Morgunblaðið - 16.03.1991, Page 46

Morgunblaðið - 16.03.1991, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1991 Minning: Ketíll Vilhjálms- son, Meiri-Tungu Fæddur 15. febrúar 1905 Dáinn 7. mars 1991 Fyrir hartnær þrjátíu árum hóf ég að fara með bækur í Rangárþing — Norðlendingur, Þingeyingur, fjarri heimaslóðum. Ég vissi hveijir þar sátu forðum. Njáll átti niðja og Oddveijar urðu ekki aldauða. Bergþóra var sögð drengur góður og Hallgerður hin stórættaða ú Dölum vestra lét ekki lítilmenni synja bónda sínum, Gunnari á Hlíðarenda, fanga. Einnig þau sæmdarhjón áttu niðja í Rangár- þingi. Hveijir skyldu þar byggja í dag eftir aldir áþjánar? Ég varð ekki vonsvikinn. Þar bjó gott fólk, gestrisið með afbrigðum og bók- hneigt. Einn bar þó höfuð og herð- ar ofar öðrum að rausn og höfð- ingsskap, studdur af eiginkonu sinni ágætri. Sá skipaði þegar önd- vegi þeirra er bækur keyptu af mér og sat lengi síðan. Hver var hann? Ketill Vilhjálmsson í Meiri- Tungu. Var hann niðji Njáls og Bergþóru eða Gunnars og Hall- gerðar, Oddveija, írskra þræla? Vafalaust þeirra allra. Mig skipti það ekki máli. Hann var bókhneigð- ur, íslenskur bóndi sem ætíð hafði unnið hörðum höndum langan vinnudag, fulltrúi þeirra sem byggðu Sögueyjuna, þreyðu þorr- ann og góuna, Iögðu homstein að „Velferðarríkinu". Ketill var fæddur í Meiri-Tungu í Holtum 15. febrúar 1905, sonur Vígdísar Gísladóttur, uppeldisdótt- ur Ketils Ketilssonar, Kotvogi í Höfnum. Hún var ættuð úr Sel- vogi, en Rangæingur lengra fram af hinni Ijölmennu, alkunnu Vík- ingslækjarætt. Faðir hans var Vilhjálmur Þor- steinsson, hreppstjóri Jónssonar, Syðri-Rauðalæk, síðar Berustöð- um. Systkinin voru 11 sem upp komust. Var Ketill elstur bræð- ranna er lifðu og má nærri geta að hann hefur þurft að axla byrðar snemma. Sem ungur maður fór hann til sjós eins og títt var um bændasyni á Suðurlandi á þeim tíma, var á vertíðum í Grindavík, togarasjó- maður. Þá vann hann í vegavinnu og að gerð varnargarða við Mar- karfljót, fyrst hjá Bjarna Jónssyni í Meiri-Tungu og síðar Erlendi Jónssyni, Hárlaugsstöðum. Var Ketill löngum flokksstjóri og sprengingamaður sem var vanda- verk. Kom sér þá og ætíð síðar vel að hann vr verklaginn, hafði reglu á vinnubrögðum, var laginn að starfa með fólki og fékk það besta út úr hveijum einum. Ketill var góður granni og vil ég hér-vitna í þann ágæta mann, Guðjón Þorsteinsson frá Berustöð- um, síðar bónda að Brekkum. Goðasteinn, 7. árg. 2. hefti bls. 85: „Það bjargaði mér mikið, að ég gerði félag við frænda minn á næsta bæ, Ketil Vilhjálmsson í Meiri-Tungu, og unnum við hvor hjá öðrum eftir samkomulagi, þeg- ar mest var að gera, það voru vinn- uskipti eftir ástæðum en lítið notað- ir peningar, enda voru þeir ekki til. Við vorum báðir ánægðir með þetta og töldum að báðir hefðum við haft gott af þessum félagsskap. Vilhjálmur í Meiri-Tungu var hálfbróðir föður míns, Þorsteins á Berustöðum. Hann átti stóran barnahóp, sem var að komast upp og um leið að yfirvinna mikla fá- tækt. Gerði ég upp hjá honum 1 hús á ári á tíu árum. Bömin voru dugleg og það gekk vel að yfir- vinna fátæktina. Varð hann með efnuðustu bændum sveitarinnar." Þessi orð hins grandvara manns, frænda og vinnufélaga, segja sína sögu. Það hefur varla verið mulið undir drenginn sem var að vaxa úr grasi í Meiri-Tungu á þeim tíma er torfbaðstofur og moldargólf voru enn við lýði. En þá þekki ég það fólk illa, ef hjartahlýjuna hefur skort. Ketill kvæntist 13. október 1945 Þórhöllu Ólafsdóttur, Sigurðssonar frá Götu í Holtahreppi, hinni mestu ágætiskonu og dugnaðarforki. Tóku þau við búi í Meiri-Tungu 1946 af Vilhjálmi föður Ketils og hafa búið þar síðan, frá 1971 í sambýli við Gísla Magnússon og Jónu Steinunni Sveinsdóttur, syst- urdóttur Þórhöllu, dóttur kempunn- ar Árbjargar Ólafsdóttur, frá Götu. Ólst Jóna Steinunn upp hjá þeim Meiri-Tungu hjónum frá því að hún var á þriðja ári. Ketill og Þórhalla áttu sjálf engin börn en löngum var mannmargt á heimili þeirra enda gestrisni og höfðingsskapur mikill. Var þar Ölafur, faðir Þór- höllu, uns hann fór í „holuna sína“ eins og hann orðaði það og fleiri komu þangað og fóru ekki aftur. Þar var gott að koma — vera — og þeim reynst best er mests þurftu við. Ég undraðist oft, hversu Ketill keypti mikið af bókum. Hann var næstum alæta á þær, þótt íslenskur fróðleikur skipaði'öndvegi. Oft kom ég til hans þrisvar fyrir jól og tók hann venjulega einn kassa hveiju sinni. Allt var lesið og dugði ekki til, einnig var fengið úr lestrarfé- lagi og ófáar voru bækumar sem hann keýpti til gjafa. Það hefði mátt halda að Ketill gerði ekki annað en liggja í bókum, en svo einfalt var málið ekki. Starfsdagurinn var langur og vel sinnt búi. Ég spurði hann einu sinni, hvem- ig hann færi að þessu. Hann sagð- ist þurfa lítið að sofa, lesa ætíð til miðnættis, vakna klukkan sex að morgni, hefja þá aftur lestur og lesa fram að gegningum. Geri aðr- ir betur! Fyrir eitthvað þrem vikum eða mánuði síðan hitti ég bókajöfur þeirra Árnesinga, Pál Lyðsson í Litlu-Sandvík. Vitanlega ræddum við um bækur. Hann sagðist halda dagbók yfír hvað hann læsi og hafa lesið 67 bækur á liðnu ári. Páll er maður látlaus, víðlesinn og bóndi góður, þótt hafi í mörgu að snúast. Spurði hann mig, hvort ég vissi um annan sem læsi meira. Ég sagði ,já“ og býst við að búist hafi verið við neitun. Hann varð sýnilega hissa, þrátt fyrir allt lítil- læti og hógværð Árnesingsins, og spurði, hver sá væri. Ég ssgði það verið Ketil Vilhjálmsson í Meiri- Tungu í Holtum meðan hann hefði verið og heitið. Nú er hann allur, einn besti full- trúi þeirrar bændakynslóðar sem senn gengur öll til grafar. Hvað tekur við? Við eigum hreint land, þar sem ala má stórar hjarðir og eram í stakk búnir að rækta upp eyðisand- ana. Utan landsteinanna er hungr- aður heimur, hungraðar þjóðir í ómengaða vöra sem þær fá ekki framleitt sjálfar og sumar geta greitt vel. Bændur munu láta skut- inn skríða ef vel er róið fram í. Þegar menn sem Ketill í Meiri- Tungu falla hlýtur að leita á hug- ann, hvers virði íslenska bænda- stéttin hefur verið og er menningu og heill þjóðarinnar. Ekki get ég lokið máli mínu svo að minnast ekki þeirra bræðra Ketils tveggja er ég kynntist síðar, Þorsteini á Syðri-Hömrum sem var bókhneigður og gestrisinn, en far- inn að kröftum þá leiðir okkar lágu saman og öðlingsins Þórarins í Litlu-Tungu sem féll því miður frá fyrir aldur fram. Hann var bók- hneigður og fróðleiksfús, fylgdist vel með mönnum og málefnum, greindur, gestrisinn með afbrigðum og átti fallegt mórautt fé. Þeir vora bræður báðir vel kvæntir og á heimilum þeirra gest- risni slík að leitun mun á annarri eins. Bæði þessi býli halda reisn sinni, þótt skarð sé fyrir skildi. Ég vil heldur ekki gleyma Gísla Magnússyni, harðduglegum Vest- manneyingi sem kvæntist heima- sætunni í Meiri-Tungu og tók þar til höndunum og ágætri eiginkonu hans Jónu Steinunni Sveinsdóttur. Hún les nú líka bækur! Og gott er til þeirra að koma. Ég held að Ketill Vilhjálmsson hafi verið ham- ingjusamur. Hann sá börn uppeldis- dóttur sinnar sem hann hafði reynst sem besti faðir vaxa úr grasi, greind, bókhneigð og mannvænleg. Þau vora afabörnin hans. Hann var þeim góður afi, sá þau dafna og verða að mönnum. Ketill elsti sonurinn og nafninn gekk á Bænd- askólann á Hólum og lauk þaðan prófi í fyrra. Vart held ég honum hafi lfkað það illa. Já, Ketill Vilhjálmsson í Meiri- Tungu var barnlaus. Þó held ég börnin hans hafi verið mörg. Hjá honum og föður hans ólust upp börn systurinnar, Guðrúnar, Þráinn Valdimarsson og Ásdís Valdimars- dóttir og margt ungt fólk var hjá honum á sumrin. Hygg ég að það hafi verið flest meira eða minna böm hans, því að tengsl hans við starfsfólk, hvort sem var ungt eða aldið, voru með afbrigðum. Vist í Meiri-Tungu mun seint hafa gleymst. En Ketill stóð ekki einn. Við hlið sér hafði hann Þórhöllu Ólafsdótt- ur. Ég man hversu nærgætin og natin hún var við föður sinn blind- an og þegar Katli förlaðist sjón undir það síðasta las hún fyrir hann. Ég sá Ketil í Meiri-Tungu síðast fyrir jólin. Enn hélt hann andlegri reisn sinni, jafnvel grannt í glettni, þótt líkamskraftarnir væra á þrot- um. Enn valdi hann bækur fýrir sína nánustu, enginn mátti gleym- ast. Mig grunaði að það yrði í síð- asta sinni — svo varð. Ketill var trúmaður. Hann trúði á annað líf eftir líkamsdauðann. Nú hefur hann gengið á enda göt- una sem við göngum öll og greið- fært mun honum hinum megin. Blessuð sé minning hans og að- standendum öllum votta ég dýpstu samúð. Hjörtur Jónasson, bóksali. Minning: Hólmfríður Guðjóns- dóttír, Vestmannaeyjum Fædd 2. nóvember 1906 Dáin 11. mars 1991 Vestmannaeyjar löðuðu til sín fjölda ungra manna og kvenna á öndverðrý öldinni, ekki síst af Suð- urlandi. í Eyjum var blómleg og ört vaxandi útgerð, rífandi atvinna — og líf og fjör. Ein þeirra ungu kvenna sem þannig hélt á vit örlaganna var Hólmfríður . Guðjónsdóttir frá 4 Stokkseyri. Hún réð sig sem vinnu- konu hjá Ingibjörgu og Valdimar Bjarnasyni á Staðarhóli í Vest- mannaeyjum á fyrstu árum þriðja áratugarins. Ekki leið á löngu áður en hún kynntist ungum sjómanni undan Eyjafjöllum sem einnig hafði komið til Vestmannaeyja í atvinnu- leit, Siguijóni Ingvarssyni frá Klömbra. Þar með vora örlög beggja ráðin; þau felldu hugi sam- an, staðfestu ráð sitt og hófu bú- skap að Búðarfelli (Skólavegi 8) í Vestmannaeyjum 1925. Hólmfríður og Sigurjón bjuggu síðar um langt árabil í húsi því er nefnist Skógar og stendur við Bessastíg. Vora þau einatt kennd við það hús, en einnig var Siguijón kenndur við æskuheimili sitt. Margir Vestmannaeyingar þekkja þau þannig sem Fríðu í Skógum og Klömbra-Jón. Árin 1950-51 „ reistu þau hús að Vallargötu 4, ásamt Kristbjörgu dóttur sinni og Grétari tengdasyni, og bjuggu þar síðan. Hólmfríður var fædd að Hólmi á Stokkseyri 2. nóvember 1906, dóttir hjónanna Jóhönnu J! Jóns- dóttur og Guðjóns Jónssonar verka- manns sem þ'ar bjuggu. Hún ólst upp í foreldrahúsum ásamt systkin- um sínum, Áslaugu, f. 1902, Páli, f. 1904 og Sigurgesti, f. 1912. Að Hólmfríði látinni lifir Sigurgestur einn þeirra systkina. Hólmfríður og Siguijón eignuð- ust fjögur böm. Elstur er Ingvar, f. 1926, trésmiður í Vestmannaeyj- um, kvænturÁIfheiði Sigurðardótt- ur frá Gljúfri í Ölfusi, þau eiga fjög- ur börn. Þá var Jóhanna, f. 1928, d. 1990, giftist Ástmari Ingvars- syni vörabifreiðastjóra frá Bala- skarði í Vindhælishreppi sem lést 1977, þau bjuggu á Skagaströnd og eignuðust fjögur börn. Síðan kom Kristbjörg, f. 1931, búsett í Vestmannaeyjum, giftist Grétari Skaftasyni skipstjóra frá Suður- fossi í Mýrdal. Þau eignuðust fjög- ur böm. Grétar fórst með vélbátn- um Þráni haustið 1968. Yngst barna Hólmfríðar og Siguijóns er Ása Hólmfríður, f. 1944, búsett í Vestmannaeyjum ásamt eigin- manni sínum, Ágústi Guðmunds- syni vélstjóra, þau eiga fjögur börn. Barnabömin era því sextán talsins og þegar era 23 bamabarnabörn komin í heiminn. Siguijón lést 1986 á 91. aldurs- ári._______________________________ Er þau Hólmfríður settu saman bú sitt var Siguijón orðinn báts- formaður og var síðan sjómaður allan starfsferil sinn. Á árunum 1940-1954 var hann meðal eigenda og skipstjóri á Gísla J. Johnsen og hélt uppi reglúbundnum ferðum milli Vestmannaeyja og Stokks- eyrar. Siguijón á því merkan þátt í samgöngusögu Vestmannaeyja. Fríða á þar einnig hlut að máli. Hún áttti sinn þátt í rekstrinum með því að afgreiðsla bátsins, fyrir- spurnir og pantanir, fór að mestu fram á heimili þeirra hjóna. Hlutverk sjómannskonunnar kom því í hlut Hólmfríðar. það var ekki heiglum hent á áratugum kreppu og stríðs, en þetta hlutverk rækti Hólmfríður af dugnaði og reisn svo eftir var tekið. Eftir að börnin uxu úr grasi vann hún einn- ig utan heimilis annað veifið, en það var Iíka fullt starf að sinna gestum og gangandi. Vallargata 4 var ekki aðeins miðstöð fjölskyld- unnar — barna, tengdabarna og síðar barnabarna og barnabarna- barna — þangað komu einnig margir aðrir sem sóttust eftir vin- áttu og félagsskap húsmóðurinnar. Fríða — en svo var Hólmfríður jafnan kölluð — var föðursystir þess er þetta ritar. En það á við um okkur systkinin öll að hún var annað og meira: „Fríða frænka“ var og verður okkur sérstakt hug- tak, dýrmætt í minningunni. Svo ,er fyrir að þakka mannkostum hennar, einlægu vinfengi, glaðværð og kímnigáfu. Það tísti stundum inni í manni hlátur fram eftir degi þegar Fríða hafði sagt eitthvað kátlegt að morgni. Þótt haf væri á milli og að vissu leyti mun lengra milli Reykjavíkur, Qg Vestmannaevia á uPDvaxtar-S áram okkar voru samskiptin mikil. Fríða og Siguijón voru sérstakir aufúsugestir á æskuheimili okkar í Skeijafirðinum og síðar í Kópa- vogi — þau bára hátíð í bæ er þau birtust. Fríða og Vigdís móðir okk- ar bundust vináttuböndum og það var sérstakt gleðiefni þegar Fríða og Siguijón komu til þess að taka þátt í árlegri sumarferð fjölskyld- unnar um landið, hún eftirminni- lega spaugsöm og kát og hann hýr og traustur, rammur að afli með drynjandi bassarödd, ímynd sjó- mannsins. Og ekki var okkur síðri hátfð búin er við nutum gestrisni þeirra í Eyjum, hvert um sig ellegar öll fjölskyldan. í endurminningunni er eins og Fríða og Siguijón hafí þá ekki haft öðru biýnna að sinna en að búa í haginn fyrir dvöl okkar hlá beim. _____________ Eftir að við systkinin uxum úr grasi og árin færðust yfir Fríðu varð minna um gagnkvæmar heim- sóknir þótt alltaf væri komið við á Vallargötunni er leið lá um. Síminn var hins vegar óspart notaður. Þannig áttum við vin sem kunni að hlusta eftir og taka þátt í mikils- verðum áföngum í lífinu, deila gleði og sorg ef því var að skipta. Alltaf var hún einlægur þátttakandi. Póstþjónustan var einnig nýtt með sérstökum hætti. Fríða var einkar áhugasöm um önnur lönd og gerði sér ferð til Evrópu nokkr- um sinnum á efri áram. Þær ferðir vora henni jafnan ofarlega í huga. Upp úr því varð það fastur liður hvert sem við systkinin ferðuðumst að senda Fríðu póstkort. Þau kort urðu æði mörg áður en yfir lauk og segja mest um hana: Þegar far- ið er um ókunna slóð leitar hugur- inn heim til þeirra er næstir standa. Þegar þannig var ástatt um okkur systkinin og kort voru skrifuð var jafnan eitt til Fríðu. Þann sess hafði hún áunnið sér í hugum okk- ar. Ýmsir aðrir, skyldir og óskyldir, sem kynnst höfðu Fríðu, sendu henni póstkort af sama tilefni. Og hún brást við með sínum hætti, þakkaði fyrir að fá ferðast þannig með vinum sínum hvert sem þeir fóra. Við fráfall Fríðu kemur fjöldi minninga fram í hugann. Ég minn- ist hennar sem strákpatti í heim- sókn á Vallargötunni er hún gladd- ist einlæglega með mér yfir fisk- tittnum sem ég hafði veitt niðri á bryggju og gerði úr honum hátíðar- málsverð. Það rifjast upp ævintýra- ferðir unglingsins um hella Vest- mannaeyja sem Fríða sýndi slíkan Áhuga sem. ég JiefðLcu-ðlð -fyrstur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.