Morgunblaðið - 18.04.1991, Síða 33

Morgunblaðið - 18.04.1991, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18; APRÍL 1991 33 N G N G A R Ráðast úrslit álmálsins í upphafi nýs kjörtímabils? eftir Guðmund Sv. Hermannsson UMRÆÐA um nýtt álver og stór- iðju á íslandi hefur verið áber- andi á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Og í upphafi þess næsta mun væntanlega koma í ljós hvort verður af byggingu álvers Atlantalshópsins á Keilis- nesi. Um það mál hafa verið skiptar skoðanir. Stuðnings- menn álversins benda meðal annars á þjóðhagslega hag- kvæmni og þjóðartekjur sem það muni skapa, aukna atvinnu og kaupmátt og mikla innlenda fjárfestingu í virkjunum. And- stæðingar þess benda meðal ann- ars á að með tilkomu álversins verði ál of stór hluti útflutnings þjóðarinnar og áhrif erlendra stórfyrirtækja verði of mikil hérlendis, áhætta við orkusölu til áversins sé of mikil og það valdi mengun. Enn aðrir styðja byggingu álversins en óttast að Islendingar gefi of mikið eftir í samningunum. Aðdragandi þeirra samninga, sem riú standa yfir um álversbygg- ingu, er langur og spannar nánast tvö síðustu kjörtímabil. Árið 1983 var byrjað að ræða við Alusuisse um stækkun álversins í Straum- svík. Snemma ársins 1987 gaf Alusuisse hugmyndina upp á bát- inn, en þá um vorið var komið á viðræðum við evrópska álframleið- endur uni möguleika á byggingu nýs álvers á Islandi, sem myndi rísa í Straumsvík, en yrði óháð ISAL-álverinu. Gert var ráð fyrir að það gæti framleitt allt að 200 þúsund tonn á ári, eða tvöfalt meira en álverið í Straumsvík. Tilgangur- inn var aðallega sá, að sögn Frið- riks Sophussonar þáverandi iðnað- arráðherra, að finna markað fyrir raforku frá Blönduvirkjun, sem kæmist í gagnið síðar á kjörtímabilinu. Erlendu álfyrirtækin sýndu þessu máli áhuga, og í mars 1988 hófust könnunarviðræður við hol- lenska fyrirtækið Beheer, sem var dótturfyrirtæki Hoogovens, og Austria Metall. Um þessar mundir var álverð mjög hátt á heimsmark- aði, sem ýtti undir áhuga fyrirtækj- anna. Atlantalhópurinn stofnaður Fleiri fyrirtæki sýndu þessu máli áhuga og var m.a. rætt við franska fyrirtækið Pecheney, Norsk Hydro og Rio Tinto Zink, sem áður hafði komið við sögu kísil- málmverksmiðju sem fyrirhugað var að byggja á Reyðarfirði. Einnig vaknaði áhugi Alusuisse á málinu aftur, og í júní 1988 var haldinn formlegur fundur viðræðunefnda Teikningin sýnir álver, svipað og niun rísa á Keilisnesi ef samningar nást. frá Alusuisse, Beheer, sænska fyr- irtækinu Granges og Austria Met- all, þar sem rætt var um að þessi félög tækju höndum saman um að byggja nýtt álver á Islandi eða að stækka álverksmiðju Alusuisse í Straumsvík. Mánuði síðar stofnuðu fyrirtæk- in formlegt samband undir heitinu Atlantalhópurinn, og iðnaðarráð- herra skrifaði undir samkomulag við hópinn um hagkvæmniathugun á fyrirhuguðu álveri. Tveimur mánuðum síðar, eða í september, urðu stjórnarskipti, og ný stjórn var mynduð þar sem Al- þýðubandalag kom í stað Sjálf- stæðisflokks, Jón Sigurðsson tók við embætti iðnaðarráðherra. Flokkur hans, Alþýðuflokkurinn, lagði mikla áherslu á að samningar um nýtt álver héldu áfram óhindr- að. En í Alþýðubandalaginu var greinileg andstaða ýmissa þing- manna við nýtt álver. Alusuisse hættir enn við í febrúar 1989 lauk hagkvæmni- athugun á nýju álveri og þá kom í ljós, að framkvæmdir yrðu mun kostnaðarsamari en áður var talið. I kjölfar þess fór Atlantalhógurinn aftur að ræða um stækkun ÍSAL- álversins úr 90 þúsund í 200 þús- und tonna ársframleiðslugetu. En þegar líða tók á sumarið og haus- tið kom í ljós að ágreiningur var innan hópsins. Austria Metall hætti þátttöku og síðan Alusuisse. En Granges og Hoogovens, sem hafði nú yfirtekið Beheer, lýstu áfram áhuga á að byggja nýtt álver á Islandi ef þriðja fyriitækið fengist í hópinn. í febrúar 1990 gekk bandaríska fyrirtækið Alumax til liðs við Atlan- talhópinn, en Alumax hafði raunar í 30 ár haft það bak við eyrað að byggja álver á Islandi. Mánuði síð- ar undirrituðu forstjórar fyrirtækj- anna þriggja og iðnaðarráðherra yfirlýsingu um vilja til að ljúka samninguih um byggingu álvers þá um haustið. Álverið átti að taka til starfa 1994 og vera fullbúið 1997. Jafnframt var hafist handa við undirbúning nýrra virkjana svo Landsvirkjun gæti framleitt næga orku fyrir álverið. í apríl 1990 lagði iðnaðarráðherra fram frumvarp um virkjanaröð þar sem Fljótsdals- virkjun var efst á listanum og næst kom stækkunBúrfellsvirkjun- ar. Umdeild undirskift Um sumarið þokuðust samning- ar áfram milli iðnaðarráðuneytis og Atlantalhópsins. í september lýsti iðnaðarráðherra því yfir að fyrir lægju ákveðnar hugmyndir um orkuverð til álversins og skatta- mál. Þessar hugmyndir voru þó umdeildar og ráðherrar og þing- menn Alþýðubandalagsins, voru meðal þeirra sem gagnrýndu orku- samnignsdrögin. Þeir gagnrýndu einnig þegar iðnaðarráðherra stóð fyrir því að sanningsaðilar stað- festu í októberbyijun áfanga í samningunum, þar sem m.a. var kveðið á um meginatriði orkusö- lusamnings, og að álverið myndi rísa á Keilisnesi. Þá var orðið ljóst að heildar- samningarnir tækju lengri tíma en áður var vonast til. Á svipuðum tíma lýsti stjórn Landsvirkjunar því yfir að hún hefði ekki fjallað um eða staðfest þær hugmyndir um orkusölusamning sem þá var rætt um. I kjölfar þessa skipaði Lands- virkjunarstjórn eigin samninga- nefnd um orkusölumál. Árs töf á framkvæmdum I janúar setti Persaflóastríðið strik í reikninginn. í febrúar gáfu samningsaðilar út sameiginlega fréttatilkynningu þar sem sagði að útvegum fjármagns fyrir álverið muni taka lengri tíma en upphaf- lega var gert ráð fyrir vegna óvissuásstands sem ríki á fjár- magnsmörkuðum sökum stríðsins. Jafnframt hafði álverð lækkað mik- ið, og afkoma álfyrirtækja árið 1990 var ekki eins góð og búist hafði verið við. Einnig kom í ljós að samningar voru komnir styttra áleiðis en áður var talið, og fyrirsjáanlegt var að bygging álversins myndi a.m.k. tefjast um 6-12 mánuði. Og við þinglok í mars kom fram veruleg andstaða frá þingmönnum Kvenna- lista og einstökum þingmönnum Alþýðubandalagsins gegn álmál- inu, sem kom í veg fyrir afgreiðslu þingsályktunartilögu iðnaðarráð- herra um stuðning þingsins við al- verssamninga. Dregur til tíðinda í maí? Vegna kosninganna liggja samn- ingaviðræður um álmálið nú að mestu niðri en næstu samninga- fundir eru fyrirhugaðir um miðjan maí. Síðustu fundir samninga- nefnda voru fyrir tveimur vikum, en árangur af þeim mun hafa verið lítill. Þó er, samkvæmt upplýsing- um frá iðnaðarráðuneytinu, stefnt að því að ljúka gerð álverssamning- anna í lok maí. Þar er orkusölu- samningurinn einn sá mikilvægasti fyrir íslendinga, en þar liggur ekki enn fyrir samkomulag um endur- skoðunarákvæði, tryggingar eða greiðsluskuldbindingar. Atlantalsmegin stendur aðallega á fjármögnun verksins. Áður hefur verið minnst á Persaflóastríðið, en einnig munu bankar vera ófúsari en ella að leggja fé til verksins, vegna þess að álfyrirtækin þijú hafa stofnað sitt hvert eignarhalds- fyrirtækið um hlutafé í fyrirtækinu Átlantsáli hf. sem síðan kemur til með að eiga álverið. Með þessu móti verður áhs^tta móðurfyrir- tækjanna við framkvæmdina minni, en lánastofnana meiri, og þær hafa því krafist hærri vaxta af lánum. Þetta hefur um leið hækkað áætlaðan kostnað við byggingu álversins og því álfyrir- tækin halda að sér höndum meðan þau bíða eftir að kjörin lagist. En um leið er bent á, að þetta eigi ekki að þurfa að standa álvers- byggingu á íslandi fyrir þrifum, þar sem fyrirtækin stæðu frammi fyrir þessu sama vandamáli, hvar í heiminum sem þau vildu fjárfesta. Afstada flokkanna Hl áivers Sty5ur samninga um nýtt álver. Hlynntur samstarfi viS erlenda aSila um frekari uppbyggingu orkufreks iSnaSar. FRAMSÓKNARFLOKKUR StySur byggingu álvers, náist viSundandi samningar um orkuverS, skatta og mengunarvarnir. SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR Telur orkufrekan iSnaS verSa aS þrefaldast á þessum áratug. Vill aS óhikaS verSi gengiS til samstarfs viS erlenda aSila um iSnvæSingu landsins meS orku frá fallvötnum og jarShita. VERKAMANNAFLOKKUR Hlynntur byggingu álvers. Vill aS stuSlaS sé aS smáiSnaSi um allt land, jafnvel fullvinnslu áls. FRJÁLSLYNDIR Vilja aS haldiS verSi áfram aS kanna möguleika á samstarfi viS erlendi iSnfyrirtæki og reynt aS fullgera samninga um álver á Keilisnesi, en ávallt verSi gerSar ítrustu kröfur um mengunarvarnir. ALÞÝÐUBANDALAG Telur aS hagvöxtur og lífskjarabati framtíSar byggist óhjákvæmilega á nýtingu á orku og jarShita, en orkusala til stóriSju verSi aS uppfylla skilyrSi um hagnaS af raforkusölu, mengunarvarnir og íslenska lögsögu. HEIMASTJÓRNARSAMTÖKIN Vilja fjölþætta atvinnuuppbygginu íslenskrar framleiSslu en ekki risaálver. ÖFGASINNAÐIR JAFNAÐARMENN Eru alfariS á móti álveri á Keilisnesi og vilja aS þar verSi sett upp aSstaSa fyrir íslenska uppfinningamenn. Þá eigi aS þjóSnýta álveriS í Straumsvík. KVENNALISTI Hafnar mengandi stóriSju en leggur áherslu á nýtingu gæSa lands og sjávar. GRÆNT FRAMB0Ð Lýsir algerri andstöSu viS byggingu annars álvers á Islandi og telur iSnvæSingu af því tagi skaSlega landi og þjóS W ÓÐARFLOKKUR /FLOKKUR MANNSINS Gegn álveri og mengunarvaldandi iSnaSi. Samanlögð ársverk vegna ál- versins á framkvæmdatíman- um eru talin verða um 4.700, mest 1.500-1.700 áóri. Áætlaður kostnaður við bvggingu 200 þúsund tonna álvers er um 50 milljarðar króna. Nauðsvnlegar virkjanaframkvæmdir kosta um 29 milljarða þar af er áætlaður kostnaður við Fljótsdalsvirkjun um 20 milliarðar og kostnaður við stækkun Búrfellsvirkjunor, Þórisvatnsni'iðíumSir0um Ámdljarðqr. króna. ^ ólveF verður komið ífullan reks,ur'1 samDnburði við Ef ólver verður byagt, er kaupmóttur taiinn verða 4,5%nærri árið 1995 en ella, og atvinnuieysi 0 5% minna. Hins vegar er verðbólga taíin aukast um 1%. igar nú. Reiknað er með að nýtt álver auki landsframleiðslu varanlega um 3% en hafi minni áhrif á þióðnrtel sem arðgreiðslur til útlanda koma til fráaráttar. Erlendor skuldir aukast verulega á framkvæmda- tímanum og ná hámarkil995, verða 57% af landsframleiðslu. Annars er aert ráð fyrir að erlendar skuldir verði 40% at landsframleiðslu. Mengun frá álverinu yrði aðallega af völdum flúors, brennisteinstvíildis og kolsýru. Reiknað er með að 0,5 kíló af flúor fari út í andsrúmsloftið fyrir hvert tonn af áli, 4.800 tonn af brennisteinstvíildi á ári sem er um 35% aukning fró því sem nú er; og 286 þúsund tonn af kolsýru, sem eru 11% viðbót við kolsýrumengun á Islandi. íiiau--------------------------------- ; i I i.'.u »i !

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.