Morgunblaðið - 18.04.1991, Side 37

Morgunblaðið - 18.04.1991, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991 87 Fulltrúar sjórnarflokkanna í V estfjarðarkj ördæmi: Þörf á breytingum á búvörusamningnum EFSTU menn á framboðslistum stjórnarflokkanna í Vestfjarðarkjör- dæmi lýstu því yfir á sameiginlegum framboðsfundi á miðvikudaginn að þeir vildu gera verulegar beytingar á nýgerðum búvörusamningi. Sighvatur Björgvinsson, efsti maður Alþýðuflokksins, sagði að í búvörusamningnum væri ekki tekið á afurðarstöðvunum, ekki á sjóða- bákninu, ekki milliliðakerfinu og ekki tekið tillit til hvernig gróður- farsástand landsins væri. „Samn- ingurinn er einvörðungu til að tak- marka og herða sultaról sauðfjár- bænda,“ sagði Sighvatur. Hann sagðist sannfærður um að landbúnaðurinn stæðist samkeppni sem yrði ef innflutningur á landbún- aðarvörum yrði heimilaður. „Það er löngu kominn tími til að losa íslenska bændastétt úr fjötrum þess kerfis sem gerir það dýrara að slátra lambinu heldur en að ala það upp,“ sagði Sighvatur. Ólafur Þ. Þórðarson, efsti maður Framsóknarmanna, sagðist. ekki geta stutt samninginn óbreyttan. Hann sagðist vilja lengja aðlögun- artíma til fijálsra uppkaupa og einnig „verður það að vera alveg skýrt að sú flata skerðing, sem menn hafa verið að tala um, geng- ur einfaldlega ekki upp. Það er ekki hægt að framkvæma hana nema í reynd sé verið að taka af marga smábændur á Vestfjörðum," sagði Ólafur. Kristinn H. Gunnarsson, efsti maður Alþýðubandalagsins, tók í svipaðan streng. „Allir kostir í þessu máli eru slæmir. Ég styð samninginn í meginatriðum en með ákveðnum breytingum. Það eru hlutir sem ég hefði gjarnan viljað sjá öðruvísi, sérstaklega varðandi niðurfærslur á tilteknum sveitum sem standa tæpt byggðalega séð. Ég vil skoða betur fijálsu uppkaup- in og samningurinn gengur ekki eftir eins og ætlast er til,“ sagði Kristinn. Sigríður Anna Þórðardóttir á framboðsfundi: Gera verður fólki kleift að framfleyta fjölskyldum sínum Morgunblaðið/Sverrir Frá fundi efstu manna á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjan- eskjördæmi í fyrrakvöld Sjálfstæðisflokkurinn mun kappkosta að minnka umsvif ríkisins með markvissum að- gerðum sem draga úr halla rík- issjóðs. Flokkurinn hyggst selja_ ríkisfyrirtæki, bjóða út ýmsa þjónustu sem ríkið veitir, lækka skatta og gera skattakerfið ein- faldara. Hann vill gera fólki kleift að framfleyta fjölskyldum sínum. Þetta kom fram í máli Sigríðar Önnu Þórðardóttur, sem skipar fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjan- eskjördæmi, á opnum fundi með frambjóðendum flokksins í fyrrakvöld. Sigríður Anna sagði að Sjálf- stæðisflokkurinn myndi stuðla að nýsköpun í atvinnulffinu og jafna starfsskilyrði milli atvinnugreiná, kæmist hann til valda eftir kosn- ingar. „Til þess að það verði hægt þarf að skrá gengið rétt með því að fella niður takmarkanir á gjald- eyrisviðskiptum og gefa þau fijáls auk þess sem leggja þarf niður millufærslusjóði. Það þarf að leggja niður Byggðastofnun og færa nauðsynleg verkefni til fag- ráðuneyta. Við þuifum að lækka tekjuskatt. fyrirtækja niður í 30-35% til samræmis við það sem stefnt er að hjá grannþjóðum okk- ar,“ sagði Sigríður Anna. Hún gerði fjölskyldumál að umtalsefni. „Fjölskyldan er einn af hornsteinum þjóðfélagsins. Að henni er nú svo þrengt að það hriktir í undirstöðunum. Sjálf- stæðisflokkurinn hyggst hækka skattleysismörk, lækka skatthlut- fall hjá einstaklingum niður í 35% og lækka matvælaverð til að gera fólki kleift að framfleyta fjölskyld- um sínum, en það reynist því æ erfiðara við þær aðstæður sem nú ríkja,“ sagði Sigríður Anna. Eiríkur Smith listmálari. Eiríkur Smith sýn- ir í Gallerí Borg EIRÍKUR Smith opnar sýningu á verkum sínum í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9 í dag, fimmtudaginn 18. apríl, kl. 17.00-19.00. Eiríkur Smith er fæddur 1925 og er löngu landsþekktur fyrir verk sín. Eiríkur hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hérlendis og erlendis. Mörg verka hans eru í eigu opinberra aðila og safna. A sýningu Eiríks Smith eru nýjar vatnslitamyndir, sem allar eru til sölu. Sýningin opnar eins og fyrr segir fimmtudaginn 18. apríl kl. 17.00. Henni lýkur þriðjudaginn 30. apríl. Gallerí Borg er opið virka daga frá kl. 10.00-18.00 og. um helgar frá kl. 14.0-18.00. Aðgangur er ókeypis. Aðalfundur Kaup- mannasamtakanna: Bjarni Finns- son kosinn formaður BJARNI Finnsson kaupmaður í Blómavali var kosinn formaður Kaupmannasamtaka íslands á að- alfundi samtakanna sem haldinn var á Hótel Holiday Inn í Reykja- vík siðastliðinn laugardag. Guðjón Oddsson, sem verið hefur formað- ur undanfarin fjögur ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þá var Sigrún Magnúsdóttir kaupmaður í versluninni Rangá kosin vara- formaður Kaupmannasamtak- anna og er hún fyrsta konan sem kosin er til þess embættis. Um 100 fulltrúar sátu aðalfundinn. I ályktun fundarins er m.a. á það minnt að á síðustu vikum hefur verðsamkeppni í matvöruverslun ver- ið rekin með meira kappi en áður og því sé brýnt að verslunareigendur sýni forsjá, minnungir þeirra áfalla sem orðið hafa í greininni síðustu ár. Skorað er á stjórnvöld að aflétta skatti á versiunar- og skrifstofuhús- næði og að fella niður aðstöðugjald. í ályktun er bent á að tímabært sé að leggja niður útsöluverslanir Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. „Kaupmönnum er fyllilega treystandi til að dreifa áfengum drykkjum og sterku öli, rétt eins og starfsbræðrum þeirra í öðrum löndum. Óþolandi er sú mismunun sem felst í því að áfengisverslanir eru nú eingöngu staðsettar að jöfnu við verslanir tveggja stórmarkaða á Reykjavíkur- svæðinu," segir í ályktuninni. Talsmenn Securitas og Vara um neyðarlínuna 000: Fyrirtækin geta þegar annast þessa þjonustu TALSMENN öryggisgæslufyrirtækjanna Securitas og Vara gagn- rýna harðlega þau áform, að setja upp og starfrækja miðstöð örygg- isgæslu méð neyðarnúmerinu 000 á vegum hins opinbera á höfuð- borgarsvæðinu. Þeir segja að verði þessi starfsemi að veruleika, muni það kippa fótunum undan rekstri Securitas og Vara og jafn- framt að fyrirtækin geti annast alla þessa þjónustu. „Við getum auðvitað ekki farið í samkeppni við þetta öfluga borgar- og ríkisapp- arat, þeir munu éta okkur með húð og hári í skjóli skattpeninga almennings. Þetta er skelfileg tilraun til þess að rústa fyrirtæki sem hefur gegnumsneitt staðið sig vel í nýrri starfsemi, á litlum, en n\jög kröfuhörðum markaði," sagði Jóhann Óli Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Securitas í samtali við Morgunblaðið í gær. Jóhann sagði að áformin virtust vera um tvennt, annars vegar rekst- ur neyðarlínunnar 000, hins vegar að annast öryggiskerfi sem Securit- as og Vari geri nú þegar. „Neyð- arlínan snýst fyrst og fremst um símsvörun og getur verið hvar sem er. Þetta er ekkert annað en að teknar eru inn hringingar í þetta númer og þeim deilt út áfram til viðbragðsaðila," sagði hann. „Neyð- arlínan getur verið staðsett á slökkvistöð eða einhvers staðar annars staðar." Hann sagði Securitas að sjálf- sögðu geta annast þá þjónustu, auk þess sem ákaflega mikill styrk- ur væri að því, hvort sem væri fyr- ir Securitas eða Vara, sem væru eftir mikið erfiði búnir að koma upp vísi að svona þjónustu, að fá slíkan stuðning í verkefnum. „Þvert á móti lítur út fyrir að Sjálfstæðis- flokkurinn beiti sér fyrir því, á sama tíma og farið er um landið og talað um samdrátt í rekstri hins opin- bera, að sett verði upp ein stofnun enn.“ Jóhann sagði hitt þó vera skelfi- legra að stöðinni sé einnig ætlað að svara allmörgum. beintengdum Þjóðleikhúsið: Næturgalinn í skól- unum a Suðurlandi NÆSTU tvær vikur sýnir leikhópur Þjóðleikhússins Næturgalann í skólum á Suðurlandi. Næturgalinn hefur verið leikinn 152 sinnum og stefnt er að því að sýna leikritið í öllum grunnskólum landsins. Leikhópurinn samdi verkið upp úr ævintýrinu Næturgalanum eftir H.C. Andersen og vill með sýning- unni kynna nemendum list leikhúss- ins og örva þá tii fijórrar sköpun- ar. Sýningin hefur hlotið mjög góð- ar undirtektir og hafa innblásnir nemendur sent leikhúsinu fjölda teikninga og mynda úr leikritinu. Haldin verður sýning á myndun- um í nýjum sal á 3. hæð Þjóðleik- hússins sem vígður verður um næstu helgi í tengslum við lista- hátíð barna. í Næturgalahópnum eru Arna Einarsdóttir, Helga Jóns- dóttir, Jón Páll Björnsson, Jón S. Gunnarsson, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guðmundsdóttir og Þór- hallur Sigurðsson. neyðarsímum og fylgjast með fjölda bruna- og viðvörunarkerfa auk ann- arra öryggiskerfa. „Securitas hefur aldrei í 12 ára sögu sinni orðið fýr- ir annarri eins ógnun við rekstrar- grundvöll fyrirtækisins. Hér hafa menn með miklum tilkostnaði og mikilli vinnu verið að ryðja braut fyrir nýja starfsgrein, gert það í það heila tekið vel. Þessir sömu opinberu aðilar hlógu að okkur sem þóttumst geta hugsað stórt fyrir áratug síðan. Nú koma þeir og segja: Nú getum við. Þetta er auð- vitað kjarni málsins." Jóhann sagði að líta mætti til Danmerkur um fyrirmynd þess að einkafyrirtæki sjái um slikan rekst- ur, þar sem fyrirtækið Falck annast neyðarþjónustu, einnig rekstur slökkviliðs og sjúkrabíia, og þætti takast vel._ Baldur Ágústsson forstjóri Vara sagði ótvírætt að fyrirtækið gæti annast þennan rekstur. „Öryggis- mál og fjarskipti eru okkar ær og kýr. Það er ekki nokkur vafi á að við getum tekið þetta að okkur og við erum í rauninni þegar að ann- ast svona þjónustu, þó að fyrir þrengri hóp manna sé,“ sagði hann. „Þá er það umhugsunarefni hvort eðlilegt sé að ríkis- eða bæjarrekið apparat fari út í samkeppni við einkafyrirtækin. Ég veit ekki hvern- ig þeir hafa hugsað sér að gera þetta þannig að ég get ekki tjáð mig mikið um þetta, en þessari spurningu skýdur upp í huga mér, hvort það sé eðlilegt." Baldur var spurður hvort hann teldi að Vari gæti staðið af sér sam- keppni frá því opinbera. „Það fer allt eftir því á hvaða grunni hið opinbera ætlar að veita þjónustuna. Hins vegar verður það aldrei sama aðstaða ef hið opinbera, sem lifir af opinberum sjóðum, ætlar að keppa við fyrirtæki sem lifir af eig- in takmörkuðu sjóðum og þeirri fyrirgreiðslu sem það fær hjá bönk- um. Þetta verður aldrei jöfn að- staða,“ sagði Baldui' Ágústsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.