Morgunblaðið - 16.03.1991, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1991
21
Þórdís Alda Sigurðardóttir
Þórdís Alda í
Asmundarsal
ÞÓRDÍS Alda Sigurðardóttir
opnar sunnudaginn 17. mars kl.
14.00 sýningu í Asmundarsal við
Freyjugötu. A sýningunni verða
myndir unnar á pappír með olíuk-
rít, vatnslitum, kolum, prent-
svertu, sparsli og pressuðum vír.
Auk þess skúlptúr unnin í vír,
járni og pappa.
Þétta er önnur einkasýning Þórdís-
ar Öldu en sú fyrsta var 1987 í
Reykjavík. Síðan þá hefur hún mikið
notað vír til myndmótunar og nú
einnig yfirfært hana með þrykki á'
tvívíðan flöt.
Þórdís er fædd 1950 og býr í
Mosfellssveit. Hún nam 3 vetur í
Myndlistarskóia Reykjavíkur, 4 ár
við MHÍ og útskrifaðist þaðan úr
myndmótunardeild árið 1984. Eftir
það var hún einn vetur við nám í
Akademie der Bildénde Kunste í
Munchen.
Sýningin í Ásmundarsal ber yfir-
skriftina: Forleikur í dýrum og vírum.
Opið verður daglega frá kl. 14-18
meðan á sýningunni stendur, en það
verður aðeins í 8 daga. Síðasti sýn-
ingardagur verður pálmasunnudag
24. mars.
------------
Leikdómur
leiðréttur
í LEIKDÓMI Guðrúnar Þóru
Gunnarsdóttur um „Bræður munu
berjast" sem birtist sl. þriðjudag
var meinleg villa. Viðkomandi
kafli úr leikdómnum er réttur
þannig:
Kreppan
„Kreppan. Þetta er máttugt orð
og felur í sér dökka sögu. Fátækt
og eymd eru býsna íjarlæg okkar
daglegu lífi, sem betur fer auðvitað
og stundum mætti ætla að hún væri
bara til í útlöndum. En minningin
um þennan ömurlega tíma upp úr
1930 hefur varðveist því til eru ófáar
frásagnir og margar listagóðar um
kreppuárin hér á landi, s.s. bækur
Tryggva Emilssonar. Þá eins og nú
stóðu yfir miklir búferlaflutningar
af landsbyggðinni til höfuðborgar-
innar, menn flýðu eymd í sveit fyrir
sult á eyri. í dag er þessi tími skáld-
legur í hæsta máta, allar þessar and-
stæður: ríkir og fátækir, vinnandi
menn og atvinnulausir, borgarar og
verkalýður. Þegar þessum andstæð-
um svo lýstur saman gneistar tilfinn-
ingabálið. Allt verður sterkara en
venjulega, sársaukinn dýpri og hatrið
meira.“
♦ ♦ ♦
Tónlistarskóli Hafnarfjarðar:
Söngnemendur með
Mozartónleika
SÖNGDEILD Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar stendur fyrir Moz-
art-dagskrá í Hafnarborg sunnu-
dagskvöldið 17. mars nk. kl.
20.00. A tónleikunum koma fram
níu nemendur söngdeildarinnar
en undirleik annast kennarar og
nemendur skólans.
Fyrir hlé verður flutt Ave verum
corpus fyrir kór og strengjasveit.
Einnig ljóð, dúettar og tersettar.
Eftir hlé verða fluttar aríur og dú-
ettar úr óperum eftir Mozart, m.a.
úr Töfraflautunni og Brauðkaupi
Fígarós. Atriðin verða flutt á leik-
rænan hátt og söngvararnir verða
í búningum. Reynt verður að skapa
Mozart stemmningu í Hafnarborg
þetta kvöld m.a. mun kaffistofan
verða opin og hafa eitthvað í anda
Mozarts á boðstólum.
Eins og fyrr segir hefjast tónleik-
arnir kl. 20 næstkomandi sunnudag
og er aðgangur ókeypis.
Tveir nemendur söngdeildar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
■ FRAMBOÐSLISTI Alþýðu-
flokksins á Norðurlandi vestra
við Alþingiskosningarnar hefur ver-
ið ákveðinn. 1. Jón Sæmundur
Sigurjónsson, alþingismaður,
Siglufirði, 2. Jón Karlsson, form-
aður verkalýðsfélagsins Fram,
Sauðárkróki, 3. Steindór Haralds-
son, framkvæmdastjóri, Skaga-
strönd, 4. Agnes Gamalíelsdóttir,
formaður verkalýðsfélagsins Ár-
vakurs, Hofsósi, 5. Friðrik Frið-
riksson, skipstjóri, Hvammstanga,
6. Sigurlaug Ragnarsdóttir, full-
trúi, Blönduósi, 7. Sigurjón Guð-
bjartsson, skipstjóri, Skagaströnd,
8. Gyða Ölvisdóttir, hjúkrunar-
fræðingur, Blönduósi, 9. Guð-
mundur Davíðsson, kaupmaður,
Siglufirði, 10. Helga Hannesdótt-
ir, verslunarmaður, Sauðárkróki.
Frumsýning
á KAM - innréttingum í Metró!
KAM - eldhús- og baðinnréttingar, innihurðir og fata-
skápar.
KAM - innréttingar eru vönduð íslensk framleiðsla á
ótrúlega góðu verði.
KAM - er ný lína f innréttingum, sem aðeins fœst í
Metró.
KAM - innréttingar eru smíðaðar í einingakerfi, svo þú
rœður hve stórar þœr eru. Þú getur Ifka látið
sérsmíða KAM - innréttingarnar.
KAM - innréttingar fást f mörgum litum og mörgum
viðartegundum.
Munið hin frábœru kjör hjá BYGGINGAVELTUNNI,
þar sem unnt er að skipta greiðslum niður á
langan tíma, og láta þannig drauminn um
fallegra heimili rœtast.
INNRETTINGAR
Verið velkomin í Metró því
sjón er sögu ríkari.
M
MHTBÖ
nvHini
ALFABAKKA 16-109 REYKJAVlK - SlMI 670050