Morgunblaðið - 23.03.1991, Síða 25

Morgunblaðið - 23.03.1991, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1991 25 Stefnumörkun í samgöngumálum: Tíundi áratugurinn verði kennd- ur við samgöngur og fjarskipti NEFND, sem samgönguráðherra skipaði fyrir tæplega tveimur árum til að móta samgöngustefnuna til lengri tíma, lagði fram skýrslu um starfið á ráðstefnu samgönguráðuneytisins um framtíðarskipulag samgangna, sem haldin var í gær. Skýrslan greinir frá þróun mála síðasta áratug og spáð er fyrir um gang mála til ársins 2010. Lögð er fram tillaga um stefnumörkun í samgöngumálum til lengri tíma og lagt til að tíundi áratugur aldarinnar verði kenndur við samgöng- ur og fjarskipti. Stefnumörkunin miðar að því að treysta byggð um landið og ná auk- inni hagkvæmni og arðsemi út úr framkvæmdum í samgöngumálum. Lagt er til að hið opinbera leggi sérstaka áherslu á uppbyggingu og framfarir í sambandi við samgöng- ur og fjarskipti. í fjarskipta- og póstmálum eru niðurstöður nefndarinnar að brýnt sé að rammaáætlun um starfsemi póst- og símamála til 12 ára verði gerð. Lagt er til að verðlagning á þjónustu Póst- og símamálastofn- unar verði þannig háttað að allir geti notið hennar á ámóta hátt burstséð frá hvar þeir búi. Hlúa þurfi að gagnaflutningum gegnum símakerfið með uppbyggingu fjar- vinnslustofa á landsbyggðinni, stefnt verði að því að hringtengingu ljósleiðarakerfisins verði lokið árið 1994 og bent er á að reisa þurfi varajarðstöð fyrir Skyggni á Norð- ur- eða Austurlandi. í vegamálum þykir nefndinni sennilegt að hugað verði meira að vegagerð á hálendinu en gert hefur verið. Lagt er til að unnið verði áfram að 12 ára áætlun um vega- gerð, framhald verði á stórverkefn- um, þar sem jarðgangagerð skipi veglegan sess, bundið slitlag verði lagt á alla helstu vegi fyrir næstu aldamót og hugað verði að tvöföld- un fjölfarinna þjóðvega. Varðandi almenningssamgöngur vill nefndin að stefnt verði að því að allt almenningsvagnakerfí á höf- uðborgarsvæðinu verði eitt fyrir- tæki og huga beri að möguleika þess að nýta innlenda orkugjafa til að reka almenningssamgöngutæki. Bent er á að vinna þurfi að því að styrkja almenningssamgöngur í dreifbýli og stefna þurfi að því að tengja akstur almenningsvagna og umferðarmiðstöðvar við flugsam- göngur, þar sem því verði við komið. Nefndin leggur til að vegagerð til þéttbýliskjarna á landsbyggðinni verði gerð með tilliti til flutninga- tækja samkvæmt staðli Efnahags- bandalags Evrópu og sveitarfélög og opinberir aðilar stuðli að upp- byggingu vöruafgreiðslustöðvá fyr- ir almenning í stærri byggðarlög- um. í flugmálum er lagt til að að- staða fyrir innanlandsflug verði á Keflavíkurflugvelli innan fárra ára, tengiflug frá landsbyggðinni við millilandaflug verði aukið og að styrkja þurfí hlutverk Keflavíkur- flugvallar sem skiptistöðvar í vöru- flutningum milli landa og að út- flutningur með ferskar vorur verði auðveldaður. Stefnt verði að því að Reykjavíkurflugvöllur verði aðeins notaður fyrir áætlunarflug til Reykjavíkur og beint fiug milli landsfjórðunga verði aukið, en gert er ráð fyrir að beint flug frá lands- byggðinni til útlanda aukist á næstu árum. í sambandi við hafnarmál og sigl- ingar eru niðurstöðurnar þær að vinna þurfi áæltun um stóraukið samstarf hafna, að fjögurra ára hafnaáætlun skipi svipaðan sess og veg- og flugmálaáætlun, að unnið verði að 10-12 ára framkvæmda- áætlun fyrir hafnir og að stefnt verði að því að skapa íslenskum kaupskipaútgerðum sambærilegan rekstrargrundvöll og erlendir keppi- nautar þeirra búi við. Nefndin bendir á að samgöngur séu einn af undirstöðuþáttum ferða- þjónustu og leggur til að sam- gönguáætlanir taki tillit til hags- muna ferðaþjónustunnar. Nefndin telur að leitast eigi við að tryg;gja sem hlutlausasta þróun og eðlilega innbyrðis samkeppni einstakra samgöngugreina. Lagt er til að skipað verði ólaunað sam- gönguráð, sem verði ráðherra til ráðgjafar og aðstoðar við stefnu- mótun og nefndin telur brýnt að stofnaður verði rannsókna- og vísindasjóður samgöngumála til að treysta og örva rannsóknir og vísindastörf í þágu samgangna, fjarskipta- og ferðamála. Mannvirkjaþing 1991; Gæðaráð færir okkur betri og verðmætari hús í framtíðinni - sagði formaður Meistara- og verktakasambands byggingamanna INGVAR Á. Guðmundsson formaður Meistara- og verktakasambands byggingamanna fjallaði um gæðaátak sem er í undirbúningi i islensk- um byggingariðnaði á Mannvirkjaþingi, sem haldið var í gær á veg- um Byggingaþjónustunnar. Til að sjá um gæðaátakið hefur verið stofnað gæðaráð, sem 15 aðilar eru aðilar að, fulltrúar hagsmuna- hópa bæði neytenda og byggingamanna, auk kennara í bygginga- greinum og fleiri. „Sú vinna sem nú fer í hönd innan gæðaráðs byggingariðnaðarins er ærin, en nýög verðug og mun án efa færa okkur betri og verðmætari hús í framtíðinni til hagsbóta fyrir íslensk byggingafyrirtæki og íslenska þjóð,“ sagði Ingvar. Ingvar greindi frá aðdraganda að stofnun gæðaráðs byggingariðn- aðarins og tilgangi gæðaátaksins. Hann sagði það vera gífurlega víðfeðmt mál og margslungið að koma á gæðastjórnun í íslenskum byggingariðnaði, þar sem hún felist í samræmingu margra þátta eins og allrar hönnunar, efnisfram- leiðslu, vinnubragða iðnaðarmanna, gerð efnis og verklýsinga. Hann minnti á að gallar á bygg- ingum hefðu verið mjög til umræðu árið 1985 og næstu ár þar á eftir, þegar steypu- og múrskemmdir í húsum komu víða i ljós. Innan sam- taka byggingamanna hafi verið kannað sérstaklega hvaða ástæður hefðu verið fyrir þessum skemmd- um og niðurstöðurnar voru þessar: — Vinnubrögð iðnaðarmanna þar sem finna mátti að vissum verkþátt- um. — Mjög takmarkaður fram- kvæmdatími og kröfur um hámarks afköst, oftast af völdum útboða. — Breytt hönnun í gerð og útliti húsa, nýjar og Iítt grundaðar lausn- ir þar af leiðandi. — Ómarkviss gerð verklýsinga og ónákvæm úrvinnsla byggingar- efna. Sú aðferð sem ein var talin koma til greina til þess að bæta úr, var að sögn Ingvars að stofna gæða- ráð, sem ynni markvisst að gerð gæðakerfa og að kynna áhrif þeirra á meðal byggingaraðila. Gæðaráð byggingariðnaðarins var stofnað 17. janúar 1991. Aðilum að gæðaráði má skipta í 6 flokka: — Byggingaraðilar, meistarar og fyrirtæki þeirra, fyrirtæki í fram- leiðslu húshluta svo og iðnsveinar. — Hönnuðir, það er arkitektar, verkfræðingar, iðn- og tæknifræð- ingar. — Framleiðendur byggingarefna. — Kennarar í byggingargreinum. — Rannsóknaaðilar. — Neytendur. Aðilar gæðaráðs leituðu sam- starfs við Dani, þar sem þar hafði verið framkvæmt mikið gæðaátak á þessu sviði að frumkvæði íslend- ings er þar starfar hjá dönsku iðn- tæknistofnuninni, Halldórs Guð- mundssonar verkfræðings. Halldór kcm hingað til lands og aðstoðaði við undirbúninginn. Ingvar nefndi ýmislegt af reynslu Dana á þessu sviði sem hann sagði athyglisvert. Færst hafi í vöxt að aðeins þau fyrirtæki sem viðhafa gæðakerfi í sinni framleiðslu séu gjaldgeng í opinberum verkútboð- um og stefni raunar í að allur bygg- ingariðnaðurinn innleiði slíkar regl- ur. „Einnig hefur verið sýnt fram á að hagnaður fyrirtækja af gæða- stjórnun hafí numið 2-6% miðað við veltu, sem skýrist meðal annars af því að verkfeilum á byggingartíma fækkar og/eða þeir hverfa, tafír á afhendingu efna og húshluta hverfa, efni standast kröfur og úr- bætur vegna galla eftirá minnka og/eða hverfa,“ sagði Ingvar Á. Guðmundsson. Kristján Jóhannsson hlýtur lof fyrir frammistöðu sína í Flórens í BYRJUN mars hófust sýningar á Cavelleria rusticana eftir Mascagni í óperuhúsinu í Flórens. í umsögn ítalska blaðsins Corriera della sera er talað um að það hafi glampað á banda- ríska tenórinn Kristján Jóhannsson. Látum þetta með banda- ríska tenórinn liggja milli hluta, en um rödd hans er sagt að hún sé heit og áköf, en kannski ofurlítið einlit. Það er skemmst að minnast hve Kristján fékk ógnar góðar viðtökur fyrir söng sinn í sömu óperu í Napólí í desember, bæði hjá gagnrýnendum og áhorfendum. í Flórens virðist sama uppi á teningnum. í gagnrýni blaðsins er í upp- hafi fjallað um þá örðugleika sem óperan í Flórens hefur átt við að etja. Sem stendur er ekki sýnt í sjálfu óperuhúsinu, II communa- le, sem er verið að gera við, held- ur í Verdi-leikhúsinu. Auk þess hafa verið mannaskipti í stjórn hússins og allt þetta hefur haft áhrif á listræn afköst óperunnar. Til að stjórna var fenginn áttræð- ur öldungur, Gianandrea Gavaz- zeni, og honum tókst að smita þátttakendur með ástríðu sinni og gáfum, svo hreint kraftaverk var hvernig til tókst og hve allt var í góðu jafnvægi. Cavelleria rusticana hefur einstakt aðdrátt- arafl fyrir áhorfendur, en Gavaz- zeni lætur ekki óperuna renna yfír sviðið á neinn vanabundinn hátt, lætur rútínuna lönd og leið, en stjórnar henni eftir eigin sann- færingu. Af öðrum söngvurum, sem einnig hljóta lof, eru Giovanna Casolla í hlutverki Santuzzu og Fedora Barbieri sem Mama Luc- ia, Silvano Caroli sem Alfio og Katia Litting sem Lola. Leik- stjóri er Lamberto Puggelli. Á eftir óperunni, sem er stutt, var sýndur ballett, La giara, sem þýða má Krukkan, eftir Alfredo Casella. Einnig þar stjórnaði Gavazzeni tónlistinni á sama ör- ugga hátt og óperunni og tók í lokin við áköfum fagnaðarlátum áhorfenda. í gagnrýni ítalska blaðsins er látin í ljós von um að Gavazzeni takist að bjarga starfsemi óperunnar og finna aftur þann fjölda óperuunnenda sem borgin eigi og að hann láti sér ekki nægja málamiðlanir, sem menningarsaga borgarinnar eigi sannarlega ekki skilið. Sigrún Davíðsdóttir Ragnar Björnsson orgelleik- ari. Norðurland; Tónleikar Ragnars Bjömssonar RAGNAR Björnsson heldur fimm orgeltónleika á Norð- urlandi í Dymbilviku. Öll orgelin sem Ragnar leik- ur á í tónleikaferð þessari eru annaðhvort alveg ný eða mjög nýleg. Á Olafsfirði, þar sem fyrstu. tónleikarnir verða, mánudaginn 25. mars, er nýtt íslenskt orgel smíðað af Björg- vini Tómassyni. Á Dalvík, en þar leikur Ragnar þriðjudaginn 26. mars, er mjög nýlegt danskt orgel og svo er einnig í Hóla- dónikirkju, en þar leikur Ragn- ar á skírdag. Á miðvikudags- kvöld leikur Ragnar í kirkjunni á Sauðárkróki, en síðustu tón- leikarnir verða á Hvammstanga á föstudaginn langa, en þar er einnig nýlegt danskt orgel. Efnisskrá á tónleikunum verður mjög fjöibreytileg, allt frá gam- alli barokktónlist til nútíma- verka íslenskra og erlendra. Reyndar leikur Ragnar aldrei sömu efnisskrána tvisvar á tón- leikaröð þessari, fer efnisvalið eftir hljóðfæri á hveijum stað og verkefnin valin þegar á stað- inn er komið. Ragnar mun út- skýra verkin nokkuð á tónleik- unum. Stundum er kvartað yfir því að áheyrendur sjái ekki or- gelleikarann á tónleikunum, þar sem orgelið er venjulegast staðsett bak við áheyrendur, á Hvammstanga er ætlunin að reyna að bæta nokkuð úr því með sjónvarpsskermi sem kom- ið verður fyrir fyrir framan áheyrendur og verður fróðlegt að sjá hvernig fólk tekur því, en ekki er vitað til þess að slíkt hafi verið reynt fyrr hérlendis. Isafjörður; Slys við skíða- lyftu á Selja- landsdal MAÐUR slasaðist tölvert þegar verið var að lagfæra skíðalyftu á Seljalandsdal á fimmtudaginn. Verið var að reisa endamastrið uppi á Gullhól, sem hrundi þegar snjóflóð féll á það á mánudaginn. Þegar mastrið var komið upp féll það aftur og með þeim afleiðingum að endi þess slóst í andlit manns- ins. Hann var fluttur á sjúkrahú- sið og var þar í rannsókn í gær- kveldi. Vitað var að hann hefði að minnsta kosti kjálkabrotnað. jnnlent TT L'J f! i'!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.