Morgunblaðið - 23.03.1991, Síða 15

Morgunblaðið - 23.03.1991, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1991 15 Álmálið og sljórn Landsvirkjunar eftir Halldór Blöndal Landsmenn hafa fylgst með síðustu dögum þinghaldsins með mikilli undrun. Ríkisstjórnin talaði um þjóðarsátt í öllum málum til þess að reyna að breiða yfir þá stað- reynd, að þingsalirnir höfðu breyst í markaðstorg, þar sem ráðherrar voru aðalkaupahéðnarnir. Þessi hefur löngum verið endir vinstri stjórna. Merkasta mál þingsins var áreið- anlega sú breyting á stjórnar- skránni að leggja niður deildaskipt- ingu Alþingis. Þetta er grundvallar- breyting, sem felur í sér meiri verkaskiptingu milli þingmanna og vandaðri vinnubrögð í þingnefndum en möguleg eru með deildaskipting- unni. Samkomulag er um að kalla Alþingi saman að loknum kosning- um til þess að staðfesta þessar breytingar. Af mörgum þýðingarmiklum málum, sem bíða nýrrar ríkisstjórn- ar, ber álmálið einna hæst. í ljósi þess verður að skýra þann ágrein- ing, sem á síðustu dögum þingsins kom upp um það, hvenær ný stjórn Landsvirkjunar skyldi kosin, en umboð núverandi stjórnar rennur út 1. júlí nk. Okkur sjálfstæðis- mönnum þótti eðlilegt, að kosning- arnar biðu vorþingsins, þannig að ný stjórn Landsvirkjunar yrði í sam- ræmi við þann þingmeirihluta, sem þá hefði verið kjörinn. Það er mikil- vægt, að góð samvinna og gagn- kvæmt traust sé á milli nýrrar ríkis- stjórnar og nýrrar stjórnar Lands- virkjunar í þeim erfiðu samninga- viðræðum, sem framundan eru um nýtt álver hér á landi. Á hinn bóginn getur það ekki komið neinum á óvart, að hörðustu andstæðingar stóriðju óttist um sinn hag eftir næstu kosningar. Alþingi kýs fjóra menn í stjórn Landsvirkjunar frá 1. júlí nk. Halldór Blöndal Kvennalistinn með sínar sex þing- konur hafa helgað sér eitt stjórnar- sæti og með tilstyrk Alþýðubanda- lagsins átti annað að falla í hlut Borgaraflokksins. Við þessar kring- umstæður var eðlilegt, að þing- flokkur Alþýðuflokksins legði til, að stjórnarkjörinu yrði frestað til vorþingsins og jafn sjálfsagt, að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins styddi það. Gegn slíkri frestun töluðu auk fulltrúa Kvennalista Hjörleifur Guttormsson, Ólafur Þ. Þórðarson og Stefán Valgeirsson harðast. Það eru kannski bestu rökin fyrir því, að stjórnarkjörinu var frestað, þangað til nýtt þing kemur saman eftir kosningar. Þessum þingmönn- um gekk það ekki til að greiða fyr- ir samningum um nýtt álver hér á landi. En til þess stendur sterkur vilji okkar sjálfstæðismanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. STAND LAMPAR Rafkaup ÁRMÚLA 24, SlMAR 681518 - 681574 Tvær þotur of nærri hvor annarri FLUGSTJÓRAR tveggja er- lendra farþegaþotna telja að vél- ar þeirra hafi verið of nærri hvor annarri þejgar þær voru á flugi suður af Islandi í janúar. Rannsóknarnefnd flugslysa hef- ur málið til rannsóknar. Það var föstudaginn 25. janúar sem tvær flugvélar, Boeing 747 frá British Airways og Íljúshín 67 frá Aeroflot í Sovétríkjunum, voru á vesturléið suður af Islandi. Vélarnar voru í sömu hæð og töldu flugstjór- ar að vélarnar hefðu verið of ná- lægt hvor annari. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur málið til rannsóknar og mun senda samgönguráðuneyt- inu skýrslu um málið þegar rann- sókn er lokið. Málið var líka athug- að af hálfu flugmálastjórnar og er þeirri athugun lokið og skýrsla send samgönguráðuneytinu. Læknafélag Reykjavíkur: Fundur um börn, heilsu og samfélag LÆKNAFÉLAG Reykjavíkur boðar í dag, laugardaginn 23. marz, til fundar í samvinnu við Landlæknisembættið. Fundurinn verður í Háskólabíói kl. 13 og ber yfirskriftina „börn, heilsa og samfélag". Fudnurinn er öllum opinn. Högni Óskarsson, formaður LR, setur fundinn. Frummælendur verða Valgerður Baldursdóttir, barna- og unglingageðlæknir, Pétur Lúðvígsson, barnalæknir, Vilborg Guðnadóttir, skólahjúkrunarfræð- ingur, Bryndís Siguijónsdóttir, kennari, Sigmundur Sigfússon, yfirlæknir og Þórólfur Þórlindsson, prófessor. Að loknum framsöguerindum eru pallborðsumræður, sem framsögu- menn taka þátt í. Auk þeirra ræða málin stjórnmálamennirnir Ásta R. Jóhannesdóttir, Geir H. Haarde, Guðmundur Ágústsson, Guðrún Halldórsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Valgerður Gunnars- dóttir. Umræðustjóri er Ellert B. Schram, ritstjóri. Ólafur Ólafsson landlæknir slítur fundi. MEÐ KRANSAKÖKUBOTNl ... bara í ganni. MEÐ MARENGSBOTNl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.