Morgunblaðið - 16.03.1991, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1991
Borgarneskirkja:
Kvöldstund með Mozart
Reykjavíkurkvartettinn held-
ur nk. þriðjudagskvöld 19. mars
kl. 21.00 tónleika í Borgarnes-
kirkju á vegum Tónlistarfélags
Borgarfjarðar.
Meðlimir í Reykjavikurkvartett-
■ NEMENDVR Söngskólans í
Reykjavík munu standa fyrir köku-
basar laugardaginn 16. febrúar í
Blómavali, Sigtúni. Þetta er gert
í fjáröflunarskyni til kaupa á mynd-
bandstökuvél og skjá fyrir skólann,
-^en þessi kennslutæki hefur sárlega
vantað hingað til. Basarinn stendur
frá kl. 13.00-16.00 og á því tíma-
bili verður boðið upp á söngatriði
sem nemendur og undirleikarar
þeirra flytja.
(Fréttatilkynning)
■ FUNDUR um skólamál verður
haldinn laugardaginn 16. mars kl.
14 í Súlnasal Hótels Sögu. Fram-
bjóðendur til alþingiskosninga
munu hafa þar stutta framsögu og
segja frá stefnu flokkanna í skóla-
málum. Á eftir verða almennar
umræður. Til fundarins boða Kenn-
arafélag Reykjavíkur, Samband
sérskóla, Félag tónlistarskóla-
kennara og Samtök foreldra- og
J^kennarafélaga.
UM HELGINA verður kynning-
arstarf á vegum Nýju postula-
kirkjunnar á íslandi.
Guðsþjónusta verður haldin á
sunnudag kl. 11.00, en biskup kirkj-
Tinnar hér á landi, Karlheinz
Schumacher, mun þjóna. Á laugar-
dagskvöld kl. 20.00 og á sunnudag
kl. 16.00 verða haldnir tónleikar
með kór og strengjahljómsveit trú-
systkina frá Bremen og nágrenni.
Gestir eru boðnir velkomnir á
ofangreindar samkomur sem haldn-
ar eru í kirkjusal Nýju Postulakirkj-
unnar Háaleitisbraut 58-60, 2. hæð.
Á laugardaginn verður í Kola-
portinu kynningarbás þar sem gest-
um gefst tækifæri á að taka kynn-
inum eru: Rut Ingólfsdóttir, Zbigni-
ew Dubik, Guðmundur Kristmunds-
son og Inga Rós Ingólfsdóttir. Auk
þeirra koma fram að þessu sinni
þeir Martial Nardeau flautuleikari
og Kristján Stephensen óbóleikari.
Tónlistarfélagið fer ekki ein-
göngu troðnar slóðir í starfi sínu,
en reynir að skapa sem mest aðlað-
andi stemmningu með sérstæðu
tónleikahaldi. Er verið að reyna að
koma meira til móts við þá mörgu
tónlistarunnendur sem vilja tónlist
sem lætur kunnuglega og þýðlega
í eyrum. Tónleikar þeir sem hér um
ræðir eru blanda af bókmenntum
og tónlistarflutningi. Mun Gunnar
Eyjólfsson leikari leggja hljóðfæra-
leikurunum lið með upplestri úr
bréfum þeim sem eftir Mozart
liggja, en þau þykja með fallegustu
perlum sögunnar.
Hér mun á allan hátt leitast við
að kynna Mozart svo að flestum
líki. Á efnisskránni verður meðal
annars Eine kleine Nachtmusik,
sem flestir þekkja.
Næsta verkefni tónlistarfélagsins
á þessu starfsári eru árvissir tón-
leikar listamanna úr heimahéraði á
sumardaginn fyrsta. Að þessu sinni
er það Theodóra Þorsteinsdóttir
sem kemur fram á ljóðatónleikum
ingarbæklinga um starf kirkjunnar
og fá upplýsingar hjá safnaðar-
presti kirkjunnar hér.
ELSTA ölgerð landsins, Ölgerðin
Egill Skallagrímsson, hefur sett
sérstakan páskabjór á markað-
inn. Páskabjór ölgerðarinnar er
bruggaður af þýska ölgerðar-
meistaranum Klaus Schmieder.
Páskabjórinn er í dökkum gler-
flöskum og á flöskumiðum er falleg
mynd af páskaliljum. Páskabjór öl-
gerðarinnar er einn liður í vöruþró-
við undirleik Ingibjargar Þorsteins-
dóttur.
■ ÍSLENSKA ljósmyndasýning-
in 1991 opnuð laugardaginn 16.
mars að Kjarvalsstöðum. Sýningin
er haldin á vegum Skyggnu Mynd-
verks hf. Þar eru sýndar 180 ljós-
myndir eftir 43 Ijósmyndara. Sýn-
ingunni er skipt upp í 9 mismun-
andi flokka. í hveijum þeirra eru á
bilinu 15-20 myndir. Veitt eru verð-
laun fyrir bestu myndina í hveijum
flokki og ræður þar mat dómnefnd-
ar. Auk þess gefst sýningargestum
kostur á að velja mynd sýningarinn-
ar og verða úrslit í þeirri atkvæða-
greiðslu kynnt 2 dögum áður en
sýningunni lýkur. Veitt verðlaun
verða alls að andvirði kr. 550.000.
I tengslum við sýninguna mun Ljós-
myndasafn Reykjavíkurborgar
sýna Ijölda ljósmynda frá fyrri tíð.
Elsta myndin frá 1846 er talin vera
ein fyrsta mynd sem tekin er á ís-
landi, tekin aðeins 7 árum frá upp-
götvun ljósmyndunar. Sýning Ljós-
myndasafnsins er í vesturforsal
Kjarvalsstaða. Einnig ber að nefna
sýningu á ljósmyndavélum úr safni
séra Arnar Friðrikssonar. Örn
lánar á sýninguna 35 myndavélar,
sem flestar eru á einhvern hátt
óvenjulegar.
■ MÁLÞING íslandsdeildar
Amnesty International verður
haldið í Hlaðvarpanum sunnudag-
inn 17. mars kl. 14.00. Allir félagar
eru hvattir til að mæta. Rætt verð-
ur um starfssvið og uppbyggingu
samtakanna og 30 ára afmæli
Amnesty 28. maí næstkomandi.
un fyrirtækisins, þar sem sífellt er
leitast við að auka fjölbreytnina án
þess þó á nokkurn hátt að slaka á
ströngustu gæðakröfum. Við fram-
leiðslu á páskabjórnum er til að
mynda einungis notað fyrsta flokks
hráefni og engum aukaefnum er
bætt út í bjórinn.
(Fréttatilkynning)
Kynningarhelgi í Nýju post-
ulakirkjunni á Háaleitisbraut
(Fréttatilkynning)
Páskabjór frá ölgerðinni
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Stúlkurnar 8_ sem keppa um titilinn fegurðardrottning Suður-
nesja 1991. í aftari röð frá vinstri eru: Telma Birgisdóttir,
Keflavík, Margrét Blöndal, Keflavík, María Jónasdóttir, Keflavík,
og Sigrún Eva Kristinsdóttir úr Innri- Njarðvík. í fremri röð frá
vinstri til hægri eru: Hildur María Gunnarsdóttir úr Grindavík,
Þyri Ásta Hafsteinsdóttir úr Grindavík, Bryndís Jónsdóttir úr
Keflavík og Bryndís María Leifsdóttir úr Keflavík.
Fegurðardrottning Suðurnesja:
Átta stúlkur í
úrslitakeppni
Keflavík.
FEGURÐARDROTTNING Suðurnesja 1991 verður valin 23.
mars nk. og fer keppnin fram í Veitingahúsinu við Vestur-
braut 17 í Keflavík eins og undanfarin ár. Að þessu sinni keppa
8 stúlkur um titilinn fegurðardrottning Suðurnesja 1991 og
mun sigurvegarinn síðan taka þátt í keppninni um titilinn feg-
urðardrottning tslands.
Þetta er sjötta árið í röð sem
keppt er um titilinn fegurðar-
drottning Suðurnesja og stúlk-
urnar sem taka þátt í keppninni
í ár eru: Bryndís María Leifsdótt-
ir, 19 ára úr Keflavík, Bryndís
Jónsdóttir, 22 ára úr Keflavík,
Hildur María Gunnarsdóttir, 18
ára úr Grindavík, Margrét
Blöndal, 20 ára úr Keflavík,
María Jónasdóttir, 23 ára úr
Keflavík, Sigrún Eva Kristins-
dóttir, 19 ára úr Innri-Njarðvík,
Telma Birgisdóttir, 18 ára úr
Keflavík, og Þyri Ásta Hafsteins-
dóttir, 19 ára úr Grindavík.
Ágústa Jónsdóttir umboðs-
maður keppninnar á Suðurnesj-
um sagði að stúlkurnar hefðu
verið valdar fljótlega eftir ára-
mót eftir ábendingum. Þær væru
nú þegar búnar að leggja á sig
mikla vinnu við að vera sem
best undirbúnar fyrir sjálfa
keppnina og óhætt væri að segja
að þetta væri góður hópur.
Ágústa sagði ennfremur að hún
vildi koma á framfæri þakklæti
til allra þeirra sem bæði beint
og óbeint hefðu lagt hönd á plóg-
inn og þar mætti nefna líkams-
rækt Ónnu Leu og Bróa, Apótek
Keflavíkur og Höllu Harðardótt-
ur hjá Hársnyrtingu Harðar Guð-
mundssonar.
BB
Opna mótið í Bad Wörishofen:
Rússar í þremur efstu sætum
___________Skák______________
Margeir Pétursson
ÞRÍR Rússar urðu í efstu sætun-
um á opna mótinu í Bad Wöris-
hofen í Þýskalandi, sem lauk á
mánudaginn. Að sögn mótshald-
arans var mótið öflugasta opna
mót sem fram hefur farið þar í
landi, en af 330 keppendum í
efsta flokki voru 20 stórmeistar-
ar og fjölmargir aiþjóðameistar-
ar. Þrír Islendingar voru á með-
al þátttakenda. Undirritaður
varð í 4.-15. sæti á eftir Rússun-
um með sjö vinninga af níu
mögulegum, og þeir Jóhann
Hjartarson og Hannes Hlífar
Stefánsson komu þar á eftir með
sex og hálfan vinning.
Bad Wörishofen er einkar vina-
legur smábær í Bæjaraiandi,
klukkustundar lestarferð í vestur-
átt frá Miinchen. Skákáhugi er
allmikill í Þýskalandi og á hveiju
vori leggja skákmenn bæinn undir
sig í tíu daga.
Lokastaðan á mótinu varð þessi:
1. Dautov, Sovétríkjunum 8 v. af
9 mögulegum
2. -3. Kovalev og Aseev, Sovétr.
7‘/2V.
4.-15. Margeir Pétursson, Bönsch,
Mainka, Gutman og Maus, Þýska-
landi, A. Ivanov, Bandaríkjunum,
Meduna, Tékkóslóvakíu, Farago,
Ungveijalandi, Hoi, Danmörku,
Disdar, Júgóslavíu, Wojtkiewics,
Póllandi og Tsjutsjelov, Sovétr. 7 v.
Þeir Dautov og Kovalev fóru
báðir frábærlega vel af stað, unnu
sex fyrstu skákirnar og gerðu
síðan stutt jafntefli í sjöundu um-
ferð. Þá náði Aseev þeim með sigri
yfir Jóhanni, sem átti mjögslæman
dag. Hann og Kovaiev létu síðan
stutt jafntefli duga í lokaumferð-
unum tveimur, en Dautov var hins
vegar nokkuð heppinn með and-
stæðing í síðustu umferð, fékk
þýska alþjóðameistarann Sönke
Maus með hvítu og tókst að not-
færa sér glæfralegan stíl Þjóðveij-
ans og vinna skákina og mótið.
Þessir þrír Rússar eru fremur
lítt þekktir en þó allir nokkuð
stigaháir, með vel yfir 2.500 stig.
Dautov er einn af efnilegustu stór-
meisturum Sovétmanna, en hann
er aðeins 25 ára gamall.
Ég byrjaði vel á mótinu, vann
fimm fyrstu skákirnar, þ. á m.
stórmeistarana Gutman og Wojtki-
ewics, en sá síðarnefndi gerði mér
þó þann grikk að setja koltapaða
stöðu í bið og raskaði þar með
bæði uppröðun í sjöttu umferð og
svefnró minni, en biðskákir voru
tefldar á morgnana. í sjöttu um-
ferð átti ég síðan mjög slæman
dag gegn Bönsch og tapaði. í
næstu umferðum missti ég af rökt-
um vinningsleiðum gegn alþjóða-
meisturunum Hoi, Danmörku, og
Pahts, Þýskalandi, og það var ekki
fyrr en í síðustu umferð að mér
tókst að rétta aftur úr kútnum
með því að vinna þýska stórmeist-
arann Espig.
Jóhann fór rólega af stað en
náði síðan að vinna pólska alþjóða-
meistarann Adamski og Gutman
og var þá kominn með fimm vinn-
inga af sex mögulegum. En þá
tefldi hann langt undir styrkleika
með hvítu gegn Aseev eins og
áður segir. Jóhann fékk síðan einn
og hálfan vinning úr tveimur
síðustu skákunum eftir langar og
leiðigjarnar viðureignir við fremur
stigalága þýska andstæðinga sem
tefldu stíft upp á jafntefli. Jóhann
teflir um þessa helgi í Þýskalandi
með félagi sínu, Bayern Miinchen,
sem á góða möguleika á að verða
Þýskalandsmeistari, annað árið í
röð.
Hannes Hlífar gerði sér auðvitað
vonir um að eiga kost á að ná
áfanga að stórmeistaratitli en fór
svo klaufalega að ráði sínu að tapa
strax í annarri umferð og fékk
eftir það riokkra stigalága and-
stæðinga í röð. Hann var þó kom-
inn með fimm og hálfan vinning
eftjr sjö umferðir, en eftir að hafa
teflt góða skák við ungverska stór-
meistarann Farago og ná allt að
því vinningsstöðu lék hann gróf-
lega af sér og tapaði.
Það má segja að Lev Gutman,
sem flutti frá Sovétríkjunum til
ísrael fyrir u.þ.b. tíu árum, en tefl-
ir nú fyrir Þjóðverja, hafi verið
besti viðskiptavinur okkar Jóhanns
á mótinu:
Hvítt: Gutman, Þýskalandi
Svart: Margeir Pétursson
Slavnesk vörn
1. d4 - d5, 2. c4 - c6, 3. Rf3 -
Rf6, 4. Rc3 — dxc4, 5. a4 —
Bf5, 6. a5 - e6, 7. Da4?!
Hvítur teflir frumlega að venju,
en hefði átt að bíða með þennan
leik þangað til eftir 7. e3 — Bb4,
því eftir svar svarts vofir hótunin
8. - Rb4 yfir.
7. — Ra6, 8. Bg5 — Be7, 9. Bxf6
— Bxf6, 10. e4 — Bg4, 11. Bxc4
- Bxf3, 12. Bxa6
Nú vonast hvítur eftir 12. —
Bxg2? 13. Hgl - 0-0 13. Be2 og
vinnur mann, og 13. — bxa6 14.
Dxc6+ er ekki heldur gott. En
svartur á millileik sem leysir öll
vandamál.
12. - 0-0! 13. Be2
Hvítur reynir með þessu að af-
stýra flækjum og lir enn í voninni
um að svartur leiki af sér manni
með 13.. — Bxg2? 14. Hgl - Bh3
15. Hg3. Eftir 13. Bxb7 - Hb8
14. Bxc6 - Bxg2 15. Hgl - Bf3
getur hvítur í hvoruga áttina hrók-
að og staða hans er alltof losaraleg.
13. - Bxe2, 14. Rxe2 - e5, 15.
dxe5 — Bxe5
Hvítur er ennþá í miklum varjd-
ræðum, því hrókun er svarað með
hinum nytsama leik 16. — Dc7!,
en eftir hann standa hvít peð á
h2 og b2 í uppnámi og svartur
hefur valdað eigið peð á b7. Hvítur
kemst ekki með góðu móti hjá
peðstapi í stöðunni, en í framhald-
inu gefur hann það ekki á réttan
hátt.
16. Hdl - Dc7, 17. g3 - Bxb2!,
18. f4? - b5,19. axb6 - Dxb6!
Nú hefur Gutman örugglega
dauðséð eftir að hafa ekki hrókað
í 18. leik. Hvíta staðan er nú alveg
gjörtöpuð, en hann dregur uppgjöf-
ina í lengstu lög.
20. Dc2 - a5, 21. Hd2 - Hfb8,
22. Kfl - a4,-23. Kg2 - a3, 24.
Rcl - Hd8
Það væri alveg út í hött að hirða
mann með 24. — a2, 25. Rxa2 —
Hxa2 því biskupinn á b2 er þá
leppaður í bak og fyrir.
25. He2 - Hd4, 26. Ra2 - Had8,
27. Hfl - c5, 28. Hf3 - c4, 29.
g4 - Hdl, 30. g5
Svarar hótuninni 30. — Hgl+
31. Kh3 — Dh6 mát
30. - c3, 31. Rxc3 - IIcl, 32.
Da4 - Dgl+, 33. Kh3 - Hxc3
og hvítur gafst upp. Tveimur um-
ferðum síðar tapaði Gutman einnig
fyrir Jóhanni með hvítu, en hann
náði að vinna allar aðrar skákir
sínar á mótinu.