Morgunblaðið - 23.03.1991, Síða 20

Morgunblaðið - 23.03.1991, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1991 Jllltööur r a morgun ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Jón Mýrdal. Mið- vikudag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 16.30. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Flutt verður „Jesu meine Freude" eftir Buxtehude. Flytjendur Kórskóli Estherar H. Guðmundsdóttur, Kirkjukór Áskirkju og strengja- sveit. Einsöngvarar Ellen Freydís Martin, Inga Dóra Hrólfsdóttir og Björn Björnsson. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Daníel Jón- asson. Þriðjudag: Bænaguðs- þjónusta kl. 18.30. Sr. Gísli Jón- asson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta í Bústöðum kl. 11 í umsjón Guðrúnar Ebbu Ólafs- dóttur og Sigurðar Grétars Sig- urðssonar. Fermingarmessur kl. 10.30 og kl. 13.30. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Pálmi Matthíasson. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma ísafnaðarheimil- inu við Bjarnhólastíg kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. DÓMKIRKJAN: Kl. 11. Messa. Prestur sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson. Dómkórinn syngur, org- anleikari Marteinn H. Friðriks- son. Barnasamkoma í safnaðar- heimilinu á sama tíma. Miðviku- dag: Hádegisbænir í kirkjunni kl. 12.15. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl. 13. Organleikari Birgir Ás Guð- mundsson. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Cecil Har- aldsson. FELLA- og Hólakirkja: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Umsjón Jó- hanna Guðjónsdóttir. Kl. 14. Hát- íðarguðsþjónusta í tilefni af vígsludegi kirkjunnar. Sr. Guð- mundur Karl Ágústsson þjónar fyrir altari, sr. Hreinn Hjartarson prédikar. Nemendur Ragnheiðar Guðmundsdóttur í Söngskóla Reykjavíkur syngja einsöng og tvísöng, Kristín R. Sigurðardóttir, Svava Á. Sigurðardóttir, Metta Helgadóttir, Sigurlaug Arnar- dóttir og Bjarni Thor Kristinsson. Kirkjukór Fella- og Hólakirkju flyt- ur „Þýska messu" eftir Franz Schubert undir stjórn organist- ans, Guðnýjar M. Magnúsdóttur. Þriðjudag: Fyrirbænir í Fella- og Hólakirkju kl. 14. Sóknarprestar. GRAFARVOGSSÓKN: Messu- heimili Grafarvogssóknar, Fé- lagsmiðstöðinni Fjörgyn. Barna- messa kl. 11. Skólabíllinn fer frá Húsahverfi kl. 10.30 í Foldir og síðan í Hamrahverfi. Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Sigríður Jónsdóttir. Sóknarprestur. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Eldri börnin uppi í kirkjunni, yngri börnin niðri. Messa kl. 14. Sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arin- bjarnar. Þriðjudag: Biblíulestur kl. 14. Miðvikudag: Helgistund fyriraldraða kl. 13.30. Prestarnir. HALLGRÍMSKIRKJA: Laugar- Guðspjall dagsins Lúk. 19.: Innreið Krists í Jerúsalem dag: Samvera fermingarbarna kl. 10. Sunnudag: Messa og barna- samkoma kl. 11. Sr. Sigurður Pálsson. Þriðjudag: Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Kvöldbænir með lestri passíusálma mánudag, þriðjudag og miðvikudag kl. 18. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Kl. 10: Morg- unmessa sr. Tómas Sveinsson. Kl. 11: Barnaguðsþjónusta. Kirkjubíllinn fer um Suðurhlíðar og Hlíðar fyrir og eftir guðsþjón- ustuna. Kl. 14: Hámessa sr. Arngrímur Jónsson. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Sóknar- nefndin. HJ ALLAPREST AKALL: Messu- salur Hjallasóknar Digranes- skóla. Barnamessur kl. 11. For- eldrar eru hvattir til að fylgja börnunum til messu. Ferming í Kópavogskirkju kl. 13.30. Barna- kór Hjallasóknar og Hjallakórinn syngja, stjórnendur Friðrik S. Kristinsson og Elías Davíðsson. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- starf í safnaðarheimilinu Borgum sunnudag kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Organisti Guðmundur Gilsson. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðþrands biskups. Óskastund barnanna söngur, sögur, leikir. Þór Hauksson guðfræðingur og Jón Stefánsson annast stundina. Ferming kl. 13.30. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Organisti Jón Stefánsson. Sókn- arnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Drengjakór Laugar- neskirkju syngur. Barnastarf á sama tíma. Heitt á könnunni eft- ir messu. Sóknarprestur. NESKIRKJA: J3arnasamkoma kl. 11. Umsjón Sigríður Óladóttir. Ferming kl. 11. Ferming kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson og Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELJAKIRKJA: Laugardag 23. mars. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Ath. breyttan tíma vegna ferm- inga í kirkjunni. Pálmasunnudag- ur: Fermingarguðsþjónustur ki. 10.30 og kl. 14. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Fjöl- skyldumessa kl. 11. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Barnastarf á sama tíma í umsjón Kristínar Þórunnar Tómasdóttur og Eyrnýjar Ásgeirsdóttur. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN; Ferm- ingarguðsþjónusta kl. 14. Jónas Þórir og Jónas Dagbjartsson sjá um tónlist. Kaffiveitingar eftir messu. Safnaðarprestur. FRÍKIRKJAN í RVÍK: Guðsþjón- usta kl. 14. Orgelleikari Violeta Smid. Kirkjan er opin í hádeginu virka daga. Sr. Cecil Haraldsson. KFUM og KFUK: Almenn sam- koma í kristniboðssalnum kl. 20.30. Jesús kemur til þín (Lúk. 19, 29-40). Upphafsorð Herdís Gunnarsd. RæðumaðurSr. Jónas Gíslason. KRISTSKIRKJA Landakoti: Lág- messa kl. 8.30. Stundum lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág- messa kl. 14. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18 nema á laugar- dögum þá kl. 14. Á laugardögum kl. 20 er ensk messa. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Messur sunnudaga kl. 11. Virka daga kl. 18.30 nema fimmtud. kl. 19.30 og laugardaga kl. 14. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálp- ræðissamkoma kl. 16.30. Kaft. Elisabeth Henne frá Noregi talar. Major Daniel Óskarsson stjórn- ar. Sunnudagaskóli á sama tíma. FÆREYSKA sjómannaheimilið: Kristileg samkoma kl. 17. NÝJA Postulakirkjan: Guðsþjón- usta kl. 11. Hákon Jóhannesson safnaðarprestur. GARÐASÓKN: Fjölskylduguðs- þjónusta í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13. Bænastund og Biblíulestur í Kirkjuhvoli laugar- dag kl. 13. Sóknarprestur. BESSASTAÐAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Álftaneskórinn syngur, stjórnandi John Speight. Organisti Þorvarður Björnsson. Sóknarprestur. KAPELLA St. Jósefssystra Garðabæ: Hámessa kl. 10. Messan er lesin á þýsku. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Aðalsafnaðarfundur að lokinni guðsþjónustu. Kaffiveit- ingar. Sr. Einar Eyjólfsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Þórhildur Ólafs. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Hámessa kl. 10.30. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KÁLFATJARNARSÓKN: Barna- samkoma Stóru Vogaskóla kl. 11. laugardag. KEFLAVÍKURKIRKJA: Ferming- arguðsþjónustur kl. 10.30 og kl. 14. Kór Keflavíkurkirkju. Organ- isti EinarÖrn Einarsson. Sóknar- prestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Börn úrTónlist- arskólanum leika á hljóðfæri. Síðasta samvera vetrarins. Ferming kl. 14. Fermdur verður Kjartan Ásmundsson, Baðvöllum 9, Grindavík. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA: Sunnudaga- skóli í grunnskólanum í Sand- gerði kl. 11. Biblíufræðslukvöld í gamla prestssetrinu á Útskálum næstu þriðjudagskvöld kl. 20.30 og eru þau öllum opin. Sr. Hjört- ur Magni Jóhannsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Síðasti sunnudagaskóli vetrarins kl. 14. Verðlaun veitt fyrir góða ástund- un í vetur. Góður gestur kemur í heimsókn. Biblíufraéðslukvöld verða næstu þriðjudagskvöld í gamla prestssetrinu á Útskálum kl. 20.30 og eru opin öllum. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Kirkjuskóli yngstu barnanna í safnaðarheim- ilinu laugardag kl. 13. Sunnudag: Barnaguðsþjónusta í kirkjunni kl. 11 og messa kl. 14. Flutt mótett- an: Hoseanna Davíðssyni, eftir E.F.T. Telemann. Sr. Árni Páls- son á Borg messar. Tónlistar- stund á föstu nk. miðvikudag kl. 20.30. Fluttir orgelforleikir efir J.S. Bach. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sr. Björn Jónsson. Maríusóley (Anemone coronaria) Blóm vikunnar Ágústa Björnsdóttir Þáttur nr. 198 Anemonur þær sem jafnan ganga undir nafninu „franskar anemonur“ (ekki anemon„í“ur) og valið hefur verið íslenska heitið maríusóley eru meðal okkar vinsælustu og harðgerð- ustu blómjurta. Hér á landi eru man'usóleyjar oftast ræktaðar sem einærar, enda eru hnýðin sem flutt eru til landsins seinni hluta vetrar tiltölulega ódýr og tæplega hægt að treysta á full- komna blómgun nema á fyrsta ári, þó vitaskuld séu á því undan- tekningar. Erlendis eru franskar anemonur mikið ræktaðar til afskurðar og í hvers konar skreytingar og bendir latneska heitið coronaria tii þess að þær hafí fyrrum verið notaðar í kransa og sveiga. Maríusóleyin er eitt af okkar bestu garðblóm- um, um það er engum blöðum að fletta. Auðveld ræktun, en þó þarf að hafa svolítið fyrir hénni, blómin eru fögur, stór og litskrúðug, og eru þau ýmist ein- föld eða hálffyllt. Auk þess að vera fallegar eru þær - sem fyrr segir - afar harðgerðar, t. d. virðast þær þola sunnlensku rigninguna mörgum jurtum bet- ur. Þá má einnig telja þeim til ágætis hve langur blómgun- artími þeirra er og er ekki óal- gengt að sjá þær skjóta fagurlit- um kollunum óskemmdum upp úr snjóskafli fyrri hluta vetrar. Þannig að oft er hægt að ná sér í útsprungna maríusóley í nóv- ember. Hæð þessara jurta er u. þ.b. 30 cm og njóta þær sín best í þyrpingum eða breiðum. Maríusóleyjarnar eru hnýðisjurt- ir sem þurfa aillangan vaxt- artíma og til þess að þær geti blómstrað um mitt sumar, þarf að forrækta þær, þ.e. leggja hnýðin í mold inni t.d. um miðj- an aprílmánuð og gróðursetja síðan úti um mánaðamótin maí- júní. I sólreit má planta hnýðun- um þegar moldin er orðin þíð og farin að hlýna, sömuleiðis er hægt að láta þær beint á þann stað sem þeim er ætlaður um miðjan maí, en í báðum þeim tilfellum þarf að skýla ef fro- stakafli kemur, t.d. með dag- blöðum eða pappa. Gott er að leggja hnýðin í bleyti í nokkra klukkutíma áður en þau eru Iögð í moldina. Gæta verður þess að moldin sé ekki of biaut á meðan þær eru að spíra, því þá geta hnýðin orðið eins og grautur. Mörgum gengur erfiðlega að átta sig á því hvernig hnýðin eiga að snúa vegna þess að þau eru mjög óreglulega löguð, en lítil dökk ör eftir stilkinn eru öruggasta vísbendingin og varla er þörf á að taka það fram að örið á að snúa upp. Best er að sjá örið þegar hnýðin hafa legið um stund í bleyti. Mikilvægt er að hnýðin snúi rétt þegar þau eru sett niður, en séu menn í vafa má setja þau niður upp á rönd. Maríusóleyjar þrífast best í léttum fijóum jarðvegi og þurfa talsverðan raka. Blanda af mó- mold, rifnum mosa, garðmold og sandi hæfir þeim vel. Þungur þéttur jarðvegur getur orsakað rotnun hnýðanna. Maríusóleyin hefur lengi verið vinsæl hér, og var kjörin blóm ársins 1975 af félögum GÍ. Umsj.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.