sortna (Völuspá)“ (nr.
9) fyigir viðfangsefnmu á litríkan
hátt. Á svipaðan hátt nær hrynjand-
inn í „Dansinn í Hruna“ (nr. 11)
að túlka þann fræga þjóðsögulega
atburð í íslenskri sögu ágætlega.
Þó er það í einföldustu myndun-
um sem myndmálið og vinnuaðferð
listamannsins komast best til skila,
og má einkum nefna „Ein bára er
stök“ (nr. 7) sem gott dæmi um
þetta. Þar koma saman góð efnistök
og skýrt myndmál, sem stundum
hefur vikið fyrir fjölbreyttari að-
ferðum í öðrum verkum.
Sýning Jakobs Jónssonar í
Stöðlakoti stendur til sunnudagsins
17, mars,
• • ' - - - ■ ■ ’. ' * : ■