Morgunblaðið - 23.03.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.03.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1991 Þrjú aívarleg umferðarslys: Kona fékk heila- blóðfall undir stýri FÓLKSBIFREIÐ valt á Eyrarbakkavegi á sjöunda tímanum í gær- kvöldi þegar kona, sem var ein í bilnum, fékk heilablóðfall undir stýri. Lenti billinn á hvolfi ofan í skurð. Var konan flutt meðvitundar- laus á Borgarspítalann í Reykjavík og var líðan hennar eftir atvikum í gærkvöldi. Þá slasaðist ung kona alvarlega í gærkvöldi þegar fólks- bifreið var ekið á brúarstólpa skammt frá Höfn. Var hún flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Konan var farþegi í bílnum en ökumaður slasaðist einnig talsvert og var lagður inn á Heilsugæslu- stöðina á Höfn. Bar óhappið að með þeim hætti, að bíllinn lenti í lausa- Hækkuná neyðarleyf- rnn mótmælt SKRIFSTOFA viðskiptalífsins hefur farið fram á það við fjár- malaráðuneytið að afturkölluð verði hækkun á gjaldi svokall- aðra neyðarleyfa í tolli sem. nýverið var hækkað úr 500 kr. í_ 1.000 kr. Að sögn Marðar Árnasonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, er hækkun þessi til komin vegna nýendurskoð- aðrar reglugerðar en gjald þetta hefur ekki tekið breyting- um frá árinu 1982. í bréfi Skrifstofu viðskiptalífs- ins til fjármálaráðherra segir að tvöföldun þessa gjalds sé ansi rífleg hækkun á þjóðarsáttartím- um. „Ekki þarf að spyija um af- leiðingamar fyrir rekstur fyrir- tækja og verðlag í landinu, ef all- ur rekstrarkostnaður íýrirtækja hækkar jafn myndariega og þessi gjaldtaka nú. Félag ísienskra stór- kaupmanna og Verslunarráð ís- lands fara því liér með fram á að hækkun þessi verði afturköliuð og íjármálaráðunevtið sýni meiri hóg- værð í gjaldtöku sinni framvegis," segir í bréfinu. Að sögn Marðar er um að ræða sérstakt þjónustugjald sem greitt er þegar um bráðabirgðaaf- greiðslu í tolli er að ræða. „Gjald- hækkunin er í tengslum við endur- skððun fyrri reglugerðar, sem ekki hefur breyst frá árihu 1982. Því er er hér um eðlilega uppfærslu gjaldsins að ræða þar sem það hefur verið óbreytt í níu ár. Erindi Skrifstofu viðskiptalífsins verður að sjálfsögðu tekið til gaumgæfi- legrar ^.thugunar í fjármálaráðu- neytinu eins og önnur erindi,“ sagði Mörður. möl þegar hann var að mæta öðrum bíl sem var ekið út af brúnni. Rakst bíllinn á brúarstólpann og hvolfdi ofan í árfarveginn. Er hann ónýtur eftir áreksturinn. Um miðjan dag í gær varð harð- ur árekstur hjá Fagranesi í Langa- dal þegar ökumaður fólksbfls missti stjórn á honum með þeim afleiðing- um að hann rann í veg fyrir jeppa- bifreið. Þrennt var í fólksbílnum en ökumaður var einn í jeppanum. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi slapp fólkið furðu vel við meiðsli en þó munu báðir ökumenn og far- þegar hafa skorist talsvert. Var fólkið flutt í sjúkrahúsið á Blöndu- ósi. Er fólksbíllinn talinn ónýtur eftir áreksturinn. Þjóðdansar í Kringlunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Peysufatadagur var í Kvennaskólanum í gær og prúðbúnar stúlkur og piltar notuðu góða veðrið, fóru um bæinn og dönsuðu og sungu. Hér taka þau nokkur þjóðdansaspor í Kringlunni, og upphlutssvuntur og jakkalöf sveiflast. BHMR áfrýjar launadeilu við ríkið til Hæstaréttar Selfossi. BANDALAG háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna áfrýjaði í gær dómi Borgardóms um launadeilu þess við ríkisvaldið til Hæstarétt- ar. A aðalfundi bandalagsins i gær kom meðal annars fram að bandalagið hefur gengið á eigið fé sitt vegnaaukins rekstrarkostn- aðar en lögfræðikostnaður þess á síðasta ári nam ríflega 2,2 millj- ónum króna og gert er ráð fyrir svipuðum kostnaði á þessu ári. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður sagði á fundinum að niður- staða Borgardóms bryti í bága við eignarréttarákvæði stjórnar- skrárinnar og væri algjör fingurbijótur. Viðar Már Matthíasson lögmaður sagði að með dómnum væri engin trygging fyrir því að kjarasamningum við ríkið yrði ekki breytt eftirá. Á aðalfundi félagsins í gær var þess meðal annars krafist að samningsréttur væri virtur af ríkisvaldinu og að það efndi gerða samninga og gengi fram með góðu fordæmi fyrir aðra atvinnurekend- ur. Þess var krafist að réttur til setningar bráðabirgðalaga yrði þrengdur eða felldur niður. Einnig var þess krafist að samningsfrelsi yrði varið með stjómarskránni. „Allt tal um trúnað og traust var hjóm eitt,“ sagði Páll Halldórs- son formaður BHMR meðal annars á aðalfundinum. Hann sagði að dómur Félagsdóms hefði verið við- spyrna í launabaráttunni en það væri ijóst nú að ef kjarasamningar stönguðust á við stefnu ríkisins þá viki samningurinn. „Það var ömuriegt að horfa upp á.einstaka verkalýðsforingja biðja um bráða- birgðalög,“ sagði Páll. Hann sagði að ef aðför gegn samningsrétti yrði ekki stöðvuð blasti við hrun íaunþegafélaga. Pál sagði að baráttan fyrir samningsrétti og launaleiðréttingu yrði aðalmálið á næstunni. „Setn- ing bráðabirgðalaganna var pólitísk ákvörðun og í kosningun- um eftir mánuð gefst fólki kostur Frumvarp tíl stjórnskipunarlaga: Pappírsmagn í þingsölum gæti minnkað um 20-30% Litlar breytingar fyrirhugaðar á þingsölum EKKI er gert ráð fyrir að breytingar verði gerðar á þingsölum í Alþingishúsinu þótt frumvarp til stjórnskipunarlaga verði sam- þykkt í vor. Heildarendurskoðun mun fara fram í sumar á allri starfsemi þingsins með tilliti til skjalavörslu og skipulagningar á þingmálasviði. Friðrik Ólafsson skrifstofustjóri Alþingis telur að pappírsmagn í þingsölum gæti minnkað um 20-30% í kjölfar breyt- inganna. í frumvarpi til stjómskipunar- laga er gert ráð fyrir einni mál- stofu í stað tveggja, og sagði Frið- rik að breytingar innanhúss yrðu ekki aðrar en þær að salur efri deildar yrði ekki notaður undir þingfundi og líklega komið þar fyrir aðstöðu fyrir þingmenn. „Það þarf að færa allt skipulag til samræmis við þá starfsemi sem verður. Starfsemin mun snúast í kringum eina málstofu í stað tveggja áður og í raun þriggja, þ.e. efri og neðri deildar og sam- einaðs þings. Þetta einfaldar starfsemina og gerir hana hnit- miðaðri og markvissari. Þetta ein- faldar nefndaskipulagið, nefnd- imar verða 11 í stað 25 sem leið- ir til þess að ekki þarf að endur- prenta skjöl jafnoft. Það verður gengið í það í sumar að endur- skoða starfsemina í þeirri vissu að frumvarpið verði samþykkt,“ sagði Friðrik. Hann sagði að salur efri deildar yrði ekki notaður undir þingfundi og gæti hann nýst undir aðstöðu sem skortir núna, t.a.m. setustofu fyrir þingmenn þar sem unnt er að koma fyrir tímaritum og upp- sláttarbæklingum. Húsgögn sem þar em inni fæm í geymslu. „Að vísu væri æskilegt að þingsalurinn yrði stærri en það er erfitt að koma því við, auk þess sem allar útlitsbreytingar innanhúss stang- ast á við friðunarlög. Þingsalurinn hefur dugað ölium þessum þing- mönnum þótt hann sé nokkuð þröngur," sagði Friðrik. ‘ á að svara fyrir sig,“ sagði Páll. Lögmennimir Viðar Már Matt- híasson og Jón Steinar Gunnlaugs- son íjölluðu um dóm Borgardóms á aðalfundinum. Þeir vom sam- mála um að niðurstaða dómsins væri ekki rökrétt. Jón Steinar sagði greinilegt að íslenskir dóm- stólar væm í fjötrum við tiltekin skilyrði. Fjötramir birtust í því að ef niðurstaða dóms yrði ríkinu í óhag þá þýddi það vá fyrir þjóð- ina. En það væri einmitt válegt fyrir þjóðina að slík niðurstaða yrði. . Jón benti á að heimild til setn- ingar bráðabirgðalaganna hefði verið misnotuð því beðið hefði ver- ið með hana þar til störfum Al- þingis lauk. Ekki væri unnt að setja bráðabirgðalög um eitthvað sem ætti eftir að gerast. Þeir Jón Steinar og Viðar sögðu að ein af forsendum dómsins hefði verið að stöðva víxlhækkun iauna en það hefði mátt gera með því að setja bráðabirgðalög á aðra. Það hefði hins vegar ekki verið gert vegna þess að ráðherrar hefðu verið hræddari við önnur launþegafélög en BHMR. Jón Steinar sagði það aðalatriði í málinu að launaauki BHMR í samningunum hefði fært þeim eignarrétt og að dómstóllinn hefði fallist á þetta. Til að standast hefði dómurinn orðið að komast að þeirri niðurstöðu að skerðingin væri al- menn og beindist einnig gegn öðr- Sjö árá dreng var bjargað frá drukknun SJÖ ára drengur úr Mýrarhúsa- skóla var hætt kominn í skóla- sundi í Sundlaug Selljarnarness í gærmorgun. Sást hann liggja hreyfingarlaus á botni sundlaug- arinnar og stakk sundkennarinn sér eftir honum og þurfti að blása í hann lífi. Hafði drengurinn misst meðvit- und en var kominn til meðvitundar þegar sjúkrabfll kom á vettvang og var fljótur að hressast. Var hann fluttur á Landspítalann til skoðun- ar. um launþegum. Rök dómsins um réttindi annarra byggðust hins vegar á því sem þeir hefðu féngið síðar. Þar væri ekki um eignarrétt- indi að ræða sem stjórnarskráin vemdaði. í því fælist fingurbijótur dómsins. Miklu'skipti að kjarasamningur BHMR hefði legið fyrir þegar samningar annarra voru gerðir, án þess að að honum væri vikið. „Það er sama hvemig á þetta er litið, þetta gengur ekki upp,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson. Hann sagði nauðsynlegt að áfrýja mál- inu og hann væri viss um að BHMR hefði réttinn sín megin. Urn stöðu BHMR ef máiið ynn- ist í Hæstarétti sögðu þeir að þá reiknaðist 4,5% hækkun á laun frá þvi bráðabirgðalögin vom sett. Viðar Már sagði hugsanlegt að málflutningur hæfist í Hæstarétti í júní 1992 og dómur yrði hugsan- lega kveðinn upp í júlí það ár. Sig. Jóns. Sovésk stjórnvöld: Vilja hlýða á skýringar íslendinga KRASAVIN, sendiherra Sov- étríkjanna á íslandi, mun hlýða á skýringar íslenskra stjórnvalda varðandi stuðn- ing þeirra við Eystrasaltsrík- in. I fréttatilkynningu frá so- véska sendiráðínu segir, að Jón Baldvin Hannibalsson, utanrík- ‘isráðherra, hafi óskað eftir skjótum fundi með utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna. Slíkum fundi hafi hins vegar ekki verið hægt að koma á. „Þar sem íslensku aðilamir em tilbúnir að gefa skýringar þær sem beðið var um, höfum við tekið þá ákvörðun að senda I.N. Krasavin, sendiherra Sov- étríkjanna á íslandi, til Reykjavíkur og hefur honum verið falið að hlýða á skýringar íslensku aðilanna," segir í til- kynningu sendiráðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.