Morgunblaðið - 18.04.1991, Blaðsíða 32
82
MOKGLÍNBLAÐÍÐi í'IMMTiUDAÖTORl ISAAffRÍIDlHHI
Ólafur Ragnar
og ríkisfjármálin
Nýjar staðreyndir
eftirFriðrik
Sophusson
Staðan í ríkisfjármálum er mjög
alvarleg um þessar mundir. Tilraun-
ir fjármálaráðherra til að klóra yfir
ábyrgð sína á því hvernig komið
er hafa mistekist. Litprentuð áróð-
ursrit gefin út á kostnað ríkisins
og árásir á stjórn Reykjavíkurborg-
ar breyta engu þar um.
Í Reykjavík var útsvarsprósentan
lækkuð, þegar Sjálfstæðisflokkur-
inn endurheimti borgina úr greipum
glundroðaflokkanna. Álagningar-
stuðull útsvars hefur staðið í stað
frá því að staðgreiðslan var tekin
upp og álagningarstuðull fasteigna-
gjalda hefur lækkað. Tekjuhækkun
borgarsjóðs stafar af fólksfjölgun,
vaxandi umsvifum í atvinnulífi og
auknu rúmmáli húsnæðis. Rekstur
Reykjavíkurborgar er hallalaus.
Reykjavíkurborg safnar ekki skuld-
um.
Ríkisstjórnin hefur hins vegar
hækkað staðgreiðsluhlutfallið,
lækkað skattleysismörkin og aukið
skattheimtuna á fleiri sviðum. Samt
er gífurlegur halli á rekstri ríkisins.
Ríkið safnar skuldum, sem skatt-
greiðendur framtíðarinnar þurfa að
greiða.
Samkvæmt nýjum upplýsingum
fjármálaráðuneytis blasa eftirfar-
andi staðreyndir við:
1. Rekstrarhalli ríkissjóðs til loka
mars 1991 nam 6,6 milljörðum
króna sem er 70% hækkun frá sama
tímabili 1990. Raunhækkun rekstr-
arhallans er um 2,5 milljarðar króna
frá árinu 1990.
um tekjuhalla ríkissjóðs
0,0 “ 1 i — 1987 1988 1989 1996 1991
2. Greiðslustaða við bankakerfíð lok mars 1991 sýndi halla að fjár- Ríkissjóður A-hluti Millj. kr. 14,7
hæð 8,2 milljarðar króna í saman- burði við 2,2 milljarða króna 1990. Byggingarsj. skv. lánsfjárlögum 19,9
Aukning er tæplega 300%. Viðbót v. húsbréfa ca. 2,0
3. Rekstrarhalli A-hluta ríkis- Aðrir 0,8
sjóðs í ár stefnir í 6,5—7,0 milljarða 37,4
króna vegna þegar tekinna ákvarð-
ana núverandi ríkisstjómar um auk-
in úgjöld ríkisins. Þá hefur ekki
verið tekið á málum Byggingarsjóðs
ríkisins en þar er fjárvöntun allt
að 1,0 milljarður króna.
4. Fjárþörf opinberra aðila á ár-
inu 1991 má áætla að sé nettó um
25,0 milljarðar króna sem skiptast
þannig:
— afborganir áhvílandi lána 12,2
25,2
Heildarsparnaður er áætlaður
um 38 milljarðarkróna. Þannig er
nú gert ráð fyrir að ríkið taki um
66% af áætluðum innlendum sparn-
aði á árinu. Að mati sérfræðinga
ríkisstjórnarinnar sjálfrar mun
lánsfjárþörfín leiða til raunvaxta-
Friðrik Sophusson
„Að undanförnu hefur
fjármálaráðherrann
skuldbundið ríkissjóð
um marga milljarða
króna, sem næstu ríkis-
stjórnir þurfa að
greiða. Allt ber að sama
brunni. Ólafur Ragnar
ber ábyrgð á óstjórn-
inni í ríkisfjármálunum
ásamt öðrum ráðherr-
um stjórnarinnar.“
hækkunar enda hafa spariskírteini
ekki selst. Þá er líklegt að leita
þurfí eftir meiri erlendum lánum
en áður.
Að undanförnu hefur fjármála-
ráðherrann skuldbundið ríkissjóð
um marga milljarða króna, sem
næstu ríkisstjórnir þurfa að greiða.
Allt ber að sama brunni. Ólafur
Ragnar ber ábyrgð á óstjórninni í
ríkisijármálunum ásamt öðrum ráð-
herrum stjómarinnar. Misheppnað-
ar árásir á aðra breyta því ekki.
Höfundur er varaformaður
Sjálfstæðisflokksins.
Sagt upp eftir
ádeilu á fjár-
málaráðherra
Starfsmanni verktakafyrirtæk-
is sem vinnur fyrir Álverið í
Straumsvík var í gær vikið úr
starfi eftir að hafa lýst yfir skoð-
unum sinum á Alþýðubandalaginu
og Ólafi Ragnari Grímssyni fjár-
málaráðherra á vinnustaðafundi í
Álverinu í fyrradag. Ólafur Ragn-
ar hefur óskað eftir því að maður-
inn verði endurráðinn.
Að sögn mannsins, Þórarins
Víkings, ofbauð honum málflutning-
ur Ólafs Ragnars á fundinum, vatt
sér að ráðherranum, tók af honum
hljóðnemann og sagði honum skoðun
sína. „Ekkert sem ég sagði hefur
ekki þegar verið birt í íjölmiðlum.
Að því búnu rétti ég honum hljóð-
nemann og fór út. í morgun var mér
sagt upp vegna þessa,“ sagði Þórar-
inn Víkingur við Morgunblaðið.
Ólafur Ragnar Grímsson hafði
samband við forsvarsmenn Isal í gær
og óskaði eftir því að maðurinn yrði
endurráðinn þar sem hann taldi óm-
aklegt að manninum væri sagt upp
störfum vegna atburðarins. Hann
fékk þau svör að málið væri ísal
ekki viðkomandi heldur bæri undir-
verktaki ábyrgð á uppsögninni.
Morgunblaðið reyndi ítrekað í gær
að ná tali af undirverktakanum, en
án árangurs.
Athugasemd
Morgunblaðinu hefur borist eft-
irfarandi athugasemd frá Páli
Halldórssyni formanni BHMR:
Af ummælum, sem þó eru rétt
eftir mér höfð í Morgunblaðinu í
gær, mætti skilja að ég léti mér
væntanlega fylgisaukningu Sjálf-
stæðisflokksins í léttu rúmi liggja.
Svo er alls ekki. Aukið fylgi Sjálf-
stæðisflokksins þýðir að félags-
hyggja er á undanhaldi og fylgi við
•félagslegar lausnir á viðfangsefnum
samtímans minnkar. Drýgstan þátt
í að grafa undan félagshyggjunni
eiga svokallaðir félagshyggjuflokkar
með framferði sínu í núverandi ríkis-
stjórn.
Áróðri hagsmuna-
gæslumanns svarað
Takmörkuð auðlind er
ekki ókeypis
eftir Jón Baldvin
Hannibalsson
Kristján Ragnarsson leggur til
atlögu við Alþýðuflokkinn í
Morgunblaðinu 16. apríl sl. Hon-
um finnst nærri sér og sínum
höggvið í umræðunni um kvóta-
málið.
Það var, útaf fyrir sig, ágætt
þótt seint sé, að einhver umræða
eigi sér stað um fiskveiðistefnuna.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur loksins,
eftir öll þessi ár, áttað sig á því,
að fískur er veiddur til að selja
hann og ferli afurðanna er frá veið-
unum gegnum vinnslu til markaða.
í gleði sinni yfir nýuppgötvuðum
staðreyndum hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn hrósað sér af því að
hann eigi enga fiskveiðistefnu, eins
og það sé eitthvert skammaryrði,
en vilji móta sjávarútvegsstefnu,
ef hann komist í ríkisstjóm.
Þessu er þveröfugt farið með
sjálfstæðismanninn og hagsmuna-
gæsluformanninn Kristján Ragn-
arsson. Hans sjónarhörn er ákveðið,
þröngt og þjónar hagsmunum út-
vegsmanna í bráð. Hann þarf því
ekki að ganga í gegnum neitt gleði-
hús nýuppgötvaðra staðreynda eins
og flokkur hans, heldur rökræðir
út frá þeirri fískveiðistefnu, sem
hann hefur mótað meir en nokkur
annar, í samræmi við hagsmuni
útgerðarmanna.
Það er því sjálfgefíð að Kristján
bregðist til varnar, þegar reynt er
að skilgreina og móta fiskveiði-
stefnu, sem miðast við hagsmuni
heildarinnar, út frá sjónarmiðum
hagkvæmni og réttlætis. Því þrátt
fyrir öll hagfræðilögmál og eðlilega
tillitsemi við hagsmuni hverrar
stéttar, þá standast til lengdar eng-
ar reglur, heimildir, samningar, lög
eða stjórnarskrá sem ekki taka til-
lit til hagsmuna heildarinnar og
grundvallast á réttlæti.
Þessu verður hagsmunastjóri út-
gerðarmanna að gera sér grein fyr-
ir.
Auðvitað eru skiptar skoðanir um
kvótann og fískveiðistefnuna í heild.
Alþýðuflokkurinn gerir sér grein
fyrir því og hefur sagt að henni
verði ekki breytt í einni svipan.
Alþýðuflokkurinn hefur verið reiðu-
búinn til að hlusta á og taka gagn-
rökum í þessu máli, hafí þau verið
veigamikil. Engin takmörkuð auð-
lind er ókeypis og því getur aðgang-
ur að miðunum ekki verið þar nein
undantekning. Nútíma markaðsbú-
skapur, sem hagsmunaaðilar sumir
hverjir túlka eftir þörfum og að-
stæðum, byggist í reynd á því meg-
in lögmáli, að fyrir auðlind sé
greiddur aðgangseyrir. í því sam-
bandi er sú röksemdafærsla sumra
kvótavina með ólíkindum, sem segja
að það jafngildi sósíalisma að selja
auðlindina en kapítalisma að gefa
hana. Það er von að ritstjórar Morg-
unblaðsins bregðist ókvæða við, og
taki hagsmunavörslumanninn
Kristján Ragnarsson til bæna í leið-
ara, eins og hvern annan skömmt-
unarstjóra Framsóknar. Því að
þetta er þvættingur. Sala veiðiheim-
ilda er ekki skattur og getur aldrei
verið það, frekar en húsaleiga er
ekki skattur, heldur greiðsla fyrir
afnot. Þetta vill hagsmunastjórinn
að sjálfsögðu ekki skilja, því það
myndi spilla áróðursstöðu hans.
Þinglýst þjóðareign
Greiðsla milli útgerðaraðila nú
heitir á máli Kristjáns verð fyrir
veiðiheimildir og það er rétt. Við
sölu veiðiheimilda myndast mark-
arsverð, sem eigandi þeirra fær við
söluna. Og miðin eru, fyrir tilverkn-
að okkar alþýðuflokksmanna, og
verða vonandi alltaf, sameign
íslensku þjóðarinnar.
Það er út í hött hjá Kristjáni að
gera því skóna að verið sé að
íþyngja landsbyggðinni sérstaklega
með sölu veiðiheimilda í stærra
mæli en nú, vegna þess að nýtt
kerfí býður betur upp á það að
stærri kvóti komist til aðila á sterk-
um útgerðarstöðum um allt land.
Það verður einnig miklu auðveldara
en nú að beina hluta þeirra fjár-
Jón Baldvin Hannibalsson
„Ef við g-efum okkur
að helmingur af kvóta-
sölu sl. árs, sem mun
hafa numið 46.840
tonnum, hafi verið var-
anleg, en helmingurinn
til eins árs og verð-
leggjum varanlega
kvótasölu á 150 kr. pr.
kg er niðurstaðan á 5ta
milljarð króna.“
muna, sem markaðssala veiðiheim-
ildanna gefur eiganda sínum, út um
hinar dreifðu byggðir.
Kristján segir.máli sínu til stuðn-
ings að kvótasala á sl. ári hafí „að-
eins“ numið 1,1 milljarði króna, og
nefnir 25 kr. sölu pr. kg. Það er
verð á kvóta til eins árs, nánast
eins árs leiga.
Á fimmta milljarðinn
Markaðsverð á kvótaframsali þ.e.
til allrar framtíðar er að jafnaði
margfalt hærra. Heyrst hefur um
varanlegar kvótasölur á u.þ.b. 150
kr. pr. kg. Það er því fyllilega rétt-
lætanlegt að fullyrða að verðmæti
þess kvóta sem nú gengur kaupum
og sölu sé margfalt það söluverð
sem Kristján nefnir. Ef sami kvót-
inn er seldur ár eftir ár á 25 kr. þá
er það m.v. 4 ára veiðiheimild 100
kr. pr. kg. Varanlegt framsal á
kvóta er því enn hærra. Ef við gef-
um okkur að helmingur af kvóta-
sölu sl. árs, sem mun hafa numið
46.840 tonnum, hafi verið varanleg,
en helmingurinn til eins árs og verð-
leggjum varanlega kvótasölu á 150
kr. pr. kg er niðurstaðan á 5ta
milljarð króna. Þessa tala hækkar
síðan enn, ef við Ieyfum okkur að
stækka hlut veiðisölu af heildar-
kvótatilfærslum sl. árs, sem var
alls 79.130 lestir, sem að sjálfsögðu
eru líka mikil verðmæti. Hér er því
af nógu að taka.
Nei, hér hnígur allt að sömu nið-
urstöðu. Rök Kristjáns í þessu máli
eru mótuð þröngsýni hagsmuna-
gæslu og einkennast af staðnaðri
hugsun. Það er ekki það sem okkur
vanhagar um núna.-Við þurfum að
breyta misvísandi og rangsnúnu
kerfí á þann hátt að sjávarútvegur-
inn og þjóðin séu í sátt. Sjávarút-
vegurinn, þótt mikilvægur sé,’ má
aldrei verða ríki í ríkinu.
Við viljum að þjóðin sé ríkið í
ríkinu.
Höfundur er formaður
Alþýðuflokksins og
utanríkisráðherra.