Morgunblaðið - 23.03.1991, Síða 32

Morgunblaðið - 23.03.1991, Síða 32
"32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1991 1 THúsnæðisskrifstofan á Akureyri opnuð; Þjónusta á sviði húsnæðismála aukin o g bætt HÚSNÆÐISSKRIFSTOFAN á Akureyri var formlega opnuð á fimmtu- dag, en að rekstri hennar standa Húsnæðisstofnun ríkisins og Akur- eyrarbær. Með tilkomu útibús frá Húsnæðisstofnun er ætlunin að auka og bæta þjónustu stofnunarinnar við landsbyggðina, en skrifstofan mun annast margvísleg verkefni fyrir hana, auk þess að hafa umsjón með verkefnum á sviði húsnæðismála fyrir Akureyrarbæ. Skrifstofan er við Skipagötu 12. Á skrifstofunni verður veitt ráð- gjöf í húsnæðismálum og vegna greiðsluerfiðleikalána, kauptilboð eru metin og gengið frá fasteigna- veðbréfum auk annarra verkefna. Þá verður höfð umsjón með byggingu og' kaupum á félagslegum eignar- íbúðum, félagslegum og almennum kaupleiguíbúðum og félagslegum leiguíbúðum og eftirlit með fram- kvæmdum. Einnig getur bærinn samkvæmt samningi falið starfsfólki skrifstofunnar að vinna önnur verk- efni sem upp kunna að koma. Dan Brynjarsson hagsýslustjóri Akureyrarbæjar sagði í erindi við opnunina, að hún ætti sér langan aðdraganda, eða allt aftur til ársins 1986, en í kjölfar breytinga á lögum um Húsnæðisstofnun sem veittu lán til lengri tíma en áður myndaðist mikil biðröð. Flestir landsbyggðar- menn lentu aftarlega í röðinni og er leitað var skýringa kom í ljós að erfiðlega gekk í fyrstu að fá gögn frá stofnuninni og lentu því umsókn- ir þeirra aftar í röðinni. Fram kom tillaga um að auka þjónustu við landsbyggðina með opnun skrifstofu á Akureyri fyrir tveimur árum, en á sama tíma var hafin í bæjarráði umræða um á hvem hátt félagsleg- um húsnæðismálum yrði best fyrir komið, en þau voru í höndum þriggja aðila. Síðan hafa mál þróast á þann veg að samningur hefur verið gerður milli Húsnæðisstofnunar og Akur- eyrarbæjar um rekstur skrifstofunn- ar, en þar munu starfa fjórir starfs- menn og sinna áðurnefndum verk- efnum fyrir þessa aðila. Morgunblaðið/Guðmundur Bryi\jarsson Eldur í Kjötiðnaðarstöð KEA Eldur kom upp í djúpsteikingarpotti í vinnslusal Kjötiðnaðarstöðvar KEA laust fyrir kl. 13 í gær. Nokkrar skfemmdir urðu, einkum af völdum sóts og reyks. Starfsfólk var í mat er eldurinn kom upp, en áður hafði verið kveikt upp í pottinum og náði feitin að ofhitna áður en þeir urðu þess varir. Eldur komst í skilrúm umhverfis pottinn og skemmdir urðu þar nokkrar. Að sögn Óla Valdimarssonar slát- urhússtjóra var sót um allt hús og fyrirsjáanleg mikil þrif um helgina. Hann sagði að vinnsla hefði verið í lágmarki þar sem vinnuvikunni var að ljúka og því ekki orðið miklar skemmdir á matvælum. Sjómenn ísfisktogaranna ræða við ÚA; Mikil samstaða ríkjandi og* enginn bilbugur á mönnum - sagði Hannes Kristjánsson stýrimaður á Kaldbak hækkaði heimalöndunarálagið á síðasta ári upp í 30%. „En við erum eingöngu að hugsa um kjarabætur okkur til handa. Það helst enginn á togurunum lengi, menn sitja um pláss á öðrum tog- urum sem gefa betur,“ sagði Hannes. Sjómenn á Dalvíkurtogurunum Björgvin og Björgúlfi funda með forráðamönnum Útgerðarfélags Dalvíkur í dag, laugardag. Rögn- valdur S. Friðbjörnsson útibús- stjóri KEA á Dalvík sagðist von- ast til að málin leystust í sátt og samlyndi, en sagði aðspurður að vissulega skapaði þessi kjaraum- ræða sjómanna óróa í landverka- fólki. Hlóðir: Þrír kröfðust gjaldþrots ÞRÍR aðilar hafa farið fram á að hlutafélagið Kólumbíska- íslenska, sem rekið hefur veit- ingastaðinn Hlóðir á Hótel Norðurlandi verði tekið til gjaldþrotaskipta. Málið var tekið fyrir hjá bæjar- fógetaembættinu á Akureyri í gær og kröfðust eigendur Hlóða þess að skiptaráðandi viki sæti vegna fyrri afskipta sinna af málefnum fyrirtækisins. Skiptaráðandi hafn- aði því að víkja sæti og kærðu þá forsvarsmenn úrskurð hans til Hæstaréttar. Málinu er frestað í héraði á mgðan það fer fyrir Hæstarétt. Morgunblaðið/Rúnar Þór Lokatónleikar músíkviku LOKATONLEIKAR Kammer- músíkviku Tónlistarskólans á Akureyri verða haldnir í dag laugardag, 23. mars kl. 17 í Akur- eyrarkirkju og sal Safnaðar- heimilis. Flutt verða fjölmörg verk, m.a. Brandenborgarkonsert nr. 6 eftir J.S. Bach, Homafantasía, orgel- verk, flaututnó, saxófónkvartett og jasskvartett. í hléi verður boðið upp á kaffi og eru allir boðnir velkomnir. „ÞAÐ virðist ríkja mikil samstaða og enginn bilbugur á mönn- um,“ sagði Hannes Kristjánsson annar stýrimaður á Kaldbak EA eftir fund sem áhöfn skipsins átti með framkvæmdastjórum Út- gerðarfélags Akureyringa í gær. Fundað hefur verið með áhöfnum þriggja ísfisktogara félagins, auk Kaldbaks, Hrímbaks og Sval- baks. Farið hefur verið fram á það við sjómenn að þeir dragi uppsagnir sínar til baka eða fresti þeim, en einhugur virðist ríkja um að verða ekki við því fyrr en lausn finnst í kjaradeilunni er sjómenn sætta sig við, að sögn Hannesar. Sjómenn á togurum Útgerðarfélags Dalvíkinga, þeirra Björgúlfs EA og Björgvins EA, hitta forráðamenn félagsins að máli í dag, laugardag, þar sem kjaramálin verða rædd. Ahöfn Björgvins hefur ekki sagt upp störf- um, en Björgúlfsmönnum var sagt upp er skipið fór í slipp fyrir nokkru. Konráð Alfreðsson formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar sagði Fjórar nýútkomnar ALLT STAKAR SÖGUR ii ásútqáfan Askriftarsími 96-24966 Glerárgötu 28 - 600 Akureyri - Sími 24966 að biðstaða væri í málinu. Sjómenn á þremur togurum ÚA hefðu fun- dað með framkvæmdastjórum þar sem farið hafi verið fram á það að uppsagnir yrðu dregnar til baka eða þeim frestað. Sjómenn vildu ekki ljá máls á því fyrr en komið yrði til móts við kröfur þeirra um hærra fiskverð. „Það virðist allt stefna í stóra stoppið, maður heyrir ekki annað en menn ætli að sýna samstöðu og láta engan bilbug á sér finna. Launin eru alltof lág, en það sem við viljum ræða er hækkun 4 skiptaverði. Þessi 10% hækkun á heimalöndunarálagi sem ákveðin var í síðustu viku er að okkar mati ekki nægileg," sagði Hannes Kristjánsson á Kaldbak. Harðbakur EA kemur inn á mánudag og Sólbakur degi síðar, á þriðjudag, en þann dag taka uppsagnir sjómanna gildi. Tveir togarar verða á sjó er uppsagnirn- ar taka gildi, Kaldbakur og Hrímbakur, en Svalbakur er í slipp. „Við erum vissulega hræddir um að fáum við kjarbætur muni þær innan tíðar verða hafðar til hliðsjónar um landið allt,“ sagði Hannes, eij sú var^ raunin er UA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.