Morgunblaðið - 18.04.1991, Page 13

Morgunblaðið - 18.04.1991, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991 «13 írena mjög ólík. Hún er meðvituð um sjálfa sig og pólitískt, hefur lesið og skrifað mikið. Er menntuð kona. Hún er óhrædd við að láta afstöðu sína I ljós og gerir það málefnalega. Óli aftur á móti segist enga afstöðu hafa en siðgæðisvit- und hans er kristalstær. Hann á erfitt með að koma orðum að hlut- unum, tekur tilfinningalega afstöðu en hann hefur ábyrgð sína á öxlun- um.“ — Má skilja þetta þannig að hugsjónir og sannfæring eldist af fólki? Verða Óli og írena einsog og Karlotta og ráðherrann eftir tutt- ugu og fimm ár? „Alls ekki. Enda tekur Karlotta sína afstöðu loksins á þessum punkti í lífi sínu samkvæmt sann- færingu sinni. írena er heldur ekki gijóthörð efnishyggjumanneskja, hún sér ekki veröldina í svörtu og hvítu. Hún sér allt sem hluta af líf- inu, listina þar með talda. Hún teng- ir saman orð ráðherrans um frelsi og lýðræði við lífið sjálft og vekur okkur til umhugsunar um að orð einsog frelsi og mannúð er ekki hægt að negla niður endanlega. Þau þarf stöðugt að skilgreina upp á nýtt og beijast fyrir þeim. Frelsi og mannúð eru orð sem auðvelt er að binda í slagorð og hengja uppá vegg en hváð er mannúð? Er það ekki mannúð að skapa fallegt um- hverfi þar sem við erum meðvituð um að öllum líður bærilega og að færri líði skort, að allir hafi tæki- færi til að afla sér menntunar og lifa sómasamlegu lífi.“ Leikarar í sýningunni eru þau Bríet Héðinsdóttir, Baltasar Korm- ákur, Erla Rut Harðardóttir og Erlingur Gíslason. Leikmynd og búninga hannar Messíana Tómas- dóttir, lýsingu hannar Ásmundur Karlsson og Vigfús Ingvarsson stjórnar leikhljóðum og segulbönd- um. Gunnar Guðnason baritonsöngv- ari. Einsöngs- tónleikar í Garðabæ TÓNLEIKAR verða í Kirkjuhvoli í Garðabæ á vegum Tónlistar- skóla Garðabæjar sunnudaginn 21. apríl. Gunnar Guðnason baritonsöngv- ari og Lára Rafnsdóttir píanóleikari flytja Ijóð og aríur eftir Schubert, Strauss, Poulenc, Mendelssohn, Mozart o.fl. Gunnar Guðnason hefur verið nemandi skólans sl. 4 ár undir hand- leiðslu Sieglinde Kahmann og er þetta lokapróf hans frá skólanum. Tónleikarnir á sunnudaginn heijast kl. 17.00 og er öllum heimill að- gangur. Rauð áskriftarröð Sinfóníuhljómsveitar íslands: Norræn tónlist eftir Rafn Jónsson Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Islands í rauðri áskriftarröð verða haidnir í Iláskólabíói fimmtudagjnn 18. apríl og hefjast kl. 20.00. Á efnisskrá verða þrjú verk eftir norræn tónskáld: Jó eftir Leif Þórarinsson, Sinfónía nr. 2 eftir Cari Nielsen og Fiðlukon- seit eftir Jean Sibelius. Einleikari verður rúmenski fiðlu- leikarinn Eugene Sarbu og hljóm- sveitarstjóri Petri Sakari. Jó eftir Leif Þórarinsson var frum- flutt á tónleikum Sinfóníuhljómsveit- arinnar í október 1975 og aftur 1978. Um verkið hefur Leifur sagt m.a.: Hljómsveitareinþáttungurinn Jó er einskonar hliðarspor frá all- langri sinfóníu, sem var í smíðum 1975. Skýringar á nafninu geta þeir, sem nenna, leitað í fornri goðafræði en sagan um Jó og Júpiter er grát- brosleg — á sinn hátt. Einhveijum gæti líka dottið í hug að leika sér að því að bæta einum staf eða at- kvæði framan við nafnið, enda væri sú aðferð náskyld þeirri, sem beitt er við myndbreytingar stefja og hljóma sem heyrast á þessum fáu mínútum. Sinfónía nr. 2, „De fire tempera- menter“, eftir Carl Nielsen var frum- flutt í Kaupmannahöfn í desember 1902. Hann sótti fyrirmyndir sínar I upphafi til rómantískra tónskálda 19. aldar en varð síðar frumkvöðull nútímatónlistar i Danmörku. Hann hefur stundum verið kallaður Siebel- ius Danmerkur. í rauninni eiga þessi tónskáld ekki margt sameiginlegt, því á meðan Nielsen leitaði fanga í erlendum straumum, sótti Sibelius efnivið sinn í finnska þjóðtrú og menningu. Fiðlukonsertinn skrifaði Eugene Sarbu fiðluleikari. Sibelius 1903 og var hann frumflutt- ur í upprunalegri mynd í Helsinki 1904 undir stjórn tónskáldsins. Hann endurskoðaði svo verkið og var það frumflutt í endanlegri mynd í Berlín síðla árs 1905. Um þetta leyti settist hann að í Jarvenpaa, þar sem hann dvaldist nánast sleitulaust til dauðadags 1957. Einleikarinn á tónleikunum verður rúmenski fiðluleikarinn Eúgene Sarbu. Hann hóf fiðlunámið aðeins fimm ára gamall. Hann kom fyrst fram sem einleikari sex ára og átta ára hlaut hann verðlaun á þjóðartón- listarhátíðinni í Búkarest. Hann hef- ur hlotið öll tónlistarverðlaun, sem veitt eru í Rúmeníu. Eftir nám í Búkarest og París hlaut hann náms- styrk fyrir atbeina Yehudis Menu- hins í Institute of Music í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Jafnframt stund- Petri Sakari aðalhljómsveitar- syóri Sinfóníuhljómsveitar ís- lands. aði hann nám í New York, Lundún- um og Zurich. Árið 1978 hlaut hann Paganini-verðlaunin í Genúa í Sviss, auk fjölda annarra verðlauna.'Hann hefur leikið einleik á fiðlu með flest- um þekktustu hljómsveitum heims-. ins og er álitinn einn besti fiðluleik- ari heimsins af yngri kynslóðinni. Hann leikur á Stradivarius-fiðlu, sem smíðuð var I Cremona árið 1729. Petri Sakari er aðalhljómsveitar- stjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands. Hann stundaði nám í fiðluleik í heimabæ sínum Tampere en nam svo hljómsveitarstjórn í Helsinki. Auk þess að vinna með Sinfóníu- hljómsveitinni stjórnar hann hljóm- sveitum víða á Norðurlöndum og ieikur á fiðlu í finnsku tríói. Höfundur er kynningarfulltrúi Sinfóníuhijómsveitar íslands. NÝ BMW 3 LÍNA r AUKASENDING Nýi BMW þristurinn er einn eftirsóttasti bíll Evrópu og biötími eftir honum í Þýskalandi er um 12 mánuöir. Þeir flölmörgu hérlendis sem ekki hefur veriö hægt aö lofa afgreiöslu á undanförnum vikum geta nú fengiö ósk sýna uppfyllta. Aukasending af BMW 3 línunni er komin. Þeir sem ekki hafa skráö sig á biölista eru beðnir aö staöfesta pantanir. BMW 3 er fyrirmynd nútíma ökutækja og í honum er að finna blik af framtíðar hönnun á sígildum bíl sem aldrei fer úr tísku. Bílaumboðið hf„ Krókhálsi 1-3 110 Reykjavik Simi 91-686633 Engum likur BLIKAF FRAMTIÐINNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.