Morgunblaðið - 23.03.1991, Síða 27

Morgunblaðið - 23.03.1991, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1991 27 Við hjá Örn og Assa erum ávallt reiöubúnir að aðstoða þig Glæsilegt úrval af vor og sumarlínunni í karlmannafatnaði out KRINQLAN 8-12 REYKJAVÍK, SÍMI 679290 Reuter Maxwell selur sjálfur Breski fjölmiðlarisinn Robert Maxwell heldur uppi eintaki af banda- ríska dagblaðinu Daily News á blaðsölustað í New York. í gær kom blaðið út í fyrsta sinn eftir að Maxwell keypti það en þá hafði verkfall á blaðinu staðið í fjóra mánuði. „Daler“ - nýr gjald- miðill á Álandseyjum Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. FULLTRÚAR finnska seðlabankans voKi furðu lostnir á miðviku- dag er talsmenn atvinnulífs og stjórnvalda á Álandseyjum til- kynntu að þeir^ hygðust taka í notkun eigin gjaldmiðil frá 26. apríl nk. „Daler“ heitir hann en eina tíð notaður í Svíaríki. Að sögn fulltrúa Álendinga á finnska markið áfram að vera lög- legur gjaldmiðill á eyjunum. Jafn- framt verður unnt að nota dalerinn í verslunum, bönkum, veitingahús- um og annars staðar þar sem við- skipti fara fram. Gengi dalersins verður tengt gengi finnska marks- ins. Álandseyjar eru sjálfsstjórnar- svæði undir yfírráðum Finna en fyrir nokkrum árum fengu eyja- skeggjar að hefja útgáfu eigin frímerkja. Þeir hafa átt eigin fána áratugum saman og er hann not- aður líkt og þjóðfáni. Skip eyja- skeggja verða þó að sigla undir fána Finnlands. Finnski seðlabankinn hefur einkarétt á útgáfu myntar og pen- ingaseðla á eyjunum og var for- ráðamönnum hans öldungis gjaldmiðdl með því nafni var í ókunnugt um þessi áform Álend- inga. Málinu hefur nú verið vísað til lögmanna seðlabankans og þeim falið að kanna hvort útgáfa dalersins sé í samræmi við lands- ins lög. Myntin verður slegin í þremur útgáfum, 10, 50 og 100 daler. í fínnskum mörkum eru þessar upp- hæðir hins vegar í formi seðla og þykir það til marks um að dalerinn sé ekki hugsaður sem raunveru- legur gjaldmiðill heldur frekar safngripur. Fjárhættuspilanefnd Álandseyja sem átti hugmyndina að útgáfu dalersins hafði upphaf- lega hugsað sér að safna fjármun- um í góðgerðarskyni með þessum hætti. Þá höfðu menn og í huga að dalerinn gæti orðið góð auglýs- ing erlendis því efnahagur Álend- inga er mjög háður þjónustu við ferðamenn. Vesturbakki Jórdanar: Isrælar hyggjast reisa þrettán þúsund íbúðir Jerúsalem. Frá Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. ÞAÐ HEFUR valdið nokkrum úlfaþyt hér meðal stjórnarandstæð- inga og Palestínumanna að Ariel Sharon, sem er ráðherra húsnæðis- mála, hefur staðfest að nú verði snarlega ráðist í að byggja um þrettán þúsund íbúðir á Vesturbakkanum. Stjórnarandstöðuþingmað- ur sagði rétt fyrir komu James Bakers, utanríkisráðheiTa Banda- ríkjanna, að hann hefði skjöl um þessi áform undir höndum. Yitzak Shamir forsætisráðherra þverneitaði því og fór háðulegum orðum um rannsóknarblaðamennsku þingmannsins. I samtölum sínum við Baker sagði Shamir að ísraelar hefðu ekkert slíkt í hyggju á næst- unni en hefðu málið í athugun. Nú segja menn augljóst að Sham- ir hafi logið vísvitandi enda var ekki annað að heyra á Sharon þeg- ar hann tilkynnti þetta glaðbeittur í fyrrakvöld að undirbúningur hefði staðið lengi og allt væri nú á loka- stigi eftir mikla vinnu. „Þetta sýnir að ísraelar telja að þeir komist upp með hvað sem er og eru ekki smeykir við að Banda- ríkjamenn hætti við að samþykkja gríðarlega háa fjárveitingu til ísra- els þó það hafi verið skilyrði fyrir henni að ísraelar færðu ekki út kvíarnar á herteknu svæðunum að svo stöddu," sagði palestínskur starfsfélagi minn sem ég talaði við. Hann sagði að sér þætti með ólík- indum hvað Israelum hefði rétt eina ferðina tekist að slá ryki í augu almennings á Vesturlöndum sem lofuðu þá nú og prísuðu fyrir að svara ekki Scud-eldflaugaárásum Íraka. „Hver maður sem hugsar sig um, sér vitanlega að það var í þágu ísraela sjálfra að sitja á sér. Það þarf enga skarpskyggni né pólitíska sérþekkingu til að sjá það.“ Þegar þetta var skrifað síðla föstudags hafði ekki heyrst hvernig Bandaríkjastjórn líst á ráðagerðirn- ar. Ánægjan vegna ferðar Bakers hingað er blendin en það fer dálítið eftir því við hvern er talað. Eftir samtölum við ýmsa ísraela að dæma finnst þeim að ferð Bakers og það sem út úr henni kom og muni koma sýni sterkari stöðu ísra- elsku stjórnarinnar. Baker hafi ver- ið með einhveijar ranghugmyndir um að það væri nauðsynlegt að gera eitthvað fyrir Palestínumenn og haldið að hann gæti snúið upp á hendumar á Shamir forsætisráð- herra. En honum hafi aldeilis ekki tekist það. Arabískur maður, sem ég talaði við, kunni skýringu á því: „Hendumar á Shamir em of stuttar til að það sé hægt,“ sagði hann og vísaði til smæðar Shamirs. Palestinumenn em langt frá því að vera sáttir við að Yassir Arafat skyldi leggja blessun sína yfir að menn sem eru ekki opinberlega fé- lagar í PLO hittu Baker. „Annað- hvort eigum við að standa á því að Baker tali við PLO eða láta hann sigla. PLO er okkar fulltrúi og við eigum að vera menn til að setja skilyrði hvað sem það kostar okk- ur,“ sagði palestínskur maður, sem Ariel Sharon, húsnæðisráðherra Israels. býr í flóttamannabúðunum Dehisha við Betlehem. „Bandaríkjamenn halda að þeir geti stungið upp í okkur með því að sýna það eðallyndi að tala við okkur en allur þorri Palestínu- manna kærir sig ekki um svona dúsur.“ Meðal þeirra sem hittu Baker var Faisal Husseini, sem er hvað þekkt- astur Palestínumanna utan Israels og Vesturbakkans. Hann hefur því verið óspart gagnrýndur en nýtur þess að Shamir komst svo að orði uín hann að „líklega væri hann hættulegri en Árafat“. Valdabarátta innan æðstu stjóm- ar PLO virðist hafin að sögn manna hér og ýmsir segja að Arafat sé tilbúinn að gera óþolandi tilslakan- ir. „Það mundi engu breyta þótt Abu Sharif tæki við. Þessir menn eru orðnir svo gegnsýrðir af sæt- leika valds og munaðar að þeir væru hver öðrum fúsari að semja um eitthvað sem yrði stöðu okkar ekki til framdráttar," sagði áður- nefndur íbúi í Dehisha-búðunum. Noregur: Peninga- seðlar ljós- ritaðir í lit Ósló. Frá Helge Serensen, fréttarit- ara Morgunblaðsins. NÝJAR litaljósritunarvél- ar hafa orðið til þess að fölsun peninga er orðin vandamál fyrir lögregluna í Noregi. Áfbrot af þessu tagi hafa verið sjaldgæf í landinu til þessa. Peningafölsun gat varðað dauðarefsingu í Noregi til árs- ins 1840 og síðasta aftakan var framkvæmd árið 1825. Þetta afbrot hefur hins vegar verið svo sjaldgæft á þessari öld að lagagreininni um það hefur ekki verið breytt frá árinu 1925. Nú hefur lögreglan hins vegar handtekið fimm menn á aldrinum 21 til 37 ára eftir að upp komst að þeir höfðu notað ljósrit norskra þúsund króna seðla í lit í nokkrum bæjum við suður- og suðaust- urströnd Noregs í fyrra. Lög- reglan telur að einn þeirra, 29 ára gamall, hafi verið forsprakkinn og er hann sá eini þeirra sem hefur verið ákærður fyrir peningafölsun. Slíkrar peningafölsunar hefur orðið vart í fleiri löndum, að sögn norska ríkissaksókn- arans, Páls S. Bergs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.