Morgunblaðið - 18.04.1991, Side 16

Morgunblaðið - 18.04.1991, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRIL 1991 Blekkingarmáttur fjölmiðla eftir Snjólf Ólafsson Nú á dögum hafa fjölmiðlarnir mjög mikil áhrif á skoðanir manna. Þetta leggur ábyrgð á herðar frétta- manna sem þeir standa oft ekki undir. Það kemur allt of oft fyrir að fréttir og aðrar upplýsingar eru mjög villandi og blekkjandi. Hér verður fjallað um eitt afbrigði af villandi upplýsingum en það eru tölulegar upplýsingar. Tölur geta verið vandmeðfarnar enda eru þær oft rangt túlkaðar. Stundum er það vegna þess að frétt- amenn skortir þekkingu á því máli sem þeir eru að fjalla um, stundum vegna skorts á tölfræðilegri færni og stundum vegna þess að þeir sjá að sé rétt sagt frá verður (æsi)frétt- in engin frétt. Við skulum skoða fjögur dæmi um hvernig tölur geta verið villandi. Niðurstöður skoðanakannana Kannanir á fylgi stjórnmála- flokkanna eru gerðar reglulega og oft vill það brenna við að niðurstöð- urnar séu túlkaðar villandi. I Mbl. 6. apríl var fjallað all ýtarlega um skoðanakannanir og verður það ekki rakið hér. Ástæðan fyrir því að skoðana- kannanir eru gerðar er áhugi á fylgi einstakra flokka þegar könnun er gerð þ.e.a.s. hve margir myndu kjósa hvern flokk ef kosningar færu fram þá stundina. Það er ekki unnt að mæla þetta nákvæmlega, en með skoðanakönnun má meta fylgið. Úrtak er valið, hluti af úrtakinu svarar og hluti af þeim sem svara tekur afstöðu. Fylgi flokks meðal þeirra sem tóku afstöðu er notað sem mat á fylgi hans meðal allra Úr flokki greina háskólamanna þar sem reifuð eru þjóðmál nú þegar kosningar fara í hönd. atkvæðisbærra manna. Þetta mat- er mjög ónákvæmt af mörgum ástæðum. Fyrir tilviljun eru fleiri eða færri stuðningsmenn flokksins í úrtakinu heldur en væri ef sam- setning úrtaksins væri alveg eins og samsetning þjóðarinnar (eða kjördæmisins). Síðan getur það aukið skekkjuna að það hvort menn taka afstöðu eða ekki er oft háð því hvaða flokk þeir myndu kjósa. Gerum ráð fyrir að flokkur fái 14% fylgi í skoðanakönnun. Þá er líklegt að raunverulegt fylgi hans sé í námunda við þá tölu (en ekki t.d. 8% eða 20%). Fyrir þennan flokk er líklegt að óvissan sé á bil- inu 2-3% fylgi. Ovissan fer m.a. eftir stærð úrtaksins, eftir fyigi flokksins, eftir því hvernig úrtakið er valið og eftir vinnubrögðunum sem notuð eru við að fá fram svör- in. Það var mjög til fyrirmyndar hvernig óvissan í fylgi flokkana í Vestfjarðakjördæmi var gefin upp í fréttatíma ríkissjónvarpsins 9. apríl. Ef flokkurinn sem fékk 14% í einni könnun fær 16% fylgi í næstu könnun, þá er það innan óvissu- marka og því ekki ástæða til að draga þá ályktun út frá þessum tölum að raunverulegt fylgi flokks- ins hafi vaxið. Þetta gera margir fréttamenn þó óhikað. Ef frétta- Bókhalds- nam Markmið námsins er að þátttakendur verði fullfærir um að starfa sjálfstætt við bókhald og annast það allt árið. Peittt, áem> aéfc fafa faputát iótAeUdí áeetm, 4, áétoÍSáu ^uuuutdutááeáC. / A námskeiðinu verður eftirfarandi kennt; * Almenn bókhaldsverkefni * Launabókhald Lög og reglugerðir * Vffðisaukaskattur * Rauuhæf verkefni, fylgiskjöl og afstemmingar * Tölvubókhald: Fjárhagsbókhald Viðskiptainanmbókhald Launatókhald Námskeiðið er 72 klst. Næsta grunnnámskeið hefst 24. apríl og bókhaldsnámið hefst 29. apríl. Innritun er þegar hafin. Tölvuskóli Reykiavíkur Borgartúni 28, sími 91-687590 maður spyr stjómmálamann hvern- ig hann vilji skýra 2% aukningu á fylgi milli skoðanakannana, þá seg- ir það einungis að fréttamaðurinn kann ekki sitt fag. Ef stjórnmála- maðurinn reynir að skýra þessa aukningu, t.d. með formannsskipt- um, þá er hann annað hvort að reyna að blekkja hlustendur eða hann kann ekki að túlka þessar tölur, nema hvort tveggja sé. Ólíkar tölur lagðar saman Heildarfiskafli landsmanna er oft til umfjöllunar. í byrjun apríl ár hvert má vænta þess að sjá frétt byrja þannig: „Heildarafli lands- manna fyrstu þrjá mánuðina 1990 var 500 þúsund tonn en einungis 400 þúsund í ár. Þetta er 20% sam- dráttur á afla.“ Blaðamönnum þyk- ir ekkert sjálfsagðara en að birta svona frétt og reyndar landsmönn- um flestum. Hvað segja menn þá um eftirfarandi frétt: „Heildartekjur landsmanna af ferðamönnum fyrstu þijá mánuðina 1990 var 500 þúsund peningaseðlar en einungis 400 þúsund í ár. Þetta er 20% samdráttur í fjölda peninga- seðla.“ Engum heilvita fréttamanni dytti í hug að skrifa svona nokkuð. Samt eru þessar fréttir sambærilegar. Allir gera sér ljóst að verðmæti peningaseðla er svo misjafnt að heildarfjöldi þeirra er ekki áhuga- verður. Á sama hátt er verðmæti afla svo breytilegt að heildarfjöldi tonna hefur lítið sem ekkert upplýs- ingagildi. Eitt tonn af rækju er þre- falt verðmætara en eitt tonn af þorski og eitt tonn af þorski er tíf- alt verðmætara en eitt tonn af loðnu. Merkingarlaus meðaltöl i frétt í ríkissjónvarpinu 22. mars var fjallað um greiðslur vegna sérfræðiþjónustu lækna. Þrisvar sinnum var tekið fram að meðal- greiðslur væru 2,2 milljónir króna. Þessi tala er mjög villandi af tveim- ur ástæðum sem verða útskýrðar hér. Samt sem áður byggðist frétt- in að miklu leyti á henni. Ef þú hefur annan fótinn í vatni sem er 0 gráðu kalt og hinn í vatni sem er 60 gráður þá er meðalhiti vatnsins 30. Hér er meðalhitinn rétt reiknaður en hann hefur ekk- ert upplýsingagildi en er villandi. Það er augljóst að það er óeðlilegt að reikna hver meðalhitinn er en e.t.v. ekki jafn augljóst að það er óeðlilegt að reikna hver meðal- greiðslan er. Greiðslurnar voru ekki allar af sama toga. Sumir læknamir fengu launagreiðslu fyrir vinnu sína. Aðr- ir, sem fengu tugi milljóna, fengu greiðslu fyrir laun margra starfs- manna og efniskaup. Meðal- greiðslan hefur því enga gáfulega merkingu í þessu tilfelli og alls ekki eðlilegt að tala um hana í sömu setningu og vinnustundir lækna eins og gert var í fréttinni. Hitt er annað, að heildargreiðslan veitir upplýsingar: Hún segir hvað hið opinbera þarf að greiða fyrir þessa þjónustu. Jafnvel í þeim tilvikum sem allar greiðslurnar eru sambærilegar, get- ur meðalupphæðin verið villandi ef nokkrar skera sig úr. Ef 9 læknar fá 50 þúsund kr. hver og einn fær 550 þúsund kr. þá fá þeir að meðal- tali 100 þúsund kr. Hér veitir með- altalið litlar upplýsingar og getur verið villandi. Betra er að segja hver er algeng upphæð og hæsta upphæð. Snjólfur Ólafsson Röng túlkun Efnahagsmálin era margslungin og margir stjórnmálamenn og frétt- amenn hafa gert sig seka um gró- far villur í umfjöllun um þau. Hér verður með einföldu dæmi útskýrt hvers vegna það er blekking að segja: Nú lækka eftirstöðvar láns í krónutölu þegar greitt er af því og sýnir það að vaxtabyrðin er léttari en hún hefur verið undanfarin ár. Lítum á einfalt dæmi sem sýnir að krónutala höfuðstóls skiptir litlu máli þegar til langs tíma er litið. I upphafi 1991 skuldar Jón 1,2 millj- ónir kr. og árstekjur hans era 1,2 milljónir kr. Hann skuldar því 12 mánaða tekjur. Hann greiðir alltaf 10% af tekjum í afborganir og vexti. Hvort af eftirfarandi er betri þróun hvað vaxtabyrði snertir: A: Verðbólga er engin og eftir fimm ár er höfuðstóll lánsins 1,0 milljón króna en launin eru óbreytt. B. Verðbólgan er mikil og eftir fimm ár er höfuðstóll lánsins 1,8 milljón króna en launin hafa tvö- faldast. í fyrra tilfellinu hefur krónutalan lækkað en eftirstöðvar lánsins nema 10 mánaða tekjum. í síðara tilfell- inu hefur krónutalan hækkað en eftirstöðvar lánsins nema 9 mánaða tekjum. Síðara tilfellið er því hag- stæðara og ástæðan er lægra vaxt- astig. Með þessu er alls ekki verið að mæla með verðbólgu. Allir eru sammála um að æskilegt sé að halda verðbólgunni í skefjum. Hins vegar segir það, að krónutala eftir- stöðva láns sé lægri eftir greiðslu en fyrir, ekkert Um það að vaxta- byrðin sé lítil eins og sumir stjórn- málamenn hafa fullyrt. Mjög skylt þessu er sú blekking að afnám lánskjaravísitölunnar muni valda minni vaxtabyrði og koma í veg fyrir svokallað misgengi launa og lána. Til langs tíma litið geta vísitölutryggð lán og lán með breytilegum nafnvöxtum komið eins út. Því er enginn ávinningur fyrir lántakendur af afnámi vísitölu- bindingar lána. Þetta hefur verið rökstutt ýtarlega af ýmsum m.a. í greinagerð frá Seðiabankanum. Niðurlag Mikið skortir á að fréttamenn búi yfir þeirri kunnáttu sem með þarf til að túlka tölur. Hið sama má segja um stjórnmálamenn. Æskilegt væri að fjölmiðlar bættu vinnubrögð sín og. gerðu meira af því að láta tölfræðimenntaða menn fara yfir þær fréttir sem byggja á útreikningum eða túlkun talna. Lesendum er ekki annars úrkosta en að taka fréttum með hæfilegum fyrirvara og trúa ekki öllu sem sagt er. Reyndar kemur þar fleira til en röng meðferð á tölum eins og al- kunna er. Höfundur er dósent íHáskóIa íslands. Þjóðleikhúsið: Benedikt fær viðurkenn- ingu Menningarsjóðsins Á frumsýningunni á Söngva- seið föstudagskvöld á var Bene- dikt Árnasyni veitt viðurkenning úr Menningarsjóði Þjóðleikhúss- Benedikt stundaði leiklistarnám í Central School of Speech and Drama í Lundúnum. Hann hefur að mestu starfað í Þjóðleikhúsinu, fyrst sem leikari og síðan sem leik- stjóri. Auk þess hefur Benedikt margoft leikstýrt leikritum fyrir útvarp. Fyrsta verkið sem Benedikt leikstýrði fyrir Þjóðleikhúsið var Litli kofinn og eru uppfærslur hans hjá Þjóðleikhúsinu nú orðnar yfír 50 talsins. Hin síðari ár hefur Bene- dikt einkum leikstýrt söngleikjum og má þar helst nefna Vesalingana árið 1986, Oliver árið 1989 og nú síðast Söngvaseið sem frumsýndur var á föstudaginn við góðar undir- tektir. Benedikt Árnason FRAMBJOÐENDURIREYKJAVIK SITJA FYRIR SVÖRUM virka daga frá kl. 16.30-18.00 á Laugavegi 1 7, 2. hæð, símar 622908 - 620277. Verið velkomin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.