Morgunblaðið - 23.03.1991, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 23.03.1991, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1991 21 Á rauðu ljósi RAUTT / RAUTT L/OS LJOS! eftirÞórð E. Halldórsson Undit' þessurn einkunnarorðum ferðuðust tvær stjórnmálahetjur um landið fyrir nokkru. Höfðu þeir ekki erindi sem erfiði enda aldrei talað um „á rauðu ljósi“ síðan, nema sem sneypulega för. A sama hátt fer þeim er forsmá íslensk umferðarlög og m.a. aka yfir gatnamót gegn rauðu ljósi. Svo gróf eru þessi lögbrot orðin að lög- reglan telur sig ekki komast hjá því að stofna til sérstaks átaks til að kveða þennan lögbrotafaraldur niður. Ég hef nokkrum sinnum stungið niður penna um umferðar- mál. Ástand þeirra finnst mér frek- ar fara versnandi en hitt. Orsak- anna til þess er hugsanlega ekki svo langt að leita, ef fólk gefur sér tíma til að hugsa. Miðað við þann lögbrotafaraldur sem hér viðgengst í umferðinni hlýtur sá, er hefur áhyggjur af þessu, að staldra við og leita orsak- anna. Eftir langa búsetu erlendis rekur mann í rogastans að horfa uppá íslenska umferðarómenningu. Fyrsta spurningin er þessi: Hvernig er staðið að umferðar- kennslunni? Henni hlýtur að vera mikið ábótavant. Þar sem ég hef búið erlendis eru ökuskólar þar sem nemendur eru í skóla nokkra mánuði og fá ekki ökuréttindi fyrr en að loknu bóklegu og verklegu námi. Samt sem áður er nemandinn ekki talinn fullæfður í akstri bifreiðar. Fyrsta árið, eftir að hafa lokið prófi og fengið öku- skírteini, ber honum skylda til að merkja bíl þann er hann ekur, á sérstakan hátt, þannig, að allir sjái að þar er óvanur ökumaður á ferð. Þetta er gert með stóru „L“ í aftur- glugga. Þetta er ekki gert til að nemandinn finni til minnimáttar, eins og eflaust væri talið hér á landi, eða einhver persónuskerðing. Þetta eru lög í landinu til að sýna að hér er í umferðinni aðili sem ekki er fullvanur akstri og beri öðr- um í umferðinni að sýna honum tilliþssemi. Ég ætla að nefna tvö dæmi sem mér finnst ótvírætt sanna slaka ökukennslu hér á landi. Það fyrra er notkun stefnuljósa. Þeir fáu sem sjást nota stefnuljós hér í umferð- Þórður E. Halldórsson „Engum ökumanni liggur svo mikið á að með því þurfi hann að stofna eigin lífi og ótaldra samborgara í hættu.“ inni setja ljósið á þegar þeir eru byijaðir að beygja og kemur það þá að engu gagni fyrir þann sem á eftir ekur. Það síðara er, hvað margir temja sér að læðast úr hliðargötu inná umferðargötu í veg fyrir aðsteðj- andi umferð. Þeir menn eru ennþá til sem telja sig í fullum rétti sé ekið aftaná bíl. þeirra við slíkar aðstæður. Ég kem þá að „hetjunni" sem ekur yfir gatnamótin á rauðu ljósi. Engum ökumanni liggur svo mikið á að með því þurfi hann að stofna eigin lífi og ótaldra samborgara í hættu. Hvers vegna er þá svona mikið um þetta? Orsakanna er víða að leita. Margir ungir menn á kraft- miklum bílum eru að sýna einhvern „töffara", kalda karla, með dýrara og betra ökutæki en hinn við hlið- ina. Margir eru svo sofandi í um- ferðinni að þeir fylgjast ekki með því sem er að gerast í kringum þá. Flest lögbrot í umferðinni eru gerð í skjóli þess að lögreglan er mannfá "og ekki í stakk búin til að fylgjast svo með umferðinni sem vera ber. Þar sem umferðarlagabrot eru svo mörg og almenn • sem hér er staðreynd er sterkasta meðalið gegn þessu siðferði að beita nógu háum fésektum, því eins og gamalt máltæki segir; „Þar sem ijársjóður þinn er þar mun og hjarta þitt vera“. Á rauðu ljósi er rangt að fara reyndu ekki að gera það. Haltu þig þar sem hyggnir fara og hugsaðu hvernig þeir fara að. Höfundur er fyrrverandi lögregluþjónn. Hallgríms- kirkja gef- ur út Passíu- sálmana FORLAG Hallgrímskirkju hefur sent frá sér Passíusálmana á íslensku, en forlagið hefur áður gefið þá út á ensku, þýsku, ung- versku og nýnorsku. Dr. Sigur- björn Einarsson biskup sá um útgáfuna, sem er til þess ætluð að auðvelda nútímafólki lestur Passíusálmanna, en þetta er 79. prentun þeirra á íslensku. Píslarsagan er prentuð á undan sálmunum go er skipt í 50 kafla, en einn sálmur er ortur út frá hveij- um kafla. Orðaskýringar fylgja og skrá er um þá ritningarstaði utan Píslarsögunnar, sem vitnað er til í sálmunum. Upphaf allra versa • sálmanna eru skráð í stafrófsröð. Þá er skrá um allar prentanir Passíusálmanna, hvar og hvenær þeir voru prentaðir og þýðingar þeírra, en sálmarnir hafa verið prentaðir oftar en nokkur önnur íslensk bók. Áður fyrri voru valdar bækur eins og biblían prentaðar með rauð- um lit á forsíðu og er þessum gamla sið haldið — orðið Passíusálmar er prentað í rauðum lit á titilsíðu, en annað í svörtum. Hin hefðbundna mynd af Hallgrími Péturssyni prýð- ir útgáfuna. Bókin, sem kostar 2.500 krónur, er prentuð hjá Prentstofu G. Ben. í Kópavogi. (Úr fréttatilkynningu). H MÁLSTOFA í hjúkrun verður haldin mánudaginn 25. mars nk. og hefst kl. 12.15 í setustofu á 1. hæð í Eirbergi, húsnæði náms- brautar í hjúkrunarfræði, Eiríks- götu 34. Jóna Ingibjörg Jónsdótt- ir hjúkrunarfræðingur B.S., kyn- fræðingur M.S.Ed., flytur erindi sem nefnist Kynheilbrigði og kynlífsvandamál kvenna. Erindið fjallar um fræðsluhlutverk hjúkr- unarstarfsins með tilliti til eflingar á kynheilbrigði og kynnir jafnframt á hvern hátt sjálfshjálparformið getur stuðlað að úrlausn á helsta kynlífsvandamáli kvenna. Ný afskomar og ferskar páskaliljur Nú er páskalegt í Blómavali. Allt í gulu og grænu. Mikið úrval af páskavöndum, allskonar skreytingum, skreytiefhi og skrautmunum. Komið í Blómavai, sjáið páskana. Ný afskorin og fersk blóm. PÁSKAVENDIR Páskaliljur með birkigreinum (sjá mynd.) Verð frá 395.- PÁSKALIUUR I POTTI 10-15 blóm. (sjá mynd.) Skemmtileg nýjung. Upplagt er að setja laukana síðan út í garð. Verð aðeins 295. Opið alla daga frá kl. 9 - 22. sími 689070

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.