Morgunblaðið - 18.04.1991, Page 38

Morgunblaðið - 18.04.1991, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991 Bush Bandaríkjaforseti: Sovétmönnum boðin málamiðlun um fækkun vopna Brussel, Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi á þriðju- dag að hann væri enn vongóður um að senn yrði hægt að efna til fundar hans og Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga. Leiðtogafundi sem ákveðinn hafði verið í febrúar var frestað, í orði kveðnu vegna Persaflóastríðsins en blóðbaðið í Litháen í janúar er talið hafa átt inikinn þátt í frestuninni. Bandaríkjainenn hafa gert Sovétmönnum gagntilboð í deilu sem komið hefur upp í viðræðum um fækkun hefðbundinna vopna vegna tilrauna Sovétmanna til að stinga þúsund- um nýtísku vopna undan samningsákvæðum. Bush benti á að stefnt hefði ver- íð að því að því að undirritá START- samning um fækkun langdrægra kjarnavopna á leiðtogafundinum en deilur um leiðir til að sannreyna aðgerðir gagnaðila hefðu tafið samningagerð. Forsetinn lét í ljós áhyggjur yfir þróun afvopnun- arsamninganna en sagði þó að yrði ekkert af þeim væri ekki þar með sagt að hann gæfi allar viðræður við Gorbatsjov upp á bátinn. er að Moskvustjórnin verður að heita því að reyna ekki að komast hjá ákvæðum samningsins með því að færa meira af vopnum undir nýja yfirstjórn. „Þetta merkir að Sovétmenn fá að leika þennan leik einu sinni en þvingar þá til að sætta sig við okkar túlkun á CFE-ákvæð- unum framvegis," sagði heimildar- maður hjá NATO. Óboðinn gestur inn ístofu Ámánudaginn var þessum firnastóra dráttarbíl ekið inn í stofu í húsi einu í Townsville í Norður-Queenslandi í Ástralíu. Bílstjórinn á yfir höfði sér ákæru vegna tilraunar til manndráps, eignatjóns og ölvunaraksturs. Tvær konur sem búa í húsinu slösuðust. Á myndinni sést lögregiumaður í vettvangsrannsókn. Sýrlandsstjórn fagnar friðartilraunum Bakers * Israelar koma á sama tíma upp nýrri byggð á Vesturbakkanum Damaskus, Revava. Reuter. JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lagði af stað til Miðausturlanda í fyrrakvöld til að freista þess að koma á varan- legum friði á svæðinu. Sýrlandsstjóm fagnaði friðarumleitunum Bakers og sagði, að þær væru í þágu araba og alls heimsins. Á sama tíma og tilkynnt var, að Baker ætlaði í sína þriðju ferð til Miðausturlanda, fóru fréttir af því, að ísraelar hefðu með leynd komið upp nýrri byggð gyðinga á Vesturbakkanum. Líta margir á það sem ögrun við friðartilraunir Bandaríkjamanna. Að sögn heimildarmanna Reuters hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO) hafa Sovétmenn þegar flutt um 60.000 vopn af ýmsu tagi austur fyrir Úralfjöll þar sem CFE- samningurinn um fækkun hefð- bundinna vopna mun ekki ná til þeirra; hann tekur aðeins til Evr- ópu. Ágreiningurinn í viðræðunum er á hinn bóginn kominn upp vegna þess að Sovétmenn hafa fært þijár vélahersveitir undan yfirstjórn landhersins til strandgæslu og flot- ans. Með þessu hyggjast þeir koma í veg fyrir að 3.700 skriðdrekar, fallbyssur og brynvarðir liðsflutn- ingavagnar sveitanna verði eyði- lagðir eins og_kveðið yrði á í CFE- samningnum. Sama er uppi á ten- ingnum varðandi 1.700 þungavopn sem tengjast langdrægum kjarna- flaugabúnaði Sovétríkjanna. Talið er að verði af þessu muni sovéski flotinn ráða yfir fleiri skriðdrekum en allur breski landherinn. Gorbatsjov sagðist nýlega reiðu- búinn að flytja helming þess vopna- búnaðar, sem deilt er um, austur fyrir Úralfjöll en þar myndu þau koma í stað úrelts búnaðar er yrði eyðilagður. Bush hefur gert gagn- tilboð þar sem hann fellst á hug- mynd Sovétleiðtogans en setur það skilyrði að vopnin verði talin með þegar borinn er saman heildarfjöldi vopna samningsaðila. Mikilvægara Finnland: Græningjar hafna stjóm- arþátttöku Helsinki. Frá Sigurbjörgru Árnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ÁGREININGUR um orkumál varð til þess að finnskir græn- ingjar höfnuðu á mánudagskvöld stjórnarþátttöku. Esko Aho, þingforseti og formaður Mið- flokksins, heldur áfram sljórnar- myndunarviðræðum við Hægri- flokkinn, Sænska þjóðarflokkinn og Kristilega flokkinn. Græningjar vildu fá það inn í stjórnarsáttmálann að orkunotkun yrði minnkuð um tvö prósent á ári og umhverfis- og orkuskattur hækkaður. Einnig kröfðust þeir þess að engar ákvarðanir um bygg- ingu nýrra orkuvera yrðu teknar fyrr en 1994 þegar reynslan af ork- usparnaði lægi fyrir. Þó svo græn- ingjar séu út úr myndinni er talið víst að orkumálin verði áfram erfið- asti þröskuldurinn fyrir myndun nýrrar stjórnaL , . ,r , , r Sýrlenska stjórnarmálgagnið Tishreen sagði að friðartilraunir Bandarikjastjórnar væru nauðsyn- legar vegna þess, að Miðausturl- önd væru „óróasamt og eldfimt svæði“. Sagði blaðið, að vegna yfirgangssemi ísraela hefðu al- þjóðlegar ályktanir verið að engu hafðar í 20 ár. James Baker ræddi við ráða- menn Evrópubandaiagsins í Lúx- emborg á þriðjudag en á föstudag hittir hann við ráðamenn i ísrael. Um helgina ræðir hann síðan við Hussein Jórdaníukonung, þrátt fyrir að samskipti ríkjanna hafi versnað vegna stuðnings konungs- ins við íraka í stríðinu fyrir botni Persaflóa. Búist er við að Baker fari þaðan til Egyptalands, Saudi- Arabíu og Sýr- lands til . að vinna hug- myndinni um sérstaka friðarráð- stefnu braut- argengi. Sýr- lendingar og fleiri arabaríki vilja, að ráð- stefnan verði á vegum Sameinuðu þjóðanna en því eru ísraelar andvígir. ísraelar komu á þriðjudag upp nýrri byggð á Vesturbakkanum og er tímasetningin og leyndin, sem viðhöfð var, talin bein ögrun við Bandaríkjastjórn. Voru 14 hús flutt þangað í skjóli nætur og sett niður á svæði, sem hermenn gættu. Marlin Fitzwater, talsmað- ur Bandaríkjaforseta, ítrekaði fyrri yfirlýsingar Bandaríkja- stjórnar um að byggðir ísraela á NORSK stjórnvöld vilja að Al- þjóðahvalveiðiráðið bindi enda á bann við hvalveiðum í hagnaðar- skyni og hyggjast leyfa hrefnu- veiðar í vísindaskyni á næsta ári. í yfirlýsingu norska utanríkisráð- uneytisins í gær sagði að vísinda- menn teldu hrefnustofnana þola veiðar ef skynsamlega væri að þeim staðið. Alþjóðahvalveiðiráðið mun halda fund í Reykjavík í næsta mánuði þar sem þessi mál verða á dagskrá. Nor- skir vísindamenn segja að langtímaá- hernumdu svæðunum stæðu í vegi fyrir friði. Baker utanríkisráðherra vildi þó ekki gagnrýna þessar að- gerðir ísraelsstjórnar opinberlega. ætlun þeirra geri nauðsynlegt að veiddar verði 60 - 80 hrefnur árlega frá 1992 og segir utanríkisráðuneyt- ið að farið verði að tiilögum þeirra. Norska stjórnin leyfði veiðar á fimm dýrum á síðasta ári en minnihluta- stjórn Verkamannaflokksins hyggst ekki veita nein leyfi á þessu ári. Þess í stað verður tíminn fram á næsta ár einkum notaður til að vinna úr þeim gögnum sem til eru. Talsmaður vísindamannanna segir að rannsókn- ir á stofnstærð eftir stríð gefi ekki til kynna að neinar breytingar hafi orðið á hrefnuijöldanum. Bretland: Major vísar gagnrýni á bug St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. JOHN Major, breski forsætisráðherrann, vísaði á bug allri gagn- rýni á sig í sjónvarpsviðtali um síðustu helgi. Búist er við, að efnahagsbati bæti stöðu bresku ríkisstjórnarinnar og íhaldflokks- ins, sem er raunar kominn fram úr Verkamannaflokknum í skoð- anakönnunum, í fyrsta sinn í langan tíma. - Gagnrýni á stefnu og persónu forsætisráðherrans frá eigin flokksmönnum, sérstaklega stuðningsmönnum Margaretar Thatcher, fyrrum forsætisráð- herra, hefur ekki linnt síðustu 10 dagana. Slðast á sunnudagskvöld sakaði Alan Walters, fyrrum efna- hagsráðgjafi Thatchers, Major um að vera stefnulausan. Upphaf kosningabaráttunnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2. maí nk. gekk fremur illa fyrir íhaldsflokkinn í sfðustu viku vegna óvissunnar um nefskattinn og hvað á að koma I stað hans. Major neitaði í sjónvarpsviðtal- inu á sunnudag að segja, hvernig hinn nýi skattur verður saman settur. Hann vísaði algerlega á bug staðhæfingum um, að hann væri svo tvístígandi, að hann gæti aldrei gert upp hug sinn. Hann benti á nokkrar ákvarðanir, sem stjórn sín hefði tekið frá því hann tók við embætti, eins og um þátttökuna í evrópska mynt- kerfinu. Forysta Verk- amannaflokks- ins hefur nýtt hvert tækifæri til að ýta undir þá skoðun, að Major sé óhæfur til að gegna embætti forsætisráð- herra. Fiokkurinn lofaði lækkuð- um sköttum til sveitarstjórna í síðustu viku og I þessari viku gerir hann opinbera rækilega greinargerð fyrir efnahagsstefnu sinni, þar sem lögð er áhersla á samvinnu ríkisins og fijáls mark- aðar og að tryggja beri öllum tækifæri I lífinu. Verðbólga lækkaði { 8,2% í mars og í síðustu viku lækkaði Englandsbanki grunnvexti um hálft prósent. Þá lækkuðu vextir á húsnæðislánum, sem hafa mikla pólitíska þýðingu, Búist er við að verðbólga í apríl lækki um allt að 2% og verði þá. rúmlega 6% frá því í apríl í fyrra. Þessar bættu efnahagshorfur eru taldar munu styrkja stöðu stjórnarinnar á næstu mánuðum. Hvalveiðar Norðmanna: Leyfa hrefnuveið- ar í vísindaskyni 1992 Ósló. Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.