Morgunblaðið - 16.03.1991, Page 19
19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1991
SENDUM
Málþóf er réttur þingmanna
eftirHarald
Blöndal
Það er raunalegt, að forseti sam-
einaðs þings, frú Guðrún Helgadótt-
ir, skuli brigsla þeim þingmönnum,
sem notfæra sér þann rétt, er
stjórnarskráin gefur þeim, um
fjandskap við lýðræði, alþingi, þing-
ræði og íslenzku þjóðina. Enn og
aftur sannar hún, að hún er ekki
starfi sínu vaxin, — því miður.
Það vita allir, sem vilja vita, að
bæði hér á landi og í öllum öðrum
lýðræðisríkjum er það viðtekin
venja, að minnihluti beitir málþófi,
þegar honum fínnst brotinn á sér
réttur af meirihlutanum. Þetta er
hluti af þingræðislegri hefð, og er
til þess að koma í veg fyrjr, að
meirihluti flengist með mál í gegn-
um þingið af offorsi og án þess að
minnihlutanum takist að skýra
sjónarmið sín. Þetta er áratuga sið-
venja. Þetta vita allir.
Yfirleitt skiptir málþófið engu
máli, því að með skipulegum þing-
störfum er hægt að ljúka umræðum
og afgreiða mál án þess að lenda
í tímaþröng. En þegar ríkisstjórnir
draga fram á síðustu stundu að
leggja mál sín fram, m.a. vegna
innbyrðis ágreinings, lendir allt í
flækju og málin hrannast upp óaf-
greidd. Þá þýðir lítið fyrir ráðherra
að kvarta undan skilningsleysi
þingmanna, þegar þeir sjálfir eiga
sök á tímaþrönginni. Og staðreynd-
Starfsmannafélag
Reykjavíkurborgar:
Mótmæli
gegn verð-
hækkunum
AÐALFUNDUR Starfsmannafé-
lags Reykjavíkurborgar hefur
mótmælt verðhækkunum fjár-
magnskerfisins og tryggingafé-
laga og leggur áherslu á að í
næstu kjarasamningum verði
kaupmáttur launa aukinn veru-
lega.
Á yfirstandandi samningstímabili
hefur launafólk lagt sitt af mörkum
með öflugu verðlagseftirliti til að
koma verðbólgu niður og treysta
stöðugleika, segir í fréttatilkynn-
ingu frá starfsmannafélaginu. Þar
segir ennfremur að dijúgur tími
samningstímans sé eftir og launa-
fólk eigi þá kröfu á fyrirtæki og
stofnanir, bæði í einkarekstri 0g
opinberum rekstri, að verðlagi verði
haldið niðri í samræmi við markmið
kjarasamninga og að sömu skyldu
hvíli á viðsemjendum starfsmanna-
félagsins, sem er einn stærsti vinnu-
veitandi landsins.
„Það vekur athygli að mörg fyrir-
tæki og stofnanir sem búa við góð-
an fjárhag og mikla arðsemi hafa
gengið lengst í verðhækkunum. í
því sambandi er sérstaklega bent á
hávaxtastefnu fjármagnskerfisins
og óhóflegar hækkanir trygginga-
fyrirtækja að undanförnu. Aðal-
fundur St.Rv. mótmælir þessum
hækkunum sem svo augljóslega
hafa farið langt fram úr markmið-
um þeirra kjarasamninga sem gerð-
ir voru á síðasta ári og krefst þess
að þær verði teknar til endurskoð-
unar,“ segir í fréttatilkynningunni.
& Ármúla 29 símar 38640 - 686100
1». ÞORGRÍMSSON & CO
Armstrong LDFTAPLCTrUR
KOPKOPLAVT GÓLFFLÍSAR
!!§§§Í§| KORKFLÍSAR
BMF VINKLARÁTRÉ
in er sú, að þingmenn leggja sig
yfirleitt fram, jafnvel um of, til
þess að greiða fyrir málum, sem
ríkisstjórnir óska að nái fram fyrir
þinghlé eða þinglok.
Frú Guðrún Helgadóttir veit það
ósköp vel, að Hjörleifur Guttorms-
son er langorður. Hann hefur fullt
leyfi til þess að vera það. Þó held
ég að hann tali skemur en póli-
tískar fyrirmyndir frú Guðrúnar,
sjarmorinn Sjáseskú, heitinn, eða
Fidel Castró. En ef frú Guðrúnu
leiðist að hlusta á Hjörleif Gutt-
„Frú Guðrún Helgadóttir
veit það ósköp vel, að
Hjörleifur Guttormsson
er langorður. Hann hefur
fullt leyfi tii þess að vera
það. Þó held ég að hann
tali skemur en pólitískar
fyrirmyndir frú Guðrún-
ar, sjarmörinn Sjáseskú,
heitinn, eða Fidel
Castró.“
ormsson tala lengi getur hún ein-
faldlega beitt 38. gr. þingskapar-
laga og stytt umræður, enda hefur
umræðan þegar náð þremur tímum.
Leggi forseti þingsins þetta til, skal
tillagan þegar í stað lögð undir at-
kvæði. Sama rétt hafa 9 þingmenn
í sameinuðu þingi.
En það er náttúrlega ekki við því
að búast, að frú Guðrún Helgadótt-
ir kunni þingsköpin.
Höfundur er
hæstaréttarlögmadur.
Haraldur Blöndal
#/x
■ JM/fr
*K
m %' '
T
A
N
A SPEOAUZm
TREK
USA
OLL TQPP
MERKIN I DAG
Allar gerðir reiðhjóla,
varahluta og fylgihluta.
STÖÐUM
Nú bætist við ný
glæsileg verslun &
reióhjólaverkstæói í
Skeifunni 11
Reióhjolaverslunin
RAÐGREIÐSLUR
OPIÐ
LAUGARDAG
FRÁ KL. 10 - 14
SPITALASTIG 8
VIÐ OÐINSTORG
SIMI 14661
POSTKROFU UM
ALLT LAND