Morgunblaðið - 18.04.1991, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 18.04.1991, Qupperneq 11
leei JÍMA ái'f flUÖAÖtJTMMW QJaÁia/ÍUOHOM • MORGUNBLXÐIÐ HMM’ITJDAGUR 18. APRlL' 1991 öí 11 Myndir í mótun Jón Steingrímsson er, þrátt fyr- ir nafnið, bandarískur listamaður, sem sneri sér fyrst að myndlist eftir að hafa lokið námi í verk- fræði; þá heillaðist hann fljótt af því sem hann nefnir „open form painting“, og má skýra sem eina grein abstraktlistarinnar. Jón hef- ur haldið nokkrar einkasýningar í Bandaríkjunum og tekið þar þátt í samsýningum, en sýningin sem nú stendur í Gallerí Borg er sú fyrsta sem hann heldur í öðru föð- urlandi sínu. Eins og öllum listamönnum er hollt, reynir Jón að gera sér nokkra grein fyrir hvernig verk hans verða til, og ræðir það í fylgiblaði, sem liggur frammi á sýningunni. Þar segir m.a.: „Að mála óhlutlægt er listin að tala við undirvitundina. Um leið og hugmyndir skjóta upp kollinum, birtast nýjar og þannig koll af kolli, þar til uppspretta þeirra í undirvitundinni kemur í ljós. Að mála verður því eins kon- ar hugleiðsla þar sem margar hug- myndir koma upp á yfirborðið. Málverkið sjálft verður vitnisburð- ur um hugleiðsluna sem getur tek- ið nokkra mánuði eða ár. Ég veit aldrei hversu lengi ég verð að mála mynd — ekki fyrr en henni er lokið. Margir listamenn gætu tekið undir þessi orð, og af þeim sem vinna óhlutbundið í málverkinu hér á landi kemur Kristján Davíðsson strax upp í hugann. En Jón Stein- grímsson vinnur ekki aðeins á þennan hátt, heldur er ákveðinn hlutur, laxaflugan, einnigkveikjan að nokkrum frísklegum verkum á veggjunum. Þetta sést vel á nöfn- um verkanna (t.d. „Black Doctor, „Blue Charm, „Silver Doctor), sem ættu að hljóma kunnuglega í eyr- um laxveiðimanna. Ut frá þessum kveikjum vinnur Jón litskrúðug og fjölbreytt mál- verk, þar sem litir og áferð vinna saman til að skapa góðar heildir. Þannig laðast áhorfandinn mjög sterkt að myndinni „Silver Doctor (nr. 6), sem er þykkt máluð og hin hijúfa áferð er í góðu sam- ræmi við umhverfið undir straum- hörðu vatnsborði, þar sem flugan á að hrífa sem mest. Önnur málverk á sýningunni eru ýmist sjálfsprottin eftir þeim aðferðum sem hann lýsir hér að framan, eða leggja út frá þekktum verkum úr listasögunni, eins og t.d. hinu fræga verki Manet, Olympia. Hin frjáls mótuðu verk eru oft skemmtilega uppbyggð, eins og „Passage (nr. 2) og „Fuge in Red and Black (nr. 13); litirnir eru bornir þykkt á flötinn, og byggðir upp til að skapa þykka og grófa áferð, sem aftur eflir gildi litanna. Pensilskriftin er oft snögg og fljótandi, og listamaður- inn virðist vinna hvern flöt mikið, þ.e. koma að verkinu aftur og aft- ur, áður en hann telur því lokið. Á sýningunni eru einnig tíu fíg- úratívar kolateikningar. Þetta eru mjög hefðbundnar módelstúdíur, og vitna um ágæta teiknikunn- áttu, en eru að öðru leyti tilþrifa- litlar; það er helst að „Portrait of a Woman I (nr. 23) nái að túlka persónulegan lífsneista. Það er líklegt að margir líti á þessa sýningu fremur í ljósi ætt- ernis listamannsins en listrænna hæfileika hans. Slíkt er óþarfí. Jón er leitandi listamaður, ófeiminn við að takast á við verkefni sín, og gæti fallið vel inn í þann hóp listamanna íslenskra, sem vinna óhlutbundið í sínu málverki, ef hann kysi að hasla sér völl hér. í Bandaríkjunum er sterk hefð fyrir Jón Steingrímsson: „Passage". þessum stíl í málaralist, og má ætla að Jón geti þar starfað jafn- fætis öllum fjölda listamanna. Sýningu Jóns Steingrímssonar í Gallerí Borg lauk 16. apríl. Vattstungin bandarísk teppi Myndlist Bragi Asgeirsson Ein er sú merk erfðavenja, sem landnemar í Bandaríkjunum þró- uðu með sér allt frá sautjándu öld og enn lifir góðu lífi, er nefnd hefur verið „Quiltmaking“ eða bútasáumur. Á fínna máli í nútímanum nefna menn iðjuna Contemporary Quilts (nútíma bútasaum) og er hér átt við vattstungin teppi, sem útfærð eru á marga mismunandi vegu. I göngum Kjai’valsstaða er um þessar mundir athyglisverð og fjölþætt sýning á nútíma vattst- ungnum teppum og stendur hún til sunnudagsins 21. apríl. Það hefur heilmikið verið fjall- að um framkvæmdina og eðli tækninnar í fjölmiðlum, enda kunna þeir í Ameríku list mark- aðssetningarinnar öðrum betur og getum við hér mikið lært. Einkum af öllu þvi flóði upplýs- inga er liggja frammi og eru ein- kenni sýningarhalds meðal gró- inna menningarþjóða. Tæknina sjálfa og eðli hennar er af þeim sökum nær óþarfi að tíunda hér, því þá yrði um endur- tekningar þess, er áður er komið fram að ræða og það er ekki til- gangurinn að baki listrýni. En í stuttu máli þá byggist tæknin á því að yfir- og undirlag úr klæðaströngum eru aðskilin með fyllingu svo að úr verður eins konar samloka, og þessu er haldið saman með skrautlegu saumamynstri, sem mótar yfir- borðið á ýmsa vegu eftir henti- semi og hugarflugi gerandans hveiju sinni. Oftast eru teppin slétt, að mjúkri fyllingaráferðinni undan- skilinni, en st.undum er ýmsu bætt við, svo sem á þann veg að úr verður leikur með tví- og þrívíðar formanir. Þrátt fyrir einfaldleikann er þetta svo margvíslegt ferli, að engin tök eru á því að lýsa þessu nánar í stuttum listdómi rétt fyr- ir kosningar. En vísað skal til aðfararorða Jon Westling, rekt- ors háskólans í Boston, og mjög ítarlesrar sérorentaðrar skil- greiningar um eðli og sögu iðj- unnar í sýningarskrá eftir Ar- lettu Klaric, forstöðumann Lista- safns háskólans í Boston, er nefnist: „Vattstungin bandarísk teppi: Listaverk/ Dýrgrip- ir/ Helgidómar.“ Nafn ritgerðarinnar segir meira en mörg orð um þá virð- ingu semborin er fyrir þessari alþýðlegu listgrein í Bandaríkj^ unum, enda er hún samofin sögu þeirra og fyrstu minningar ýmissa þjóðkunnra Bandaríkja- manna eru á einhvern hátt tengd vattstungnum teppum svo sem kemur fram í ævisögum þeirra. Teppin hafa haft margvíslegu hlutverki að gegna því að nota- gildi þeirra er víðfeðmt, en sjálft fegurðargildið var jafnan metnaðaratriði þess, sem þau bjó til hveiju sinni. Þá hafa þau einn- ig haft áróðursgildi þannig að fyrir þá sem ekki höfðu pólitísk og félagsleg réttindi voru teppin skapandi miðill og gerendurnir saumuðu skoðanir sínar í teppin. KY RRALIFSM YNDIR Myndlistarkonan Svala Sigur- leifsdóttir hefur víða komið við í listinni um dagana. Nám hefur hún stundað marg- þætt og í ýmsum þjóðlöndum í nær áratug og lauk meistaragr- áðu frá Pratt-listastofnuninni í New York árið 1984. Hún hefur tekið þátt í sýning- um ásamt því að halda einkasýn- ingar allt frá árinu 1976, og hef- ur verið sérstaklega iðin við sýn- ingahald sl. tvö ár, sýnt jöfnum höndum ljósmyndir og málverk. Hún sýndi í listhúsinu ein fyrir ári og er þar aftur með sýningu þessa dagana, sem lýkur 18. apríl. Að þessu sinni sýnir hún ein- göngu málverk, sem hún nefnir samheitinu kyrralífsmyndir, þótt ekki sé um að ræða slíkar í hefð- bundnu formi. Hér eru þannig engin blóm í vasa né epli á fagurlitum dúk, heldur ýmis minni og tákn úr heimslistinni þar sem mannskepn- an og dýrið leika aðalhlutverkið. Eru hér á ferð sígild verk úr fornri höggmyndalist og hlutar úr verk- um heimsþekktra myndverka- smiða aldarinnar í bland, ásamt ýmsum tilfallandi táknum er vísa til iðjunnar svo sem olíulitatúpum. Þá er hið forna tákn hins áleitna og ástþrungna í formi nöðrunnar á næsta leiti og syndanna þar með einnig. Þetta eru óvenjulegar myndir í íslenskri myndlist, þrungnar hug- myndafræði dagsins ásamt forn- um og dulrænum undirtóni, sem ber vott um að listakonan gerir sér far um að kafa djúpt í heim vitundarlífsins við iðju sína. Svala leitar mjög í smiðju Pic- asso, en einnig er henni hugstæð- ur leikurinn í lituðum skúlptúr Niki de St. Phallos. Mér sýnist af sýningunni sem listakonan sé að sækja í sig veð- rið og sé á leiðinni að móta sér sérstök vinnubrögð og sumar myndir hennar eru jafnvel vel málaðar, en hún virðist leggja sérstakan skilning í útfærslu mynda og fylgir þá ekki almenn- um reglum, sem getur verið jafn gott í sjálfu sér. Þannig geta þær virkað undar- lega þurrar og einstrengingslegar í viðkynningu og einkum var það áberandi áður fyrr en nú virðist einhver breyting vera á leiðinni hvort sem listakonunni sé sjálfr- átt eða þetta sé eðlileg þróun. Sem dæmi um þetta er myndin „Ormur í skógi“ (2), sem er at- hyglisverð fyrir einfalda og sterka útfærslu ásamt mögnuðum undir- tóni og einnig vakti myndin „Söngur um eilífa æsku“ (6) sér- staka athygli mína. í þessum myndum kenni ég líf- rænan undirtón, í senn áleitinn og ertandi. Þá höfðu þau einnig að geyma lífshlaup heilu fjölskyldnanna og sögulega atburði þeirra samfé- laga er þau urðu til í. Hér var því um nytsemisatriði að ræða á óvenjulega breiðum grundvelli í senn handfastan sem hugmyndafræðilegan, en um- fram allt var það metnaður ger- andanna, að teppin væru ásjáleg og vektu viðbrögð og helst óskipta aðdáun þeirra sem höfðu þau í sjónmáli. Hér var metnaðurinn ótak- markaður og gefur sýningin að Kjarvalsstöðum glöggva hug- mynd um það, því að fjölbreytnin í útfærslu teppanna er mjög mik- il. Má vera ljóst, að slík vatt- stungin teppi voru ekki aðeins fær um að gera umhverfið vist- legra sem veggskraut eða t.d. rúmábreiður, heldur höfðu þau einangrunargildi og sameinuðu þannig fegurð, nytsemi og þæg- indi. Þá hafa vattstungin teppi end- urspeglað ríkjandi listhreyfingar í tímans rás og þá fagurfræði sem hefur verið ríkjandi í skrey- tilist og myndlist. Umfjallendur um list hafa haldið því fram að hefðbundin form greinarinnar væru innlend, alþýðleg aðferð við óhlutbundna list og undanfari naumLyggju- stefnunnar, og kvenréttindakon- ur hafa bent á þann mikilvæga þátt sem vattstungin teppi höfðu í listhefð bandarískra kvenna. Vel útfærð teppi með sögulegt gildi, hvort sem það sé hug- myndafræðilegs eðlis eða vegna óhlutbundinnar útfærslu, eru í dag viðurkennd sem fullgild myndlistarverk og verðgildi þeirra eftir því. Og nafnkenndir bandarískir núlistarmenn hafa sótt til þessar- ar hefðar ásamt því sem hér er um viðurkennt listform að ræða svo sem sýningin að Kjarvals- stöðum er til vitnis um. Það er áberandi hve teppin gera alt andrúm á staðnum hlý- legra og vistlegra, og það var nú einmitt megintilgangur þeirra frá upphafi ásamt nytsemisgild- inu og þar af leiðandi skilar sýn- ingin sér til skoðandans af enn meiri áhersluþunga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.