Morgunblaðið - 23.03.1991, Page 23

Morgunblaðið - 23.03.1991, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1991 23 vandvirkur, verkadrjúgur með af- brigðum og bar víða niður. Hann stundaði bústörf, gegndi helstu for- ystuhlutverkum bændasamtak- anna, tók þátt í stjórnmálum, lagði mörgu félagslífi lið, ritaði fjölmarg- ar greinar um ýmis mál og vann að framfaramálum í heimabyggð sinni og kom alls staðar miklu til leiðar. Hann hefur óefað viljað bæta enn um betur og gefa þjóð sinni meira af kröftum sínum. En illvígur sjúkdómur drap starfsþrek hans í dróma og lagði hann loks að velli eftir harða baráttu. Með fráfalli hans hefur íslensk þjóð misst einn af sínum mætustu son- um. Ég færi eftirlifandi konu Gunn- ars, Ásthildi Teitsdóttur, börnum þeirra hjóna, tengdabörnum og að- standendum öllum innilegar samúð- arkveðjur. Og fyrir hönd starfsfólks Lífeyrissjóðs bænda flyt ég Gunn- ari Guðbjartssyni hinstu kveðju og þökk fyrir einkar ánægjulegt sam- starf. Benedikt Jónsson Gunnar Guðbjartsson, bóndi, Hjarðarfelli, og fyrrv. formaður Stéttarsambands bænda lést á Borgarspítalanum 17. mars sl. 73 ára að aldri. Foreldrar hans voru Guðbjartur Kristjánsson bóndi þar og hrepps- stjóri og kona hans Guðbranda Þor- björg Guðbrandsdóttir. Þar ólst Gunnar upp á miklu menningar- heimili með foreldrum og systkin- um. Bærinn Hjarðarfell er á hægri hönd þegar ekið er norður Kerlinga- skarð næstur fjallgarðinum að sunnan og því í alfaraleið. Þangað er staðarlegt heim að líta og útsýni fagurt yfir sveitina, suður um Mýr- ar og Borgarfjörð. Jörðin er land- mikil oggóð undir bú, ræktunarskil- yrðj mikil og fjalllendi gott. Á árum áður þegar vegasam- göngur voru ekki komnar í það horf, er síðar varð, og hesturinn aðalfarartækið þótti sjálfsagt þegar leiðin lá um Kerlingarskarð, að koma við á bæjunum sitt hvoru megin við fjallið, Hjarðarfelli að sunnanverðu og Gríshóli að norðan og þá gjarnan í báðum leiðum. Á þessum bæjum var því mikið um gestakomur því sunnanfjalls-menn áttu oft erindi í Stykkishólm. Hús- ráðendur á Hjarðarfelli veittu gest- um vel og var gestrisni þeirra róm- uð. Við þessar heimsóknir sköpuð- ust mikil kynni við fólk víðs vegar að. Sá, sem þessar línur ritar, ólst upp í Helgafellssveit, næstu sveit norðan fjalls, og bjuggu móðurafi minn og amma á Gríshóli. Á milli þessara heimila var góður kunn- ingsskapur. Þess varð ég áskynja á unga aldri og í raun fannst mér ég þekkja býsna vel til margra eftir frásögnum annarra þótt ég hefði aldrei séð fólkið. Þetta var á þeim árum, þegar tími var til þess að tala saman og segja frá í baðstofun- um. Fyrstu kynni mín af Gunnari á Hjarðarfelli voru þegar ég var innan við fermingu og hann nýlega byrj- aður búskap á Hjarðarfelli. Við hitt- umst á sjúkrahúsinu í Stykkis- hólmi, vorum þar okkur til heilsu- bótar, en Gunnar átti þá við að glíma bakveiki. Þau kynni vöktu strax með mér traust á manninum. Að sjálfsögðu óraði mig ekki fyrir því þá, að kynni og samstarf við Gunnar ætti eftir að verða svo mik- ið, sem raun varð á. Gunnar kvæntist árið 1942 Ást- hildi Traustadóttur frá Eyvindar- tungu og hófu þau búskap á Hjarð- arfelli það ár, fyrst í félagi með foreldrum sínum, en Alexander bróðir Gunnars hafði þá stofnað nýbýlið Hvamm úr landi Hjarðar- fells. Búskapurinn átti allan hug Gunnars og hann vann að því að bæta jörðina með aukinni ræktun. Honum var það ljóst að tími tækni og framfara í íslenskum landbúnaði var á næsta leiti og nauðsynlegt væri að fylgjast vel með. Áður hafði hann aflað sér menntunar í Héraðs- skólanum á Laugarvatni og lokið búfræðiprófi frá Hvanneyri með frábærum árangri. Framfarahugur- inn blundaði sterkt í unga bóndan- um. Með þátttöku sinni í félagsmálum á fyrstu búskaparárunum hlóðust á Gunnar margvísleg trúnaðarstörf, svo mörg að þau verða ekki tíunduð hér öll. En maðurinn var vel til for- ystu fallinn, viljasterkur og hafði mikla löngun til góðra verka. Gunnar varð formaður í Búnað- arfélagi Miklaholtshrepps 1951 og stofnandi og formaður sauðfjár- ræktarfélags sveitarinnar 1952. Gegndi hann þeim störfum í ára- tugi. Hann var kosinn í stjórn Bún- aðar- og Ræktunarsambands Snæ- fellinga árið 1944 og var formaður þeirra frá 1968 til 1980 er hann gaf ekki kost á því lengur. Þá var hann fulltrúi Snæfellinga á Búnað- arþingi 1950-1982 og fulltrúi á aðalfundum Stéttarsambands bænda í áratugi og síðar formaður þess eins og kunnugt er. Niður- skurður á sauðfé vegna mæðiveiki fór fram á Snæfellsnesi á árunum 1949 og 1950 og var Gunnar for- maður fjárskiptanefndar, sem sá um framkvæmd fjárskiptanna. Þessi upptalning sýnir hvert traust sveitungar og sýslungar og raunar bændur landsins báru til Gunnars með því að fela honum forystu í þessum mikilvægu málum á sviði landbúnaðarins. Sá sem þetta ritar þekkti vel störf hans þar vegna starfa hjá búnaðarsamtökum Snæfellinga um 25 ára skeið og þá einmitt á þeim tíma, sem Gunnar var i forystu. Það var gott að vinna með honum og öðrum á þeim vett- vangi. Hann var fljótur að átta sig á málum, greina aðalatriðin og mynda sér skoðanir og vinna að framgangi mála í samræmi við það. Þá var hann fús til að styðja hug- myndir annarra ef hann taldi þær horfa til heilla. Það var ekki ónýtt að eiga vísan stuðning hans við lausn á margvíslegum málum. Ég minnist með hlýhug samstarfsins við Gunnar að sameiginlegum áhugamálum. Um störf Gunnars Guðbjartsson- ar fyrir heildarsamtök bænda munu aðrir skrifa. Eitt er víst að með þeim störfum ávann hann sér traust og virðingu, sem ötull talsmaður bændastéttarinnar. Sem fulltrúi Stéttarsambands bænda sat hann í stjórn Stofnlánadeildar landbúnað- arins. Þar sem annars staðar naut sín vel fjölþætt þekking hans á land- búnaðinum. Ég leyfi mér fyrir hönd stofnunarinnar að þakka störf hans þar. Búskapur á Hjarðarfelli hefur verið með miklum myndarbrag. Þau hjón voru samhent við búreksturinn og gerðu með ættmennum Hjarðar- fell að einu af stórbýlum landsins. Lögð var áhersla á ræktun búfjár- ins, góða fóðrun og mikla afurða- semi eftir hvern grip, en þó ávallt gætt fyllstu hagsýni. Oft var ég með Gunnari í íjárhúsunum á Hjarðarfelli i ijárragi, en hann var mikill áhugamaður um ræktun bú- fjárins og þá sérstaklega sauðfjár- rækt, enda glöggur á fé. Átti hann gott með að muna og þekkja fjár- stofn sinn eftir númerum. Varð ég oft undrandi á frábæru minni hans á tölur, sem kom honum oft að góðu gagni á lífsleiðinni. Gunnari tókst að ná mjög góðum árangri í sauðfjárrækt og fóru kynbótagripir víða um Snæfellsnes frá Hjarðar- felli. Vegna starfa sinna að félagsmál- um varð Gunnar oft að dvelja lang- dvölum fjarri heimili sínu. Þrátt fyrir það var búskapur til fyrir- myndar á Hjarðarfelli. Ásthildur kona hans gætti þá bús og barna á öruggan hátt. Áreiðanlega hefur oft mætt mikið á henni þegar svo stóð á, en þó Iétt undir er börnin komu til starfa. Hlutverk hinnar hljóðlátu eigin- konu félagsmálamannsins er mikið og verður seint fullþakkað. Bænda- fólk um ajlt land hugsar áreiðanlega hlýtt til Ásthildar á þessari stundu fyrir ómetanlegt framlag hennar til þess, að bóndi hennar gæti sinnt þeim störfum, sem hann var kallað- ur til. Ásthildur og Gunnar eignuð- ust sex mannvænleg börn og hafa tveir synir þeirra, Guðbjartur og Högni, tekið við búi á Hjarðarfelli ásamt ijölskyldum sínum. Þar er haldið vel í horfi í anda foreldr- anna. Veit ég að Gunnari var um- hugað að svo yrði. Eg kom oft að Hjarðarfelli vegna náinnar samvinnu við Gunnar. Þar voru málin oft rædd á notalegu heimili þeirra hjóna. Þeirra stunda minnist ég með sérstöku þakklæti og einnig á heimili þeirra hér í Reykjavík. Seint á sl. ári heimsótt- um við hjónin Ásthildi og Gunnar, en þá hafði Gunnar átt við veikindi að stríða frá því snemma á síðasta ári, en fengið nokkra bót a.m.k. um sinn. Vel var okkur fagnað eins og venjulega. Þá komst ég að því, að hann hafði ékki setið iðjulaus frek- ar en fyrri daginn. Sýndi hann mér ýmsan fróðleik sem hann hafði skráð úr heimabyggðum, sem vissu- lega ætti erindi til margra. Ekki kom það mér á óvart því hann hafði frábært minni og átti afar auðvelt með að tjá hugsanir sínar og koma þeim á blað í skýru máli. Veit ég fáa hafa verið svo fljótvirka í þeim efnum. í þessari heimsókn fann ég greinilega að honum fannst hann eiga margt ógert þrátt fyrir ærið ævistarf og hefði gjarnan kosið að fá meiri tíma til þessara hugðarefna sinna, ef hann hefði mátt ráða. Örlögin höguðu því þannig að hann fékk það ekki. Hann er horfinn okkur. Blessuð sé minning hans. Við María sendum Ásthildi, börn- um þeirra og tengdabörnum og öðrum vandamönnum innilegar samúðarkveðjur. Leifur Kr. Jóhannesson Ég kom eitt sinn að Hjarðarfelli í fylgd bændahöfðingjans og for- ystumannsins Gunnars Guðbjarts- sonar. Ásthildur húsfreyja og fjöl- skyldan öll tók á móti okkur með rausn og hlýju. Það var fagur haust- dagur. Sterkir litir gróandans höfðu þokað fyrir mýkt síðsumarsins. Af bæjarhlaði blasti við víðlent túnið og grasi vafið landið fram undan, til beggja handa byggðin sunnan á Nesinu, en fjær hafið, Mýrarnar og svipmikill flallahringurinn. Að baki stóð íjallgarðurinn vörð, búinn margri matarholu fyrir hjörð bænd- anna sem á þeirri stundu dreifði sér um tún og beitarhólf heimalands- ins. Öll þessi sýn gladdi augu okkar beggja, bóndans og gestsins. Bæj- arstæðið hæfði rausnargarði. Á þessum stað óx Gunnar Guðbjarts- son úr grasi. Hann varð búhöldur, ræktunarmaður á land og sauðfé, sveitarhöfðingi og forystumaður. Síðar tók hann við forystu í málum bændastéttarinnar og hlaut _að dvelja langdvölum í Reykjavík. Ég skynjaði sem aðrir er þekktu hann, að oft hvarflaði hugurinn heim að Hjarðarfelli. Var það síst að undra. Við Gunnar áttum mikið sam- starf um skeið, þegar hann var formaður Stéttarsambands bænda og síðar framkvæmdastjóri Fram- leiðsluráðs. Hann tjáði mér þegar það samstarf hófst að hann myndi aldrei koma í bakið á mér. Þau orð hans sem önnur stóðu sem stafur á bók. Drengskap hans efaði eng- inn. Með Gunnari er genginn einn merkasti forystumaður bændastétt- arinnar sem ég hef kynnst. Hann var afburða skarpur, ekki síst tölu- glöggur og minnugur. Vinnusemi hans var einnig með afbrigðum, svo að stundum mun hafa gengið nærri heilsu og þreki. Þekking hans á hagsmunamálum bændastéttarinn- ar virtist óbrigðul og hann þurfti sjaldnast að líta í gögn til að gefa svör við því sem spurt var um. Gögn voru honum þó ævinlega til- tæk. Mér fannst hann kunna nokk- ur skil á högum hvers einasta bónda á landinu. Með forystustörfum sínum, sem hvarvetna nutu virðing- ar, starfsorku sinni og þekkingu kom hann fjölmörgu til leiðar fyrir bændastéttina, seun á þeirri tíð réði úrslitum í hagsmunabaráttunni. Störf hans fyrir bændur landsins verða seint fullþökkuð. Þótt Gunnar væri alvörumaður dags daglega og störfin ættu hug hans allan var hann glaðvær og skemmtinn í hópi vina sinna á gleði- stundum. Yfirgripsmikil þekking hans og fróðleikur kom þá sem endranær vel í ljós. Allt of snemma var hann hrifinn á brott. Við fráfall Gunnars Guðbjarts- sonar flyt ég honum þakkir fyrir kynni okkar öll, samstarf og vin- semd. Við Helga óskum honum far- arheilla „til fegra heims“. Við flytj- um Ástu, fjölskyldunni allri og venslafólki einlægar samúðarkveðj- ur. Pálmi Jónsson „Sendiboða bar að garði, boðaði þig á drottins fund.“ Þannig mælir Sigurður Jónsson skáld á Arnar- vatni, í upphafi eftirmæla um góðan vin. Ef við skoðum þessar ljóðlíriur þessa alkunna sveitaskálds þá skul- um við virða fyrir okkur þetta með „sendiboðann". Er það ekki lögmál okkar lífs hér á jörð, og við erum stundum minnt á það svo óþægilega „að tilvera okkar hér á jörð er und- SJÁ BLS. 40. 1 1 HondaAccord 1991 EX Margfaldur verðlaunabíll, fullbúinn öllum þægindum á ótrúlega hagstæðu verði Greiðsluskilmálar við allra hæfi, t.d. 25% útborgun og mismunurinn lánaður í allt að 36 mánuði á bankakjörum. Við tökum góða, notaða bíla upp í nýja og lánum jafnvel mismuninn. Verð frá aðeins kr. 1.360.000,- stgr. Sýning í dag kl. 13-17 HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.