Morgunblaðið - 18.04.1991, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991
KOSNINGAR
Áfengisútsölur:
Atkvæðagreiðslur
á þremur stöðum
GREIDD verða atkvæði um heimild til opnunar áfengisútsölu í að
minnsta kosti þremur kaupstöðum samhliða alþingiskosningunum
næstkomandi laugardag. Þessar
firði og Bolungarvík.
Atkvæðagreiðsla um heimild til
opnunar áfengisútsölu skal fara
fram í kaupstöðum samkvæmt
ákvörðun bæjarstjórnar, einnig
geta íbúamir krafist slíkrar at-
kvæðagreiðslu ef einn þriðji kosn-
ingabærra manna lýsir sig sam-
þykkan þvi. í kaupstöðunum þrem-
ur þar sem nú er kosið er það gert
að kröfu íbúanna. Fjármálaráðherra
er ekki bundinn af því að opna
áfengisútsölu í kaupstöðunum þó
íbúamir veiti slíka heimild í at-
kvæðagreiðslunum. I nokkrum
kaupstöðum hefur opnun útsölu
verið heimiluð án þess að ÁTVR
hafi opnað útsöiu.
Á Eskifirði hafði atvinnumála-
nefnd óskað eftir slíkri atkvæða-
greiðslu en tillaga nefndarinnar var
kosningar eru á Eskifirði, Ölafs-
felld í bæjarstjórn. 354 íbúar skrif-
uðu hins vegar undir áskorun um
að atkvæðagreiðslan færi fram og
samþykkti bæjarstjórn þá að fela
kjörstjórn framkvæmdina. Kjósend-
um verður afhentur gulur atkvæða-
seðill sem þeir verða að skila í sér-
stakan kassa á kjörstað.
Hvergi eru greidd atkvæði um
sameiningu sveitarfélaga samhliða
þessum alþingiskosningum, svo vit-
að sé, að sögn Húnboga Þorsteins-
sonar skrifstofustjóra félagsmála-
ráðuneytisins. Bæjarstjóm Kópa-
vogs fékk áskorun 443 íbúa um að
láta fara fram atkvæðagreiðslu um
byggingu íþróttahallar' í bænum.
Bæjarráð taldi ótímabært á þessu
stigi málsins að efna til slíkrar at-
kvæðagreiðslu og hafnaði beiðninni.
Utlit fyrir skaplegt
veður á kjördaginn
Rætt um bráðabirgðalög um tvo kjördaga
ÚTLIT er fyrir skaplegt veður á kjördag, næstkomandi laugar-
dag, miðað við þau gögn sem Veðurstofan hefur nú. Komið hefur
til tals í ríkisstjórninni að hún afli sér heimildar með setningu
bráðabirgðalaga til þess að hafa kjördagana tvo um helgina, ef
slæmt útlit verður með veður. Nákvæmari veðurspá fyrir kjördag-
inn verður gerð i dag og væntanlega verður ákveðið í dag hvort
sett verða bráðabirgðalög.
Veðurstofan hefur gert spá fyr-
ir kjördag samkvæmt þeim gögn-
um sem fyrir lágu í gær og vildi
Markús Á. Einarsson veðurfræð-
ingur nefna spána lauslegar horf-
ur. Samkvæmt þessu verður vest-
læg átt víðast hvar á landinu.
Skýjað og ef tii vill lítilsháttar
úrkoma á Suður- og Vesturlandi.
Léttskýjað á Austurlandi. Ef til
vill verður norðvestlægari vindur
og einhver él Norðaustanlands.
Samkvæmt þessu ætti veður og
færð hvergi að hamla því að fólk
geti kosið eða framkvæmd alþing-
iskosninganna að öðru leyti.
„Það kynni að vera að ríkis-
stjómin þyrfti að afla sér heimild-
ar til þess að hafa kjördagana tvo
með setningu bráðabirgðalaga.
Við viljum auðvitað helst ekki
þurfa að gera það, en við ákváðum
að skoða það frekar á fimmtudag-
inn,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra eftir
ríkisstjórnarfund í fyrradag þar
sem málið var rætt að hans frum-
kvæði. Fundurinn á þriðjudag var
sá síðasti á þessu kjörtímabili.
Hvers vegna vaxtar-
svæði á landsbyggðinni?
eftir Lárus Jónsson
Sjálfstæðismenn hafa mótað
nýja stefnu í byggðamálum.
Þessi stefna fehir ekki síst í sér
nýjar áherslur í atvinnu- og sam-
göngumálum landsbyggðarinn-
ar. Hún byggist á þeirri grund-
vallarforsendu að stjómvöld eigi
að rétta frumkvæði og framtaki
einstaklinga og fijálsra félaga-
samtaka örvandi hönd, rekstur
vel rekinna fyrirtækja skili arði
og hlúð sé að þróun og nýsköpun
í atvinnulífinu.
Sérstök áhersla er lögð á að
svonefnd vaxtarsvæði séu mynd-
uð eða efld á landsbyggðinni.
Með þessu hugtaki er átt við
þéttbýlisstaði, sveitir og sjávar-
pláss, sem tengjast öraggum
samgöngum. Fólk, sem býr á
vaxtarsvæðunum á að geta haft
dagleg samskipti og sótt frá
heimili sínu atvinnu eða þjónustu
innan viðkomandi svæðis. Sveit-
arstjórnir eiga jafnframt að geta
haft meiri og nánari samvinnu
um öll framfaramál á viðkom-
andi svæði. Þetta krefst þess að
samgöngubætur á landi innan
héraða og landshluta fái aukinn
„Skilyrði til þess að
fleira fólk taki sér
búsetu á landsbyggð-
inni eru að iðnaður og
þjónustugreinar at-
vinnulífsins nái þar
betri fótfestu við hlið
sjávarútvegs og land-
búnaðar.“
forgang frá því sem verið hefur,
þar á meðal jarðgangagerð eða
aðrar nauðsynlegar ráðstafanir,
sem meta má arðbærar, þegar
mat er lagt á áhrif þeirra til
þróunar byggðar í landinu til
frambúðar.
Ný störf í atvinnulífi ráða
mestu um búsetuval fólks
Hvers vegna leggja sjálf-
stæðismenn svo mikla áherslu á
vaxtarsvæði á landsbyggðinni?
Meginástæðan er sú að ný störf
í atvinnulífinu hafa orðið og
verða í framtíðinni fyrst og
fremst til í almennum iðnaði og
Lárus Jónsson
þjónustu. Þetta má glöggt sjá á
meðfylgjandi mynd, en þar kem-
ur fram að bein fækkun starfa
hefur orðið í fiskveiðum, fiskiðn-
aði og landbúnaði á síðasta ára-
tug. Þetta era, sém kunnugt er,
hefðbundnir atvinnuvegir lands-
byggðarinnar. Öll fjölgun nýrra
starfa hefur orðið í iðnaði og
þjónustugreinum. Þessir at-
vinnuvegir blómgast best þar
sem margt fólk býr á einu at-
vinnu- eða þjónustusvæði.
Fjölbreyttara atvinnulíf -
Betra mannlíf
Skilyrði til þess að fleira fólk
taki sér búsetu á landsbyggðinni
eru að iðnaður ogþjönustugrein-
ar atvinnulífsins nái þar betri
fótfestu við hlið sjávarútvegs og
landbúnaðar. Á þetta hefur
hvergi nærri verið lögð nægileg
áhersla í framkvæmd byggða-
stefnu á undanförnum áratug-
um. í því mikilvæga efni hefur
byggðastefna að undanförnu
brugðist, þótt fj arri lagi sé að
halda því fram að öllu hafi verið
illa til skila haldið í þeim efnum.
Öflug vaxtarsvæði á lands-
byggðinni treysta allt umhverfi
atvinnuveganna þar. Fólki gefst
kostur á fjölþættara atvinnuvali
og þau eru auk þess forsenda
grósku í félags- og menningar-
málum í byggðum landsins eða
með öðrum orðum betra mann-
lífs í landinu. Fjölmennari og
fleiri vaxtarsvæði á landsbyggð-
inni hafa í för með sér hag-
kvæma þróun byggðar í landinu
fyrir þjóðina alla og eru af áður-
nefndum ástæðum kjarni nýrrar
byggðastefnu Sjálfstæðisflokks-
ins.
Höfundur er framk væm dastjóri
ogá sætí íbyggðanefnd
Sjálfstæðisflokksins.
FJÖLGUN NtRRA STARFA
Á VINNUMARKAÐI 1981-88
20
Þúsund ný störf
15
10
-5
Þjónusta:
+ 18.200 störf
Sjávarútv. Iönaður
og landbún. +2.208
-2.037 störf
—i
vwwmmw
vfm?, Landbúnaöur
Aörar framl.greinar
NsjNSM Sjávarútvegur
■B Þjónustugreinar
BJÓÐUM ÚRVALS ÚTSÆÐI - GULLAUGA, RAUÐAR ÍSLENSKAR, PREMIER, BINTJE OG HELGA
ÁBURÐ, KALK, YFIRBREIÐSLUR OG ÖLL VERKFÆRI SEM TIL ÞARF
REYNSLA - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA
SÖLUFÉLAG
GARÐYRKJUMA NNA
SMIÐJUVEGI 5. 200KÓPAVOGUR. SÍMI 43211