Morgunblaðið - 23.03.1991, Side 13

Morgunblaðið - 23.03.1991, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1991 13 ■■■■ ■■■: ■ sem voru að gerast í Miðausturlönd- um á þessum tíma. Eitt skiptið a.m.k. var hún raunar beinlínis send af Morgunblaðinu. En ferðalag hennar var samt öðru vísi en ann- arra fréttamanna. Hún hafði komið á flesta þessa staði áður. Átti marga vini og kunningja, jafnvel í áhrifa- stöðum. Hún fór sínar eigin götur, slóst ógjarnan í hóp annarra frétta- manna. Áður en varði var hún kom- in inn á gafl á ólíklegustu stöðum, þar sem aðrir fengu ekki að stíga fæti. Hún sat brúðkaup í Jemen, fór í skógarferð með innfásddum, var boðin í mat til arabískra vina sinna, átti langar einkaviðræður við vin sinn ritstjóra stærsta dagblaðs- ins í Bagdad, komst inn á meðlimi furstafjölskyldunnar í Kúveit o.fl. o.fl. Þannig frétti hún margt sem ekki lá á lausu. Henni var sýndur mikill trúnaður og traust. Síðasta ferðin var raunar næsta einkenni- leg. Það má næstum segja að írak- ar hafi boðað hana til Bagdad í ákveðnum tilgangi. Heim kom hún með Gísla Sigurðsson lækni. Á bókarkápu segir að Jóhanna sé einn helsti sérfræðingur Islend- Jóhanna Kristjónsdóttir inga um Miðausturlönd. Ekki er ég dómbær á það. Víst er þó að þessi heimshluti og fólkið sem þar býr er kjörlendi hennar sem hún sækir gjarnan til og þar þekkir hún mörg grös. I bók hennar er viss dýpt og lesanda býður í grun áð hún viti stundum talsvert meira en hún seg- ir. Það eru góðar bækur þegar ekki sér til botns í hyljunum. Bók hennar gerði mér síður en svo auðveldara að mynda mér skoð- un um ýmis málefni þessa heims- hluta. Ef eitthvað var, skaut upp fleiri flötum sem fram til þess höfðu verið ósýnilegir. Ég hygg að Jó- hanna geti verið ánægð með þá útkomu, því að mér virðast skilaboð hennar til lesandans einmitt hafa verið að vara við fljótræðislegri ein- földun flókinna málefna. Eins og aðrar bækur Jóhönnu Kristjónsdóttur er þessi bók fjörlega rituð á lipru og lifandi máli. Hún er full af gamansemi innan um alla alvöruna. Jóhanna hefur jafnan myndavélina með í tuðru sinni og bregður upp svipmyndum þegar það er leyfilegt. Allmargar þeirra mynda eru í bók hennar og er gam- an að sumum þeirra. Sómasamlega er að útgáfu staðið og þarf ekki yfir neinu að kvarta í því efni. Sara Jóhanna Vilbergsdóttir við eitt verka sinna. Sýnir í FIM-salnum SARA Jóhanna Vilbergsdóttir opnar laugardaginn 23. mars sýningu á olíumálverkum í FÍM- salnum, Garðastræti 6. Sara stundaði nám við málunar- deild Myndlista- og handíðaskólans á árunum 1981-’85 og framhalds- nám við Statens Kunstakademi í Ósló árin 1985»’87. Hún hefur tekið þátt í samsýn- ingum hérlendis í Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum og haldið tvær einkasýningar í Slunkaríki á ísafirði. Sýningin í FÍM-salnum er fyrsta einkasýning hennar í Reykja- vík. Hún stendur til 14. apríl nk. og er opin daglega frá kl. 14-18. Uppskrift leiðrétt í páskamatarblaði Daglegs lífs í gær misritaðist uppskrift af páska- tertu á blaðsíðum 6 og 7. í tertu I á að standa ananasmús en ekki jarðarberjamús. í tertu II er uppskrift af jarðarberjamús, sem á að vera svohljóðandi: Tvö egg 4 msk sykur 141 rjómi, þeyttur 4-5 matarlimsblöð 'Adós jarðarber Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Fjoldi moguleika Ymsar gerðir 9-12m fólksbíll/sendlt>íll Háþekja Pallt>íll m 6m. husi PallDill. lengri gerö HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI 695500 Vængjanuröir aö aftan Rennihuröir á hliöum Sama gólfhæð afturúr Bókmenntir Sigurjón Björnsson Jóhanna Krisfjónsdóttir: Flugleiðin til Bagdad. Almenna bókafélagið hf. Reykjavík 1991. 208 bls. Ferðabækur Jóhönnu Kristjóns- dóttur eru með nokkuð sérstökum hætti og engum líkar nema sjálfum sér. Þær eru ekki reisubækur í þeim skilningi að athafnir og upplifanir ferðamanns séu raktar frá morgni til kvölds. Þær eru ekki saga, landa- fræði eða pólitík þeirra- þjóðlanda sem Jóhanna sækir heim. Þær eru eitthvað allt annað en samt brot af öllu hinu. Svo skrítið er það að Jóhanna hefur lag á því að taka lesandann með í ferðalagið og hann fær að sjá og heyra eitt og annað sem í fyrstu virðist ómerkilegt og ekki ástæða til að veita athygli en safnast svo smám saman fyrir í huganum og sest þar að svo að þar að kemur að manni finnst maður fara að þekkja fólk og þykja vænt um það. Höfundi tekst þannig að miðla einhveiju næstum ósýnilegu til lesandans, skilningi, innsæi, umburðarlyndi og mennsku eða hvað réttast er að kalla það. Stjórn- arfarið og valdhafarnir geta verið andstyggilegir, en fólkið er samt við sig. Engin hætta er á að maður rugli þessu saman þegar maður er í för með Jóhönnu. Kannski er dulít- il rómantík í þessu, en hún ruglar ekki dómgreindina að ráði. Sérstak- lega verður þetta áberandi í síðustu bók Jóhönnu, enda voru aðstæður þannig að mikið reyndi á og til þess fallnar að skerpa andstæðurn- ar í huga ferðamanns. Þar segir frá þremur ferðum til Miðausturlanda sem allar voru farnar á seinni hluta síðasta árs. Hin fyrsta var farin í ágúst sl. rétt eftir innrás íraka í Kúveit. Þá var farið til Jórdaníu, ísraels, Sýrlands, Egyptalands og Jemens. Onnur ferðin var svo í október til ísraels og Egyptalands. Þriðja og síðasta ferðin var til Bagdad í desember. Jóhanna fór ekki í þessar ferðir sem venjulegur fréttahaukur frá Vesturlöndum. Auðvitað var hún og er blaðamaður við Morgunblaðið og sendi blaðinu reglulega fréttir og frásagnir. Ferðir hennar stöfuðu einnig af þessum miklu viðburðum V.W. „Rúgbrauöiö" þekkja allir. Þaö er bíll sem hefur veriö lítiö breyttur í rúm 40 ár. NÚ ER ALLT BREYTT NEMA NAFNIÐ Ný innrétting - 5,4m3 Nýr vélbúnaöur - Hreyfill frammí sambyggöur viö gírkassa og drif Ný yfirbygging - Vindstuðull = 0,36 1 Nýir aksturseiginleikar - Framhjóladrif 1 Nýir notkunarmöguleikar - Meö eöa án vsk. 1 Nýtt og hagstætt verð: m. vsk. frá kr. 1.316.889 vsk. kr. 259.137 ánvsk. kr. 1.057.752 Meðal Araba

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.