Morgunblaðið - 23.03.1991, Page 41

Morgunblaðið - 23.03.1991, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1991 41 fyrir að flíka því — þar held ég að hafi ráðið mestu nákvæmni hans og vandvirkni. Það fer ekki hjá því að stundum gusti um jafn ákveðinn mann og Gunnar Guðbjartsson. Skoðanir eru oft skiptar og menn greinir á um leiðir, jafnvel að sama marki, en engum sem þekkt hafa Gunnar blandast hugur um það, að hann vann ávallt með heill bændastéttar- innar, afurðafélaganna og hinna dreifðu byggða að leiðarljósi. Þann skamma tíma sem við Gunnar unnum saman í Fram- leiðsluráði kom það mér þægilega á óvart hversu auðvelt og gott var að vinna með honum. Hann reyndi aldrei að fyrra bragði að hafa áhrif á skoðanir mínar og ákvarðana- töku, en var ávallt tilbúinn að upp- lýsa og leiðbeina þegar leitað var ráða hjá honum. Þannig tók hann mér og fleiri yngri mönnum sem komu til starfa hjá bændasamtök- unum. Með þessum fátæklegu orðum vil ég persónulega og fyrir hönd Stéttarsambands bænda þakka það mikla og ósérhlífna starfa sem Gunnar innti af hendi fyrir íslenska bændur. Ég votta eftirlifandi konu hans, Asthildi Teitsdóttur, samúð mína og þakka henni jafnframt fyrir þann mikla stuðning sem hún ávallt veitti manni sínum. Haukur Halldórsson Móðurafi minn elskulegur lést sl. sunnudag, 17. mars. Slíkra sorgar- tíðinda má ávallt vænta þegar bar- átta við erfiðan sjúkdóm hefur ver- ið háð mánuðum saman. Dauðinn virðist þó ávallt koma manni í jafn opna skjöldu og innibyrgð angist brýst út. Um ár er liðið síðan það varð ljóst að afi Gunnar gengi með iífshættulegan sjúkdóm. Um tíma í fyrravor var útlitið slæmt, en þeg- ar líða tók á sumarið náði hann sér nokkuð á strik og var svo brattur fyni hluta vetrar að við Gunnar bróðir minn vorum samferða þeim ömmu Astu og afa Nafna vestur á Þorláksmessu, heim að Hjarðarfelli til „strákanna". Samband afa við foreldra mína var gott alla tíð. Þeir pabbi voru góðir vinir og áttu sameiginleg áhugamál, svo þeir spjölluðu jafnan mikið er þeir hittust. Móður minni þótti afar vænt um föður sinn og bar mikla virðingu fyrir honum, þetta skynjaði ég sem lítil stelpa. Vegna þess var ég eflaust þægari við hann en flesta menn aðra. Ég þótti heldur baldin, var bæði hávaðasöm og frökk og þótti stundum margra manna verk að tjónka við mig og siða til. En afi minn þijrfti ekki að líta á mig nema einu linni, þungur á brún og þá vissi ég að mér væri fyrir bestu að hegða mér betur. Ég minnist þess glöggt þegar ég var rétt fimm ára gömul og vildi ólm fara í göngur með afa mínum að honum þótti ég réttilega helst til ung. En til að allir fyndu til sín á þeim hátíðardegi, er réttardagur- inn var, fól hann okkur systkinun- um það að standa fyrir uppi í Gilja- tungu. Á hveiju hausti sendi amma okkur af stað með rúsínur og súkkulaði í poka, svo við gætum maulað á því góðgæti meðan við biðum eftir afa og gangnamönnun- um með féð. Um hádegið þegar allir voru komnir heim í bæ til að borða kjötsúpu, varð ég alltaf jafn upp með mér þegar afi hrósaði' okkur fyrir dugnaðinn og hjálpsem- ina. Það var helst í réttunum á haust- in og í sauðburðinum á vorin að ég var í sveitinni. Þá leiddi afi mig á milli útihúsanna og ég fylgdist með honum við bústörfin, sem voru hon- um svo hugleikin. Þess á milli birt- ist hann mér í útvarpi, sjónarpi og blöðum eða að koma akandi eftir hálfófærum vegum sunnan úr Reykjavík. Á óhreinum bíl, með hatt og í frakka, svolítið áhyggju- fullur á svip en alltaf svo ljúfur þegar hann heilsaði með því að stijúka mér um vangann. Fram- koma hans var afar prúðmannleg og fas hans fágað. Hvert orð sem féll var vel valið og laust við ofsa, þó veit ég að hann gat vel svarað fyrir sig og þá verið harðsnúinn, væri að honum vegið. Ég kynntist aldrei þeirri hlið. Þegar ég fór úr föðurhúsum í Stykkishólmi til að stunda nám við Menntaskólann í Reykjavík þótti mér notalegt að vera heimagangur hjá ömmu og afa á Kaplaskjólsvegi 39. Afi minn var mikill bókasafnari, enda sériegur áhugamaður um íslensk fræði. Hann var óvenju vel að sér og þótti gaman að hjálpa mér við námið, leitaði ég eftir því. Einu sinni á leið heim úr skólanum leit ég inn hjá ömmu Ástu og afa Nafna. í spjalli mínu minntist ég á að ég ætti að halda fyrirlestur úr Brennu-Njáls- sögu næsta dag. Hann varð forvit- inn að vita um hvað eriridið ætti að ijalla og spurði mig því nánar um efnið. Eins minnugur og hann var þurfti ekki að koma á'óvart að afi mundi atburðarásina í smáatrið- um, þrátt fyrir að mörg ár væru liðin frá því hann hafði síðast lesið köguna. Hann túlkaði fjálglega orð og athafnir söguhetjanna. Athuga- semdir hans lét ég fýlgja með í erindi mínu daginn eftir og fékk hrós fyrir skarpan skilning á efninu. Afi minn var snemma valinn til ýmissa félagsmála- og trúnaðar- starfa. Ég held þó að hann hafi sjálfur ekki sóst fast eftir því. En hann var oftast fremstur meðal jafningja og til hans var leitað. Hann sóttist ekki eftir auði, virð- ingu eða völdum heldur vildi hann vinna þau verk vel sem hann tókst á hendur. Hann sinnti hugsjóna- og trúnaðarstörfum en þau eru ætíð tímafrek og krefjast oft fórna. Þessum störfum hefði hann ekki getað sinnt af slíkri alúð ef amma mín Ásthildur Teitsdóttir hefði ekki staðið honum við hlið allt til hinstu stundar. Það var trúin á hugsjónir, landið og það fólk sem hann var fulltrúi fyrir, sem bæði var honum hvatning og umbun. Um leið og við systkinin Böðvar, Ásthildur og Gunnar kveðjum afa okkar méð sárum söknuði, þökkum við fyrir að hafa átt svo náin sam- skipti við hann, sem vildi okkur ætíð svo vel. Við óskum þess heit- ast að við eigum eftir að vinna verk okkar að jafn miklum heilindum og drengskap og hann gerði. Elínborg Sturludóttir ✓ Kveðja frá Mjólkursamsölunni Gunnar Guðbjartsson er fæddur að Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi 6. júni 1917. Foreldrar hans voru þau Guðbjartur Kristjánsson bóndi og hreppstjóri, og kona hans Guð- branda Þorbjörg Guðbrandsdóttir. Framhaldsmenntun hlaut Gunn- ar í Héraðsskólanum á Laugarvatni og lauk þaðan prófi 1938, og síðan búfræðingsprófi frá Hvanneyri 1939. Árið 1942 urðu tímamót í lífi Gunnars, er þau Asthildur Teits- dóttir frá Eyvindartungu í Laugar- dal, gengu í hjónaband, og hófu búskap á Hjarðarfelli. Þau eignuð- ust 6 börn. Auk þess að búa stóru búi, hlóð- ust á Gunnar hin ýmsu félagsstörf. Eins og margir ungir menn þess tíma, heillaðist Gunnar af ung- mennafélagshreyfingunni, og var formaður Ungmennasambands Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 1942-1946. Honum voru falin margvísleg trúnaðarstörf fyrir sveit sína og hérað. Hann var einn af stofnendum Stéttarsambands bænda að Laug- arvatni 1945, og formaður þess var hann 1963-1981, en 1980 tók hann við framkvæmdastjórastarfi Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins og gegndi því í 8 ár. Gunnar var kosinn í stjórn Mjólk- ursamsölunnar 1973, og var þar varaformaður alla tíð. Það var mikið happ fyrir Mjólk- ursamsöluna að njóta starfskrafta Gunnars, ekki síst á þeim árum er mikið lá við, eins og þegar nýbygg- ing MS reis að Bitruhálsi, og yfir stóð nýskipan í landbúnaði með framleiðslustýringu. Gunnar var alltaf sami eldhuginn í baráttumálum bænda. í vanda- sömum málum var hann ætíð reiðu- búinn, og tók á málum af sanngirni og rökfestu. Hann ritaði fjölda greina í blöð og tímarit, einnig eft- ir að hann veiktist af þeim sjúkdómi er leiddi hann til dauða. Einn þáttur í fari Gunnars Guð- bjartssonar var alveg einstakur, það var hið ótrúlega stálminni, hvort heldur var á tölur, menn eða mál- efni. Það var alveg sérstakt að ferðast með Gunnari um landið og heyra hann segja frá. Ég held að það verði þeim lengi minnisstætt sem voru honum samferða landleiðina frá Reykjavík, á aðalfund Stéttar- sambands bænda á ísafirði, fyrir nokkrum árum. Gunnar sat frammi í hópferðabílnum, við hljóðnemann Iengst af, og sagði frá. Hann þekkti hvert býli, vissi deiii á fólki og búskaparháttum, og þeg- ar ekið var hjá eyðibýli, vissi hann gjarnan ástæður þess, og vissi hvað hafði orðið um fólkið. Svo tengdi hann gjarnan fornsögurnar inní frá- sagnir sínar. Þá get ég ekki annað en minnst þess hve söngelskur Gunnar var og var honum unun af að syngja, og heyra sungin íslensk ættjarðarlög. Með Gunnari Guðbjartssyni er genginn einn af traustustu forystu- mönnum íslenskrar bændastéttar. Ég vil fyrir hönd stjómenda Mjólkursamsölunnar, færa Ástu eiginkonu Gunnars, og börnum þeirra og fjölskyldum, innilegar samúðarkveðjur. Magnús H. Sigurðsson Fleiri greinar um Gunnar Guðbjartsson bíða birtingar og munu birtastnæstu daga. nýtt símanúmer "ugUSINGADEIID^ ann 0DEXION léttir ykkur störfin APTON-smíðakerfið leysir vandann • Svörtstálrör • Grá stálrör • Krómuð stálrör • Álrör - falleg áferð • Allargerðirtengja Við sníðum niður eftir máli LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680 Gódandaginn! * Við kaup á þessum páskaeggjum styrkirþu Bygg ingarsjóð nýja barnaspítalans. Egsin eru auðkennd með bláu merki. I eggjunum er svissneskt súkkulaði gert af súkkulaðimeistur- um Chocolat Bernrain Sviss. Innihaldið er vel útilátið afsœlgœti, íslenskum málshœtti og leik- föngum. Athugið að önnur páskaegg eru um 20-25% dýrari. íslensk Dreifing hf. - Sími 91-68 73 74 íövúcj (ujsr/'feí'i í-f ifj

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.