Morgunblaðið - 16.03.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.03.1991, Blaðsíða 37
■ LEIKSÚPAN, leiklistar- klúbbur Fjölbrautaskólans við Armúla, frumsýnir leikritið Leitin að týnda Hafnarfjarðarbrandaran- um, öðru nafni Sniðuga leikritið eftir Valgeir Skagfjörð, næstkom- andi mánudagskvöld í hátíöasal Fjölbrautaskóians við Ármúla. Sýn- ingin hefst kl. 20.00. Næstu sýning- ar verða þriðjudaginn 19. mars og miðvikudaginn 20. mars á sama stað. Leikstjóri sýningarinnar er Ása Helga Ragnarsdóttir og leik- myndahönnuður Edda Hrönn Atladóttir. Leitin að týnda Hafnar- fjarðarbrandaranum er revía í létt- um dúr, með söng, glensi og gríni. ■ DÝRFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík heldur árlegan kaffidag félagsins í Bústaðakirkju, sunnu- daginn 17. mars. Hefst hann eftir messu í kirkjunni kl. 14 ogkaffiveit- ingum í samkomusal kirkjunnar að lokinni messu. Ailir velunnarar fé- lagsins og Dýrafjarðar eru vel- komnir og þeir sem eru 65 ára og eldri eru sérstaklega boðnir. Stjórn félagsins væntir þess að fá að sjá sem flesta á þessum kaffidegi. ■ VEITINGAHÚSft) Jónatan Livingston Mávur hefur bryddað upp á þeirri nýbreytni að vera með skelfískveislu á sunnudags- og mánudagskvöldum. Þá verður boðið uppá ýmsar skelfísktegundir svo sem: Nýjan krækling, grillaðan humar, úthafsrækju, kóngakrabba, hörpudisk, beitukóng og fleira. Lif- andi tónlist mun verða leikin á þess- um kvöldum og verða það aðallega lög sem tengjast sjónum. Sunnu- daginn 17. og mánudaginn 18. munu Pálmi Sigurhjartarson og Sigurður Jónsson spila á píanó og saxafón. Jónatan Livingston Mávur er á Tryggvagötu 4-6 og er opið frá kl. 12.00-28.30 virka daga og frá kl. 17.30-23.30 um helgar. ■ YFIRLITSSÝNING á verkum Kjartans Guðjónssonar er í Hafn- arborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Á sýningunni eru um 60 olíumálverk. Sýningin spannar hálfrar aldar feril lista- mannsins. Síðasta sýningarhelgi. ■ LEIGJENDASAMTÖKIN hafa flutt starfsemi sína í Alþýðu- húsið, Hverfisgötu 8-10, 4. hæð (inngangur frá Ingólfsstræti). Þangað getur fólk leitað á skrif- stofutíma eftir upplýsingum og fé- lagsmenn hvers konar aðstoð við að ná rétti sínum, ef á þá er hallað í leigumálum. Einnig reyna Leigj- endasamtökin að útvega félags- mönnum húsnæði, eftir því sem hægt er. Loks telur áfrýjandi að skuldabréf það sem stefni Samvinnusjóður ís- lands hf. gaf út og mál þetta er sprottið af, hafí falið í sér loforð um að verðbætur yrðu miðaðar við hina eldri útreikningsaðferð, svo sem lög- mæt hafi verið á útgáfudegi bréfs- ins. Þurfi áfrýjandi ekki að hlíta breytingu á þessu. Áuglýsing nr. 19/1989 fjallaði um hluta af efnahagsstefnu ríkisstjórnar landsins og hafði lagastoð, samanber framanskráð. Hún varðaði ekki höf- uðstól skuldabréfsins, sem áfrýjandi átti, heldur aðferð við útreikning verðbóta, en um það atriði hefur gengið á ýmsu og hefur meðal ann- ars verið ákveðið í lögum að tak- marka heimildir til' samninga um verðbætur, samanber til dæmis lög nr. 71/1966 um verðlryggingu fjár- skuldbindinga sem þó rýmkuðu eldri heimildir. Reglurnar í auglýsingu nr. 19/1989 eru almenns eðlis og verður eigi jafnað til eignaupptöku. Verður áfrýjandi að hlíta þeim eins og aðrir sem hafa hagsmuni af verðbóta- ákvörðunum og getur ekki byggt á ákvæðum skuldabréfsins til að fá kröfum sínum framgengt hjá dóm- stólum. Samkvæmt þessu ber að staðfesta héraðsdóminn. Rétt er að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er staðfest- ur. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. 1001 KÍIAM .91 aUxOAaRADUAJ aiQAJaHUDÍIOM MORGUNBLAÐID LAUOARDAGUR-Ht. MARZ 1991 ■ NORRÆNA IIÚSIÐ verður með kynningu á finnskum bókum í fundarsal laugardaginn 16. mars kl. 16.00. Timo Karlsson sendi- kennari kynnir bækur sem komu út í Finnlandi 1990 og gestur á bókakynningunni verður Kjell Westö rithöfundur. Með þessari bókakynningu hefst finnsk menn- ingarvika og verða finnskar kvik- myndir sýndar í Háskólabíói frá laugardegi 16. mars til föstudagsins 22. mars. Auk þess verður dagskrá í Norræna húsinu, Hótel Borg, á Akureyri og Akranesi. ■ OPINN fundur verður haldinn laugardaginn 16. mars kl. 14.00 með dr. Eugene Makhlouf á Kornhlöðuloftinu, Bankastræti 2. Hann mun fjalla um stöðu mála að afloknu Persaflóastríði, ástandið á herteknu svæðunum, Intifada og möguleika Palestinumanna á að hrinda hernám á þeirra landi. Dr. Makhlouf er sendifulltrúi Frelsis- samtaka Palestínu (PLO), með að- setur í Stokkhólmi. Hann kemur til íslands í boði félagsins ísland- Palestína. Hann kom fyrst til ís- lands fyrir 3 árum. Dr. Makhlouf mun eiga fundi með stjórnvöldum, þingmönnum og öðrum sem áhuga hafa á málefnum Palestínumanna. ■ DR. Gt/DRLWKvaran orðabó- karritstjóri flytur þriðjudaginn 19. mars nk. fyrirlestur á vegum ís- ienska máífræðifélagsins. Fyrir- lesturinn sem nefnist Konráð Gísl- ason málfræðingur og orðabóka- höfundur verður fluttur í stofu 101 í Lögbergi og hefst kl. 17.15. ■ NÝR SKÍÐASKÁLI í Bláfjöll- um verður formlega tekinn í notkun laugardaginn 16. mars. Það eru Kópavogskaupstaður og skíða- deild Breiðabliks sem hafa staðið að byggingu hans. Skálinn heitir Breiðablik — Skíðamiðstöð Kópa- vogs. Hönnuðir að mannvirkinu, sem er einingahús frá Þín hf., eru þeir Jóhannes Pétursson verk- fræðingur og Sigurður Sigurðs- son tæknifræðingur. Húsið er á þremur hæðum, kjallari, hæð og svefnloft, samtals að flatarmáli um 700 fm. Áætlaður kostnaður við byggingu skálans eru tæpar 40 milljónir í dag. í skálanum er gert ráð fyir að hægt sé að taka á móti hópum, allt að 100 manns i einu í gistingu, jafnframt því sem hægt er að anna daglegum heimsóknuin minni hópa og einstaklinga. Rekst- ur skálans verður í höndum skíða- deildar Breiðabliks. Hlíf Sigurjónsdóttir ■ FIÐL ULEIKARINN Hlíf Sig- urjónsdóttir og gítarleikarinn Sím- on H. ívarsson lialda tónleika þriðjudagskvöldið 19. mars kl. 20.30 í Nýja Safnaðarheimilinu í samvinnu við Tónlistarskóla Húsavikur. Einnig munu þau halda námskeið fyrir nemendur Tónlistar- skólans fyrir tónleikana. Fiðla og gítar heyrast ekki oft saman hér á landi, en hafa verið nátengd hvort öðru í gegnum sögu tónlistarinnar. Hér gefur því að heyra fjölbreytta Símon Ii. ívarsson tónlist frá ólíkum tímabilum, en á efnisskránni eru m.a. verk eftir Hándel, Beethoven, Paganini, Sarasate, Gunnar Reyni Sveins- son og Albeniz. Á tónleikunum er reynt að breyta út frá hinu hefð- bundna tónleikaformi m.a. með því að nemendur Tónlistarskólans taki þátt í tónleikunum og einnig verður kaffi á boðstólum og gefst tónleika- gestum þá tækifæri til að ræða við flytjendur. býður fjölbreytt úrval fjallahjóla, sem öll keppa til vinnings. Þau eru létt, sterkbyggö og með góðum bremsu - og gírabúnaði, sem stenst alla samkeppni. v Þab eitt er víst, a& þú verbur ekki skilinn eftir ó hjóli fró okkur! GAP OPIÐ LAUGARDAGA 1000 - 1600 G.Á. Pétursson hf Nútíðinni Faxafeni 14, sími 68 55 80 t K K lUUJiÍ——- Raðgrelðslur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.