Morgunblaðið - 16.03.1991, Síða 37
■ LEIKSÚPAN, leiklistar-
klúbbur Fjölbrautaskólans við
Armúla, frumsýnir leikritið Leitin
að týnda Hafnarfjarðarbrandaran-
um, öðru nafni Sniðuga leikritið
eftir Valgeir Skagfjörð, næstkom-
andi mánudagskvöld í hátíöasal
Fjölbrautaskóians við Ármúla. Sýn-
ingin hefst kl. 20.00. Næstu sýning-
ar verða þriðjudaginn 19. mars og
miðvikudaginn 20. mars á sama
stað. Leikstjóri sýningarinnar er
Ása Helga Ragnarsdóttir og leik-
myndahönnuður Edda Hrönn
Atladóttir. Leitin að týnda Hafnar-
fjarðarbrandaranum er revía í létt-
um dúr, með söng, glensi og gríni.
■ DÝRFIRÐINGAFÉLAGIÐ í
Reykjavík heldur árlegan kaffidag
félagsins í Bústaðakirkju, sunnu-
daginn 17. mars. Hefst hann eftir
messu í kirkjunni kl. 14 ogkaffiveit-
ingum í samkomusal kirkjunnar að
lokinni messu. Ailir velunnarar fé-
lagsins og Dýrafjarðar eru vel-
komnir og þeir sem eru 65 ára og
eldri eru sérstaklega boðnir. Stjórn
félagsins væntir þess að fá að sjá
sem flesta á þessum kaffidegi.
■ VEITINGAHÚSft) Jónatan
Livingston Mávur hefur bryddað
upp á þeirri nýbreytni að vera með
skelfískveislu á sunnudags- og
mánudagskvöldum. Þá verður boðið
uppá ýmsar skelfísktegundir svo
sem: Nýjan krækling, grillaðan
humar, úthafsrækju, kóngakrabba,
hörpudisk, beitukóng og fleira. Lif-
andi tónlist mun verða leikin á þess-
um kvöldum og verða það aðallega
lög sem tengjast sjónum. Sunnu-
daginn 17. og mánudaginn 18.
munu Pálmi Sigurhjartarson og
Sigurður Jónsson spila á píanó og
saxafón. Jónatan Livingston Mávur
er á Tryggvagötu 4-6 og er opið
frá kl. 12.00-28.30 virka daga og
frá kl. 17.30-23.30 um helgar.
■ YFIRLITSSÝNING á verkum
Kjartans Guðjónssonar er í Hafn-
arborg, menningar- og listastofnun
Hafnarfjarðar. Á sýningunni eru
um 60 olíumálverk. Sýningin
spannar hálfrar aldar feril lista-
mannsins. Síðasta sýningarhelgi.
■ LEIGJENDASAMTÖKIN
hafa flutt starfsemi sína í Alþýðu-
húsið, Hverfisgötu 8-10, 4. hæð
(inngangur frá Ingólfsstræti).
Þangað getur fólk leitað á skrif-
stofutíma eftir upplýsingum og fé-
lagsmenn hvers konar aðstoð við
að ná rétti sínum, ef á þá er hallað
í leigumálum. Einnig reyna Leigj-
endasamtökin að útvega félags-
mönnum húsnæði, eftir því sem
hægt er.
Loks telur áfrýjandi að skuldabréf
það sem stefni Samvinnusjóður ís-
lands hf. gaf út og mál þetta er
sprottið af, hafí falið í sér loforð um
að verðbætur yrðu miðaðar við hina
eldri útreikningsaðferð, svo sem lög-
mæt hafi verið á útgáfudegi bréfs-
ins. Þurfi áfrýjandi ekki að hlíta
breytingu á þessu.
Áuglýsing nr. 19/1989 fjallaði um
hluta af efnahagsstefnu ríkisstjórnar
landsins og hafði lagastoð, samanber
framanskráð. Hún varðaði ekki höf-
uðstól skuldabréfsins, sem áfrýjandi
átti, heldur aðferð við útreikning
verðbóta, en um það atriði hefur
gengið á ýmsu og hefur meðal ann-
ars verið ákveðið í lögum að tak-
marka heimildir til' samninga um
verðbætur, samanber til dæmis lög
nr. 71/1966 um verðlryggingu fjár-
skuldbindinga sem þó rýmkuðu eldri
heimildir. Reglurnar í auglýsingu nr.
19/1989 eru almenns eðlis og verður
eigi jafnað til eignaupptöku. Verður
áfrýjandi að hlíta þeim eins og aðrir
sem hafa hagsmuni af verðbóta-
ákvörðunum og getur ekki byggt á
ákvæðum skuldabréfsins til að fá
kröfum sínum framgengt hjá dóm-
stólum.
Samkvæmt þessu ber að staðfesta
héraðsdóminn.
Rétt er að málskostnaður fyrir
Hæstarétti falli niður.
Dómsorð:
Hinn áfrýjaði dómur er staðfest-
ur. Málskostnaður fyrir Hæstarétti
fellur niður.
1001 KÍIAM .91 aUxOAaRADUAJ aiQAJaHUDÍIOM
MORGUNBLAÐID LAUOARDAGUR-Ht. MARZ 1991
■ NORRÆNA IIÚSIÐ verður
með kynningu á finnskum bókum
í fundarsal laugardaginn 16. mars
kl. 16.00. Timo Karlsson sendi-
kennari kynnir bækur sem komu
út í Finnlandi 1990 og gestur á
bókakynningunni verður Kjell
Westö rithöfundur. Með þessari
bókakynningu hefst finnsk menn-
ingarvika og verða finnskar kvik-
myndir sýndar í Háskólabíói frá
laugardegi 16. mars til föstudagsins
22. mars. Auk þess verður dagskrá
í Norræna húsinu, Hótel Borg, á
Akureyri og Akranesi.
■ OPINN fundur verður haldinn
laugardaginn 16. mars kl. 14.00
með dr. Eugene Makhlouf á
Kornhlöðuloftinu, Bankastræti
2. Hann mun fjalla um stöðu mála
að afloknu Persaflóastríði, ástandið
á herteknu svæðunum, Intifada og
möguleika Palestinumanna á að
hrinda hernám á þeirra landi. Dr.
Makhlouf er sendifulltrúi Frelsis-
samtaka Palestínu (PLO), með að-
setur í Stokkhólmi. Hann kemur til
íslands í boði félagsins ísland-
Palestína. Hann kom fyrst til ís-
lands fyrir 3 árum. Dr. Makhlouf
mun eiga fundi með stjórnvöldum,
þingmönnum og öðrum sem áhuga
hafa á málefnum Palestínumanna.
■ DR. Gt/DRLWKvaran orðabó-
karritstjóri flytur þriðjudaginn 19.
mars nk. fyrirlestur á vegum ís-
ienska máífræðifélagsins. Fyrir-
lesturinn sem nefnist Konráð Gísl-
ason málfræðingur og orðabóka-
höfundur verður fluttur í stofu 101
í Lögbergi og hefst kl. 17.15.
■ NÝR SKÍÐASKÁLI í Bláfjöll-
um verður formlega tekinn í notkun
laugardaginn 16. mars. Það eru
Kópavogskaupstaður og skíða-
deild Breiðabliks sem hafa staðið
að byggingu hans. Skálinn heitir
Breiðablik — Skíðamiðstöð Kópa-
vogs. Hönnuðir að mannvirkinu,
sem er einingahús frá Þín hf., eru
þeir Jóhannes Pétursson verk-
fræðingur og Sigurður Sigurðs-
son tæknifræðingur. Húsið er á
þremur hæðum, kjallari, hæð og
svefnloft, samtals að flatarmáli um
700 fm. Áætlaður kostnaður við
byggingu skálans eru tæpar 40
milljónir í dag. í skálanum er gert
ráð fyir að hægt sé að taka á móti
hópum, allt að 100 manns i einu í
gistingu, jafnframt því sem hægt
er að anna daglegum heimsóknuin
minni hópa og einstaklinga. Rekst-
ur skálans verður í höndum skíða-
deildar Breiðabliks.
Hlíf Sigurjónsdóttir
■ FIÐL ULEIKARINN Hlíf Sig-
urjónsdóttir og gítarleikarinn Sím-
on H. ívarsson lialda tónleika
þriðjudagskvöldið 19. mars kl.
20.30 í Nýja Safnaðarheimilinu í
samvinnu við Tónlistarskóla
Húsavikur. Einnig munu þau halda
námskeið fyrir nemendur Tónlistar-
skólans fyrir tónleikana. Fiðla og
gítar heyrast ekki oft saman hér á
landi, en hafa verið nátengd hvort
öðru í gegnum sögu tónlistarinnar.
Hér gefur því að heyra fjölbreytta
Símon Ii. ívarsson
tónlist frá ólíkum tímabilum, en á
efnisskránni eru m.a. verk eftir
Hándel, Beethoven, Paganini,
Sarasate, Gunnar Reyni Sveins-
son og Albeniz. Á tónleikunum er
reynt að breyta út frá hinu hefð-
bundna tónleikaformi m.a. með því
að nemendur Tónlistarskólans taki
þátt í tónleikunum og einnig verður
kaffi á boðstólum og gefst tónleika-
gestum þá tækifæri til að ræða við
flytjendur.
býður fjölbreytt úrval fjallahjóla,
sem öll keppa til vinnings.
Þau eru létt, sterkbyggö og með góðum
bremsu - og gírabúnaði, sem stenst alla
samkeppni.
v
Þab eitt er víst, a& þú verbur ekki skilinn
eftir ó hjóli fró okkur!
GAP
OPIÐ LAUGARDAGA 1000 - 1600
G.Á. Pétursson hf
Nútíðinni Faxafeni 14, sími 68 55 80
t K K lUUJiÍ——-
Raðgrelðslur