Morgunblaðið - 18.04.1991, Síða 35

Morgunblaðið - 18.04.1991, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR-18. APRIL 1991 þjóðarinnar sem ég verð hvarvetna var við í þessari kosningabaráttu skil ég vel að Alþýðuflokkurinn og formaður hans sjái eftir þessu og vilji nú draga í land. í stað þess að ganga heiðarlega til verks og viður- kenna að hér þurfi flokkurinn að breyta um stefnu reynir utanríkisráð- herra að þyrla upp moldviðri varð- andi þetta mál og ræðst að mér með ómaklegum hætti í tilvitnaðri grein fyrir tilraunir mínar til að afla mál- stað íslands í fiskveiðimálum skiln- ings meðal aðildarríkja Evrópuband- alagsins og innan framkvæmda- stjórnar þess. Staðreyndin er sú að enginn samn- ingur er í gildi milli Evrópubanda- lagsins og Islands um samvinnu á sviði sjávarútvegsmála. Hafa viðræð- ur um slíkan samning átt sér stað af og til alveg frá því að bókun 6 öðlaðist gildi 1976. Hin seinni ár hefur fyrst og fremst verið um að ræða óformlegar viðræður og könn- un á því hvort mögulegt sé að koma á slíkum samningi til að opna greið- ari aðgang fyrir íslenskar sjávaraf- urðir að markaði Evrópubandalags- • ins. Krafa Evrópubandalagsins hefur eins og kunnugt er jafnan verið sú að gegn aðgangi fyrir sjávarafurðir að markaði bandalagsins þurfi að koma aðgangur skipa bandálagsins að fiskimiðum. Að sjálfsögðu hefur aldrei af hálfu okkar Islendinga kom- ið til greina að ljá máls á þeirri kröfu og höfum við utanríkisráðherrar ver- ið sammála um að hafna öllu slíku af fullri einurð. Allt hefur verið lagt undir til að hindra þessar ósann- gjörnu kröfu. Á undanförnum árum hef ég reynt að hitta sem flesta starfsbræður mína í ríkjum Evrópu- bandalagsins að máli til að afla mál- stað okkar fylgis og tel ég mér óhætt að fullyrða að þær viðræður hafa aukið skilning á sérstöðu okkar. í þessum óformlegu viðræðum hef ég að sjálfsögðu lagt á það áherslu að ísland væri tilbúið til samvinnu við Evrópubandalagið á jafnréttisgrund- velli. Hefur það m.a. komið fram að auk víðtækari samvinnu á vísinda- sviðinu þurfi að sjálfsögðu að semja um skiptingu sameiginlegra stofna, en þar er einkum um kolmunna að ræða eftir að Grænland gekk úr Evrópubandalaginu. Þá hefur að sá möguleiki verið ræddur hvort skipta mætti á jafngildum veiðiheimildum ef gagnkvæmur áhugi og hagur væri fyrir hendi. Evrópubandalagið hefur hins vegar ekki upp á nein þau fiskveiðiréttindi að bjóða sem eftir- sóknarverð eru fyrir okkar flota enda eru flest þeirra fiskimið ofnýtt. Ekk- ert hefur því komið fram sem bendir til þess að slík skipti séu raunhæfur kostur. Það eru glefsur úr fundar- gerðum sem lúta að þessum að þess- um þáttum sem utanríkisráðherra tekur úr samhengi og telur sér sæm- andi að leggja út af undir fyrirsögn- inni „Vill framsókn selja fiskimiðin?" í fyrrgreindri blaðagrein. Eins og meðfylgjandi kafli úr frá- sögn af fundi með Manuel Marin, sem fer með sjávarútvegsmál innan Evrópubandalagsins, í mars 1989 ber með sér eru þær úrklippur sem ut- anríkisráðherra birti með grein sinni teknar úr samhengi og gefa enga mynd af því sem um var rætt. Sjá úrklippu. Kjarni málsins er sá að það er utanríkisráðherra og hans ráðuneyti sem umboð hafa til samninga við erlendar þjóðir fyrir íslands hönd. Þær óformlegu viðræður sem ég hef staðið í hafa haft það markmið að skapa skilning fyrir sérstöðu okkar íslendinga og þeirri staðreynd að við munum aldrei geta fallist á að láta fiskveiðiréttindi fyrir aðgang að markaði. Ég hef ávallt skýrt ríkis- stjórninni frá þessum viðræðum og ráðherrar farið viðurkenningarorðum um þær og aldrei gert neinar athuga- semdir. Eg tel að þessar viðræður hafi skilað árangri og væri utanríkis- ráðherra nær að viðurkenna það í stað þess að ráðast að samstarfsað- ila í ríkisstjórn með jafn ódrengileg- um hætti og hann gerir í marg- nefndri grein. Höfimdur er qjá varútvegsráðherra og skipnr 1. sæti B-listnns á Austurlandi. k85 Landsbank- inn opnaðurí Hafnarfirði Landsbankinn hóf formlega starf- semi i Hafnarfirði þann 8. apríl sl. þegar nafni Samvinnubankans á útibúinu á Strandgötu 33 var breytt í Landsbanka Islands. Þar er nú í boði öll bankaþjónusta Landsbankans og Sapivinnubank- ans en stöðugildi við útibúið eru 11 talsins. Á myndinni er starfs- fólk og útibússtjóri nýja útibúss- ins, Þorkell Jónsson, ásamt form- anni bankaráðs, Eyjólfi K. Sigur- jónssyni, Kristínu Sigurðardóttur í bankaráði Landsbankans og Björgvini Vilmundarsyni, form- anni bankastjórnar. r - in *' '** a? MUDDY FOX L4SKNI - hátœknibúnaöur sem þolir.mlkiö álag. MUDDY FOX GÆÐI - yfir 2000 ánœgöir eigendur á íslandi. MUDDY FOX ENDING - œvilöng ábyrgð á stelli og gaffli. MUDDY FOX ÞJÓNUSTA - fullkomið verkstœði - regluleg stilling og skoöun án endurgjalds. MUDDY FOX KONUNGUR FJALLAHJÓLANNA ivi::v:: • : : TÆKNI GÆÐ\ ENDING ÞJONUSTA 'GrÁ: Pgjursson hf EIN K A UM öOÐMl s L A Nu| Nútíöinni Faxafeni 14, sími 68 55 80

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.