Morgunblaðið - 16.03.1991, Side 26
26
MOKGUNBLABIÐi MUGARDAGURí MJ 'M'ARZ i 1991
Helmingi minni loðnuafli en á síðustu vertíð;
Utflutningsverðmæt-
ið 2,4 milljarðar kr.
LOÐNUAFLI 32ja íslenskra skipa er um 288 þúsund tonn í vetur,
þar af um 84 þúsund tonn á haustvertíðinni. Útflutningsverðmæti
aflans er um 2,4 milljarðar króna, eða um helmingi (100%) minna
en útflutningsverðmæti loðnuaflans á síðustu vertíð. Úr þessu^i 281
þúsund tonnum fást um 50 þúsund tonn af mjöli fyrir 1.540 mdljón-
ir króna og um -25 þúsund tonn af lýsi fyrir 473 milljónir, eða sam-
tals um 2 milljarðar, sem er rúmlega 2 milljörðum minna en útflutn-
ingsverðmæti loðnumjöls og -lýsis á síðustu vertíð.
Á þessari vertíð hafa verið fryst kvóta Grænlendinga. Eftir áramót-
hér um 2.600 tonn af loðnuhrognum
fyrir um 360 milljónir króna, eða
um 138,60 fyrir kílóið. Þar af eru
um 200 tonn sjófryst um borð í
Grindvíkingi GK og um 300 tonn
fryst hjá íslenskum sjávarafurðum
hf. íslendingar fá 330 jen fyrir kíló-
ið, eða 15 jenum minna en í fyrrá,
en Norðmenn selja Japönum loðnu-
hrogn fyrir 14 norskar krónur kíló-
ið, eða 129,50 íslenskar krónur. Þá
voru heilfryst hér 130 tonn af loðnu
í vetur fyrir um 7 milljónir króna,
eða 55,70 krónur kílóið. Japanir
vildu hins vegar kaupa héðan allt
að 4 þúsund tonn af loðnuhrognum
og 820 tonn af heilfrystri loðnu.
Á síðustu vertíð voru framleidd
hér 2.233 tonn af loðnuhrognum
fyrir um 255 milljónir króna og
2.133 tonn af heilfrystri loðnu fyrir
um 105 milljónir króna. Á þessari
vertíð var loðna einungis heilfryst
á Neskaupstað og í Eyjum en loðnu-
hrogn voru fryst í Reykjavík,
Njarðvík, Keflavík, Grindavík,
Vestmannaeyjum, á Reyðarfírði,
Eskifirði, Neskaupstað, Þórshöfn, í
Bolungarvík og á Akranesi.
Nú fást 290 sterlingspund, eða
30.800 krónur, fyrir tonnið af mjöli
og 330 bandaríkjadalir, eða 18.900
krónur fyrir tonnið af lýsi. í haust
voru framleidd hér 15 þúsund tonn
af loðnumjöli fyrir 462 milljónir
króna og 12 þúsund tonn af loðnu-
lýsi fyrir 227 milljónir króna.
íslensk skip veiddu 83.654 tonn
af loðnu í haust og þar af veiddi
Júpiter RE 2.744 tonn af loðnu-
in fengu 9 íslensk skip að veiða
samtals 21.980 tonn af loðnu sem
greiðslu fyrir loðnuleit og 13. febrú-
ar síðastliðinn fengu 43 íslensk
skip samtals 182.028 tonna loðnu-
kvóta en 45 íslensk skip fengu
loðnukvóta á þessari vertíð.
í haust veiddu norsk skip 23.060
tonn af eigin loðnukvóta í okkar
lögsögu og færeysk skip 4.530 tonn
af loðnukvóta Grænlendinga. Sam-
tals veiddu því íslensk, norsk og
færeysk skip 315.252 tonn af loðnu
hér í vetur. Loðnukvóti íslendinga
var 284.918 tonn, eða 90,4% af
heildarkvótanum, loðnukvóti Norð-
manna 7,3% og Grænlendinga 2,3%.
Loðnukvóti Norðmanna má vera
allt að 11% af heildarkvótanum og
loðnukvóti Grænlendinga 11%.
í ár hefur verið tekið á móti 25
þúsund tonnum af loðnu á Neskaup-
stað og Eskifírði, 23.500 tonnum
hjá FES í Eyjum, 23 þúsund tonnum
hjá FIVE í Eyjum, 14 þúsund tonn-
um á Akranesi og Siglufírði, 13
þúsund tonnum í Grindavík, 12
þúsund tonnum á Þórshöfn, 11.600
tonnum í Reykjavík, 11 þúsund
tonnum í Bolungarvík, 7 þúsund
tonnum hjá Hafsfld á Seyðisfírði,
5.800 tonnum hjá Sfldarverksmiðj-
um ríkisins á Reyðarfírði, 5 þúsund
tonnum í Njarðvík, 4.800 tonnum
á Vopnafírði, 4.300 tonnum í Sand-
gerði, 2.800 tonn hjá SR á Seyðis-
fírði, 2.700 tonnum á Akureyri,
2.400 tonnum á Raufarhöfn og
1.050 tonnum á Höfn í Homafirði.
Gunnar Birgisson um Þjóðhagsstofnun:
Er ekki í tengslum
við raunveruleikann
Á AÐALFUNDI Verktakasam-
bands íslands, sagði Gunnar Birg-
isson fráfarandi formaður sam-
takanna, að embættismenn Þjóð-
hagsstofnunar væru úr tenglsum
við raunveruleikann þegar þeir
héldu því fram að ástæðulaust sé
að flýta opinberum framkvæmd-
um, eftir að ljóst varð að virkjun-
arframkvæmdum vegna álvers
verði frestað. Davíð Oddsson
borgarstjóri, sagði að enn hefði
ekki verið tekin ákvörun um röð-
un verkefna á vegum borgarinnar
eða hvort þeim verði flýtt.
í ræðu Gunnars Birgissonar kom
fram, að stjórn Verktakasambands-
ins hefði lagt til við forsætisráðherra
og borgargstjóra að vegna seinkunar
á framkvæmdum vegna byggingu
álvers yrði opinberum framkvæmd-
um flýtt á árið 1991. Þannig mætti
tryggja næga atvinnu og mæta þeim
margvíslegu neikvæðu áhrifum sem
annars kæmu fram.
Sagði Gunnar, að í umsögn Þjóð-
hagsstofnunar um tillöguna sem
unnin var fyrir forsætisráðherra
kæmi fram að stofnunin gæti ekki
mælt með því að hið opinbera stæði
fyrir að framkvæmdum yrði flýtt á
árinu, þar sem búið væri að móta
efnahagsstefnuna á grundvelli áætl-
ana sem ekki gerðu ráð fyrir virkj-
anaframkvæmdum vegna álvers á
þessu ári. Jafnframt hafí Þjóðhags-
stofnun bent á að atvinnuástandið
sé í jafnvægi um þessar mundir og
að ekkert útlit sé fyrir að það versni
þegar á árið líður.
„Svo virðist sem hinir ágætu emb-
ættismenn sem þarna hafa lagt mat
á ástand og horfur í atvinnumálum
séu úr tengslum við raunveruleikann
eins og svo oft áður,“ sagði Gunnar,
sem sagði ástæðu til að benda á að
þegar væru umsóknir skólafólks um
vinnu hjá verktökum í sumar orðnar
fleiri en menn muna eftir í seinni
tíð og færi þeim ört fjölgandi.
Símamynd/Carol Powers Hvíta húsinu
Hópurinn í Hvíta húsinu. Krjúpandi frá vinstri eru Valdís Ásgeirsdóttir, Elsa Grétarsdóttir, Val-
geir Kjartansson og Heiðar Bjarnason. Standandi frá vinstri eru Lára Margrét Ragnarsdóttir, farar-
stjóri, Sveinn Sveinsson, Ólafur Stephensen, fararsljóri, Sigríður Árnadóttir, Sigurjón Ásbjörnsson,
fararstjóri, Dögg Mósesdóttir, Reynir Reynisson, Svanborg Kjartansdóttir, vinningshafinn, Kolbrún
Reynisdóttir, kennari, Barbara Bush, forsetafrú, Hermann Þórsson, Ragnheiður Þórarinsdóttir,
kennari, Margrét Níelsdóttir, Haildóra Guðmundsdóttir, móðir Svanborgar, Sigmar Eyjólfsson og
Dóra Haraldsdóttir, umboðsmaður Flugleiða í Grundarfirði.
Grunnskólanemar úr Grundarfirði:
Heimsóttu Hvíta húsið
og hittu Barböru Bush
Keflavík.
„ÞAÐ var mest gaman að koma í Hvíta húsið og hitta forseta-
frúna Barböru Bush og svo fengum við að klappa liundum
þeirra,“ sagði Sigurborg Kjartansdóttir í 7. bekk Eyrarskóla
í Grundarfirði sem bauð bekkjarsystkinum sínum í 4 daga
ævintýraferð til Bandaríkjanna. Ferðin var verðlaun í spurn-
ingakeppni um Leif heppna og tengsl íslands og Bandaríkj-
anna sem Íslensk-ameríska félagið stóð að í tilefni af 50 ára
afmæli þess í október sl. Allir nemendur í 5.-10. bekk í grunn-
skólum landsins tóku þátt í spurningakeppninni. Meira en 6.000
rétt svör bárust og hafði Sigurborg heppnina með sér þegar
dregið var um ferðina úr réttum lausnum.
Flogið var til Baltimore á
mánudag og daginn eftir skoðuðu
börnin m.a. höfnina þar sem þau
fóru um borð í gamlan kafbát frá
síðari heimsstyijöldinni sem þar
er til sýnis og kom nafn hans
kunnuglega fyrir því hann heitir
Torsk. Daginn eftir var svo hald-
ið til Washington þar sem Hvíta
húsið var heimsótt og tók forset-
afrúin, Barbara Bush, á móti
börnunum. Þau færðu forseta-
frúnni að gjöf fyrsta eintakið af
fallegri bók um sögu íslensk-
ameríska félagsins í 50 ár sem
áritað var af forseta íslands, Vig-
dísi Finnbogadóttur. Þá var
snæddur hádegisverður í boði ís-
lensku sendiherrahjónanna í
Washington og loks var hið
fræga flugminjasafn borgarinnar
skoðað.
Með börnunum fóru þrír full-
trúar íslensk-ameríska félagsins
sem fararstjórar, Ólafur
Stephensen formaður, Lára
Margrét Ragnarsdóttir og Sigur-
jón Ásbjömsson. Auk þess var
móðir Sigurborgar með í ferðinni
og umsjónarkennari bekkjarins.
BB
Ferðakynning í Kringlunni
Morgunblaðið/K.C
í dag verða tólf stærstu ferðaskrifstofur landins með ferðakynningu í Kringlunni. Kynningin hófst í gær
og líkur í dag. Hún er opin milli klukkan 10 og 16.
Miljo 91:
700 hafa
skráð sig
UM 700 þátttakendur hafa nú
skráð sig á norrænu umhverfis-
fræðsluráðstefnuna Miljo 91, sem
haldin verður í Reykjavík 12.-14.
júní næstkomandi. Auk þessara
700 taka um 150 manns þátt í
undirbúningi, flestir íslendingar.
Frá hverju hinna Norðurland-
anna koma 125 þátttakendur,
nema frá Noregi. Norðmenn fóru
fram á aukinn kvóta og senda
300 manns.
Miljo 91 verður haldin í Haga-
skóla og Melaskóla. Á ráðstefnu-
svæðinu verður umfangsmikil sýn-
ing, þar sem skólum, dagvistar-
heimilum, stofnunum, félagasam-
tökum og fyrirtækjum gefst kostur
á að sýna hvað þau leggja af mörk-
um til umhverfísfræðslu. Sýningin
verður öllum opin, að því er segir í
fréttatilkynningu frá menntamála-
ráðuneytinu.