Morgunblaðið - 18.04.1991, Page 12
fÍ2
'MdRGtfNBLÁÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991
UPPSALABREF
GUNNAR STEFÁNSSON
Danskt skemmtileikrit á Litla sviði Þjóðleikhússins
Þjóðlcikhúsið frumsýnir á
Litla sviði í kvöld danska leikrit-
•ið Ráðherrann klipptur eftir
Ernst Bruun Olsen. Þar segir frá
menntamálaráðherra einum sem
tekur að sér dagskrárstjórn í
útvarpi eina kvöldstund og fær
m.a. til sin i hljóðstofu ungá konu
sem vakið hefur athygli hans
með tímaritsgrein um ábyrgð
menntamanna. Samtal þeirra fer
á annan veg en ráðherrann ætl-
aði og hann situr því uppi með
viðtal sem honum er mjög í óhag
og því ekki um annað að ræða
en klippa upptökuna dálítið til
en dagskrárgerðarmaður hans
og hijóðupptökumaður eru á
öðru máli um réttmæti slíkrar
aðgerðar.
Leikstjóri sýningarinnar er Sig-
rún Valbergsdóttir og í samtali við
Morgunblaðið segir hún að verkið
snerti ýmsar spurningar í samfélag-
inu einsog við þekkjum það á Vest-
urlöndum; hvað er lýðræði, frelsi
og mannúð? Hvaða raunverulega
merkingu hafa þessi orð og einnig
spurningar um siðferði og persónu-
lega ábyrgð einstaklinganna.
„Verkið er skrifað 1982 en gerist
í olíukreppunni 1973. Við höfum
hinsvegar kosið að leggja ekki
ofuráherslu á þann tíma því krepp-
ur geta skollið á hvenær sem er og
það sem þama gerist gæti alveg
eins verið að gerast í dag,“ segir
Sigrún. „En þetta ástand setur ráð-
herrann í vissa spennu; hann situr
í ríkisstjórn sem á við erfiðan vanda
að etja og þá er allt svo viðkvæmt
sem ráðherrarnir segja. í þessu
samtali við írenu, ungu stúlkuna,
þar sem hann ætlar sér að sýna
hversu víðsýnn og frjálslyndur hann
er, þá verður honum á að segja
ýmislegt sem er sérstaklega hættu-
legt vegna þeirra aðstæðna sem
ríkisstjórnin stendur frammi fyrir.
Hann fórnar beinlínis skoðunum
sínum fyrir ráðherrastólinn. Stóll-
inn er honum mikilvægari en þær
skoðanir sem hann hafði einhvern
tima áður þegar hugsjónirnar áttu
hug hans allan. Hann segir sjálfur
að það séu kjósendurnir sem skipta
máli og hann geti ekki leyft sér að
hafa aðrar skoðanir en þeir.
Það er kannski nauðsynlegt að
rifja upp að 1970 kom út skýrsla
Rómarklúbbsins svokallaða og
nefndist Takmörk hagvaxtarins.
Þar var einfaldlega bent á þá stað-
reynd að eilífur hagvöxtur er ekki
fyrir hendi. Spurningarnar sem
þessi unga kona ber upp við ráð-
herrann voru mjög ofarlega í hug-
um fólks á þeim tíma og núna eru
þær ógvekjandi staðreyndir. Of-
neysla og offramleiðsla gengur ekki
endalaust. Ráðherrann lætur ýmis-
legt útúr sér sem hann vildi láta
ósagt og það verður til þess að slær
í brýnu, fyrst á milli dagskrárgerð-
armannsins og tæknimannsins sem
vill ekki klippa hvað sem er. Hann
neitar því að limlesta hljóðið. Síðan
slær í biýnu milli dagskrárgerðar-
mannsins og ráðherrans og loks
slær í brýnu milli ráðherrans og
tæknimannsins. í gegnum allar
þessar rimmur er höfundurinn að
skoða spurningar um siðferði einsog
t.d. ber ráðherranum skylda til að
virða loforð sitt við írenu um að
samtalið verði sent út óstytt; getur
hann valtað yfir fólk í krafti valds
síns. Einnig er spurt um ábyrgð og
því eru gerð mjög skemmtileg skil.
Tæknimaðurinn neitar að klippa
samtalið til vegna þess að ábyrgðar-
tilfinning hans gagnvart starfi sínu
leyfir honum það ekki. Hann ber
þessa ábyrgð og axlar hana þó í
litlu sé.“
— Þarna virðist einnig bent á
hversu auðvelt er að hagræða sann-
leikanum í nútímasamfélagi fjöl-
miðlanna. Ráðherrann fer halloka
í samtalinu við írenu en hann ætl-
ast til þess að dagskrárgerðarmað-
urinn og tæknimaðurinn klippi það
til á þann hátt að niðurstaðan sé
honum í vil.
„Þar komum við að spurningunni
um veröld Ijölmiðlanna. Er það sú
sama veröld og við búum í? Hver
er máttur fjölmiðlanna og hversu
gagnsæir eru þeir? Það er hægt að
lyfta mönnum upp til skýjanna í
gegnum fjölmiðlana á skömmum
tíma en það tekur ennþá styttri tíma
að rýja menn ærunni í fjölmiðlunum
og ærurúinn maður fær aldrei full-
komna uppreisn æru aftur.
Inn í þetta blandast óvænt þær
fréttir að staða dagskrárstjóra hef-
ur losnað óvænt. Ráðherrann er
alveg klár á því að hann þurfi ekki
einu sinni að múta Karlottu, dag-
skrárgerðarmanninum, til þess að
klippa þáttinn til eftir óskum hans
gegn því að hún fái stöðuna. Þetta
er í hans huga hinn eðlilegasti
gangur mála. Það kemur því full-
Ráðherrann klipptur
Dagskrárgerðarmaðurinn og hljóðupptökumaðurinn deila um hvort
klippa eigi ráðherrann. Bríet Héðinsdóttir og Baltasar Kormákur í
hlutverkum sínum.
komlega flatt upp á hann þegar hún
snýst gegn því að klippa þáttinn
eftir hans höfði. Það er þá sem
augu hennar fyrir einhveiju sem
heitir ábyrgð og siðgæðisvitund
hafa opnast. Hún er af sömu kyn-
slóð og ráðherrann og mjög ólík
írenu. Hún segir reyndar sjálf að
hún sé ekki afstöðulaus, heldur viti
hún bara ekki hvaða afstöðu hún
eigi að taka. Ráðherrann er á hinn
bóginn hugsjónamaður frá gamalli
tíð en pólitíkin hefur leikið hann
þannig að hann verður þá fyrst
verulega hræddur um stöðu sína
þegar hann hefur sagt eitthvað sem
hann raunverulega meinar.“
— Þarna er á vissan hátt teflt
saman tveimur kynslóðum. Óli
tæknimaður og írena annars vegar
og Karlotta og ráðherrann hinsveg-
ar? „Já, en samt eru þau Óli og
„Lengra hef ég ekki náð“
Svíar hafa átt mörg ágæt ljóð-
skáld síðustu áratugi. Það má vera
íslenskum lesendum vel kunnugt,
svo dijúg áhrif sem þau hafa haft
á okkar skáld sem dvöldust í Sví-
þjóð lengur eða skemur eftir stríð.
Sum þeirra sænsku skálda sem
fram komu á fjórða og fimmta ára-
tugnum féllu frá ung eða á miðjum
aldri, önnur eru enn á meðal vor
og minna á sig með nýjum Ijóðabók-
um. Þar eru fremstir Karl Vennberg
og Wemer Aspenström, báðir á
áttræðisaldri, en báðir hafa gefið
út bækur í vetur. Hér verður drepið
á bók Aspenströms, Enskilt och
Allmant (Hið sérstaka og almenna)
sem er nýkomin út hjá Bonniers.
Þetta er fimmtánda ljóðabók
skáldsins sem hann vill kannast
við. Aður en að henni víkur verður
drepið á eldri ljóðlist Aspenströms
og þá vísað til þess sem þýtt hefur
verið á íslensku af ljóðum hans.
Werner Aspenström er sveita-
maður að uppruna, fæddur í Dölum
árið 1918. Skáldið óx upp í nánum
tengslum við náttúru og búskap og
sér þess víða stað í bókum hans,
allt til hinnar nýjustu. Eitt kunn-
asta verk Aspenströms í óbundnu
máli er þáttasafnið Backen, Lækur-
inn, sem byggir á bernskuminning-
um og lýsir því á ljóðrænan hátt
hvernig ungur skáldhugur vaknar
til lífsins. í öllum verkum
Aspenströms ríkir spenna, and-
hverfumar eru hans tjáningarhátt-
ur, eins og sést á nöfnum ýmissa
ljóðabóka, þar á meðal þeirrar nýj-
ustu. Bókmenntafræðingurinn Nina
Burton hefur skrifað doktorsritgerð
um skáldskap Aspenströms og telur
mótsögnina sérstakt kennimark
hans. Sjálfur segir hann sálarklofn-
inginn vera forsendu þess að yrkja.
Þetta þekkjum við frá mörgum af-
burðaskáldum og einkum er það
ríkt í mörgum helstu skáldum Svía,
hvað sem því veldur.
Werner Aspenström gekk
menntaveginn, lauk háskólaprófi
og settist að í Stokkhólmi. Fyrstu
bók sína gaf hann út 1943, en hef-
ur slegpt henni úr ljóðasafni sínu
síðar. Á þessum árum starfaði hann
í hópi ungra bókmenntamanna sem
stóðu að tímaritinu 40-tal og birti
þar Ijóð og greinar. Árið 1946 kom
ópið og þögnin og síðan Helgisaga
af snjó (Snölegend), 1949, þar sem
hann festi sig í sessi sem eitt helsta
skáld sinnar kynslóðar. Síðan hefur
hver bókin rekið aðra.
Þegar Aspenström kom fram var
allt annað en bjart yfír veröldinni.
Skáld fimmta áratugarins fengu á
sig það orð að vera svartsýnismenn,
og ekki að ástæðulausu. Það er
dimmt yfír fyrri ljóðum
Aspenströms. En hann vex frá böl-
sýninni, eins og Jóhann Hjálmars-
son, annar tveggja sem þýtt hafa
skáldið á íslensku, segir í Hillingum
á ströndinni: „Ljóð hans hafa með
árunum orðið bjartari og opnari en
áður, efasemdir hans breyst í öfluga
samkennd með heiminum og vanda
mannsins, um leið og bölsýnin hefur
að mestu vikið. Hin næma tilfínning
skáldsins fyrir náttúrunni og yndis-
leika lífsins hefur sett svip sinn á
upprunalega og innilega ljóðræna
tjáningu þess.“
I fyrmefndri bók Jóhanns er að
fínna ellefu ljóð eftir Aspenström
og tvö til viðbótar í þýðingasafninu
í skolti Levíatans. Þá eru ljóð eftir
Aspenström í hinu stóra þýðinga-
safni Hannesar Sigfússonar, Nor-
ræn ljóð 1939-69. íslenskir ljóðales-
endur eiga því kost á að kynnast
ljóðum þessa skálds og Sýnist mér
að þeir Hannes og Jóhann, einkum
sá síðarnefndi, hafi höndlað býsna
vel andann í skáldskap hans, eftir
því sem unnt er í þýðingum.
Skáldsýn Aspenströms, eins og
hún birtist í seinni ljóðum hans,
felst í því að una þverstæðum tilver-
unnar. Ekki gefast upp fyrir þeim,
heldur una þeim hugarrór, viður-
kenna dulardóm tilverunnar.
Heimurinn er óskiljanlegur
Látið heiminn vera óskiljanlegan.
Þetta segir í ljóði sem heitir
Sænskt skáld og hafa menn þóst
geta fundið út að þar sé ort um
hinn mikla frumkvöðul módern-
ískrar ljóðagerðar í Svíþjóð, Gunnar
Ekelöf. En auðvitað er Aspenström
að lýsa eigin viðhorfi. Hann hyllir
hið jarðneska líf í ljóðum sínum.
Hér er ekki rúm til að taka mörg
dæmi, eitt hið kunnasta er Ástin
og dauðinn sem Jóhann Hjálmars-
son hefur þýtt (sjá Hillingar á
ströndinni). Það er öf langt til að
birta hér; ég tek aðra þýðingu úr
sömu bók, ljóð um tvídrægnina sem
honum verður stöðugt yrkisefni.
Það heitir Lengra hef ég ekki náð:
Nú sé ég hann aftur,
fugl iandamarkanna,
að hálfu í skugganum,
heyri tvöfalt kvein
tvískipts fugls:
svartur vængur
og hvítur vængur
ftjúgandi af tilviljun
hlið við hlið.
Sá sem leitar tilgangs
finnur tvenns konar tilgang.
Lengra hef ég ekki náð
þótt vorið hafi liðið
og sumarið runnið til sjávar.
Nýja bókin, Enskild och Allmant,
er í svipuðum stíl og fyrri ljóð
skáldsins enda ekki stökkbreytinga
að vænta hjá skáldum á efri árum.
Samtíminn gægist inn. Skáldið
finnur að sér fara aldur og feigð
og vísar til þess undir rós. Sem
fyrr skiptir sjónarhorn stöðugt á
milli skarprar greiningar og barns-
legrar skoðunar á tilverunni. Smátt
og stórt, einstaklingur og umheim-
ur, veruleiki og ímyndun, vefst sí-
fellt saman, hið einstaka og al-
menna. — Litlu ljóði fylgir tilvitnun
í blaðaviðtal við bandaríska her-
menn í Persaflóa í ágúst í sumar:
„Ég hef þjálfað svo mikið og lengi.
Nú ætla ég loksins að skjóta niður
flugvél með þessu flugskeyti. Það
sem ég óttast mest er að ekkert
gerist... .“ Út frá þessu yrkir
Aspenström Lokastríð:
Blaktandi strá, hugdeigir menn, fólk
sem hefur ekki áhuga á vopnavemd
- herir sem vonast eftir
deginum þegar loksins gerist eitthvað.
Ljóðmálið í þessari bók er al-
mennt þurrara og naktara en í fyrri
ljóðum skáldsins, ekki eins safaríkt.
Það er eins og blási hér um haust-
sölnað gras, og myndir úr mannlíf-
inu koma sparlega fram. Þó bregð-
ur hinum indæla sveitamanni
Aspenström fyrir í ljóði sem heitir
Ég lít snöggvast inn í kirkju, og
mætti þýða á þessa leið:
Gunnar Stefánsson
Organistinn situr aðaliega til að æfa sig
og hreytir sumarsálma
úr silfurspenum.
A básnum undir loftinu er kona kirkjuvarðarins
byijuð á pijónapeysu handa bamabami.
Svala sem hefur villst inn um glugga
fylgir mér út um dymar.
Hvað er að gerast í skógunum langt í burtu?
í Umbríu glóa rósarunnamir.
í Námuhéraði vaxa furur og grenitré
umhverfis námur fullar af vatni.
Enginn getur sagt hver afl var.
Aspenström yrkir með þeim
hætti að manni finnst stutt skref
yfir í dulhyggju þar sem hlutirnir
takast á loft, ekkert er lengur sem
sýnist. En hann stendur á mörkum
tveggja heima, hefur jarðsamband
sem ekki bregst, gætir þess að
halda hæfílegri íronískri fjarlægð
frá yrkisefninu. Við getum ekki náð
glötuðu sakleysi í skynjun á tilver-
unni og skiljum hana ekki. „Hin
einföldu fyrirbæri heimsins er ekki
hægt að skýra,“ sagði hann eitt
sinn í litlu ljóði. í tvísæinu birtist
list hans — og hún virðist enn lifa
góðu lífi í skáldhug þessa aldna
meistara nútímaljóðsins í Svíþjóð.